9 research outputs found

    Mannauðsstjórnun í þjónustufyrirtækjum á Vesturlandi

    No full text
    Markmið verkefnisins var að rannsaka hvað þjónustufyrirtæki á Vesturlandi væru komin langt með að innleiða mannauðsstjórnun. Fyrst var hugtakið mannauðsstjórnun útskýrt á fræðilegan hátt. Svo voru settar fram eftirfarandi fimm rannsóknarspurningar. • Hvað eru þjónustufyrirtæki á Vesturlandi komin langt í að innleiða mannauðsstjórnun? • Hefur verið mótuð formleg starfsmannastefna í þjónustufyrirtækjum á Vesturlandi? • Hvernig standa þjónustufyrirtæki á Vesturlandi að ráðningarferlinu? • Hvernig standa þjónustufyrirtæki á Vesturlandi fyrir þjálfun á starfsfólki sínu? • Styðjast þjónustufyrirtæki á Vesturlandi við frammistöðumat og hvernig fer það fram? Leitað var til 11 þjónustufyrirtækja á Vesturlandi til að ná fram markmiðunum. Úrtakinu var skipt niður í fernt: menntastofnanir, bæjarfélög, heilbrigðisstofnanir og önnur þjónustufyrirtæki. Fyrst var farið yfir fræðilegan þátt mannauðsstjórnunar og hann útskýrður fyrir þá hluta sem rannsakaðir voru í verkefninu. Síðan var könnunin gerð og niðurstöður greindar. Ef litið er á niðurstöðurnar í heild sinni þá eru ekki öll fyrirtækin búin að innleiða mannauðsstjórnun, hluti er farinn að vinna í ferlinu en einhverjir eiga eftir að taka afstöðu til þess hvort þessi leið verði farin. Áhugavert var að öll þessi fyrirtæki unnu eftir ýmsum ferlum mannauðsstjórnunar þó þau væru ekki búin að innleiða hana. Þá ber að taka niðurstöður með fyrirvara því úrtakið náði aðeins til 11 fyrirtækja/stofnana

    Mikilvægi máls og tjáskipta, undirstöður lestrarnáms : fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar

    No full text
    Í þessu lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskóla Íslands er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: hverjar eru undirstöður lestrarnáms? Og er því málþroski, lestur og lestrarnám megininntak heimildaritgerðarinnar. Lestur er ferli sem þróast frá unga aldri og fram á fullorðinsár, því er óhætt að segja að lestur og þróun hans sé ævilangt ferli. Lestrarkunnátta er hverjum manni nauðsynleg. Kjarninn í læsisþróun er sá að börn læra best með því að prófa sig áfram og með því að nota tungumálið, ritmálið og táknmálið í látbragði og myndum og með viðeigandi örvun frá umhverfinu. Læsisþróunin á sér stað skref fyrir skref og er einstaklingsbundin svo þróun læsis verður að skoða hjá hverju barni fyrir sig og vinna út frá því. Í ritgerðinni er almennt fjallað um hvað mál og tjáskipti eru og af hverju þessi atriði eru svo mikilvæg í lífi okkar. Gerð er grein fyrir kenningum þriggja kennismiða um þróunarstig í lestri en margir rannsakendur hafa sýnt fram á að börn virðast fara í gegnum ákveðin þróunarstig í átt til læsis. Gerð er gein fyrir undirstöðuþáttum lestrarnáms s.s bernskulæsi, hljóðkerfisvitund og umskráningu. Gerð er grein fyrir helstu hugtökum og þeim þáttum í lestrarferlinu sem mikilvægir eru. Málþroski barna er skoðaður, en máltaka barna er í sjálfu sér ótrúlegt afrek. Mannlegt mál er flókið kerfi reglna og tákna, en samt sem áður ná lítil börn valdi á móðurmáli sínu á mjög stuttum tíma. Eru mörg börn orðin altalandi fjögurra til sex ára gömul. Ýmsar vangaveltur hafa átt sér stað um hvernig börnin nái að tileinka sér talmálið og hvað eigi sér nákvæmlega stað í máltökunni. Fjallað verður um nokkra fræðimenn sem hafa sett fram kenningar um hvernig máltöku barna er háttað. Umhverfið er mikill áhrifavaldur þegar barnið er að læra að tala. Foreldrar eru fyrirmynd barnsins og miklu máli skiptir að barnið hafi mál í umhverfi sínu til að geta tileinkað sér það. Mikilvægt er að lesa fyrir börn þar sem það hefur áhrif á þroskaþætti þeirra. Lestur eflir máltöku bætir málskilning, eykur orðaforða og sjálfstæða hugsun og má segja að lestur bóka undirbúi börnin fyrir frekara nám í framtíðinni. Börn sem hafa greiðan aðgang að fólki sem ræðir við þau um heima og geima, les fyrir þau og kennir þeim ný orð, eiga alla jafna auðveldara með að ná tökum á lestri, bæði hvað varðar tæknilega hlið hans og lesskilning. Leitað er heimilda víða og er ritgerðin kaflaskipt. Í lok ritgerðarinnar er samantekt á því markverðasta úr henni og að síðustu heimildaskrá

