617 research outputs found

    Wernicke's encephalopathy in chronic alcoholics

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Wernicke's encephalopathy (WE) is caused by thiamine (vitamin B1) deficiency and most commonly found in individuals with chronic alcoholism and malnutrition. Clinically, its key features are mental status disorders and oculomotor abnormalities as well as stance and gait ataxia. The diagnosis of WE is frequently missed although delay of appropriate treatment can lead to death or Korsakoff´s amnestic syndrome. It is therefore crucial in suspected cases of WE, not to await confirmation of diagnosis, but immediately administer high-dose intravenous thiamine and simultaneously treat magnesium deficiency. Alcoholics at risk of WE should on admission receive immediate prophylactic therapy with parenteral thiamine.Wernicke-sjúkdómur hlýst af skorti á þíamíni (B1 vítamíni) og er algengastur hjá einstaklingum með langvinna áfengissýki og vannæringu. Algengustu einkenni eru breytingar á hugarástandi, truflun á augnhreyfingum og stöðu- og göngulagstruflun. Sjúkdómurinn virðist mjög vangreindur en töf á réttri meðferð getur leitt til dauða eða Korsakoff-minnistruflunar. Einstaklingum með líklegan Wernicke skal tafarlaust gefið þíamín í stórum skömmtum. Ekki skal bíða staðfestingar á greiningu áður en meðferð er hafin. Magnesíumskort ætti að leiðrétta samhliða. Áfengissjúkum einstaklingum sem eru í hættu á að fá sjúkdóminn skal ávallt gefa fyrirbyggjandi meðferð þíamíns í vöðva eða æð við innlögn á sjúkrahús

    Z-phase in 9-12% Cr Steels

    Get PDF

    Solid-State Microwave Electronics

    Get PDF
    Contains reports on one research project.California Institute of Technology, Contract 95256

    [Emergency ultrasound for trauma]

    Get PDF
    The use of ultrasound is now widespread within the field of Emergency Medicine. The availability of lightweight and relatively cheap ultrasound devices has enabled clinicians to obtain more detailed information about the condition of acutely ill and injured patients than can be done with a clinical exam only. This paper discusses the standardized E-FAST exam for trauma; the technical details of the exam and the reliability of the information gained by each of it's components. Other advanced use of ultrasound for evaluation of trauma patients is introduced. Investing in the equipment and physician training to provide emergency ultrasound evaluation of injured and acutely ill patients in Iceland may be a relatively inexpensive way to improve patient care.Á síðustu árum hefur ómskoðun verið æ meira notuð við bráðalækningar. Tilkoma ódýrra og handhægra ómtækja hefur gert læknum kleift að afla mun nákvæmari upplýsinga um ástand slasaðra og bráðveikra en fæst með hefðbundinni líkamsskoðun eingöngu. Hér er fjallað um staðlaða bráðaómskoðun vegna áverka, hvernig hún er framkvæmd og nákvæmni ýmissa þátta skoðunarinnar. Kynntir verða aðrir þættir sem hægt er að bæta við hina stöðluðu áverkaómun til frekari greiningar. Að mati höfunda er fjárfesting í tækjabúnaði og þjálfun lækna til áverkaómunar líklega hagkvæm leið til að bæta þjónustu við slasaða á Íslandi

    Role of copper on Laves phase morphology in 9-12%Cr steels

    Get PDF
    In this work the Laves phase was found to appear in two different morphologies, namely granular shapes and in an elongated shape. No difference in crystallography could be detected between these morphologies. The Laves phase was only observed in its elongated form in Cu-containing steels, where it was the primary morphology present after short term ageing. After long term ageing, the elongated Laves phase was replaced by the granular morphology. It is speculated that Cu precipitates act as nucleation sites for the elongated Laves phase, resulting in an unstable orientation relationship with the matrix, an in the meta-stable elongated morphology of Laves phase precipitates

    A 49 year old male with a giant pulmonary bulla--a case report and review of the literature

