3 research outputs found

    Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum

    No full text
    Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerð er oftast beitt við útbreiddum kransæðasjúkdómi og/eða þrengslum í höfuðstofni vinstri kransæðar. Flestir sjúklinga eru komnir hátt að sjötugu og gera má ráð fyrir að yfir 97% þeirra lifi aðgerðina. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum (≤50 ára), bæði hvað varðar snemmkomna fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1626 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2012. Bornir voru saman 100 sjúklingar 50 ára og yngri við 1526 sjúklinga yfir fimmtugu, m.a. hvað varðar áhættuþætti kransæðasjúkdóms, snemmkomna fylgikvilla, legutíma og dánarhlutfall innan 30 daga. Einnig var lifun skoðuð með aðferð Kaplan-Meier.. Niðurstöður: Hlutfall karla og áhættuþættir kransæðasjúkdóms (háþrýstingur, blóðfitu-röskun, reykingar, sykursýki og líkamsþyngdarstuðull) voru sambærilegir í báðum hópum, einnig útbreiðsla kransæðasjúkdóms og hlutfall sjúklinga með vinstri höfuðstofnsþrengsli. Útstreymisbrot vinstri slegils yngri sjúklinga var marktækt lægra en þeirra eldri (52% sbr. 55%, p<0,01), fleiri þeirra höfðu nýlegt hjartadrep fyrir aðgerð (41% sbr. 27%, p=0,03) og aðgerð var oftar gerð með flýtingu (58% sbr. 45%, p=0,016). Tíðni minniháttar fylgikvillar (gáttatif, aftöppun fleiðruvökva, grunnar skurðsýkingar, o.fl.) var lægri hjá yngri sjúklingum (30% sbr. 50%, p<0,01), sérstaklega nýtilkomið gáttatif (14% sbr. 35%, p<0,01). Einnig blæddi þeim minna á fyrstu 24 klst. eftir aðgerð (853 ml sbr. 999 ml, p=0,02) og blóðgjafir voru færri (1,3 sbr. 2,8 ein, p<0,01). Hins vegar reyndist ekki marktækur munur á alvarlegum fylgikvillum (11% sbr. 15%, p=0,3) eða dánartíðni innan 30 daga (1% sbr. 3%, p=0,5). Legutími yngri sjúklinga var rúmlega 2 dögum styttri en þeirra eldri (p<0,01). Sjúdómssértæk lifun var sambærileg fyrir báða aldurshópana en þó sást tilhneiging í átt að betri lifun fyrir yngri sjúklinga (95,5% sbr. 90% fimm ára lifun, p=0,06). Ályktun: Minniháttar fylgikvillar eru fátíðari hjá yngri sjúklingum en þeim eldri, legutími þeirra er styttri og blóðgjafir fátíðari. Einnig virðast veikindi þeirra bera bráðar að. Sjúkdómssértæk lifun yngri sjúklinga virðist ívið betri en eldri sjúklinga

    Outcome of coronary artery bypass grafting in women in Iceland

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesInngangur Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum og körlum á Íslandi með áherslu á snemm- og síðkomna fylgikvilla, 30 daga dánartíðni og langtímalifun. Efniviður og aðferðir Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi á árunum 2001-2013. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og Dánarmeinaskrá Embættis landlæknis. Fylgikvillum var skipt í snemm- og síðkomna fylgikvilla og heildarlifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Fjölþátta aðhvarfsgreining var notuð til að meta forspárþætti dauða innan 30 daga og Cox aðhvarfsgreining til að meta forspárþætti verri langtímalifunar. Meðaleftirfylgd var 6,8 ár. Niðurstöður Af 1755 sjúklingum voru 318 konur (18%). Meðalaldur þeirra var fjórum árum hærri en karla (69 ár á móti 65 árum, p<0,001), þær höfðu oftar sögu um háþrýsting (72% á móti 64%, p=0,009) og EuroSCOREst þeirra var hærra (6,1 á móti 4,3, p<0,001). Hlutfall annarra áhættuþátta eins og sykursýki var hins vegar sambærilegt, líkt og útbreiðsla kransæðasjúkdóms. Alls létust 12 konur (4%) og 30 karlar (2%) innan 30 daga frá aðgerð en munurinn var ekki marktækur (p=0,08). Tíðni snemmkominna fylgikvilla, bæði minniháttar (53% á móti 48% p=0,07) og alvarlegra (13% á móti 11%, p=0,2), var sambærileg. Fimm árum frá aðgerð var lifun kvenna 87% borin saman við 90% hjá körlum (p=0,09). Þá var tíðni síðkominna fylgikvilla sambærileg hjá konum og körlum 5 árum frá aðgerð (21% á móti 19%, p=0,3). Kvenkyn reyndist hvorki sjálfstæður forspárþáttur 30 daga dánartíðni (OR 0,99; 95%-ÖB: 0,97-1,01) né verri lifunar (HR 1,08; 95%-ÖB: 0,82-1,42). Ályktun Mun færri konur en karlar gangast undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi og eru þær fjórum árum eldri þegar kemur að aðgerð. Árangur kransæðahjáveitu er góður hjá konum líkt og körlum, en 5 árum eftir aðgerð eru 87% kvenna á lífi.Introduction The aim of this study was to evaluate the outcome of coronary artery bypass grafting (CABG) in women compared to men, with focus on short-term and long-term complications, 30 day mortality and survival. Materials and methods This was a retrospective study on all CABG patients operated in Iceland between 2001 and 2013. Clinical information was gathered from hospital charts and survival data was obtained from the National Statistics in Iceland. Overall survival was estimated with the Kaplan- Meier method. Logistic and Cox regression analysis were used to identify predictors of operative mortality and long-term survival. Mean follow-up was 6.8 years. Results Of 1755 patients 318 were women (18%). Women were on average four years older than men at the time of operation (69 vs. 65 yrs, p<0.001). Female patients had a higher incidence of hypertension (72 vs. 64%, p=0.009) and their EuroSCOREst was higher (6.1 vs. 4.3, p<0.001). The prevalence of diabetes, dyslipidemia and the extent of coronary artery disease was comparable between groups. The rate of short-term complications, both minor (53% vs. 48%, p=0.07) and major (27% vs. 32%, p=0.2), was similar and operative mortality for women was not statistically different from males (4% vs. 2%, p=0.08). Female gender was neither found to be a predictor of 30-day mortality (OR 0.99; 95%-CI: 0.98-1.01) nor survival (HR 1,08; 95%-ÖB: 0,82-1,42). Conclusions The number of women that undergo CABG is low and they are four years older than men when operated on. As is the case with men, outcome following CABG in Iceland is very good for women, their overall five-year survival being 87%.Vísindasjóður Landspítala, Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands, Minningarsjóður Helgu Guðmundsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar og GoRed samtökin á Íslandi

