30 research outputs found

    Áhrif hrossabeitar á vöxt, útlit og lifun birkis

    No full text
    Lítið er til af rannsóknum á Íslandi um áhrif beitar í ræktuðum skógi og notkun beitardýra til að halda niðri grasvexti í ungskógi. Samkeppni trjáplantna við gras í nýskógrækt er vandamál vegna baráttu um ljós og næringarefni ásamt því að sina leggst yfir ungplöntur og kæfir þær. Gerð var beitartilraun með hross í skógræktargirðingu á Reykhólum á Reykjanesi í Austur-Barðastrandarsýslu haustið 2008 og rannsökuð áhrif beitar á vaxtarlag og lífslíkur birkis ásamt því að kanna hvort næringarástand þess breyttist við beit. Hrossum var beitt í tvo mánuði haustið 2008 á helming tilraunalandsins en hinn helmingurinn var notaður til samanburðar. Allar birkiplöntur voru mældar áður en beit hófst, hæð, lengd og þvermál ásamt því að þróttur plantna og þroski toppbrums var metinn. Úttekt var gerð á beitarskemmdum vorið 2009 og lokaúttekt fór síðan fram haustið 2009. Helstu niðurstöður voru þær að beit hafði engin áhrif á þvermálsvöxt trjánna og vöxt árssprota en neikvæð áhrif á útlit trjánna, hæð þeirra og þrótt. Hrossin voru of lengi í girðingunni miðað við stærð beitilandsins og framboð beitargróðurs og mjög líklegt er að rekja megi stóran hluta beitarskemmda til minna framboðs á beit fyrir hrossin. Hrossabeit nýtist til að hreinsa gras og sinu í skógræktarlandi en mjög vel þarf að fylgjast með beitinni og grípa inn í um leið og merki sjást um minnkandi framboð beitargróðurs. Frekari rannsókna er þörf á áhrifum beitar á grassamkeppni og vöxt og þroska trjáplantna í ræktuðum skógum svo sem hversu mikil beit má vera án þess að valda alvarlegum skemmdum á trjánum og hver áhrif beitar eru á vistkerfi skóga og líffræðilegan fjölbreytileika þeirra

    Hagræn áhrif skógræktar: Árangur í atvinnuuppbyggingu á vegum landshlutaverkefna í skógrækt

