1,077 research outputs found

    Human Primordial Germ Cell Specification – Breakthrough In Culture and Hopes for Therapeutic Utilization

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenKímfrumur eru forverar egg- og sáðfruma í mönnum, sem bera erfðaupplýsingar á milli kynslóða. Vegna þess að kímfrumur sérhæfast snemma á fósturskeiði, rétt við bólfestu fósturvísis í legslímhúð, eru þær óaðgengilegar til rannsókna. Þekking okkar á tilurð þeirra hefur því til þessa verið afar takmörkuð og að mestu byggð á rannsóknum á dýramódelum eins og músum og kanínum. Í kjölfar rannsókna á stofnfrumum úr fósturvísum og eiginleikum þeirra hefur nú tekist að sérhæfa frumkímfrumur (primordial germ cells) manna á skilvirkan hátt í vefjarækt út frá stofnfrumum fósturvísa. Samhliða hefur tekist að sérhæfa frumkímfrumur úr iPS-frumum (induced pluripotent stem cells) manna sem eru myndaðar við afsérhæfingu líkamsfruma. Í þessari yfirlitsgrein verður farið yfir stöðu þekkingar okkar á frumkímfrumum manna og rannsókna á fjölhæfi stofnfruma úr fósturvísum manna og músa, ásamt því að ræða mögulega nýtingu frumuræktarkerfis fyrir frumfrjófrumur í rannsóknum og meðferð á ófrjósemi og öðrum kímfrumutengdum sjúkdómum.Germ cells are the precursors to the gametes that carry genetic and epigenetic information between human generations and generate a new individual. Because germ cells are specified early during embryogenesis, at the time of embryo implantation, they are inaccessible for research. Our understanding of their biology has therefore developed slowly since their identification over one hundred years ago. As a result of research into the properties of human and mouse embryonic stem cells and primordial germ cells, scientists have now succeeded in efficiently generating human primordial germ cells in culture by embryonic stem cell and induced pluripotent stem cell culture. In this review we will discuss the state of our knowledge of human primordial germ cells and how research into the pluripotent properties of human and mouse embryonic germ cells has led to this breakthrough. In addition we will discuss the possible utilization of a cell culture system of human primordial germ cells for research into and treatment of germ cell related abnormalities

    Með flótta fær enginn sigur : reynsla erlendra hjúkrunarfræðinga af starfi á sjúkrahúsum á Íslandi

    Get PDF
    Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSíðastliðin 10-15 ár hefur íslenskt samfélag þróast úr einsleitu samfélagi í fjölmenningarlegt. Hefur þessi þróun átt sér stað vegna skorts á vinnandi fólki og er hún greinileg á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH) og mörgum hjúkrunarheimilum. Í dag starfa 55 erlendir hjúkrunarfræðingar á LSH og hefur umsóknum fjölgað talsvert árið 2006. Rannsókn sú sem greint er frá hér er sú fyrsta þar sem athuguð er reynsla erlends fagfólks í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Markmiðið með ritun þessarar greinar er að gjöra kunnar niðurstöður rannsóknarinnar og þar með framfylgja markmiðinu með gerð hennar sem var að efla skilning á þessari reynslu til þess að stuðla að uppbyggilegu fjölmenningarlegu andrúmslofti og umræðu innan heilbrigðiskerfisins. Erlendir hjúkrunarfræðingar eru hluti af hópi innflytjenda á Íslandi. Umræðan í fjölmiðlum um stöðu og reynslu innflytjenda á Íslandi er oftar en ekki neikvæð þar sem t.d. er greint frá fólki sem ekki fær hér vinnu í því fagi sem það hefur menntað sig til. Erlendir hjúkrunarfræðingar eru fagfólk sem fær vinnu við sitt fag. Þess vegna er mikilvægt að rödd þeirra heyrist

    Kynlíf og eldra fólk : byggt á fyrirlestri, sem fluttur var á Landakoti 14. nóvember 2002

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ hinum síðari árum hefur umræðan um kynlíf fólks tekið miklum og hröðum breytingum. Kynlíf er til umfjöllunar í öllum helstu fjölmiðlum. Á Netinu er mikið af upplýsingum um allar tegundir kynlífs og í raun má segja að kynlífsumræðu síðustu ára hafi tekist að svala forvitnisþörf margra, þar sem umfjöllunarefnið er aðgengilegt og auðvelt er að verða sér úti um hugmyndir, þekkingu og staðreyndir. Þrátt fyrir þessa miklu útbreiðslu á kynlífsumræðu er einn þáttur hennar sem lítið hefur verið athugaður og skoðaður þrátt fyrir að stór og sífellt stækkandi hópur neytenda tilheyri honum, en það er kynlíf fólks á efri árum. Viðhorf á þann veg að kynlíf tilheyri eingöngu þeim sem yngri eru og að fólk sem komið er yfir fimmtugt sé í raun orðið kynlaust, er því miður nokkuð útbreitt. Afleiðingin er sú, að margt eldra fólk er farið að trúa því að þetta sé satt og efast um að það geti notið kynlífs né upplifað sig sem kynferðislega aðlaðandi vegna aldurs (Grigg, 1999). En staðreyndin er hins vegar sú að kynlífsþörf eldra fólks er lítið frábrugðin kynlífsþörf þeirra sem yngri eru