    Tómstundir eldri borgara og forvarnir : fræðslu og upplýsingavefur

    No full text
    Þetta verkefni er vefverkefni hýst á vefsvæði KHÍ, http://lokaverkefni.khi.is/v2006/gukristj2/. Verkefnið hefur að geyma efni um tómstundir sem forvarnir og er áherslan á fólk eldra en 60 ára. Í þessu verkefni er fjallað um mikilvægi tómstunda í forvarnarskyni og einnig er farið yfir hvað er í boði í tómstundastarfi í Reykjavík. Vefnum er fyrst og fremst ætlað að vera upplýsinga- og fræðsluvefur fyrir eldri borgara en líka fyrir alla aðra sem tengjast málaflokknum á einhvern hátt og að sjálfsögðu alla sem áhuga eða gagn hafa af. Með því að hafa tengla sem vísa í þetta efni, þ.e. tómstundir og ýmis málefni sem snúa að eldri borgurum, inni á heimasíðunni er vonast til þess að eldri borgarar notfæri sér síðuna til upplýsingaöflunar. Þess er vænst að þar lesi fólk um mikilvægi tómstunda í forvarnarskyni og mikilvægi þess að finna sér eitthvað ánægjulegt til að hafa fyrir stafni á efri árum. Ekki er almennt í kerfinu nægilega markvisst unnið með tómstundir sem forvörn eða fólki bent á mikilvægi tómstunda. Heildarsýn og markmið vantar. Með tilkomu tómstundafræðinga verður vonandi unnið þrekvirki þessum málaflokki

    Íslensk þjóðernishyggja í aldanna rás: Þróun íslenskrar þjóðernishyggju í kjölfar hnattvæðingar

    No full text
    Í þessari ritgerð verður fjallað um íslenska þjóðernishyggju í sögulegu ljósi, hvernig þjóðernishyggjan hefur mótast frá árdögum sjálfstæðisbaráttunnar og hví hún er jafn þrálát og raun ber vitni. Er þjóðernishyggja enn leiðandi afl í stjórnmálum og hver hafa áhrif hennar verið á utanríkisstefnu landsins? Er íslensk þjóðernishyggja og þjóðernisvitund á undanhaldi með aukinni hnattvæðingu og alþjóðamenningu? Til að öðlast svar við þessum spurningum og dýpri skilning á uppruna þjóðernishyggju hér á landi er nauðsynlegt að reifa helstu kenningar um þjóð og þjóðernishyggju. Kenningar Johann Gottfried Herder og Johann Gottlieb Fichte verða skoðaðar þar sem þær höfðu mikil áhrif á þjóðernisstefnu í Evrópu jafnt sem og á Íslandi. Kenningar Ernest Gellner og fleiri módernista um upphaf þjóða og þjóðernishyggju verða reifaðar ásamt gagnrýni Anthony D. Smith á þær kenningar. Uppruni og þróun íslenska þjóðríkisins og þjóðernishyggju verður skoðaður og settur í kenningarlegt samhengi. Að lokum verður orðræða stjórnmálamanna um Evrópusambandsaðild skoðuð til að varpa ljósi á áhrif þjóðernishyggju á nútíma stjórnmál. Niðurstöður leiddu í ljós að íslensk þjóðernishyggja er enn mjög þrálát og hefur mikil áhrif á stjórnmál landsins. Orðræða stjórnmálamanna um stöðu Íslands í Evrópusamrunanum einkennist mjög af hugmyndinni um fullveldi þjóðarinnar. Það er þó ljóst að hnattvæðing og aukin alþjóðavæðing hefur breytt stöðu þjóðríkisins. Menningarlegur munur á milli landa er sífellt að minnka og Ísland kemst ekki hjá því að yfirfæra alþjóðlega strauma til landsins. Það þýðir þó ekki endalok íslensku þjóðarinnar og þjóðernishyggju því þjóðir eru breytilegar líkt og Anthony D. Smith heldur fram

