3 research outputs found
Hornsteinn í heimabyggð : viðhorf foreldra til fjarnáms á framhaldsskólastigi í eigin byggðarlagi
Í ritgerðinni eru kynntar niðurstöður eigindlegrar rannsóknar á viðhorfi fólks til menntunarmála á landsbyggðinni. Ætlunin með rannsókninni er að gefa hugmynd um stöðu mála hvað varðar framhaldsskólamenntun í þeim sveitarfélögum sem ekki hafa framhaldsskóla í nánasta umhverfi og veita upplýsingar um hvort skipulagt fjarnám fyrstu tvö ár framhaldsskólans sé í þeirra hugum ákjósanlegur kostur. Notuð var rannsókn í formi rýnihópa. Þrír sex manna hópar í þremur mismunandi sveitarfélögum voru fengnir til að tjá sig um efnið. Allir voru þátttakendur búsettir innan við¬komandi sveitarfélags.
Ef marka má skoðanir rýnihópanna þriggja voru helstu niðurstöður rannsóknarinnar þær að þátttakendur báru almennt kvíða í brjósti varðandi það að senda börn sín frá sér til framhaldsnáms í fyrsta sinn. Snérust áhyggjurnar fyrst og fremst að því hvernig barninu reiddi af á nýjum vettvangi án aðhalds foreldra. Auk þessa krefst framhaldsskólanám fjarri heimabyggð töluverðra útgjalda og virðist sem svo að framhaldsskólamenntun barna líði oft á tíðum, á mismunandi hátt, fyrir efnahag foreldra
Í könnuninni kom þó bersýnilega í ljós að þátttakendur vilja almennt að börn sín fari til framhaldsnáms vegna þeirra lífsgæða sem foreldrar telja börn sín hljóta með aukinni menntun.
Almennt voru þátttakendur nokkuð á einu máli hvað varðar þá hugmynd að fá framhaldsskólaútibú í heimabyggð. Þátttakendur vildu þjónustuna en vildu ekki hafa hana á neinu tilraunastigi þegar þeirra börn nytu hennar.Quality of services is a key factor in people decision of where to live. Factors such as, possible income, the quality of education and health care, good environment, quality and prices in shops, level of cultural activity etc. play important role in people decision making of where they want to live and raise their children. The rural areas have been hard hit with population decline over the years. The capital area has much more to offer when it comes to services and therefore it can be assumed that those factors play a vital role in the ongoing population shift from the rural areas to the larger towns and the capital.
The aim of this dissertation is to advance our understanding of peoples perspective in the rural areas on education in the area. The purpose of the research is to give an idea of educational opportunities at secondary education level (A level for 16–18 years old) , in areas which only have schools for compulsory education. It is also intended to give some information if a Distance learning for this education level, is a feasible option in parents mind for young people living in those areas.
The research was conducted by using Focus-groups. Three groups of six people each were formed. One Focus group was formed for each of the three Municipalities. Every one of the six people in the group was living in the Municipalities.
All participants in the research groups agreed that it was a difficult to send the child away for further education. The main worries centralized about how the child would manage in a new place without the support of its parents.
Education far from home is also more expensive, and it seems, that sometimes, it plays a part in the decision wheter or not to send the child away for further education. However in the research it was clear that all of the participants wanted their children to get further education, mainly for the possible advantage they would gain for the future.
Generally the participants agreed in that the idea of Distance learning centre in the Municipality for further education up to A levels (16–18 years old), was a good one. They however did not want the Distance learning centre to be on some experimental level. It had to be a proper learning centre that was acknowledged by educational authorities just as any regular school
Ímynd Súðavíkurhrepps
Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á AkureyriSú ritgerð sem hér fer á eftir fjallar um rannsókn á viðhorfi og ímynd fólks til Súðavíkurhrepps. Markmið rannsóknarinnar er að gefa hugmynd um árangur þess ímyndarstarfs sem unnið hefur verið eftir mikla uppbyggingu við erfiðar ytri aðstæður. Notuð var rannsókn í formi rýnihópa. Þrír sex manna hópar voru fengnir til að tjá sig um efnið og voru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Ef marka má skoðanir rýnihópanna þriggja voru helstu niðurstöður rannsóknarinnar þær að þátttakendur höfðu ekki tekið sérstaklega eftir uppbyggingarstarfi Súðavíkurhrepps. Þó var munur á hversu mikið jákvæðari og meðvitaðri þeir þátttakendur sem heimsótt höfðu Súðavík voru, varðandi það hvað sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Áberandi var hve mjög þátttakendur voru uppteknir af þeirri hættu sem þeir telja steðja að íbúum Vestfjarða og þá ekki síst Súðavíkur hvað varðar snjóflóð. Bersýnilegt var að fréttaumfjallanir um snjóflóðahættu sitja eftir í hugum fólks og svo virtist sem skynjun sumra væri sú að þessi ógn stafaði stöðugt að íbúum Vestfjarða. Lykilorð: Sveitarfélag Markaðshlutun Staðfærsla Ímynd Rýnihóparannsók
Ristruflanir eftir skurð- og/eða geislameðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins : ánægja með meðferð, áhrif á andlega líðan og fræðsla
Ristruflanir er vandi sem hrjáir marga karlmenn og þeir glíma við í þögn vegna þess hversu viðkvæmt vandamálið er. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hversu ánægðir karlmenn með ristruflanir eru með ráðlögð meðferðarúrræði, fá innsýn í andlega líðan þeirra og kanna hvernig fræðslu til þeirra er háttað. Rannsóknin var gerð meðal karlmanna á aldrinum 55 ára og eldri sem farið höfðu í skurð- og/eða geislameðferð á Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir a.m.k. ári síðan, vegna blöðruhálskirtilskrabbameins. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð við öflun rannsóknargagna og gagnaúrvinnslu þar sem um var að ræða forprófun á spurningalista sem rannsakendur hönnuðu. Þýði rannsóknarinnar var 48 karlmenn en aðeins 17 karlmenn svöruðu spurningalistanum. Þar af uppfyllti einn þátttakandi ekki skilyrði til þátttöku og var listi hans því ógildur. Fengið var leyfi fyrir rannsókninni hjá siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri og Persónuvernd var tilkynnt um hana. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu meðal annars í ljós að helmingur þátttakenda hafði fengið meðferð við ristruflunum en misjafnt var hversu ánægðir þeir voru með árangur meðferðarinnar. Einnig kom fram að flestir þátttakendurnir töldu andlega líðan sína vera góða, og að meirihluti þátttakenda hafði fengið fræðslu vegna ristruflana. Auk þess sýndu niðurstöður að þátttakendur höfðu eingöngu fengið fræðslu frá lækni en að þónokkrir þeirra hefðu viljað fræðslu af hálfu hjúkrunarfræðings. Rannsakendur vona að með rannsókn þessari aukist þekking heilbrigðisstarfsfólks á meðferðarúrræðum vegna ristruflana og andlegri líðan umræddra karlmanna. Einnig vonast rannsakendur til að umræða í þjóðfélaginu hvað ristruflanir varðar, opnist í kjölfar rannsóknarinnar