    Phytoestrogens and human health

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRecently there has been a growing interest in phytoestrogens, because they have been proven to play a protective role against many diseases that have been related to lifestyle in the westernized countries. The four main classes of phytoestrogens are: isoflavones, flavones, coumestrans and lignans. Known mechanisms of action include estrogen receptor agonism and possibly antagonism, influences on sex hormone binding globulin and/or key enzymes in sex hormone production and metabolism. Other effects not linked to sex hormones, such as antioxidant activity, antiproliferative activity and inhibition of angiogenesis, have also been suggested. A short review of the most studied health effects that have been linked to phytoestrogens is presented, such as prevention of certain types of cancer, osteoporosis and coronary heart disease.Á undanförnum árum hefur verið vaxandi áhugi fyrir ýmsum estrógenvirkum efnum sem finnast í plöntum, þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að þau geti haft jákvæð áhrif á heilsu manna og haft fyrirbyggjandi áhrif gegn margvíslegum sjúkdómum sem oft fylgja vestrænum lifnaðarháttum. Þessi efni eru einu nafni kölluð fýtóestrógenar eða plöntuestrógenar, en helstu efnaflokkarnir sem þeir tilheyra eru ísóflavón, önnur flavón, kúmestan og lignan. Þekkt verkun er meðal annars estrógen- og hugsanlega einnig andestrógen-áhrif sem miðlað er um estrógen-viðtaka og áhrif á bindiprótein og/eða ensím sem taka þátt í myndun eða umbroti kynhormóna. Einnig hefur verið sýnt fram á önnur áhrif sem ekki eru tengd kynhormónum, svo sem andoxunarvirkni og hamlandi áhrif á stjórnlausan frumuvöxt og nýmyndun æða. Gefið er stutt yfirlit yfir þau heilsufarslegu áhrif sem mest hafa verið rannsökuð í tengslum við plöntuestrógena, svo sem verndandi áhrif gegn ákveðnum tegundum krabbameina, beinþynningu og hjarta- og æðasjúkdómum

    Choroidal haemangioma worsens after laser therapy for skin port-wine nevus and improves with photodynamic therapy in the eye

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenA young man with facial port-wine nevus on one side of his face underwent skin laser treatment on his facial lesions and experienced worsening visual acuity from 0.9 to 0.4 and metamorphosis afterwards in the ipsilateral eye. He was found to have a choroidal haemangioma with an exudative retinal detachment. He received photodynamic therapy resulting in resolution of subretinal fluid and shrinkage of the haemangioma. Visual acuity decreased to 0.1 one week following photodynamic treatment, but improved steadily after that. Nine months following the treatment the visual acuity is 0.5 and metamorphosis is absent.Æðahimnuæxli er sjaldgæft góðkynja æðaæxli í æðahimnu augans. Æðahimnuæxli getur leitt til sjóntaps vegna sjónlagsgalla og vessandi sjónhimnuloss sem getur valdið aflögun á sjón. Ungur maður með æðaæxli í andlitshúð gekkst undir leysimeðferð á hægri hluta andlits og upplifði verri sjón á hægra auga eftir hana. Hann fékk leysi- og lyfjameðferð á augað, sem leiddi til hjöðnunar sjónhimnuloss, minnkun æðahimnuæxlis og betri sjónar

