18 research outputs found

    Age related macular degeneration

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAge-related macular degeneration (AMD) is the main reason for blindness today in the western hemisphere. According to Björn Olafsson, who was the first ophthalmologist in Iceland a century ago, this disease was not found in Iceland. In the blindness-registry of 1950 6% blindness was due to this disease. Today, AMD is responsible for 54% of legal blindness in Iceland. The incidence of the disease increases with age. Heredity and environmental factors are thought to influence its etiology. Indirect methods, including twin studies and increased frequency of this disease in some families, have demonstrated that hereditary factors may be important. This has been confirmed recently by demonstrating that genes on chromosome 1 and chromosome10 play a role. This disease is classified as early stage, with drusen and pigmentary changes and insignificant visual loss. Treatment options for this stage are limited. The use of vitamin E and C and Zinc has, however, been shown to delay its progress. The second and end stage involves visual loss, either as a dry form with pigment epithelial atrophy or wet form, with new vessel formation. Treatment options for the dry form are limited. The second form is more common in Iceland than in other countries. Treatment options for the wet form have increased. Localised laser and drug treatment to neovascular membranes, either alone or as a combination treatment with drugs that have anti-proliferate effect on new vessels (anti-VEGF) are increasingly used. New treatment methods are also used in assisting those that are already visually handicapped. The use of computers is increasing as are the patients' computer skills. As the number of the elderly increases, AMD will be an increasing health problem in Iceland as in other Western countries. It is therefore important to improve the treatment options and the service and counselling of patients.Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (AMD) er algengasta ástæðan fyrir blindu í hinum vestræna heimi í dag. Þessum sjúkdómi er ekki lýst í gögnum Björns Ólafssonar fyrir rúmlega öld síðan en hann var fyrsti augnlæknirinn á Íslandi. Á blinduskrá 1950 eru 6% blindir vegna þessa sjúkdóms. Í dag veldur sjúkdómurinn 54% af lögblindu á Íslandi samkvæmt blinduskrá Sjónstöðvar Íslands. Algengi sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri. Erfðir og umhverfisþættir eru talin hafa áhrif á tilurð sjúkdómsins. Óbeinar aðferðir, svo sem tvíburarannsóknir og aukin lægni í ákveðnum ættum, hafa bent til að erfðir hafi áhrif. Nýverið hafa litningarannsóknir staðfest þennan grun með því að finna svæði á litningi 1 og 10 sem virðast hafa áhrif á tilurð sjúkdómsins. AMD flokkast annars vegar í byrjunarstig sem einkennist af drúsen og litarefnistilfærslum í augnbotni og samfara því óverulegri sjónskerðingu. Meðferðarform við byrjunarstigi eru fá, þó hafa rannsóknir sýnt fram á notagildi andoxunarefna, svo sem vitamín E og C ásamt zinki. Hitt form AMD er lokastigið með verulegri sjónskerðingu. Það er ýmist þurrt með rýrnun í makúlu eða vott með æðanýmyndun undir sjónhimnu og blæðingum. Meðferðarmöguleikar við þurra formið eru í dag litlir, en þetta form er mun algengara hér á landi miðað við önnur lönd án þess að fyrir því liggi haldbærar skýringar. Aftur á móti eru verulegar vonir bundnar við nýja meðferðarmöguleika í vota forminu. Staðbundin leysimeðferð á fyrirfram lyfja merkta himnu í sambland við lyfjameðferð sem gefin er inn í augað. Það lyf hindrar vaxtarþátt nýæðamyndar (anti-VEGF) . Nýjungar í meðferð sjónskertra þar sem nýjasta tölvutækni er notuð reynist þeim sem nú eru með sjúkdóminn betur, tækin eru betri og þeir einstaklingar sem fá sjúkdóminn í dag hafa oft náð valdi á tölvutækni. Með fjölgun aldraðra er þó ljóst að þessi sjúkdómur verður vaxandi heilbrigðisvandamál á Íslandi, sem og í hinum vestræna heimi, og er því mikilvægt að bæta meðferð, þjónustu og ráðgjöf fyrir þennan sjúklingahóp. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (Age-Related Macular Degeneration) AMD er sjúkdómur í litþekju augans, Bruch´s himnu og ljósnemum í sjónhimnu og veldur gjarnan sjónskerðingu. Algengi sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri. "Macula" er latneskt orð og þýðir blettur eða díll og er í raun stytting á "macula lutea", það er guli díllinn eða bletturinn í sjónhimnu auga þar sem sjónskynjun er sterkust. "Macula" hefur verið þýtt sem makúla á íslensku og er það orð notað í þessari grein (1). Í gegnum árin hefur sjúkdómsástandinu verið lýst á mismunandi hátt og gefin mörg nöfn. Árið 1885 lýsti Haab þessu sjúkdómsástandi og kallaði það ellihrörnun í augnbotnum "senile macular degeneration" (2). Nú meira en 100 árum seinna eru fræðimenn ekki á eitt sáttir um hvernig eigi að skilgreina og flokka þetta sjúkdómsástand. Í þessari grein er stuðst við alþjóðaskilgreiningu á aldursbundinni hrörnun í augnbotnum frá 1995 frá The International ARM Epidemiological Study Group (3). Með hækkandi aldri verða ákveðnar breytingar í makúlu, æðahimnan þykknar og magn og þéttleiki litarefnisins melanín í litþekju minnkar og litþekjufrumum fækkar. Auk þess verður þykknun á Bruch?s himnu, og ljósnemum í makúlu fækkar. Við byrjunarstig á AMD safnast niðurbrotsefni frá diskum ljósnema upp og myndar svonefnd drúsen