    No full text
    Hér er sagt frá rannsókn á atvinnuuppbyggingu í skógrækt hjá skógarbændum um allt land á vegum landshlutaverkefna í skógrækt (LHV). Rannsóknin náði yfir tímabilið 2001-2010 og tók til allra skógarbænda á öllu landinu, sem voru 576 árið 2010. Skoðað var hversu mikil atvinna hefði orðið til á vegum hinna fimm LHV. Það er hlutverk LHV samkvæmt lögum að treysta byggð og efla atvinnulíf á starfssvæðum sínum og að skapa skógarauðlind á Íslandi með því að rækta fjölnytjaskóga og skjólbelti. Reiknað var út hversu mörg launuð ársverk hafa orðið til á landsvísu á þessum tíma með því að taka saman í bókhaldi LHV störf við gróðursetningu, jarðvinnslu og annað sem til þarf við að rækta skóg. Auk þess voru reiknuð saman störf starfsmanna hjá LHV og við skógarplöntuframleiðslu hjá gróðrarstöðvum fyrir LHV. Einnig voru margfeldisáhrif skógræktar á Íslandi metin og að lokum hversu mörg óbein og afleidd ársverk hefðu orðið til við starfsemi LHV. Að meðaltali voru greidd ársverk í skógrækt LHV á rannsóknartímabilinu 81,4 yfir allt landið. Þau voru um 63 árið 2001 og jukust upp í tæp 100 árið 2007 en síðan fækkaði þeim aftur niður í um 67 árið 2010. Hjá skógarbændunum sköpuðust að meðaltali yfir tímabilið um 37 ársverk, hjá plöntuframleiðendum um 25 og hjá starfsmönnum LHV um 20 ársverk. Þegar margfeldisáhrif skógræktar LHV voru reiknuð kom í ljós að óbein störf sem tengjast skógrækt yfir allt landið hafi verið á bilinu 10-20 ársverk á tímabilinu og afleidd áhrif skógræktar LHV í samfélaginu hafi skapað störf sem svarar á bilinu 20-40 ársverk, allt eftir þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar. Alls má því gera ráð fyrir að atvinnuuppbygging á vegum LHV í samstarfi við skógarbændur um allt land hafi skilað að jafnaði frá árinu 2001 sem svarar 90-140 launuðum ársverkum á landsbyggðinni. Í rannsókninni var einnig gerð könnun meðal skógarbænda um allt land á því hvort þeir ynnu launalaust við uppbyggingu skóganna til viðbótar við endurgreidda vinnu. Í ljós kom að um 80% þeirra gerðu það. Þessi vinna gæti árlega skilað að jafnaði um 20 ársverkum miðað við niðurstöður könnunarinnar sem er þá fjárfesting bænda til betri skóga í framtíðinni og bætist við tölurnar hér að ofan. Samtals var því skógrækt LHV að stuðla að um 110-160 ársverkum um allt land á tímabilinu 2001-2010. Þá eru ótaldir þeir möguleikar í framtíðinni sem liggja í úrvinnslu þeirrar auðlindar sem skapast hefur með starfsemi LHV. Reynt var að leggja mat á þá möguleika með samanburði við Skotland og Írland

    Ólínulegt einingalíkan af borholu

    No full text
    The objective of the study is to make a complete finite element model of a geothermal well. Three casings, cement around the casings, a liner and the formation surrounding the well were modeled with three different types of finite element models. A two dimensional thermal model was used to analyze the temperature distribution of the well and a two dimensional structural model was used to estimate the rise of the production casing along with the well’s stress distribution. Finally, a three dimensional buckling model was built to examine the buckling behavior of the production casing where the results from the two dimensional models were used to define loads and constraints. The maximum upward displacement of the production casing for a 2300 m deep well is 0.05 m according to the two dimensional structural model, but a rise of around 0.13 m has been detected in casings at power plants in Iceland [Gretarsdottir, 2007]. Different contact behavior was defined between the cement and the steel in the production pipe and it greatly affected the results. The stresses were also examined and compared to the yield strengths of the materials. The Von Mises stresses in the steel did not reach the steel’s yield stress but the y-component of the compressive stress in the cement reached the ultimate strength of the cement and well over. Different values of the Young’s modulus for the cement were also examined in order to estimate its effect on the expansion. The Von Mises stresses were considerably higher when the Young’s modulus was increased, but it did not affect the displacement results of the production pipe. When the well was modeled with a three dimensional buckling model, buckling did not occur for the loads defined. However, a load magnitude of 85.3% of the loads defined in the model, caused the well to buckle when a 20 MPa sideward pressure was modeled. The sideward pressure area was increased and the buckling load stayed the same but the displacements where the well buckled were larger for the increased area. The models built in this project can be useful when designing geothermal wells, to estimate the effects of different properties of the well defined. According to the case study performed, buckling is not unlikely to occur in real geothermal wells and the buckling model could be used to estimate whether changing some parameters would result in decreased risk of failure due to buckling.Sponsored by The Innovation Center Iceland and Rannís. Also partly supported by Landsvirkjun