    Case report - Crossed Aphasia

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenA case study of crossed aphasia is presented. A 60-year-old right-handed individual suffered stroke in the right hemisphere leaving him with Broca's aphasia and severe verbal apraxia. A CT scan 3 days after hospitalization showed a new frontotemporal infarct in the right hemisphere, insula and frontal portion of the superior and middle temporal gyrus. MRI 2 weeks later showed more diverse changes involving the parietal lobe. In addition to the Broca's aphasia and verbal apraxia AA had prosodic difficulties involving intonation, stress and conversational vocal variations. Interesting phonological problems were also present, such as total loss of so-called preaspiration, a characteristic of the Icelandic phonological system. In 70% of crossed aphasia cases the symptoms are similar to those of aphasia in the left hemisphere but AA clearly does not fall into that group.Fjallað er um hægra heilahvels málstol almennt ásamt einstöku sjúkdómstilfelli. 60 ára rétthentur karlmaður, AA, fékk Broca-málstol og mikið mállegt verkstol eftir heilablóðfall í hægra heilahveli. Tölvusneiðmynd þremur dögum eftir innlögn sýndi ferskt stífludrep framan til hægra megin, í eyjablaði og fremri hluta efri- og miðgára gagnaugablaðs. Segulómun hálfum mánuði seinna sýndi útbreiddari breytingar á sömu svæðum og til viðbótar teygði stífludrepið sig bæði upp og aftur í hvirfilblaðið sömu megin í heilanum. Auk þess sem prófun sýndi fram á Broca-málstol og mállegt verkstol hafði AA skerta getu til að nota rétt tónfall og beita áherslum og blæbrigðum rétt í tali sínu. Einnig voru mjög athyglisverðir og óvenjulegir hljóðkerfisfræðilegir erfiðleikar í tali hans, til að mynda brottfall svonefnds aðblásturs (í orðum eins og hoppa og epli). Í um það bil 70% tilfella eru einkenni málstols eftir skaða í hægra heilahveli svipuð og hjá þeim sem fengið hafa skaða vinstra megin en óhætt er að segja að AA falli ekki í þann hóp

    Lingual thyroid - case report: a woman with a tumor at the base of the tongue

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenWe report a case of lingual thyroid. A woman presented with a few years history of mild dysphagia, cough and uncomfortable breathing when going to sleep at night. Laryngostroboscopy showed a mass lesion at the base of the tongue. A CT scan and thyroid scanning revealed a bilobar mass of thyroid tissue, compatible with a lingual thyroid. No thyroid gland was found at its usual location. The woman was euthyroid and since her symptoms were mild she was treated with thyroxin and observation. Lingual thyroid is a rare phenomenon caused by abnormal migration of thyroid cells during the first weeks of fetal life. Females are affected more often than males and although this condition is often asymptomatic, symptoms can occur, most often during puberty, pregnancy and menopause. On examination a mass is noted at the base of the tongue and the diagnosis is then confirmed with CT/MRI and thyroid scanning. Treatment can vary from observation to thyroxin medication, radioactive iodine and complicated surgical intervention, depending on the symptoms and the overall health of the patient.Tungurótarskjaldkirtill er meðfæddur galli þar sem villtur (ectopic) skjaldkirtilsvefur finnst í tungurót. Skjaldkirtilsfrumur sem myndast í foramen cecum (botnristilsgati) fóstursins stansa nálægt uppruna sínum í tungurótinni í stað þess að halda áfram för sinni niður skjaldtungurásina (thyroglossal duct). Þannig komast þær aldrei á áfangastað sinn framan á barka. Þessar frumur geta einnig endað á öðrum stöðum á leið sinni, svo sem við tungubeinið, í vélinda, gollurshúsi, miðmæti og þind (1, 2, 3, 4). Villtan skjaldkirtilsvef er algengast að finna í tungurót og endar þar í 90% þeirra tilvika sem ferðalag skjaldkirtilsfrumnanna fer úrskeiðis (3). Ekki er ljóst hvað veldur því að frumurnar villast af leið en líklegar skýringar eru taldar vera sýkingar móður snemma á meðgöngu, mótefnamyndun gegn skjaldkirtilsfrumum í blóði móður og stökkbreytingar á genum (4, 5). Tungurótarskjaldkirtill er fjórfalt til sjöfalt algengari í konum en körlum og meðalaldur við greiningu er 40,5 ár (3, 4). Einkenna verður helst vart kringum kynþroska, við þungun og á breytingaskeiði. Talið er að hækkun á skjaldvakakveikja (TSH, thyroid stimulating hormone) á þessum tímabilum hvetji vöxt skjald-kirtilsvefs (6-8). Hægt er að hafa skjaldkirtilsvef á fleiri en einum stað en 75% einstaklinga með tungurótarskjaldkirtil hafa engan annan skjald-kirtilsvef (7,9)

    “Between a rock and a hard place“: Teachers’ experience of professional autonomy for inclusive practice with 14-16 year old students at compulsory school level in Iceland

