48 research outputs found

    Sublobar resection for non-small cell lung cancer in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Introduction: A sublobar resection is performed on patients with non-small cell lung cancer (NSCLC) who are not candidates for a lobectomy due to reduced pulmonary function or comorbid disease. The aim of this study was to investigate the outcomes of these operations in Iceland. Material and methods: A retrospective study of all patients with NSCLC who underwent wedge resection or segmentectomy with curative intent during 1994-2008. Data on indication, pathological TNM-stage, complications and overall survival was analyzed. All histological samples were re-evaluated. Results: Forty four patients underwent 42 wedge and 5 segmental resections (age 69.1 yrs, 55.3% female), with 38.3% of cases detected incidentally. The majority of patients (55.3%) had a history of coronary artery disease and 40.4% had chronic obstructive pulmonary disease. Mean operative time was 83 minutes (range 30-131), mean intraoperative bleeding was 260 ml (range 100-650) and median hospital stay was 9 days (range 4-24). Pneumonia (14.9%) and prolonged air leakage (12.8%) were the most common complications. Two patients had major complications and 36.2% stayed in the intensive care unit overnight. No deaths occurred within 30 days of surgery. Adenocarcinoma was the most common histological type (66.7%). Most cases were stage IA/IB (78.7%), 17.0% were stage IIA/IIB and 4.3% were stage IIIA. One and 5 year survival was 85.1% and 40.9% respectively. Conclusion: In Iceland, both survival and complication rate after sublobar resection for NSCLC are comparable to results published for lobectomies, even though a higher percentage of patients have underlying cardiopulmonary disease.Inngangur: Hefðbundin aðgerð við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini er blaðnám. Í völdum tilvikum, einkum þegar lungnastarfsemi er mikið skert, er gripið til fleyg- eða geiraskurðar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir fleyg- eða geiraskurð vegna lungnakrabbameins af öðrum toga en smáfrumukrabbameini á Íslandi 1994-2008. Kannaðar voru ábendingar aðgerðar, stigun eftir aðgerð, fylgikvillar og heildarlífshorfur. Öll vefjasýni voru endurskoðuð. Niðurstöður: Alls gengust 44 sjúklingar (52,3% konur) undir samtals 47 fleyg- eða geiraskurði. Meðalaldur var 69,1 ár og greindust 38,3% tilfella fyrir tilviljun. Saga um kransæðasjúkdóm (55,3%) og langvinn lungnateppa (40,4%) voru algengustu áhættuþættirnir og meðal ASA-skor var 2,6. Aðgerðirnar tóku að meðaltali 83 mínútur (bil 30-131) og miðgildi legutíma var 9 dagar (bil 4-24). Helstu fylgikvillar voru lungnabólga (14,9%) og langvarandi loftleki (12,8%). Tveir sjúklingar fengu alvarlegan fylgikvilla en enginn lést innan 30 daga frá aðgerð. Meðalstærð æxlanna var 2,3 cm (bil 0,8-5,0) og var kirtilmyndandi krabbamein (66,7%) algengasta vefjagerðin. Stigun eftir aðgerð sýndi að 78,7% tilfella voru á stigi IA/IB, 17,0% á stigi IIA/IIB og tveir á stigi IIIA. Eins árs og 5 ára lífshorfur voru 85,1% og 40,9%. Ályktun: Lífshorfur eftir fleyg- og geiraskurði á Íslandi eru góðar og tíðni fylgikvilla lág. Þessar niðurstöður eru svipaðar og sést hafa eftir blaðnám hér á landi þótt hátt hlutfall þessara sjúklinga hafi þekkta hjarta- og æðasjúkdóma og skerta lungnastarfsem