    No significant association between obesity and long-term outcome of coronary artery bypass grafting

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadInngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna langtímaárangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum sem þjást af offitu. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1698 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2013. Sjúklingunum var skipt upp í fjóra hópa eftir líkamsþyngdarstuðli (LÞS); i) kjörþyngd=18,5-24,9 kg/m2 (n=393), ii) ofþyngd=25-29,9 kg/m2 (n=811), iii) offita=30-34,9 kg/m2(n=388) og iv) mikil offita ≥35 kg/m2 (n=113). Sjö sjúklingar með LÞS <18,5 kg/m2 voru útilokaðir úr rannsókninni. Snemmkomnir fylgikvillar og 30 daga dánartíðni voru skráð auk eftirfarandi langvinnra fylgikvilla: hjartaáfalls, heilablóðfalls, þarfar á endurhjáveituaðgerð, kransæðavíkkunar með eða án kransæðastoðnets og dauða (major adverse cardiac and cerebrovascular events, MACCE). Hóparnir voru bornir saman með áherslu á langtímalifun og MACCE-fría lifun (Kaplan-Meier) og forspárþættir lifunar fundnir með Cox-aðhvarfsgreiningu. Meðaltal eftirfylgdar var 5,6 ár. Niðurstöður: Sjúklingar með mikla offitu reyndust vera að meðaltali 6,0 árum yngri en sjúklingar í kjörþyngd, hlutfall karla var hærra og þeir höfðu oftar áhættuþætti kransæðasjúkdóms, auk þess sem EuroSCORE II þeirra var lægra (1,6 sbr. 2,7, p=0,002). Tíðni alvarlegra snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni (2%) var sambærileg milli hópa, líkt og langtímalifun (í kringum 90% eftir 5 ár, log-rank próf, p=0,088) og lifun án MACCE (í kringum 80% eftir 5 ár, log-rank próf, p=0,7). Í aðhvarfsgreiningu reyndist LÞS hvorki sjálfstæður forspárþáttur langtímalifunar (HH: 0,98 95% ÖB: 0,95–1,01) né MACCE-frírrar lifunar (HH: 1,0 ÖB: 0,98-1,02). Ályktun: Sjúklingar með offitu sem gangast undir kransæðahjáveitu á Landspítalanum eru yngri en með fleiri áhættuþætti kransæðasjúkdóms en samanburðarhópur. Líkamsþyngdarstuðull spáir þó hvorki fyrir um langtímalifun né tíðni fylgikvilla. Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum sem þjást af offitu er góður hér á landi.Objectives: Our objective was to investigate long-term outcomes of obese patients undergoing coronary artery bypass grafting (CABG) in Iceland. Materials and methods: A retrospective analysis on 1698 patients that underwent isolated CABG in Iceland between 2001-2013. Patients were divided into four groups according to body mass index (BMI); Normal=18.5-24.9kg/m2 (n=393), ii) overweight=25-29.9 kg/m2 (n=811), iii) obese=30-34.9 kg/m2 (n=388) and iv) severely obese ≥35kg/m2 (n=113). Thirty-day mortality and short-term complications were documented as well as long-term complications that were pooled into major adverse cardiac and cerebrovascular events (MACCE) and included myocardial infarction, stroke, repeated CABG, percutaneous coronary intervention with or without stenting, and death. After pooling the study groups, survival and freedom from MACCE plots (Kaplan- Meier) were generated and Cox regression analysis used to identify predictive factors of survival. Average follow-up time was 5.6 years. Results: Severely obese and obese patients were significantly younger than those with a normal BMI, more often males with identifiable risk factors of coronary artery disease (CAD) and a lower EuroSCORE II (1.6 vs. 2.7, p=0.002). The incidence of major early complications, 30-day mortality (2%), long-term survival (90% at 5 years, log-rank test p=0.088) and MACCE-free survival (81% at 5 years, log-rank test p=0.7) was similar for obese and non-obese patients. BMI was neither an independent predictor for long-term (OR: 0.98 95%-CI: 0.95-1.01) nor MACCE-free survival (OR: 1.0 95%-CI: 0.98-1.02). Conclusions: Obese patients that undergo CABG in Iceland are younger and have an increased number of risk factors for coronary disease when compared to non-obese patients. However, BMI neither predicted long-term survival or long-term complications. The outcomes following CABG in obese patients are good in Iceland.Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands, Vísindasjóður Landspítala og Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar
    corecore