    Visual impairment and blindness in Icelanders aged 50 years and older - the Reykjavík Eye Study.

    Get PDF
    Tímaritið Acta Ophthalmologica hefur gefið leyfi sitt fyrir tvíbirtingu þessa efnis. Það var birt áður í tveimur greinum: Gunnlaugsdottir E, Arnarsson A, Jonasson F. Prevalence and causes of visual impairment and blindness in Icelanders aged 50 years and older: the Reykjavík Eye Study. Acta Ophthalmol 2008; 86: 778-85. Gunnlaugsdottir E, Arnarsson A, Jonasson F. Five-year incidence of visual impairment and blindness in older Icelanders: the Reykjavík Eye Study. Acta Ophthalmol 2010; 88; 358-66.Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi, 5 ára nýgengi og orsakir sjónskerðingar og blindu miðaldra og eldri Reykvíkinga. Þátt tóku 1045 einstaklingar sem allir voru 50 ára eða eldri og valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þátttakendur gengust undir nákvæma augnskoðun árið 1996 og 5 árum síðar var hún endurtekin hjá 846 sem þá voru á lífi. Sjónskerðing var skilgreind samkvæmt flokkun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem besta-sjónskerpa (með sjónglerjum ef þörf var á) á bilinu 3/60 til <6/18 eða sjónsvið sem nemur ≥5° en <10° umhverfis miðjupunkt. Sjónskerpa sem nemur minna en 3/60 telst til blindu. Könnuð var orsök sjóntapsins í öllum augum sem reyndust vera sjónskert eða blind. Algengi sjónskerðingar var 1,0% (95% öryggismörk 0,4-1,6) og blindu 0,6% (95% öryggismörk 0,1-1,0). Fimm ára nýgengi sjónskerðingar var 1,1% (95% öryggismörk 0,4-1,8) og blindu 0,4% (95% öryggismörk 0,0-0,8). Algengi sjónskerðingar meðal 60-69 ára þátttakenda var 0,6% en jókst upp í 7,9% þegar skoðaðir voru þátttakendur sem voru orðnir áttræðir eða eldri. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum var helsta orsök sjóntaps, bæði við upphafs- og eftirfylgdarskoðun. Skýmyndun á augasteini var aðalorsök vægari sjónskerðingar. Helstu orsakir sjóntaps sem einskorðaðist við aðeins eitt auga voru latt auga og skýmyndun á augasteini. Algengi og 5 ára nýgengi sjónskerðingar og blindu eykst með aldri. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum var helsta orsök alvarlegs sjóntaps en skýmyndun á augasteini var algeng orsök vægari sjónskerðingar.The purpose of this study was to examine the cause-specific prevalence and 5-year incidence of visual impairment and blindness among middle-aged and older citizens of Reykjavík. A random sample of 1045 persons aged 50 years or older underwent a detailed eye examination in 1996 and 846 of the survivors participated in a follow-up examination in 2001. Visual impairment was defined according to World Health Organization definitions as a best-corrected visual acuity of <6/18 but no worse than 3/60, or visual field of ≥5° and <10° around a fixation point in the better eye. Best-corrected visual acuity of <3/60 in the better eye was defined as blindness. The causes of visual impairment or blindness were determined for all eyes with visual loss. The prevalence of bilateral visual impairment and blindness was 1.0% (95% CI 0.4-1.6) and 0.6% (95% CI 0.1-1.0), respectively and the 5-year incidence was 1.1% (95% CI 0.4-1.8) and 0.4% (95% CI 0.0-0.8), respectively. The prevalence of visual impairment among 60-69 year old participants was 0.6%, but among those aged 80 years or older the prevalence was 7.9%. The major cause of bilateral visual impairment and blindness both at baseline and follow-up was age-related macular degeneration. Cataract accounted for less severe visual loss. The two most common causes of unilateral visual impairment at baseline were amblyopia and cataract. Cataract was the main cause of unilateral visual impairment at 5-year follow-up. Prevalence and 5-year incidence of both uni- and bilateral visual impairment and blindness increases with age. Age-related macular degeneration was the leading cause of severe visual loss in this population of middle-aged and older Icelanders