    Sustainable Business Model Contributing to Corporate Social Responsibility and Regenerative Tourism A Case Study of Midgard Business Practices

    No full text
    Verkefnið er lokað í þrjú ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.Tourism has many recognized benefits relevant to social, environmental, local cultural, and economic impact but the negative impacts must not be overlooked. Tourism has, for instance, profound climate impacts. This thesis explores the Flourishing Business Canvas (FBC) as a strategic tool for Midgard Adventure to investigate how to mitigate the negative impacts of the company, promote sustainable development and examine the potential of a Regenerative tourism approach. It further aims to examine if the core activities of Midgard Adventure aligns to the regenerative tourism approach and if the FBC can be used to frame Midgard Business Model in accordance with the Corporate Social Responsibility idealogy. The Flourishing enterprise strategy design method was used as a tool for sustainable business innovation and tested through the case study. The Aspirational Business Model was compared to the current Business Model and finally, continued improvements were suggested. The findings showed Flourishing Business Canvas to be a helpful strategic tool to examine the business model of Midgard Adventure and compare it to its future vision. The idealogy of Flourishing Business Canvas aligns with regenerative idealogy and therefore this tool can be used for other companies that like to implement regenerative tourism into their core business. This thesis explores a research gap by employing a particular framework to analyse the business model of a tourism company in Iceland in order to find improvement opportunities for the tourism sector in Iceland. The results from this thesis are therefore relevant to academia and future studies as well as policymakers seeking to understand the Sustainable Business Model in practice

    "Hvað er eilífðin, mamma?" : ljóð og ljóðagerð í leikskólum með grunnþætti aðalnámskrár að leiðarljósi

    No full text
    Ritgerð þessi skiptist í tvo meginhluta. Fyrri hlutinn er fræðileg umfjöllun um ljóð en sú umfjöllun er svo tengd við börn og ljóðavinnu með börnum. Skilgreiningar fræðimanna á ljóðum eru settar fram. Samkvæmt þeim eiga ljóð að bjóða hlustandanum upp á nýja reynslu, gefa ánægju og dýpka tilfinningar. Einnig telja fræðimenn að hægt sé að auka tilfinningu fyrir orðum, hrynjandi, rími og örvun orðaforða. Næst verður fjallað um börn og áhuga þeirra á ljóðum sem og hvers konar ljóð þau kjósa sér. Niðurstöðurnar sýna að börn laðist að kímni í ljóðum ásamt rími og hrynjandi, sem oft á tíðum gefur ljóðum og vísum aukið skemmtanagildi. Því næst verður farið yfir ljóðagerð með börum og hlutverk kennara í þeim efnum. Ræddir eru möguleikar slíkrar vinnu og reynsla höfunda krufin. Í seinni hluta ritgerðarinnar verða grunnþáttum aðalnámskrár gerð skil. Þeir verða síðan tengdir við ljóð og ljóðagerð með það fyrir augum að finna leiðir til að vinna að markmiðum grunnþáttanna. Að lokum setja höfundar fram hugmyndabanka, þar sem hugmyndir um ljóð og ljóðagerð með hverjum grunnþætti fyrir sig eru settar fram. Þetta verkefni og hugmyndabankinn ættu að gefa kennurum sýn inn í heim ljóðanna og tækifæri til að kynna möguleika þeirra fyrir börnum

