9 research outputs found

    Early outcome in diabetic patients following coronary artery bypass grafting

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Sykursýki er einn af helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóms. Sykursjúkir einstaklingar þróa gjarnan þriggja æða kransæðasjúkdóm sem er í flestum tilvikum meðhöndlaður með kransæðahjáveituaðgerð. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif sykursýki á snemmkomna fylgikvilla kransæðahjáveituaðgerða. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2012. Af 1626 sjúklingum voru 261 greindir með sykursýki (16%) og voru þeir bornir saman við 1365 sjúklinga án sykursýki. Forspárþættir fylgikvilla og dauða innan 30 daga voru metnir með aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Aldur, kyn, útbreiðsla kransæðasjúkdóms og EuroSCORE voru sambærileg í báðum hópum, einnig hlutfall hjáveituaðgerða á sláandi hjarta (21%). Sjúklingar með sykursýki höfðu hærri líkamsþyngdarstuðul (30 á móti 28 kg/m2, p<0,01) og voru oftar með háþrýsting (82% á móti 60%, p<0,001) og gaukulsíunarhraða undir 60 ml/mín/1,73m2 (22% á móti 15%, p=0,01). Auk þess var aðgerðartími þeirra 16 mín lengri (p<0,001). Tíðni djúpra bringubeinssýkinga, heilaáfalls og hjartadreps var sambærileg í báðum hópum. Bráður nýrnaskaði var metinn samkvæmt RIFLE-skilmerkjum og voru sykursýkissjúklingar oftar í RISK-flokki (14% á móti 9%, p=0,02) og FAILURE-flokki (2% á móti 0,5%, p=0,01). Minniháttar fylgikvillar (gáttatif, lungnabólga, þvagfærasýking og yfirborðssýking í skurðsári) voru hins vegar svipaðir í báðum hópum. Dánartíðni innan 30 daga var marktækt hærri hjá sjúklingum með sykursýki, eða 5% borið saman við 2% í viðmiðunarhópi (p=0,01). Sykursýki reyndist ekki sjálfstæður áhættuþættur fyrir dauða innan 30 daga þegar leiðrétt var fyrir öðrum áhættuþáttum með fjölþáttaaðhvarfsgreiningu (OR=1,98, 95% ÖB: 0,72-4,95). Ályktanir: Sjúklingar með sykursýki eru í aukinni áhættu á að fá bráðan nýrnaskaða eftir kransæðahjáveituaðgerð en sykursýki virðist ekki vera sjálfstæður forspárþáttur 30 daga dánartíðni.Introduction: Diabetes is one of the most important risk factors for coronary artery disease. Diabetics often have severe three vessel disease and coronary bypass surgery is in most cases the preferred treatment of choice in these patients. We investigated early surgical complications and outcomes in diabetic patients following isolated CABG in Iceland and compared them to those of non-diabetic patients. Materials and methods: A retrospective study of 1626 consecutive CABG patients operated in Iceland 2001-2012. Diabetic patients were 261 (16%) and were compared to 1365 non-diabetics in terms of patient demographics, operative data, and postoperative outcomes. Logistic regression was used to identify risk factors for major complications and 30-day mortality. Results: The groups were similar in terms of age, gender and Euro-SCORE. Diabetic patients had a higher BMI (30 vs. 28 kg/m2, p<0.001), were more likely to have hypertension (82% vs. 60%, p<0.01) and glomerular filtration rate <60 ml/min/1.73m2 (22% vs. 15%, p=0.01). The rate of deep sternal wound infections, stroke and perioperative myo-cardial infarction was similar in both goups. Acute kidney injury, classified according to the RIFLE-criteria, was higher in diabetic patients, both in the RISK (14% vs. 9%, p=0.02) and FAILURE category (2% vs. 0.5%, p=0.01). Minor complications, (atrial fibrillation, pneumonia, urinary tract infections and superficial wound infections) were similar in both groups. 30-day mortality was 5.0% vs. 2% for diabetics and non-diabetics patients, respectively (p=0.01). Diabetes was not a significant risk factor for 30-day mortality when adjusted for other risk factors with logistic regression (OR=1.98, 95% CI 0.72-4.95). Conclusions: Diabetic patients that underwent CABG more often suffered acute renal injury but diabetes was not an independent prognostic factor of operative mortality

    Outcome of myocardial revascularisation in patients fifty years old and younger.