    Diagnosis, treatment and prognosis of community acquired pneumonia - results from three primary care centers in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur: Að rannsaka hvernig heimilislæknar á höfuðborgarsvæðinu greina og meðhöndla samfélagslungnabólgu hjá fullorðnum og kanna útkomu. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn sjúkraskrárskoðun yfir eitt ár hjá sjúklingum 18 ára og eldri sem greindir voru með samfélagslungnabólgu á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður: Alls voru 215 sjúklingar greindir með samfélagslungnabólgu. Af þeim voru 195 bæði greindir og meðhöndlaðir í heilsugæslu og 20 sjúklingum var vísað til eftirfylgni. Meðalaldur var 50,3 ár (SD=21,0) og 126 (65%) voru konur. Flestir sjúklingarnir höfðu verið veikir í minna en viku og voru ekki með greindan lungnasjúkdóm áður. Hósti var algengasta skráða einkennið (71%) og 96% voru með óeðlilega lungnahlustun. Lífsmörk voru sjaldan skráð. Röntgenmynd af lungum var gerð í þriðjungi tilfella og var óeðlileg í yfir 80% tilvika. Flestir sjúklingar (94%) voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum og penicillinlyf með aukinni virkni var oftast notað. Símasamskipti voru algengasta form samskipta eftir greiningu og hjá 12% einstaklinga var sýklalyfjum breytt og hjá 10% var röntgenmynd gerð eftir greiningu. Enginn lést af völdum samfélagslungnabólgu á rannsóknartímabilinu. Ályktanir: Samfélagslungnabólga var greind klínískt og meðhöndluð í heilsugæslu í flestum tilvikum. Hún var algengari hjá konum og minnihluti sjúklinga hafði undirliggjandi lungnasjúkdóm. Lífsmörk voru mæld sjaldnar en búast mætti við. Breiðvirk sýklalyf voru mikið notuð. Enginn lést af völdum samfélagslungnabólgu.To study how general practitioners diagnose and treat adult patients with community acquired pneumonia (CAP) and evaluate outcomes. Retrospective chart review for one year on patients 18 years and older diagnosed with CAP in three different primary care centers in Iceland. A total of 215 patients were diagnosed with CAP. Of those 195 were both diagnosed and treated in the primary health care and 20 patients were referred for specialized care. Mean age was 50.3 years (SD= 21.0) and 126 (65%) of the patients were women. Most patients had been ill for less than a week and did not have a previously diagnosed lung disease. Cough was the most common symptom (71%) and 96% had abnormal chest auscultation. Vital signs were frequently not recorded. A chest radiograph was done in third of the cases and showed abnormality in over 80%. Most patients (94%) were treated with antibiotics usually extended spectrum penicillin. Phone consultations were the most common form of communication after diagnosis and about 12% of subjects had their antibiotics changed and about 10% had a chest radiograph done after diagnosis had been made. There was no mortality from CAP during the study period. CAP was diagnosed clinically and managed in primary care in most cases. CAP was more common in women and a minority of patients had underlying lung diseases. Vital sign measurements were used less than expected. Broad spectrum antibiotics were widely used for treatment. CAP had no mortality

