2 research outputs found

    Tölvur í eðlisvísindum : verklegar æfingar með tölvutengdum mælitækjum fyrir nemendur á unglingastigi

    No full text
    Eftirfarandi verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.ED.- prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri, vormisserið 2005. Tilgangurinn er að gera námsefni um eðlisvísindi fyrir efstu bekki grunnskóla. Er hér fyrst og fremst um gerð verklegra æfinga með tölvutengdum mæli- tækjum að ræða sem henta vel sem ítarefni með kennslubókum á unglingastigi. Eitt helsta markmið menntunar er að búa nemendur undir lífið í samfélaginu. Í margbreyti- leika nútímans reynir á hæfileikann til að bregðast við nýjum aðstæðum, takast á við og tileinka sér nýjungar og framfarir á öllum sviðum. Nám í eðlisvísindum stuðlar að því að nemendur geri sér grein fyrir því hversu mikilvæg þróun í vísindum er, bæði í nútíð og framtíð. Almenna notkun tölvunnar má finna allstaðar í nútíma samfélagi og í raun má segja að hún sé allstaðar. Skólinn á að endurspegla samfélagið og því ætti tölvan að vera sjálfsagður hlutur í skólastarfi. Flestir eru sammála um notagildi tölvunnar og að hægt sé að nýta hana sem hjálpartæki í námi. Verklegu æfingarnar tengjast allar forritinu „Data Studio“ sem er hugbúnaður til notkunar við mælingar, söfnun og úrvinnslu gagna. Það er öflug viðbót við ríkjandi kennsluaðferðir. Í verkefninu eru kennara- og nemendaleiðbeiningar fyrir verklegu æfingarnar, ásamt ítarupp- lýsingum um þau hugtök sem koma fyrir í verklegu æfingunum. Það er von mín að þessar verklegu æfingar komi að gagni við kennslu í eðlisvísindum

    Reynsla kennara af lesfimikönnunum á unglingastigi

    No full text
    Ágrip Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er reynsla kennara af lesfimikönnunum á unglingastigi. Undanfarin ár hefur umræða um lesfimikannanir beinst að þeim þáttum sem þær leggja áherslu á, leshraða og lestrarnákvæmni. Með tilkomu nýs matsramma fyrir lesfimi gefst kostur á að meta fleiri þætti er heyra undir lesfimi en matsramminn hefur ekki verið að fullu innleiddur í íslenskum skólum. Lítil umræða hefur verið um gildi lesfimikannana á unglingastigi og er markmið þessarar rannsóknar að varpa ljósi á gildi áðurnefndra kannana, hvort kennarar á unglingastigi telji að lesfimikannanir séu góður mælikvarði á lestrarfærni nemenda og hvort kennarar á unglingastigi leggi áherslu á að efla lestrarfærni unglinga við kennslu. Helstu niðurstöður sýna að lesfimikannanir meta lestrarhraða nemenda og getur hann gefið vísbendingu um lestrarfærni þeirra. Niðurstöður lesfimikanna sýna þó sjaldan nýja nemendur með lestrarörðugleika á unglingastigi en svör viðmælenda gefa til kynna að lestrarkennsla sé markvissust fyrir þá nemendur sem standa sig illa í lesfimikönnunum. Viðmælendur benda einnig á að fjölbreyttari matstæki vanti til að varpa ljósi á lestrarfærni nemenda þar sem lesfimikannanir mæli ekki lesskilning og orðaforða nemenda, þótt þær geti gefið vísbendingar um slíka þætti. Lykilorð: lesfimi, lesfimikannanir, lestrarfærni, unglingastig, grunnskólar, lestrarkennsla.Abstract The topic of this essay is the experience of teachers in measuring reading fluency in high schools. In recent years, discussion about how reading fluency is measured has primarily focused on pacing and accuracy. With the introduction of a new type of assessment, other aspects of reading fluency can be measured as well. However, this type of assessment has not been fully implemented in all high schools. This study aims to shed light on the value of high school reading fluency tests and whether teachers consider them to adequately measure students’ reading skills. The main findings of this study are that reading fluency tests assess student’s reading speed and can indicate their reading skills. However, in most cases, reading fluency tests do not reveal new students with reading difficulties on the high school level. The answers of interviewees indicate that reading instructions are the most useful for those students that do poorly on reading fluency tests. Furthermore, interviewees also point out that a greater variety of assessment tools are needed to shed light on students 'reading skills as reading fluency tests do not measure students' reading comprehension and vocabulary, although they can give an indication of those skills. Key word: fluency, reading skills, reading comprehension, high school
    corecore