    Óhefðbundnar lækningar. Tengsl hugar og líkama

    No full text
    Óhefðbundnar lækningar eru sífellt að verða vinsælli meðferðarform í hinum vestrænu samfélögum. Vestræn vísindi eru farin að viðurkenna samtengingu sálar og líkama, en það hvernig við hugsum og hvernig okkur líður andlega hefur áhrif á líkamann, en streita getur valdið ýmsum líkamlegum einkennum, svo sem höfuðverk, háum blóðþrýsingi og jafnvel hjartaáfalli. Nauðsynlegt er fyrir alla að þekkja sinn eigin huga, að stunda heilbrigðan lífstíl og hugsa á jákvæðan hátt en þannig hugsum við einnig um líkama okkar og heilsu. Við þurfum að taka ábyrgð á hlutunum sjálf. Heilsumannfræði hefur verið að rannsaka túlkun líkamans, ýmsar heilsumeðferðir og trúarlega iðju, en sérstakur áhugi hjá heilsumannfræðinni er að skoða hvernig líkamlegir-, umhverfis- og menningarlegir þættir spila inn í heilsu og veikindi. Óhefðbundnar meðferðir byggjast á heildrænni hugsun um einstaklinginn, og tengsl anda, hugar og líkama og er það markmið heilsumannfræðinga að finna út hvort þessar meðferðir séu að breyta einhverju hvað varðar líkama einstaklinga, trú þeirra, menningu og félagslegu reynslu og hvers vegna sjúklingar sækja í þess háttar meðferðir. Óhefðbundnar lækningar hjálpa einstaklingum að taka völdin í eigin lífi, auka einbeitingu á tilfinningar og líðan, en ekki bara hið líkamlega. Nauðsynlegt er að opna hugann fyrir þessum óhefðbundnum meðferðum og finna fleiri mismunandi leiðir til þess að huga að heilsu okkar

    Arctic strategies of Iceland and the European Union. Would Iceland's accession in to the European Union strengthen or weaken Iceland's position in the Arctic Region?

    No full text
    Með ritgerð þessari er ætlunin að skoða hvort innganga Íslands í Evrópusambandið myndi veikja eða styrkja stöðu Íslands í málefnum norðurslóða. Til þess að svara þeirri spurningu eru þrjár kenningar í alþjóðsamskiptum valdar og greindar út frá efni ritgerðarinnar. Gerð er grein fyrir málefnum norðurslóða, s.s aukið aðgengi að auðlindum og opnun siglingaleiða og hvaða alþjóðlegu stofnanir starfa í tengslum við svæðið. Einnig er fjallað um stöðu smáríkja og þá kosti og galla sem þau hafa af skjóli stærri ríkja eða ríkjasambanda. Stefnur Íslands og Evrópusambandsins í málefnum norðurslóða eru bornar saman og skoðað sérstaklega hvort Ísland hefði ávinning af því að vera í skjóli Evrópusambandsins í norðurslóðamálum. Ísland hefur verið að auka alþjóðlegt samstarf sitt á undanförnum árum og hefur notið skjóls alþjóðlegra stofnana á borð við NATO og hefur haft hag af því. Helstu niðurstöður eru þær að norðurslóðastefnur Íslands og Evrópusambandsins eiga samleið að mestu leyti og að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi styrkja stöðu Íslands í málefnum norðurslóða og að Ísland stæði sterkara að vígi í skjóli Evrópusambandsins.The object of this thesis is to explore whether Iceland ́s accession into the European Union would weaken or strengthen the country’s stance on issues concerning the arctic region. In order to come to a conclusion, three theories on international relations are chosen and analysed based on the material of the thesis. Several issues regarding the arctic are elucidated such as, access to natural resources, the opening of shipping routes and which international organizations operate in the area. The status of small states along with the pros and cons, which follow the shelter of larger states or unions, will likewise be a point. A comparison will be made between Icelandic and European Union policies in regards to the arctic and particular attention is paid to whether any gain is to be had in respect to the arctic region, should Iceland be sheltered by the EU. Iceland’s collaboration internationally has been on the rise in recent years and shelter provided by international organisations like NATO has been shown to be beneficial. The results will show that both Icelandic and EU arctic region policies are for the most part in tune and that Iceland ́s accession into the EU would strengthen the country’s stance on said matters and lastly that Iceland would stand reinforced if sheltered by the European Union

    Do you believe in foster care arrangements? Attitudes of professionals to foster measures for children.