    Risk factors for lens opacification in Icelanders 50 years and older. Reykjavík Eye Study

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To examine risk factors for cortical and nuclear lens opacification in older citizens of Reykjavík. Material and methods: 1045 persons, 583 females and 462 males age 50 years and older were randomly sampled and underwent detailed eye examination including slit-lamp and Scheimpflug photography of the lens and answered a questionnaire. The photographs were used for the diagnosis of lens opacification. The data was analysed using a logistic regression model. Results: An increased risk was found with ageing for developing both nuclear (OR=1.23: 95% CI 1.19-1.26: p<.001) and severe cortical lens opacification (OR=1.19: 95% CI 1.16-1.22: p<.001). Cigarette-smoking for more than 20 pack-years increased risk for nuclear lens opacification (OR=2.52: 95% CI 1.52-4.13: p<.001) as well as pipe- or cigar-smoking (OR=2.48: 95% CI 1.20-5.12: p<.05). Those who spent more than 4 hours/day outside on weekdays in their 20's - 30's and 40's and 50's were found to have increased risk of severe cortical lens opacification (OR=2.80: 95% CI 1.01-7.80: p<.05 and OR=2.91: 95% CI 1.13-9.62: p<.05, respectively). Systemic corticosteroid use was also found to be a significant risk factor for cortical lens opacification (OR=3.70: 95% CI 1.43-9.56: p<.05). Conclusion: In our study, ageing is the main risk factor for both cortical and nuclear lens opacification. Important modifiable risk factors are smoking for nuclear lens opacification and systemic corticosteroid use and outdoor exposure for cortical lens opacification.Tilgangur: Í rannsókninni voru skoðaðir áhættuþættir fyrir skýmyndun í kjarna og berki augasteins meðal Reykvíkinga 50 ára og eldri. Efniviður og aðferðir: Þátt tóku 583 konur og 462 karlar sem öll voru 50 ára eða eldri og höfðu verið valin með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þátttakendur svöruðu spurningalista um heilsufar og lífsvenjur. Þeir gengust undir augnskoðun, meðal annars á augasteinum sem voru skoðaðir í raufarsmásjá og myndaðir með Scheimpflug-tækni. Í þessari rannsókn var sérstaklega litið á þá hópa sem höfðu væga byrjandi skýmyndun einskorðaða við börk (stig I), þá sem höfðu svæsnari skýmyndun í berki einvörðungu (stig II-III) og loks alla þá sem höfðu ský í kjarna augasteins. Gögnin voru greind með lógistískri aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Hærri aldur reyndist vera áhættuþáttur fyrir bæði skýmyndun í kjarna og berki. Reykingar juku hættuna á skýmyndun í kjarna. Þeir sem voru að meðaltali meira en fjórar klukkustundir á dag úti við á virkum dögum var hættara við svæsnari skýmyndun í berki, sem og þeim sem höfðu almennt notað barkstera. Lithimnur af blönduðum lit, fjarsýni, neysla síldar, sardína og rækja auk jurtaolíu, reyndust allt vera verndandi þættir gegn skýmyndun í berki. Ályktanir: Aldur er afgerandi áhættuþáttur fyrir skýmyndun bæði í kjarna og berki. Reykingar auka áhættu á skýmyndun í kjarna en hafa ekki áhrif á skýmyndun í berki. Þessu er öfugt farið með almenna notkun barkstera, mikla útiveru, fjarsýni og neyslu ýmissa fæðutegunda. Ólíkir áhættuþættir hafa áhrif á skýmyndun mismunandi hluta augasteinsins