    Results of pneumonectomy for non-small cell lung cancer in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: Study the indications, complications and surgical outcome of pneumonectomy for non small cell lung cancer (NSCLC) in Iceland MATERIAL AND METHODS: A retrospective study of all pneumonectomies performed for NSCLC in Iceland from 1988 to 2007. Information was obtained from medical records and data on operative indications, postoperative TNM stage, complications, survival and survival predictors was analysed. RESULTS: 77 patients (64% males) with mean age of 62.3 yrs. were operated on, 44% on the right side. Mediastinoscopy was performed in 31% of cases. Most patients were stage I or II (58%), but 17 and 21% were stage III A and IIIB, respectively. Mean operation time was 161 min., bleeding 1.1 L and hospital stay 11 days. Atrial fibrillation (21%), pneumonia (6.5%), empyema (5.5%) and respiratory failure (5%) were the most common complications. Three (3.9%) patients died within 30 days from surgery. Five year survival was 20.7%. Age, history of COPD, adenocarcinoma histology and advanced TNM stage were independent predictors of poor survival. CONCLUSIONS: Pneumonectomies for NSCLC in Iceland have a low rate of complications and operative mortality. However, long term survival is lower than expected, and many patients (27%) were in advanced stages. This is most likely due to inadequate preoperative staging.TILGANGUR: Kanna árangur og ábendingar lungnabrottnámsaðgerða (pneumonectomy) við lungnakrabbameini á Íslandi.
 EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins á Íslandi 1988-2007. Kannaðar voru ábendingar aðgerðar, TNM-stig, fylgikvillar, lífshorfur og forspárþættir lífshorfa.
 NIÐURSTÖÐUR: 77 sjúklingar (meðalaldur 62,3 ár, 64% karlar) gengust undir lungnabrottnám, í 44% tilfella hægra megin. Miðmætisspeglun var gerð í 31% tilfella. Stigun eftir aðgerð sýndi að 41 sjúklingur (54%) var á stigi I+II, 27 (38%) á stigi IIIA/B og 6 á stigi IV. Í 17% tilfella sást krabbamein í skurðbrún. Aðgerðartími var að meðaltali 161 mínúta, blæðing í aðgerð 1,1 L og miðgildi legutíma 11 dagar. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru gáttatif/flökt (21%), lungnabólga (6,5%), fleiðruholssýking (5,2%) og öndunarbilun (5,2%). Þrír sjúklingar (3,9%) létust <30 daga frá aðgerð og fimm ára lífshorfur voru 20,7%. Hækkandi aldur, saga um lungnateppu, kirtilmyndandi vefjagerð og hátt TNM-stig höfðu neikvæð áhrif á lífshorfur samkvæmt fjölþáttagreiningu.
 ÁLYKTUN: Skammtímaárangur lungnabrottnáms-aðgerða er góður hér á landi og tíðni alvarlegra fylgikvilla lág. Lífshorfur eru hins vegar lakari en búast mætti við, eða 20,7% eftir fimm ár. Skýring á þessu gæti falist í ófullnægjandi stigun, en aðeins þriðjungur sjúklinga gekkst undir miðmætisspeglun fyrir aðgerð. 


    Histology does not accurately predict the clinical behaviour of bronchopulmonary carcinoids - results from an Icelandic population-based study