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Meðalaldur þeirra sem gangast undir kransæðahjáveituaðgerð er nálægt sjötugu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum (≤50 ára), meðal annars snemmkomna fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1626 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2012. Bornir voru saman 100 sjúklingar 50 ára og yngri og 1526 sjúklinga yfir fimmtugu. Niðurstöður: Hlutfall karla og áhættuþættir kransæðasjúkdóms voru sambærilegar í báðum hópum, einnig útbreiðsla kransæðasjúkdóms og hlutfall sjúklinga með vinstri höfuðstofnsþrengsli. Útstreymisbrot vinstri slegils yngri sjúklinga fyrir aðgerð var marktækt lægra en þeirra eldri (52% á móti 55%, p=0,004), fleiri þeirra höfðu nýlegt hjartadrep fyrir aðgerð (41% á móti 27%, p=0,003) og aðgerð var oftar gerð með flýtingu (58% á móti 45%, p=0,016). Tíðni minniháttar fylgikvilla var lægri hjá yngri sjúklingum (30% á móti 50%, p<0,001), sérstaklega nýtilkomið gáttatif (14% á móti 35%, p<0,001), en blæðing í brjóstholskera á fyrsta sólarhring eftir aðgerð var einnig minni (853 ml á móti 999 ml, p=0,015) og þeir fengu færri einingar af rauðkornaþykkni (1,3 á móti 2,8 ein, p<0,001). Hins vegar reyndist ekki marktækur munur á alvarlegum fylgikvillum (6% á móti 11%, p=0,13) eða dánartíðni innan 30 daga (1% á móti 3%, p=0,5). Legutími yngri sjúklinga var rúmlega tveimur dögum styttri að meðaltali en þeirra eldri (p<0,001). Sjúkdómasértæk lifun var sambærileg fyrir báða aldurshópana en þó sást tilhneiging í átt að betri lifun fyrir yngri sjúklinga (99% á móti 95% fimm ára lifun, p=0,07). Ályktun: Minniháttar fylgikvillar eru sjaldgæfari hjá yngri sjúklingum en þeim eldri, legutími þeirra er styttri og blóðgjafir fátíðari. Einnig virðast veikindi þeirra bera bráðar að. Sjúkdómasértæk lifun yngri sjúklinga virðist ívið betri en eldri sjúklinga.---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Introduction: Most patients that undergo coronary artery bypass grafting (CABG) are around 70 years of age when operated on. We investigated the outcome of CABG in patients 50 years and younger, focusing on early complications, operative mortality and long-term survival. Material and method: A retrospective study on 1626 patients that underwent CABG in Iceland 2001-2012. One hundred patients aged 50 years or younger were compared to 1526 older patients. Results: The male:female ratio, risk factors and extension of coronary artery disease were comparable in both groups, as was the proportion of patients with left main disease. Left ventricular ejection fraction was significantly lower in the younger patients (52 vs. 55%, p=0.004) and more of them had a recent myocardial infarction (41 vs. 27%, p=0.003). Minor complications were less common in the younger group (30 vs. 50%, p<0.001), especially new onset atrial fibrillation (14 vs. 35%, p<0,001). Chest tube bleeding for the first 24 hours postoperatively was also less in the younger group (853 vs. 999 ml, p=0.015) and they received fewer units of packed red cells (1.3 vs. 2.8 units, p<0.001). However, the incidence of major complications was comparable (6 vs. 11%, p=0.13) and the same was true for 30 day mortality (1 vs. 3%, p=0.5). Mean hospital stay was 2 days shorter for younger patients (p<0.001). There was a non-significant trend for improved disease-specific survival for the younger patients, or 99% vs. 95% 5-year survival (p=0.07). Conclusion: In younger patients undergoing CABG minor complications are less common than in older patients, their hospital stay is shorter and transfusions less common. There was also a trend for improved disease specific survival for the younger patients

    Um menntunarhlutverk listasafna : rannsókn á starfsemi Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Nordiska Akvarellmuseet gagnvart grunnskólum