    New drug treatment for age-related macular degeneration

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenNew drugs for age-related macular degeneration present a major advance in the treatment of the most common cause of blindness in Iceland. Vascular endothelial growth factor antibodies reduce the risk of blindness and improve vision in patients with age-related macular degeneration.Ný lyf gegn hrörnun í augnbotnum og skyldum sjúkdómum munu valda byltingu í meðferð þessa sjúkdóms sem er algengasta orsök blindu á Íslandi. Mótefni gegn vascular endothelial growth factor hafa sannað gildi sitt og eru komin í notkun í flestum nágrannalöndum. Augnlyfið ranibizumab dregur úr blinduhættu og bætir sjón sjúklinga með vota augnbotnahrörnun, æðanýmyndun og blæðingar

    Lipoprotein(a) Concentration and Risks of Cardiovascular Disease and Diabetes

    Get PDF
    Publisher's version (útgefin grein)Background: Lipoprotein(a) [Lp(a)] is a causal risk factor for cardiovascular diseases that has no established therapy. The attribute of Lp(a) that affects cardiovascular risk is not established. Low levels of Lp(a) have been associated with type 2 diabetes (T2D). Objectives: This study investigated whether cardiovascular risk is conferred by Lp(a) molar concentration or apolipoprotein(a) [apo(a)] size, and whether the relationship between Lp(a) and T2D risk is causal. Methods: This was a case-control study of 143,087 Icelanders with genetic information, including 17,715 with coronary artery disease (CAD) and 8,734 with T2D. This study used measured and genetically imputed Lp(a) molar concentration, kringle IV type 2 (KIV-2) repeats (which determine apo(a) size), and a splice variant in LPA associated with small apo(a) but low Lp(a) molar concentration to disentangle the relationship between Lp(a) and cardiovascular risk. Loss-of-function homozygotes and other subjects genetically predicted to have low Lp(a) levels were evaluated to assess the relationship between Lp(a) and T2D. Results: Lp(a) molar concentration was associated dose-dependently with CAD risk, peripheral artery disease, aortic valve stenosis, heart failure, and lifespan. Lp(a) molar concentration fully explained the Lp(a) association with CAD, and there was no residual association with apo(a) size. Homozygous carriers of loss-of-function mutations had little or no Lp(a) and increased the risk of T2D. Conclusions: Molar concentration is the attribute of Lp(a) that affects risk of cardiovascular diseases. Low Lp(a) concentration (bottom 10%) increases T2D risk. Pharmacologic reduction of Lp(a) concentration in the 20% of individuals with the greatest concentration down to the population median is predicted to decrease CAD risk without increasing T2D risk.Peer Reviewe