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND AND AIMS: Bronchopulmonary carcinoids (BPC) are rare tumors of neuroendocrine origin. These tumors are histologically classified into two distinctive forms, typical and the more malignant atypical BPC. We evaluated the epidemiology and results of treatment for BPC in Iceland with special emphasis on how atypical vs. typical histology relates to clinical behavior. MATERIAL AND METHODS: This retrospective nation-wide study included all cases of BPC diagnosed in Iceland from 1955-2005. Histology of all the cases was reviewed and survival was based on data obtained from medical records and vital statistics. RESULTS: BPC was diagnosed in 64 patients (22 males, mean age 49 yrs.), accounting for 1.9% of all lung neoplasms in Iceland. Average tumor-diameter was 2.5 cm (range 0.4-5.5), with typical histology in 54 (84%) and atypical in 10 patients (16%). Altogether 56 patients (87.5%) were operated on, most with lobectomy (82.1%). Forty eight patients were diagnosed in TNM stage I, two patients in stage II, four patients had mediastinal lymph node metastases (stage III) and distant metastases were diagnosed in 6 patients (stage IV), 2 of whom had typical histology. At follow-up, 5 out of 64 patients had died of the disease (7.8%), two of them with typical histology. Five-year disease specific survival was 96% for patients with typical and 70% with atypical histology (p<0.05). CONCLUSION: BPCs usually behave as benign neoplasms, with excellent long-term survival after surgical removal. Metastases are more common in patients with atypical histology (40%), and their survival is worse. However patients with typical histology can metastasize (14.8%) and die from the disease. Therefore, histology (typical vs. atypical) can not be used with certainty to predict the clinical behaviour of these tumors.Inngangur: Krabbalíki í lungum (bronchopulmonary carcinoids) eru sjaldgæf æxli sem flokkast eftir vefjagerð í dæmigerð (typical) og afbrigðileg (atypical) krabbalíki. Í þessari rannsókn var skoðuð faraldsfræði þessara æxla og árangur meðferðar. Einnig var kannað hvort vefjagerð sé áreiðanleg til að spá fyrir um klíníska hegðun þeirra. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem tók til allra krabbalíkisæxla sem greindust í lungum á Íslandi frá 1955 til 2005. Vefjasýni voru endurmetin og lífshorfur sjúklinga reiknaðar á grundvelli gagna úr sjúkraskrám og þjóðskrá. Niðurstöður: 64 sjúklingar (22 karlar, meðalaldur 49 ár) greindust, sem er 1,9% af öllum illkynja lungnaæxlum á tímabilinu. Meðalstærð æxlanna var 2,5 cm (bil 0,4-5,5 cm) og voru 54 (84%) þeirra dæmigerð og 10 (16%) afbrigðileg. Æxli 56 sjúklinga voru fjarlægð með skurðaðgerð, oftast með blaðnámi (82,1%). Einn sjúklingur dó innan 30 daga frá aðgerð. Flestir, eða 48 sjúklinganna, voru á TNM-stigi I og tveir á stigi II. Fjórir sjúklingar greindust með meinvörp í miðmætiseitlum (stig III), allir með dæmigerða vefjagerð. Aðrir sex sjúklingar greindust með fjarmeinvörp (stig IV), tveir þeirra með dæmigerða vefjagerð. Við eftirlit hafa fimm af 64 sjúklingum látist úr sjúkdómnum (7,8%), þar af tveir með dæmigerða vefjagerð. Fimm ára lífshorfur sjúklinga með dæmigerð krabbalíki voru 96% og 70% fyrir þá sem voru með afbrigðilega vefjagerð (p<0,05). Ályktun: Krabbalíki í lungum hegða sér oftast eins og góðkynja æxli og langtíma lífshorfur þessara sjúklinga eru yfirleitt ágætar. Sjúklingar með afbrigðilega vefjagerð eru oftar með útbreiddan sjúkdóm og lífshorfur þeirra eru marktækt verri. Hins vegar geta sjúklingar með dæmigerð krabbalíki einnig haft meinvörp (14,8%) og jafnvel dáið úr sjúkdómnum. Þess vegna getur vefjagerð þessara æxla ekki talist áreiðanleg til að spá fyrir um klíníska hegðun þeirra

    Factors predictive of survival after lobectomy for non-small cell lung cancer in Iceland during 1999-2008