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenA 49 year old previously healthy smoker was diagnosed with a giant bulla in his right lung, following a history of dry cough, repeated upper airway infections and increasing dyspnea for several years. Computed tomography (CT) confirmed the presence of a giant bulla in the right inferior lobe and several smaller bullae in the right superior lobe. The giant bulla was 17 cm in diameter, occupying more than half of the right hemithorax. On spirometry a moderate restrictive and a mild obstructive pattern was observed. Lung volume was measured with two different techniques, nitrogen washout and plethysmography, with volume of the bullae estimated at 2.9 L, similar to the 3.2 L determined by CT. The patient underwent thoracotomy, where the giant bulla together with the inferior lobe were removed with lobectomy and the small bullae in the superior lobe with wedge resection. Five months postoperatively the patient is in good health and is back at work. Postoperatively significant improvements in spirometry values and lung volume measurements have been documented. This case demonstrates that giant bullae can be successfully managed with surgical resection and their size can be determined by different techniques, including lung volume measurements and chest CT.Hraustur 49 ára gamall reykingamaður var greindur með risastóra blöðru í hægra lunga. Hann hafði við greiningu þriggja mánaða sögu um þurran hósta og endurteknar efri loftvegasýkingar ásamt nokkurra ára sögu um hægt vaxandi mæði. Á tölvusneiðmynd sást risablaðra í neðra lungnablaði og minni blöðrur miðlægt í efra blaði. Risablaðran var 17 cm í þvermál og náði yfir meira en helming lungans. Samanlagt rúmmál blaðranna mældist 3,2 lítrar á tölvusneiðmyndum. Einnig voru gerðar lungnarúmmálsmælingar með tveimur mismunandi aðferðum (köfnunarefnistæmingu og þrýstingsaðferð) og rúmmál blaðranna þannig áætlað 2,9 lítrar. Öndunarmæling sýndi talsverða herpu. Ákveðið var að gera brjóstholsskurðaðgerð og var risablaðran fjarlægð með blaðnámi og blöðrurnar í efra blaði með fleygskurði. Eftir aðgerð mældist marktæk aukning á fráblástursrúmmáli. Fimm mánuðum eftir aðgerð er sjúklingurinn við góða heilsu og er aftur kominn til vinnu. Þetta tilfelli sýnir að hægt er að fjarlægja risablöðrur úr lunga með skurðaðgerð og hægt er að áætla rúmmál blaðranna með bæði myndgreiningarrannsóknum og öndunarmælingum

    Cerebral ischemia/infarction - epidemiology, causes and symptoms

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÁtta af hverjum 10 heilablóðföllum stafa af heilablóðþurrð/drepi, tvö stafa af blæðingu. Heilablóðfall er algengasta orsök fötlunar, önnur algengasta ástæða heilabilunar og fjórða algengasta dánarorsökin meðal vestrænna þjóða. Árlegt nýgengi er 150-200/100.000/íbúa. Einn af hverjum 7 einstaklingum má búast við heilablóðfalli á lífsleiðinni. Í þessari grein verður fjallað um faraldsfræði, áhættuþætti, meingerð og einkenni heilablóðþurrðar og heiladreps. --------------------------------------------------------------------------------------------Eight of ten strokes are due to cerebral ischemia, two from cerebal hemorrhage. Stroke is the most common cause of disability, the second commonest cause of dementia and the fourth commonest cause of death in the developed world. The incidence of stroke is 150-200/100.000 individuals/ year. One of every seven individuals suffers from stroke in their lifetime. In this article the epidemiology, risk factors, pathophysiology and symptoms of cerebral ischemia will be reviewed

    Positive Coomb’s test in newborns; causes and clinical consequences Summary of cases diagnosed in the Blood Bank in the years 2005 to 2012