    Public Health and Prevention of Blindness [editorial]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenYfirstandandi deilur um gleraugnamælingar á Íslandi hafa kallað fram umræðu um skipulag augnlækninga, menntun heilbrigðisstarfsmanna á þessu sviði og árangur í blinduvörnum á Íslandi. Skipulag heilbrigðisþjónustu og starfsvettvangur heilbrigðisstarfsmanna eru bundin í lög og ætla má að tilgangur lagasetningar sé að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu með lágmarksstöðlum um hæfni og menntun heilbrigðisstarfsmanna og um leið stuðla að því að heilbrigðisþjónustan skili landsmönnum sem bestum árangri. Þennan árangur má mæla á ýmsan hátt. Veigamesti mælikvarðinn er væntanlega lýðheilsan sem í augnlækningum mælist með fjölda sjóndapurra og blindra. Aðrir mælikvarðar eru aðgengi fólks að þjónustu, kostnaður og fleira

    Augnáverkar af völdum flugelda

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/OpnaFireworks are commonly used in Iceland (pop. 250.000) to celebrate the New Year. We looked retrospectively at all Hospital treated eye injuries caused by fireworks in the period 1978-1991, in all 13 years. Fifteen patients were admitteed to the University Eye Hospital, which is the only one of its kind in Iceland. These were mostly young individuals, only three older than 20 years. All except one had contusing injury to the globe. The visual outcome seems to be deteriorating because of more powerful fireworksAlkunna er að flugeldar, blys og önnur púðuráhöld geta valdið augnáverkum (1,2). Almenningur á Íslandi notar slíkar vörur fyrst og fremst til að fagna nýju ári, þ.e. á gamlárskvöldi en einnig á þrettándanum, þó í mun minna mæli. Vegna slysahættu hafa verið sett lög sem hamla og jafnvel banna notkun flugelda í mörgum löndum með góðum árangri (1-3). Tilgangur þessarar greinar er að kynna niðurstöður afturvirkrar rannsóknar á 15 meiriháttar augnslysum, sem leiddu til innlagnar á augndeild Landakotsspítala á 13 ára tímabili, 1978-91

    Visual impairment and blindness in Icelanders aged 50 years and older - the Reykjavík Eye Study.

    No full text
    Tímaritið Acta Ophthalmologica hefur gefið leyfi sitt fyrir tvíbirtingu þessa efnis. Það var birt áður í tveimur greinum: Gunnlaugsdottir E, Arnarsson A, Jonasson F. Prevalence and causes of visual impairment and blindness in Icelanders aged 50 years and older: the Reykjavík Eye Study. Acta Ophthalmol 2008; 86: 778-85. Gunnlaugsdottir E, Arnarsson A, Jonasson F. Five-year incidence of visual impairment and blindness in older Icelanders: the Reykjavík Eye Study. Acta Ophthalmol 2010; 88; 358-66.Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi, 5 ára nýgengi og orsakir sjónskerðingar og blindu miðaldra og eldri Reykvíkinga. Þátt tóku 1045 einstaklingar sem allir voru 50 ára eða eldri og valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þátttakendur gengust undir nákvæma augnskoðun árið 1996 og 5 árum síðar var hún endurtekin hjá 846 sem þá voru á lífi. Sjónskerðing var skilgreind samkvæmt flokkun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem besta-sjónskerpa (með sjónglerjum ef þörf var á) á bilinu 3/60 til <6/18 eða sjónsvið sem nemur ≥5° en <10° umhverfis miðjupunkt. Sjónskerpa sem nemur minna en 3/60 telst til blindu. Könnuð var orsök sjóntapsins í öllum augum sem reyndust vera sjónskert eða blind. Algengi sjónskerðingar var 1,0% (95% öryggismörk 0,4-1,6) og blindu 0,6% (95% öryggismörk 0,1-1,0). Fimm ára nýgengi sjónskerðingar var 1,1% (95% öryggismörk 0,4-1,8) og blindu 0,4% (95% öryggismörk 0,0-0,8). Algengi sjónskerðingar meðal 60-69 ára þátttakenda var 0,6% en jókst upp í 7,9% þegar skoðaðir voru þátttakendur sem voru orðnir áttræðir eða eldri. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum var helsta orsök sjóntaps, bæði við upphafs- og eftirfylgdarskoðun. Skýmyndun á augasteini var aðalorsök vægari sjónskerðingar. Helstu orsakir sjóntaps sem einskorðaðist við aðeins eitt auga voru latt auga og skýmyndun á augasteini. Algengi og 5 ára nýgengi sjónskerðingar og blindu eykst með aldri. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum var helsta orsök alvarlegs sjóntaps en skýmyndun á augasteini var algeng orsök vægari sjónskerðingar.The purpose of this study was to examine the cause-specific prevalence and 5-year incidence of visual impairment and blindness among middle-aged and older citizens of Reykjavík. A random sample of 1045 persons aged 50 years or older underwent a detailed eye examination in 1996 and 846 of the survivors participated in a follow-up examination in 2001. Visual impairment was defined according to World Health Organization definitions as a best-corrected visual acuity of <6/18 but no worse than 3/60, or visual field of ≥5° and <10° around a fixation point in the better eye. Best-corrected visual acuity of <3/60 in the better eye was defined as blindness. The causes of visual impairment or blindness were determined for all eyes with visual loss. The prevalence of bilateral visual impairment and blindness was 1.0% (95% CI 0.4-1.6) and 0.6% (95% CI 0.1-1.0), respectively and the 5-year incidence was 1.1% (95% CI 0.4-1.8) and 0.4% (95% CI 0.0-0.8), respectively. The prevalence of visual impairment among 60-69 year old participants was 0.6%, but among those aged 80 years or older the prevalence was 7.9%. The major cause of bilateral visual impairment and blindness both at baseline and follow-up was age-related macular degeneration. Cataract accounted for less severe visual loss. The two most common causes of unilateral visual impairment at baseline were amblyopia and cataract. Cataract was the main cause of unilateral visual impairment at 5-year follow-up. Prevalence and 5-year incidence of both uni- and bilateral visual impairment and blindness increases with age. Age-related macular degeneration was the leading cause of severe visual loss in this population of middle-aged and older Icelanders