    No full text
    Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um menntunarhlutverk safna gagnvart grunnskólunum. Markmið ritgerðarinnar var að taka saman fræðilegt efni um það starf sem unnið hefur verið innan safnfræðslu til grunnskóla. Einnig er leitast við að sýna þær hugmyndir sem fram hafa komið frá ýmsum fræðimönnum og frumkvöðlum innan safnfræðinnar er snúa að grunnskólanum. Framkvæmd var rannsókn þar sem myndmenntakennarar svöruðu spurningum um safnaferðir sínar með nemendahópa. Einnig voru tekin viðtöl við starfsmenn þriggja listasafna til að athuga hvernig safnfræðsla í garð grunnskóla færi fram og hvernig samstarf milli skóla og safna væri háttað. Niðurstöður allra heimilda sýna að samstarf safns og skóla sé álitið mikilvægt af öllum þeim er koma að starfsemi safnsins sem og myndmenntakennurum grunnskólanna. Hins vegar er ekki er lögð næg áhersla á mikilvægi safnaheimsókna grunnskólanemenda af þeim yfir-völdum er sjá um rekstur skóla og listasafna. Tíma- og fjárskortur er ein af aðal hindrunum bættra og aukinna safnaferða en vilji flestra til að gera listasöfnin að menntastofnunum er fyrir hendi. Vonast er til að hægt sé að nýta þessi skrif til að auka meðvitund um mikilvægi safna sem menntunarþátt í kennslu hjá grunnskólanemum. Lykilorð: Myndmenntakennarar, safnakennarar

    Outcome of coronary artery bypass grafting in women in Iceland

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesInngangur Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum og körlum á Íslandi með áherslu á snemm- og síðkomna fylgikvilla, 30 daga dánartíðni og langtímalifun. Efniviður og aðferðir Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi á árunum 2001-2013. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og Dánarmeinaskrá Embættis landlæknis. Fylgikvillum var skipt í snemm- og síðkomna fylgikvilla og heildarlifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Fjölþátta aðhvarfsgreining var notuð til að meta forspárþætti dauða innan 30 daga og Cox aðhvarfsgreining til að meta forspárþætti verri langtímalifunar. Meðaleftirfylgd var 6,8 ár. Niðurstöður Af 1755 sjúklingum voru 318 konur (18%). Meðalaldur þeirra var fjórum árum hærri en karla (69 ár á móti 65 árum, p<0,001), þær höfðu oftar sögu um háþrýsting (72% á móti 64%, p=0,009) og EuroSCOREst þeirra var hærra (6,1 á móti 4,3, p<0,001). Hlutfall annarra áhættuþátta eins og sykursýki var hins vegar sambærilegt, líkt og útbreiðsla kransæðasjúkdóms. Alls létust 12 konur (4%) og 30 karlar (2%) innan 30 daga frá aðgerð en munurinn var ekki marktækur (p=0,08). Tíðni snemmkominna fylgikvilla, bæði minniháttar (53% á móti 48% p=0,07) og alvarlegra (13% á móti 11%, p=0,2), var sambærileg. Fimm árum frá aðgerð var lifun kvenna 87% borin saman við 90% hjá körlum (p=0,09). Þá var tíðni síðkominna fylgikvilla sambærileg hjá konum og körlum 5 árum frá aðgerð (21% á móti 19%, p=0,3). Kvenkyn reyndist hvorki sjálfstæður forspárþáttur 30 daga dánartíðni (OR 0,99; 95%-ÖB: 0,97-1,01) né verri lifunar (HR 1,08; 95%-ÖB: 0,82-1,42). Ályktun Mun færri konur en karlar gangast undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi og eru þær fjórum árum eldri þegar kemur að aðgerð. Árangur kransæðahjáveitu er góður hjá konum líkt og körlum, en 5 árum eftir aðgerð eru 87% kvenna á lífi.Introduction The aim of this study was to evaluate the outcome of coronary artery bypass grafting (CABG) in women compared to men, with focus on short-term and long-term complications, 30 day mortality and survival. Materials and methods This was a retrospective study on all CABG patients operated in Iceland between 2001 and 2013. Clinical information was gathered from hospital charts and survival data was obtained from the National Statistics in Iceland. Overall survival was estimated with the Kaplan- Meier method. Logistic and Cox regression analysis were used to identify predictors of operative mortality and long-term survival. Mean follow-up was 6.8 years. Results Of 1755 patients 318 were women (18%). Women were on average four years older than men at the time of operation (69 vs. 65 yrs, p<0.001). Female patients had a higher incidence of hypertension (72 vs. 64%, p=0.009) and their EuroSCOREst was higher (6.1 vs. 4.3, p<0.001). The prevalence of diabetes, dyslipidemia and the extent of coronary artery disease was comparable between groups. The rate of short-term complications, both minor (53% vs. 48%, p=0.07) and major (27% vs. 32%, p=0.2), was similar and operative mortality for women was not statistically different from males (4% vs. 2%, p=0.08). Female gender was neither found to be a predictor of 30-day mortality (OR 0.99; 95%-CI: 0.98-1.01) nor survival (HR 1,08; 95%-ÖB: 0,82-1,42). Conclusions The number of women that undergo CABG is low and they are four years older than men when operated on. As is the case with men, outcome following CABG in Iceland is very good for women, their overall five-year survival being 87%.Vísindasjóður Landspítala, Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands, Minningarsjóður Helgu Guðmundsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar og GoRed samtökin á Íslandi