    No full text
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf og reynslu fagaðila til fósturráðstafana barna með tilliti til þess laga- og regluverks sem unnið er eftir við meðferð fósturmála. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt og voru tekin viðtöl við sex fagaðila barnaverndarnefnda í Reykjavík og nágrenni. Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á viðhorf og reynslu þeirra til fósturráðstafana barna og hvaða breytinga væri þörf á til að gera starf fagaðila betra, sem myndi stuðla að bættum hag fósturbarna og fjölskyldna. Helstu niðurstöður eru þær að reynsla og viðhorf fagaðila til fósturráðstafana barna er að mestu leyti góð. Fagaðilar telja sig þó vera undir miklu álagi í starfi og telja það laga- og regluverk sem fara þarf eftir vera flókið ásamt því að taka frekar mið af foreldrarétti fremur en barnarétti. Þá telja fagaðilar að samráð sé haft við öll börn en mismikið og fer það eftir eðli máls. Helstu breytingar sem fagaðilar vilja sjá í starfi sínu eru meðal annars að fá fleiri fósturheimili á höfuðborgarsvæðið, gera starf fósturforeldra eftirsóknarverðara og að samræma þurfi greiðslur milli sveitarfélaga til fósturforeldra. Fagaðilar vilja einnig fá skýrari verklagsreglur milli Barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu um ábyrgðarhlutverk þeirra sem og að eftirlits- og ráðgjafarhlutverk Barnaverndarstofu sé ekki í sömu hendi. Mikilvægi rannsóknarinnar liggur þannig í því að efla og þróa frekari rannsóknir á sviði fósturmála. Svo virðist sem að ekki hafi verið gerð rannsókn hér á landi þar sem viðhorf og reynsla fagaðila til fósturráðstöfunar barna eru skoðuð með tilliti til laga- og regluverks. Niðurstöður rannsóknarinnar veita því mikilvæga innsýn í starf þeirra og er hluti af þeirri þróun sem þarf til að efla og bæta starf fagaðila, með það að leiðarljósi að það skili sér í bættum hag barna og fjölskyldna.This study examined the attitudes and experiences of professionals regarding fostering measures and procedures of children with respect to laws and regulations. The study was based on qualitative research and six child welfare professionals were interviewed in Reykjavík and the neighbouring areas. The purpose of the interviews was to explore attitude and experience toward foster care measures and to see if the regulatory framework needed changes. The results showed that the experience and professional attitude to foster measures are mainly positive. However, the professionals feel that they are under much pressure due to the nature of the cases and deem the legal and regulatory framework as being complex and in many cases putting parental rights over children's rights. The professionals agreed that most often the children’s views were taken into account, but it varies and depends on the nature of the cases. The main concerns the professionals identified were the need to increase the number of foster homes, the need make it more attractive for the public to take on the role of foster parents and that support payments between local governments differ, and the professionals think payments should be equal. In addition the professionals identify a lack of consensus and cooperation between the individual offices of Child Protection Services and the Child Welfare Agency and want to see clearer rules about who is responsible when problems arise. Professionals also felt that the monitoring and advisory role of Child Welfare should be divided between two offices but not controlled by only one. The importance of this study lies in strengthening and developing further research in the field of foster care and children services in Iceland. There is a need for a more comprehensive study where the experience and views of professionals is taken into account to make the legal framework more effective for children from broken homes. The findings provide an important insight into the professional environment and can be used in the development of promoting and improving professional practice that in turn can benefit children and families

    Gjörgæslutengdar blóðsýkingar á Landspítala og reynsla hjúkrunarfræðinga af sýkingavörnum innan gjörgæsludeilda