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: To study the impact of TNM stage and various preoperative functional parameters on survival in patients who underwent lobectomy for non-small cell lung cancer (NSCLC) in Iceland from 1999 to 2008. MATERIALS AND METHODS: Retrospective study including 213 patients (mean age 66.9 yrs, equal male/female ratio) that underwent lobectomy for NSCLC. Tumors were staged by the TNM staging system, survival was estimated by the Kaplan-Meier method and prognostic factors of survival studied using the Cox proportional hazards regression model. RESULTS: Survival at 1 year was 82.7% and 45.1% at 5 years. Operative mortality at 30 days was 0%. Most tumors were found to be in stage I (59.6%) or stage II (17.8%) and 7% were stage IIIA, whereas 14.6% were in stage IIIB or IV. Using multivariate analysis; advancing stage, increasing tumor size, reduced lung function and history of arrhythmia, predicted worse survival, whereas adenocarcinoma histology was a positive prognostic factor (HR 0.5, p=0.002) when compared to other histological types. CONCLUSIONS: Survival for patients undergoing lobectomy for operable non-small cell lung cancer in Iceland is comparable with other studies. Advanced stage, tumor size, reduced lung function and arrhythmia were negative predictors of survival, but in contrast to many but not all studies adenocarcinoma histology predicted a better prognosis compared to other tumor types.Inngangur: Skurðaðgerð er helsta læknandi meðferð við lungnakrabbameini. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna stigun, lífshorfur og forspárþætti lífshorfa hjá sjúklingum sem gengist hafa undir lungnablaðnám vegna lungnakrabbameins á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 213 sjúklingum (meðalaldur 66,9 ár) sem gengust undir blaðnám á Íslandi við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini (ÖES) á tímabilinu 1999-2008. Æxlin voru stiguð samkvæmt TNM-stigunarkerfi og ein- og fjölþáttagreining notuð til að meta forspárþætti lífshorfa. Niðurstöður: Heildarlífshorfur (Kaplan-Meier) eftir eitt ár og fimm ár voru 82,7% og 45,1%, en enginn lést <30 daga frá aðgerð. Algengustu vefjagerðir voru kirtilfrumu- (62%) og flöguþekjukrabbamein (29,1%) og meðalstærð æxlanna var 3,7 cm. Flestir sjúklinganna greindust á stigi I (59,6%) eða II (17,8%,) en 7% á stigi IIIA og 14,6% á stigi IIIB-IV. Stigun, stærð æxlis, kirtilfrumukrabbamein (HR=0,5, p=0,002), skert lungnastarfsemi og hjartsláttaróregla reyndust sjálfstæðir forspárþættir lífshorfa í fjölbreytugreiningu. Ályktun: Lífshorfur eru sambærilegar við erlendar rannsóknir, en tæplega helmingur sjúklinga var á lífi fimm árum eftir aðgerð. Hátt TNM sjúkdómsstig, skert lungnastarfsemi og saga um hjartsláttaróreglu fyrir aðgerð skerða lífshorfur þessara sjúklinga. Sjúklingum með kirtilfrumukrabbamein vegnar hins vegar betur en sjúklingum með flöguþekjukrabbamein, ólíkt því sem flestar aðrar rannsóknir hafa sýnt

    Postoperative complications following lobectomy for lung cancer in Iceland during 1999-2008

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: Non small cell lung cancer (NSCLC) is the second most common cancer in Iceland. We studied the indications and surgical outcome of lobectomy for NSCLC in Iceland. MATERIALS AND METHODS: 213 consecutive patients underwent lobectomy for NSCLC between 1999 and 2008. Data on indications, histology, TNM-stage and complications were analysed, and logistic regression used to assess outcome predictors. RESULTS: The majority of patients (60%) were referred because of symptoms, whereas 40% were asymptomatic. Adenocarcinoma (62%) and squamous cell carcinoma (29%) were the most frequent histological types. Operative staging showed that 59.6% of cases were stage I, 17.8% were stage II, 7% were stage IIIA and 14.6% were stage IIIB or IV. Mediastinoscopy was performed in 13.6% of cases. Mean operative time was 128 min., operative bleeding 580 ml and median hospital stay 10 days. Sixteen patients (7.5%) had major complications and 36 (17.5%) had minor complications, such as atrial fibrillation and pneumonia. Twelve patients required reoperation, most often due to bleeding, but two had empyema and one had a bronchopleural fistula. Older patients with high ASA scores and extensive smoking history were at increased risk for complications. No patient died within 30 days of surgery whereas two (0,9%) died within 90 days of surgery. CONCLUSIONS: The results of lobectomy for NSCLC in Iceland are excellent in relation to operative mortality and short term complications.Inngangur: Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbamein á Íslandi og það sem dregur flesta til dauða. Skurðaðgerð er helsta meðferðin og langoftast er beitt blaðnámi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ábendingar og snemmkomna fylgikvilla blaðnáms á Íslandi. Efniviður og aðferðir: 213 sjúklingar sem gengust undir blaðnám vegna lungnakrabbameins á árunum 1999-2008. Kannaðar voru ábendingar, fylgikvillar, æxlisgerð og TNM-stigun. Aðhvarfsgreining var notuð til að meta áhættuþætti fylgikvilla. Niðurstöður:85 sjúklingar (40%) greindust fyrir tilviljun en aðrir vegna einkenna sjúkdómsins. Kirtilmyndandi krabbamein (62%) og flögu-þekjukrabbamein (29,1%) voru algengust. Flestir greindust á stigi I (59,6%) og stigi II (17,8%), 7% á stigi IIIA og 14,8% á stigum IIIB-IV. Miðmætisspeglun var gerð hjá 13,6% sjúklinga fyrir blaðnám. Meðalaðgerðartími var 128 mínútur og blæðing í aðgerð 580 ml. Sextán sjúklingar (7,5%) fengu alvarlega fylgikvilla og 36 (17%) minniháttar fylgikvilla, oftast lungnabólgu (6,1%) og gáttatif/flökt (6,1%). Tólf sjúklingar þurftu enduraðgerð, tveir vegna fleiðruholssýkingar og einn vegna berkjufleiðrufistils. Eldri sjúklingar með hátt ASA-skor og langa reykingasögu voru í aukinni hættu á að fá fylgikvilla eftir aðgerð. Legutími eftir aðgerð var 10 dagar (miðgildi). Enginn sjúklingur lést <30 daga frá aðgerð en tveir (0,9%) <90 daga frá aðgerð. Ályktun:Skammtímaárangur blaðnámsaðgerða vegna lungnakrabbameins er góður hér á landi samanborið við aðrar rannsókni