    Early outcome in diabetic patients following coronary artery bypass grafting

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Sykursýki er einn af helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóms. Sykursjúkir einstaklingar þróa gjarnan þriggja æða kransæðasjúkdóm sem er í flestum tilvikum meðhöndlaður með kransæðahjáveituaðgerð. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif sykursýki á snemmkomna fylgikvilla kransæðahjáveituaðgerða. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2012. Af 1626 sjúklingum voru 261 greindir með sykursýki (16%) og voru þeir bornir saman við 1365 sjúklinga án sykursýki. Forspárþættir fylgikvilla og dauða innan 30 daga voru metnir með aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Aldur, kyn, útbreiðsla kransæðasjúkdóms og EuroSCORE voru sambærileg í báðum hópum, einnig hlutfall hjáveituaðgerða á sláandi hjarta (21%). Sjúklingar með sykursýki höfðu hærri líkamsþyngdarstuðul (30 á móti 28 kg/m2, p<0,01) og voru oftar með háþrýsting (82% á móti 60%, p<0,001) og gaukulsíunarhraða undir 60 ml/mín/1,73m2 (22% á móti 15%, p=0,01). Auk þess var aðgerðartími þeirra 16 mín lengri (p<0,001). Tíðni djúpra bringubeinssýkinga, heilaáfalls og hjartadreps var sambærileg í báðum hópum. Bráður nýrnaskaði var metinn samkvæmt RIFLE-skilmerkjum og voru sykursýkissjúklingar oftar í RISK-flokki (14% á móti 9%, p=0,02) og FAILURE-flokki (2% á móti 0,5%, p=0,01). Minniháttar fylgikvillar (gáttatif, lungnabólga, þvagfærasýking og yfirborðssýking í skurðsári) voru hins vegar svipaðir í báðum hópum. Dánartíðni innan 30 daga var marktækt hærri hjá sjúklingum með sykursýki, eða 5% borið saman við 2% í viðmiðunarhópi (p=0,01). Sykursýki reyndist ekki sjálfstæður áhættuþættur fyrir dauða innan 30 daga þegar leiðrétt var fyrir öðrum áhættuþáttum með fjölþáttaaðhvarfsgreiningu (OR=1,98, 95% ÖB: 0,72-4,95). Ályktanir: Sjúklingar með sykursýki eru í aukinni áhættu á að fá bráðan nýrnaskaða eftir kransæðahjáveituaðgerð en sykursýki virðist ekki vera sjálfstæður forspárþáttur 30 daga dánartíðni.Introduction: Diabetes is one of the most important risk factors for coronary artery disease. Diabetics often have severe three vessel disease and coronary bypass surgery is in most cases the preferred treatment of choice in these patients. We investigated early surgical complications and outcomes in diabetic patients following isolated CABG in Iceland and compared them to those of non-diabetic patients. Materials and methods: A retrospective study of 1626 consecutive CABG patients operated in Iceland 2001-2012. Diabetic patients were 261 (16%) and were compared to 1365 non-diabetics in terms of patient demographics, operative data, and postoperative outcomes. Logistic regression was used to identify risk factors for major complications and 30-day mortality. Results: The groups were similar in terms of age, gender and Euro-SCORE. Diabetic patients had a higher BMI (30 vs. 28 kg/m2, p<0.001), were more likely to have hypertension (82% vs. 60%, p<0.01) and glomerular filtration rate <60 ml/min/1.73m2 (22% vs. 15%, p=0.01). The rate of deep sternal wound infections, stroke and perioperative myo-cardial infarction was similar in both goups. Acute kidney injury, classified according to the RIFLE-criteria, was higher in diabetic patients, both in the RISK (14% vs. 9%, p=0.02) and FAILURE category (2% vs. 0.5%, p=0.01). Minor complications, (atrial fibrillation, pneumonia, urinary tract infections and superficial wound infections) were similar in both groups. 30-day mortality was 5.0% vs. 2% for diabetics and non-diabetics patients, respectively (p=0.01). Diabetes was not a significant risk factor for 30-day mortality when adjusted for other risk factors with logistic regression (OR=1.98, 95% CI 0.72-4.95). Conclusions: Diabetic patients that underwent CABG more often suffered acute renal injury but diabetes was not an independent prognostic factor of operative mortality

    Outcome of myocardial revascularisation in patients fifty years old and younger.