    No full text
    Bakgrunnur: Gjörgæslusjúklingar eiga á hættu að fá ýmsar sýkingar sem tengjast legu á gjörgæsludeild, þar á meðal blóðsýkingar. Gjörgæslutengdar blóðsýkingar tengjast hærri dánartíðni sjúklinga, lengri legutíma á gjörgæsludeild og sjúkrahúsi og auknum kostnaði. Markmið: Að kanna hlutfall gjörgæslutengdra blóðsýkinga innan Landspítala yfir 24 mánaða tímabil, lýsa gjörgæslutengdum blóðsýkingum með tilliti til örverutegunda og mengaðra blóðsýna og kanna einkenni/áhættuþætti sjúklinga með gjörgæslutengdar blóðsýkingar. Einnig að kanna reynslu hjúkrunarfræðinga gjörgæsludeilda Landspítala af sýkingavörnum innan gjörgæsludeildanna. Aðferð: Notuð var blönduð aðferðafræði með samtvinnuðu sniði. Megindlegi hlutinn var afturskyggn, lýsandi þversniðsrannsókn frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2021. Úrtak rannsóknar voru sjúklingar 18 ára og eldri sem lágu ≥48 klukkustundir á gjörgæsludeildum og fengu gjörgæslutengda blóðsýkingu. Gögnum var safnað úr sjúkraskrám og greind með lýsandi tölfræði. Eigindlegi hlutinn byggði á tveimur rýnihópaviðtölum við átta hjúkrunarfræðinga gjörgæsludeilda. Viðtalsgögnin voru greind með þemagreiningu. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fengu 23 sjúklingar gjörgæslutengda blóðsýkingu eða 3,3% sjúklinga sem lágu ≥48 klukkustundir á gjörgæsludeildum (N=702). Algengasti flokkur örvera var kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar og næstalgengastar voru gram-neikvæðar bakteríur og Candida sveppategundir. Stór hluti jákvæðra blóðræktana taldist mengun. Flestir sjúklinganna 23ja fengu ífarandi öndunarvélameðferð, voru alvarlega veikir við innlögn á gjörgæslu samkvæmt APACHE II stigun, djúpt svæfðir, með ífarandi íhluti og lágu lengi á gjörgæsludeild. Sjúklingarnir skiptust jafnt milli gjörgæsludeilda og meirihluti lá á fjölbýlum. 48% (11/23) sjúklinganna létust á rannsóknartímabilinu. Í rýnihópaviðtölum komu fram tvenn yfirþemu reynslu hjúkrunarfræðinga af sýkingavörnum á gjörgæsludeildum: 1) „Standardinn mætti alveg vera aðeins hærri“ sem greindist í sex undirþemu og 2) „Hindranir fyrir réttu verklagi sýkingavarna“ sem hafði undirþemun þrengsli og úrelt húsnæði, mönnun og tímaskortur, mótstaða við breytingar, ónákvæm skráning, erfitt aðgengi að upplýsingum og óljós ábyrgð og utanumhald. Ályktun: Hlutfall sjúklinga sem fékk gjörgæslutengda blóðsýkingu er lágt en virðist tengjast verri útkomu. Fjölmörg sóknarfæri eru innan sýkingavarna á gjörgæsludeildum Landspítala. Fjöldi mengaðra blóðsýna gefur til kynna að bæta þurfi vinnubrögð við blóðræktanir

    Þróun norrænna glæpasagna á íslenskum bókamarkaði

    No full text
    Skandinavískar glæpasögur hafa náð að hasla sér völl á Íslandi og njóta mikillar velgengni á íslenskum bókamarkaði. Í þessari ritgerð er greint frá íslenskri útgáfustarfsemi sem tengist þessari grein, en fjallað er um tvö útgáfufyrirtæki, Forlagið og Uppheima, en einnig verður farið í starfsemi og kynningarmál á vegum þeirra, m.a. með því að ræða við einstaklinga í útgáfugeiranum og safna upplýsingum um verkferli og val í tengslum við norrænar glæpasögur