    Public Health and Prevention of Blindness [editorial]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenYfirstandandi deilur um gleraugnamælingar á Íslandi hafa kallað fram umræðu um skipulag augnlækninga, menntun heilbrigðisstarfsmanna á þessu sviði og árangur í blinduvörnum á Íslandi. Skipulag heilbrigðisþjónustu og starfsvettvangur heilbrigðisstarfsmanna eru bundin í lög og ætla má að tilgangur lagasetningar sé að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu með lágmarksstöðlum um hæfni og menntun heilbrigðisstarfsmanna og um leið stuðla að því að heilbrigðisþjónustan skili landsmönnum sem bestum árangri. Þennan árangur má mæla á ýmsan hátt. Veigamesti mælikvarðinn er væntanlega lýðheilsan sem í augnlækningum mælist með fjölda sjóndapurra og blindra. Aðrir mælikvarðar eru aðgengi fólks að þjónustu, kostnaður og fleira

    Miðlæg vessandi sjónulos

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenCentral serous retinopathy was investigated in a retrospective study in Iceland, 1981-1991. The national incidence is 0.6/100.000 inhabitants/year. In males, age 20-55, the incidence is 2.2/100.000/year. Those who have poor visual acuity in the early phase of the disease are significantly more likely to suffer a recurrence, than those with mild initial visual disturbance.Miðlægt vessandi sjónulos (central serous retinopathy) er augnsjúkdómur einkum í ungu og miðaldra fólki, er veldur sjóntapi sem yfirleitt gengur til baka. Við könnuðum nýgengi sjúkdómsins, einkenni, sjón, kyndreifingu og fleira hér á landi á 11 ára tímabili. Nýgengi sjúkdómsins er 0,6/100.000 íbúar/ár og hefur nýgengi ekki fyrr verið reiknað hjá heilli þjóð. Sjúkdómurinn er sjö sinnum algengari hjá körlum en konum. Sjúkdómurinn gengur yfirleitt til baka á tveimur mánuðum, en einn af fjórum fær hann aftur. Marktækt samhengi er milli slæmrar sjónskerpu í upphafi sjúkdóms og þess að fá sjúkdóminn aftur
    corecore