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Meðalaldur þeirra sem gangast undir kransæðahjáveituaðgerð er nálægt sjötugu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum (≤50 ára), meðal annars snemmkomna fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1626 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2012. Bornir voru saman 100 sjúklingar 50 ára og yngri og 1526 sjúklinga yfir fimmtugu. Niðurstöður: Hlutfall karla og áhættuþættir kransæðasjúkdóms voru sambærilegar í báðum hópum, einnig útbreiðsla kransæðasjúkdóms og hlutfall sjúklinga með vinstri höfuðstofnsþrengsli. Útstreymisbrot vinstri slegils yngri sjúklinga fyrir aðgerð var marktækt lægra en þeirra eldri (52% á móti 55%, p=0,004), fleiri þeirra höfðu nýlegt hjartadrep fyrir aðgerð (41% á móti 27%, p=0,003) og aðgerð var oftar gerð með flýtingu (58% á móti 45%, p=0,016). Tíðni minniháttar fylgikvilla var lægri hjá yngri sjúklingum (30% á móti 50%, p<0,001), sérstaklega nýtilkomið gáttatif (14% á móti 35%, p<0,001), en blæðing í brjóstholskera á fyrsta sólarhring eftir aðgerð var einnig minni (853 ml á móti 999 ml, p=0,015) og þeir fengu færri einingar af rauðkornaþykkni (1,3 á móti 2,8 ein, p<0,001). Hins vegar reyndist ekki marktækur munur á alvarlegum fylgikvillum (6% á móti 11%, p=0,13) eða dánartíðni innan 30 daga (1% á móti 3%, p=0,5). Legutími yngri sjúklinga var rúmlega tveimur dögum styttri að meðaltali en þeirra eldri (p<0,001). Sjúkdómasértæk lifun var sambærileg fyrir báða aldurshópana en þó sást tilhneiging í átt að betri lifun fyrir yngri sjúklinga (99% á móti 95% fimm ára lifun, p=0,07). Ályktun: Minniháttar fylgikvillar eru sjaldgæfari hjá yngri sjúklingum en þeim eldri, legutími þeirra er styttri og blóðgjafir fátíðari. Einnig virðast veikindi þeirra bera bráðar að. Sjúkdómasértæk lifun yngri sjúklinga virðist ívið betri en eldri sjúklinga.---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Introduction: Most patients that undergo coronary artery bypass grafting (CABG) are around 70 years of age when operated on. We investigated the outcome of CABG in patients 50 years and younger, focusing on early complications, operative mortality and long-term survival. Material and method: A retrospective study on 1626 patients that underwent CABG in Iceland 2001-2012. One hundred patients aged 50 years or younger were compared to 1526 older patients. Results: The male:female ratio, risk factors and extension of coronary artery disease were comparable in both groups, as was the proportion of patients with left main disease. Left ventricular ejection fraction was significantly lower in the younger patients (52 vs. 55%, p=0.004) and more of them had a recent myocardial infarction (41 vs. 27%, p=0.003). Minor complications were less common in the younger group (30 vs. 50%, p<0.001), especially new onset atrial fibrillation (14 vs. 35%, p<0,001). Chest tube bleeding for the first 24 hours postoperatively was also less in the younger group (853 vs. 999 ml, p=0.015) and they received fewer units of packed red cells (1.3 vs. 2.8 units, p<0.001). However, the incidence of major complications was comparable (6 vs. 11%, p=0.13) and the same was true for 30 day mortality (1 vs. 3%, p=0.5). Mean hospital stay was 2 days shorter for younger patients (p<0.001). There was a non-significant trend for improved disease-specific survival for the younger patients, or 99% vs. 95% 5-year survival (p=0.07). Conclusion: In younger patients undergoing CABG minor complications are less common than in older patients, their hospital stay is shorter and transfusions less common. There was also a trend for improved disease specific survival for the younger patients