    The incidence and mortality of ARDS in Icelandic intensive care units 1988-1997

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: A retrospective analysis of the epidemiology and intensive care treatment of ARDS in Iceland during the 10 year period, 1988-1997 with observation of trends within the period. MATERIAL AND METHODS: All ICU admissions in Iceland 1988-1997 were reviewed according to the American-European consensus conference criteria on ARDS to select patients with the diagnosis of ARDS i.e. bilateral pulmonary infiltrates, PaO(2)/FiO(2) 18 mmHg. Data were collected on age, gender, length of stay, ventilator treatment and ventilatory modes, causes of ARDS and mortality. RESULTS: A total of 220 patients with severe respiratory failure were found and 155 of them were diagnosed as having ARDS or an annual incidence of 15.5 cases/year or 5.9 cases/100.000/year. If reference population >15 years of age is used for calculation the incidence is 7.8 cases/100.000/year. Hospital mortality was 40%, mean length of ICU stay was 21 days, mean hospital length of stay 39 days. The incidence of ARDS increased during the period with a tendency to lower mortality rates. Mortality was significantly lower when pressure controlled ventilation was used, compared to volume controlled ventilation. CONCLUSION: The incidence of ARDS in a well defined population of Iceland is lower than recent studies in USA and Europe have shown or 5.9 cases/100.00/year but is increasing. The mortality is 40% and shows a slight downward trend, which may be due to the use of lung protective ventilation.Tilgangur: Að kanna nýgengi, orsakir, dánarhlutfall og öndunarvélarmeðferð sjúklinga með brátt and­nauðarheilkenni (BAH) á gjörgæsludeildum á Íslandi á 10 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir allar inn­lagn­ir á gjörgæsludeildir á Íslandi 1988-1997 og sjúk­lingar með alvarlega öndunarbilun skoðaðir sérstaklega. Safnað var upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu, orsakir, legutíma, gjör­gæslumeðferð og af­drif þeirra sjúklinga sem féllu undir alþjóðlega skilgreiningu á BAH, það er bráður sjúkdómur með dreifðar íferðir í báðum lungum án merkja um hjartabilun og PaO2/FiO2 hlutfall <200. Borin voru saman árabilin 1988-1992 og 1993-1997. Niðurstöður: Alls reyndust 220 sjúklingar vera með alvarlega öndunarbilun. Af þeim reynd­ust 155 sjúklingar falla undir alþjóðlegu skil­grein­inguna á BAH, 82 konur og 73 karlar, og var meðalaldur 52,3 ár. Nýgengi var 15,5 tilfelli á ári, eða 5,9 tilfelli/100.000 íbúa/ár. Ef miðað er við mannfjölda eldri en 15 ára var nýgengi 7,8 tilfelli 100.000/ár. Alls létust 62 sjúklingar, eða 40%. Meðallegutími á gjörgæsludeild var 21 dagur en legutími á sjúkrahúsi 39 dagar. Meðaltími frá áfalli að staðfestum BAH var 3,2 dagar. Til­fell­um á hverja 100.000 íbúa fjölgaði seinni hluta tímabilsins, úr 4,8 tilfellum/100.000 íbúa/ár 1988-1992 í 6,9 tilfelli/100.000 íbúa/ár 1993-1997. Dánar­hlutfall lækkaði úr 46,9% í 40,2% en ekki töl­fræði­lega marktækt. Ef notuð var þrýstingsstýrð öndunarvélarmeðferð var dánarhlutfall 38,7% en var 45,7% ef rúmmálstýrð meðferð var notuð. Ályktun: Tilfellum af BAH virðist fara fjölgandi á gjörgæsludeildum á Íslandi. Um er að ræða fremur ungt fólk og dánarhlutfall er hátt en hefur lækkað svipað og í nágrannalöndunum og bendir flest til þess að framfarir í gjörgæslumeðferð svo sem lungnaverndandi öndunarvélameðferð séu að skila árangri