    Get PDF
    Hér er fjallað um reynslu kennara á unglingastigi grunnskóla af því að vinna í anda stefnu um skóla án aðgreiningar. Tekin voru eigindleg viðtöl við sex umsjónarkennara í jafnmörgum grunnskólum í fjórum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður leiddu í ljós að þeir upplifðu miklar skorður af völdum: a) formgerðar grunnskólans á efri stigum sem þeim þótti hafa tekið mun minni breytingum í átt að skóla án aðgreiningar en yngri stig grunnskólans, b) tiltekinna menntastrauma og stefna sem þeim fannst vinna gegn skóla án aðgreiningar og loks c) skorts á faglegum stuðningi í takt við starfsaðstæður þeirra. Það var skoðun kennaranna að jaðarsetning sumra nemenda yrði meira afgerandi eftir því sem á skólagönguna liði. Kennararnir upplifðu sig oft og tíðum eins og milli steins og sleggju þar sem þeim væri gert erfitt um vik að tengja hlutverk sitt sem umsjónarkennarar þekkingu og björgum sem þeir hefðu yfir að ráða. Hjá öllum viðmælendunum kom fram að faglegt sjálfstæði hefði rýrnað og björgum fækkað á síðustu árum, sem rekja mætti til aukinnar markaðs- og stjórnunarvæðingar, og lítið svigrúm gæfist fyrir vangaveltur um siðferðilegt hlutverk og inntak skólans. Kennurunum varð tíðrætt um mikilvægi þess að þeir væru hafðir með í ráðum í hvers kyns stefnumótun í kennslu.Inclusive education is based on core values of human rights, democracy and equality. The research question is inspired by the authors’ experience of how some students move silently closer to the social margins as they draw nearer to the end of compulsory education in spite of the teacher’s full intention and effort that all students feel equally valued and active participants from beginning until the end of compulsory school. In the Icelandic Compulsory Education Act (Lög um grunnskóla nr. 91/2008) it is stated that any form of alienation is rejected and the aim is to protect students who for any reasons are socially vulnerable or in danger of not gaining full access to everyday school life. The aim of this research is to explore teachers’ experience of inclusive teaching of students in secondary classroom settings (14-16 year-old). The macro structures, as well as policy and institutional features are the main focus, and how these shape and influence teachers’ professional autonomy, ideals and values. This is a qualitative interview study. Six semi-structured interviews were conducted with teachers in six compulsory schools in four different municipalities which were all part of the metropolitan area of Reykjavík. The schools were located in socially different areas of the Reykjavík metropolitan area. The socio-cultural classroom situation was different for each of the teachers as can be gathered from their narratives. All the teachers shared a long-term professional experience (15 years or more), as well as being positive and proactive towards inclusive education. Results indicate that teachers feel openness to schooling practices and opportunities for inclusivity diminish closer to the end of compulsory schooling. The teachers sometimes felt stuck between a rock and a hard place as it was made difficult for them to balance their role between being a classroom teacher and their working conditions and resources. All participants felt that formal access to resources was delivered and defined by other professions, as for example how much and what kind of assistance or support is needed. Teachers’ ideas of democracy in education with active student participation were clearly defined but had no resonance with the individualization that emphasizes competition and, as a result, often works against the ideology of the inclusive school and its educational principles. Values that do not pertain to rules of the market are marginalized and there is little space for questions on the content and ethical value of schools, teachers and other influences on school work. Teachers mentioned the importance of their direct participation in policy making or agenda pertaining to teaching. There was a clear call for increased flexibility in the school framework, smaller classes and more emphasis on offering art and craftPeer Reviewe

    Umönnun og meðferð á þriðja stigi fæðingar

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenInngangur Í nóvember 2003 var gefin út sameiginleg yfirlýsing (International Joint Policy Statement) af Alþjóðasamtökum kvensjúkdóma- og fæðingarlækna (FIGO) og Alþjóðasamtökum ljósmæðra (ICM) um að beita eigi virkri meðferð á þriðja stigi fæðingar til að fyrirbyggja blæðingu eftir fæðingu. Kynning í þessu Ljósmæðrablaði, snýr að þeim hluta yfirlýsingarinnar, sem segir að hana þurfi að kynna í löndum allra aðildarfélaga. Yfirlýsingin var þýdd af Önnu Haarde fyrir Ljósmæðrafélag Íslands og Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Reynir Tómas Geirsson prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum hefur skrifað innlegg fyrir hönd kvensjúkdóma- og fæðingarlækna sem birtist hér í blaðinu. Við vorum beðnar um að koma með innlegg inn í þessa umræðu út frá sjónarhorni ljósmæðra. Lokaverkefni Kristbjargar í ljósmóðurfræði árið 2001, fjallaði um þriðja stig fæðingar, umönnun ljósmóður og blæðingar eftir fæðingar og vann hún það undir leiðsögn Ólafar Ástu. Auk þess hefur Kristbjörg tekið þátt í vinnu við gerð verklagsreglna á LSH um þriðja stig fæðingar og blæðingar eftir fæðingu
    corecore