    No significant association between obesity and long-term outcome of coronary artery bypass grafting

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadInngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna langtímaárangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum sem þjást af offitu. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1698 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2013. Sjúklingunum var skipt upp í fjóra hópa eftir líkamsþyngdarstuðli (LÞS); i) kjörþyngd=18,5-24,9 kg/m2 (n=393), ii) ofþyngd=25-29,9 kg/m2 (n=811), iii) offita=30-34,9 kg/m2(n=388) og iv) mikil offita ≥35 kg/m2 (n=113). Sjö sjúklingar með LÞS <18,5 kg/m2 voru útilokaðir úr rannsókninni. Snemmkomnir fylgikvillar og 30 daga dánartíðni voru skráð auk eftirfarandi langvinnra fylgikvilla: hjartaáfalls, heilablóðfalls, þarfar á endurhjáveituaðgerð, kransæðavíkkunar með eða án kransæðastoðnets og dauða (major adverse cardiac and cerebrovascular events, MACCE). Hóparnir voru bornir saman með áherslu á langtímalifun og MACCE-fría lifun (Kaplan-Meier) og forspárþættir lifunar fundnir með Cox-aðhvarfsgreiningu. Meðaltal eftirfylgdar var 5,6 ár. Niðurstöður: Sjúklingar með mikla offitu reyndust vera að meðaltali 6,0 árum yngri en sjúklingar í kjörþyngd, hlutfall karla var hærra og þeir höfðu oftar áhættuþætti kransæðasjúkdóms, auk þess sem EuroSCORE II þeirra var lægra (1,6 sbr. 2,7, p=0,002). Tíðni alvarlegra snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni (2%) var sambærileg milli hópa, líkt og langtímalifun (í kringum 90% eftir 5 ár, log-rank próf, p=0,088) og lifun án MACCE (í kringum 80% eftir 5 ár, log-rank próf, p=0,7). Í aðhvarfsgreiningu reyndist LÞS hvorki sjálfstæður forspárþáttur langtímalifunar (HH: 0,98 95% ÖB: 0,95–1,01) né MACCE-frírrar lifunar (HH: 1,0 ÖB: 0,98-1,02). Ályktun: Sjúklingar með offitu sem gangast undir kransæðahjáveitu á Landspítalanum eru yngri en með fleiri áhættuþætti kransæðasjúkdóms en samanburðarhópur. Líkamsþyngdarstuðull spáir þó hvorki fyrir um langtímalifun né tíðni fylgikvilla. Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum sem þjást af offitu er góður hér á landi.Objectives: Our objective was to investigate long-term outcomes of obese patients undergoing coronary artery bypass grafting (CABG) in Iceland. Materials and methods: A retrospective analysis on 1698 patients that underwent isolated CABG in Iceland between 2001-2013. Patients were divided into four groups according to body mass index (BMI); Normal=18.5-24.9kg/m2 (n=393), ii) overweight=25-29.9 kg/m2 (n=811), iii) obese=30-34.9 kg/m2 (n=388) and iv) severely obese ≥35kg/m2 (n=113). Thirty-day mortality and short-term complications were documented as well as long-term complications that were pooled into major adverse cardiac and cerebrovascular events (MACCE) and included myocardial infarction, stroke, repeated CABG, percutaneous coronary intervention with or without stenting, and death. After pooling the study groups, survival and freedom from MACCE plots (Kaplan- Meier) were generated and Cox regression analysis used to identify predictive factors of survival. Average follow-up time was 5.6 years. Results: Severely obese and obese patients were significantly younger than those with a normal BMI, more often males with identifiable risk factors of coronary artery disease (CAD) and a lower EuroSCORE II (1.6 vs. 2.7, p=0.002). The incidence of major early complications, 30-day mortality (2%), long-term survival (90% at 5 years, log-rank test p=0.088) and MACCE-free survival (81% at 5 years, log-rank test p=0.7) was similar for obese and non-obese patients. BMI was neither an independent predictor for long-term (OR: 0.98 95%-CI: 0.95-1.01) nor MACCE-free survival (OR: 1.0 95%-CI: 0.98-1.02). Conclusions: Obese patients that undergo CABG in Iceland are younger and have an increased number of risk factors for coronary disease when compared to non-obese patients. However, BMI neither predicted long-term survival or long-term complications. The outcomes following CABG in obese patients are good in Iceland.Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands, Vísindasjóður Landspítala og Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar
    corecore