    Pulmonary alveolar proteinosis - a case report

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnPróteinútfellingar í lungnablöðrum (pulmonary alveolar proteinosis, PAP) eru oftast af óþekktum orsökum en meingerð sjúkdómsins er rakin til skertrar átfrumuvirkni í lungnablöðrum sem veldur því að lípóprótein sem líkjast lungnablöðruseyti safnast fyrir í lungnablöðrum og smærri loftvegum.1 Fyrsta tilfellinu var lýst af Rosen og félögum árið 1958.1,2 Algengustu einkenni útfellinganna eru frá lungum, aðallega mæði og hósti. Á lungnamynd og tölvusneiðmyndum sjást dreifðar þéttingar í báðum lungum en greiningin er staðfest með sýnatöku við berkjuspeglun, annaðhvort með vefjasýni eða berkjuskoli og í einstaka tilfellum með opinni sýnatöku. Hér er lýst tilfelli þar sem lungnaskolun í svæfingu reyndist mjög árangursrík. Um er að ræða fyrsta tilfellið sem lýst hefur verið hér á landi.---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Pulmonary alveolar proteinosis (PAP) is a rare lung disease of unknown origin, where an amorphous lipoprotein material accumulates in the alveoli of the lungs. We describe a young male with a four month history of progressive dyspnea, low grade fever, hypoxemia and weight loss. Chest X-ray showed diffuse interstitial and alveolar infiltrates in both lungs. The diagnosis of PAP was confirmed with trans-bronchial lung biopsy. Because of a deteriorating clinical course a whole lung lavage was performed. Under general anesthesia, both lungs were lavaged with warm saline in two different sessions with good results. Two years later the patient is almost free of symptoms and lung function has markedly improved