    Belonging in Computer Science : the effects of Covid-19 on dropouts among women and non-binary students in Computer Science

    No full text
    Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á heiminn og háskólanám tók á sig aðra mynd með fjarkennslu. Faraldurinn hafði mikil áhrif á nemendur innan tölvunarfræðinnar. Brottfall kvenna og kynsegin er mikilvægt viðfangsefni þar sem þeir hópar eru í minnihluta í geiranum og mikilvægt er að kanna hvað orsakar því. Til er lítið af rannsóknum á brottfalli kvenna og kynsegin á tímum Covid-19. Markmið þessarar ritgerðar er að kafa djúpt í þau áhrif sem Covid- 19 hafði á konur og kynsegin í tölvunarfræðinámi og brottfall þeirra, til að athuga hvað betur má fara. Rannsóknin leiddi í ljós að brottfall jókst á tímum Covid-19 en ekki var tenging milli þess og kynja. Einnig var fjallað um hvað konum og kynsegin nemendum fannst gefa þeim samastað á þessum erfiðu tímum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru mikilvægar fyrir tölvunarfræðigeirann til að kennarar og stjórnendur geti aðlagað sig betur að þessum hópi í áframhaldandi námi og starfi eftir faraldurinn.Covid-19 had large impact on the world and higher education was transformed to remote learning. The pandemic had big influence on students within Computer Science. Dropouts among women and non-binary is an important matter whereas these groups are a minority in the field, and it is important to look into why that is. Little research has been made on dropouts among women and non-binary in Computer Science during Covid-19. The aim of this study is to dive deep into that topic and examine what can be improved. The research revealed that dropout rates increased during Covid-19 but had no relationship with gender. Moreover, it was discussed further what gave women and non-binary a sense of belonging during these difficult times. These research results are important for the Computer Science field so that teachers and administrators can better adapt to this group in their continued education and profession after the pandemic

    Unglingamóttakan á Heilsugæslustöðinni á Akureyri : viðhorf unglinga til gæða og þjónustu móttökunnar

    No full text
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu vel unglingamóttakan við Heilsugæslustöðina á Akureyri er nýtt, hvaða viðhorf unglingar hafa gagnvart þjónustunni, bæði þeir sem hafa nýtt sér hana og þeir sem hafa ekki og þeim gæðum sem felast í þjónustunni séð frá sjónarhóli þátttakenda. Jafnframt var tilgangurinn að kanna hvort unglingar vissu af þjónustunni og að fá fram hugmyndir þeirra sem hafa nýtt sér þjónustuna og þeirra sem ekki hafa nýtt sér hana um hvernig hægt er að skipuleggja þjónustuna betur að þeirra þörfum. Þetta var mjög verðugt viðfangsefni til rannsóknar þar sem þessi þjónusta er nýtilkomin hér á landi og fáar rannsóknir verið gerðar um þetta efni. Í úrtakinu voru 210 unglingar á aldrinum 16-20 ára sem stunduðu nám í grunn og framhaldsskólum Akureyrar. Þátttakendur voru 105 og var því svarhlutfall 50%. Í rannsókninni var notast við megindlega rannsóknaraðferð. Gagnasöfnun fór fram með því að leggja fyrir spurningalista með 17 spurningum fyrir þátttakendur. Við úrvinnslu gagna var notast við SPSS tölfræðiforrit og töflureikninn Excel. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í heildina séð voru þátttakendur sem höfðu nýtt sér þjónustuna almennt ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu. Þeim fannst bæði samskipti við starfsfólk í flestum tilvikum vera góð og þeim sýndur skilningur og nærgætni. Aðstaða móttökunnar var góð að mati flestra og þeir sem höfðu nýtt sér þjónustuna gátu langflestir hugsað sér að nýta sér hana aftur. Flestir þátttakendur vildu aukna þjónustu í formi lengri opnunartíma. Þátttakendum fannst í flestum tilvikum að auglýsa mætti þjónustuna betur. Lykilhugtök: Heilsugæsla; heilsugæslustöð; unglingur; unglingamóttaka; gæðamat; mælitæki; spurningalisti; viðhorf
    corecore