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Fóstur- og nýburablóðrof stafar af eyðingu fósturrauðkorna vegna rauðkornamótefna móður. Rofið getur leitt til blóðleysis og fósturbjúgs á fósturskeiði og gulu hjá nýburum. Prófið Direct Antiglobulin Test (DAT) greinir mótefni bundin við rauðkorn og er hluti af greiningarferli rofsins. Á Íslandi er DAT gert á naflastrengs-/blóðsýnum nýbura ef móðir er RhD-neikvæð eða hefur rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka orsakir og afleiðingar jákvæðs DAT hjá nýburum á Íslandi á 8 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn var nýburar með jákvætt DAT á árunum 2005-2012. Úr tölvukerfi Blóðbankans voru sóttar upplýsingar um blóðflokk móður og barns, blóðgjafir og DAT. Úr mæðraskrá fengust upplýsingar um fæðingarþyngd, meðgöngulengd og ljósameðferð. Úr rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala fengust upplýsingar um meðferð og afdrif nýbura. Niðurstöður: Á árunum 2005-2012 greindust 383 nýburar með jákvætt DAT á Landspítala. Í 73,6% tilvika var orsökin ABO-blóðflokkamisræmi á milli móður og barns, hjá 20,4% voru rauðkornamótefni móður önnur en anti A/-B, hjá 3,9% hvort tveggja, en hjá 2,1% var orsök óljós. Alls fengu 179 (47,6%) börn meðferð vegna jákvæðs DAT með nýburagulu, þar af 167 (93,3%) ljósameðferð eingöngu. Átta nýburar þurftu blóðskiptameðferð, þar af 5 vegna Rhesus-mótefna en þrjú vegna ABO-blóðflokkamisræmis. Ályktun: Jákvætt DAT hjá nýburum á Íslandi árin 2005-2012 stafaði í flestum tilvikum af ABO-blóðflokkamisræmi á milli móður og barns. Tæplega helmingur barnanna þurfti meðhöndlun en oftast nægði ljósameðferð. Í alvarlegustu tilfellum ABO-blóðflokkamisræmis eða rauðkornamótefna annarra en anti-A/-B var þörf á blóðgjöf eða blóðskiptameðferð.Introduction: Hemolytic disease of the fetus and newborn (HDFN) is caused by the destruction of fetal red blood cells due to red cell antibodies produced by the mother. HDFN can cause fetal hydrops during pregnancy or neonatal jaundice after birth. Direct Antiglobulin Test (DAT) detects antibodies bound to red cells and is a valuable test aiding in the diagnosis of HDFN. In Iceland DAT is routinely performed on cord blood or newborn blood samples if the mother is Rhesus D negative or has non-A/B red cell alloantibodies. The aim of this study was to investigate the causes and consequences of positive DAT in newborns in Iceland over a period of eight years. Material and methods: The study population was infants diagnosed with a positive DAT in the Blood Bank in Iceland in the years 2005-2012. Relevant data on the blood group and antibody status of mother and child, blood transfusion and DAT results were retrieved from the Blood Bank information system ProSang. Birth records provided information on birth weight, gestational age and phototherapy. Health records from the Children's Hospital provided information on the management and fate of the newborn. Results: Over the study period 383 newborns had a positive DAT result at the Blood Bank. In 73.6% of cases the underlying cause was ABO blood group mismatch between mother and infant, in 20.4% of cases the mother had non-A/B red cell alloantibodies, in 3.9% both of above factors were present, while in 2.1% the cause was unclear. A total of 179 (47.6%) children had neonatal jaundice that required treatment, of which 167 (93.3%) only needed phototherapy. Eight infants required exchange transfusion, five of these had Rhesus antibodies and three ABO blood group mismatch. Conclusion: ABO blood group mismatch between mother and child was the most common cause for a positive DAT in neonates in Iceland in the years 2005-2012. Almost half of the neonates required treatment but usually phototherapy was sufficient. Rarely, blood transfusion or exchange transfusion was necessary in severe cases of ABO blood group mismatch or non-A/B red cell alloantibodies
    corecore