    Rétturinn til að gleymast og til afmáunar

    No full text
    Ritgerð þessi fjallar um þær reglur sem gilda um afmáun persónuupplýsinga á netinu í drögum framkvæmdastjórnar ESB að reglugerð um vernd persónuupplýsinga og frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, frá 2012. Markmiðið er að gera úttekt á réttinum til að gleymast og til afmáunar í 17. gr. reglugerðardraganna, helstu álitaefnum um inntak hans og hverjir beri ábyrgð á framkvæmd hans. Í upphafi er farið yfir helstu nýmæli í endurskoðaðri persónuverndarlöggjöf ESB. Fjallað er um núgildandi persónuvernarlöggjöf og alþjóðlegar reglur sem þýðingu hafa. Því næst er ítarleg umfjöllun um réttinn til að gleymast og til afmáunar og þær breytingar sem gerðar voru á 17. gr. reglugerðardraganna í meðförum Evrópuþingsins í mars 2014. Fjallað er um grundvallarréttindi sem skarast við réttinn til að gleymast og til afmáunar og undanþágur frá gildissviði laganna. Loks er sjónum beint að ábyrgð notenda, þjónustuveitenda og milligönguaðila, með áherslu á samfélagsmiðla og leitarvélar. Meginniðurstaða ritgerðarinnar er að 17. gr. reglugerðardraga framkvæmdastjórnarinnar, og samspil þess ákvæðis við 19. gr. um andmælarétt, felur í sér aukinn rétt fyrir hinn skráða. Eigendur samfélagsmiðla teljast ábyrgðaraðilar þar sem þeir ákveða tilgang og vinnslu persónuupplýsinga. Hins vegar er ekki ljóst hvort réttur til afmáunar tekur til einstaklinga á samfélagsmiðlum eða hvort svokölluð heimilishaldsundantekning á þá við. Bent er á að varhugavert sé að stjórnendur samfélagsmiðla og leitarvélafyrirtækja fari með ritskoðunarvald í samfélaginu og að slíkt fyrirkomulag geti leitt til óeðlilegrar íhlutunar í tjáningarfrelsi. Loks er niðurstaðan sú að með úrskurði Evrópudómstólsins í máli C-131/12 frá 13. maí 2014, þess efnis að fyrirtæki sem reka leitarvélar á netinu teljist ábyrgðaraðilar, geti rétturinn til að gleymast og til afmáunar falið í sér skilvirkan rétt til að hindra aðgang að persónuupplýsingum eða fá þeim varanlega eytt af netinu.This thesis discusses the rules on erasing personal data from the Internet which are set forth by the European Commission in its 2012 legislative proposal for a Regulation on the Protection of Individuals with regard to the Processing of Personal Data and on the Free Movement of such Data. The object of the thesis is to examine the right to be forgotten and to erasure which is stated in Article 17 of the draft regulation. The beginning of the thesis explains the pioneering aspects of the European Union's revised legal framework on personal data. There is an extensive treatment of the right to be forgotten and to erasure, including amendments which the European Parliament made to Article 17 of the proposed Regulation. The final focus is on the responsibility of users, service providers and intermediaries, with a particular emphasis on social media and search engines. The main findings of the thesis are that Article 17 of the draft regulation incorporates extended rights for individuals. Furthermore, Article 19 strengthens the rights of data subjects with an extended right to object. Operators of social networking services are considered to be data controllers, since they determine the purposes and means of the processing of personal data. However, it remains unclear whether individual users of social networking services are also data controllers or whether they are entitled to the so called „household exemption“. The final conclusion is that following the judgment of the Court of Justice of the European Union in Case C-131/12 from 13 May 2014, where an internet search engine provider was considered to be a data controller in relation to search returns, the right to be forgotten and to erasure can provide for an effective right to block or erase personal data permanently off the internet
    corecore