    Lung cancer--review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenLung cancer is the second most common cancer in Iceland and the most frequent cause of cancer related deaths. Smoking is by far the most important cause but familial factors also contribute. The symptoms of lung cancer are often subtle and the diagnosis, in about 70% of cases, is made when metastases have occurred. Curative surgical treatment is therefore only possible in about a third of the cases whereas other patients receive chemotherapy and/or radiation therapy. In recent years some important advances have been made in the diagnostic and therapeutic approaches to lung cancer. New imaging techniques have improved diagnosis and staging practices and consequently also treatment. Recent evidence suggests that screening with low dose CT may improve survival. New approaches to chemotherapy have been shown to improve survival and well being of patients with advanced disease. Chemotherapeutic agents are now being used in conjunction with surgery to reduce the risk of tumour spread. Furthermore, advances in surgical techniques have made resections possible in cases deemed inoperable in the past. In this review we present important advances in the diagnosis and treatment of lung cancer as reflected by recent literature that should be of interest to a wide variety of specialists.Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið á Íslandi og það krabbamein sem dregur flesta Íslendinga til dauða. Orsökina má yfirleitt rekja beint til reykinga en erfðaþættir koma einnig við sögu. Einkenni lungnakrabbameins eru oft almenns eðlis. Sjúklingar greinast því oft seint og um 70% þeirra eru með meinvörp við greiningu. Skurðaðgerð í læknandi tilgangi kemur aðeins til greina í um þriðjungi tilfella en annars er beitt krabbameinslyfjum og/eða geislameðferð. Á síðustu árum hafa orðið framfarir í greiningu og meðferð lungnakrabbameins. Nýjungar í myndgreiningu auðvelda rannsóknir og stigun æxlanna og meðferð hefur því orðið markvissari. Margt bendir til þess að skimun með lágskammta tölvusneiðmyndum geti bætt horfur og lækkað dánartíðni. Nýjar tegundir krabbameinslyfja hafa bætt líðan og lengt líf sumra sjúklinga með útbreitt lungnakrabbamein. Þá er í vaxandi mæli farið að gefa krabbameinslyfjameðferð í tengslum við skurðaðgerðir, aðallega til að minnka líkur á því að krabbameinið nái að dreifa sér. Loks hafa nýjungar í skurðlækningum gert kleift að fjarlægja æxli sem áður voru talin óskurðtæk. Í þessari yfirlitsgrein eru helstu nýjungar í greiningu og meðferð lungnakrabbameins reifaðar. Byggt er á nýjustu þekkingu og heimildum en greinin er skrifuð með lækna úr sem flestum sérgreinum í huga

    Prevalence, molecular markers, and outcome of bronchial squamous carcinoma in situ in high-risk subjects

    Get PDF
    Publisher Copyright: © 2023 The Authors. APMIS published by John Wiley & Sons Ltd on behalf of Scandinavian Societies for Pathology, Medical Microbiology and Immunology. © 2023 The Authors. APMIS published by John Wiley & Sons Ltd on behalf of Scandinavian Societies for Pathology, Medical Microbiology and Immunology.Bronchial squamous carcinoma in situ (CIS) is a preinvasive lesion that is thought to precede invasive carcinoma. We conducted prospective autofluorescence and white light bronchoscopy trials between 1992 and 2016 to assess the prevalence, molecular markers, and outcome of individuals with CIS and other preneoplastic bronchial lesions. Biopsies were evaluated at multiple levels and selected biopsies were tested for aneuploidy and DNA sequenced for TP53 mutation. Thirty-one individuals with CIS were identified. Twenty-two cases of CIS occurred in association with concurrent invasive carcinomas. Seven of the invasive tumors were radiographically occult. In two cases, CIS spread from the focus of invasive carcinoma into contralateral lung lobes, forming secondary invasive tumors. In nine cases, CIS occurred as isolated lesions and one progressed to invasive squamous carcinoma at the same site 40 months after discovery. In a second case, CIS was a precursor of carcinoma at a separate site in a different lobe. In seven cases CIS regressed to a lower grade or disappeared. High level chromosomal aneusomy was often associated with TP53 mutation and with invasive carcinoma. CIS most often occurs in association with invasive squamous carcinoma and may extend along the airways into distant lobes. In rare cases, CIS may be observed to directly transform into invasive carcinoma. CIS may be indicative of invasive tumor at a separate distant site. Isolated CIS may regress. Molecular changes parallel histological changes in CIS and may be used to map clonal expansion in the airways.Peer reviewe
    corecore