12 research outputs found

    Carcinoma of the colon in Iceland 1955-1989. A study on pathology

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The objective of this study was to investigate various pathological parameters of colon carcinoma in Iceland in the 35 year time period from 1955-1989, and changes in these parameters during the study period. Material and methods: Information on all patients diagnosed with colon carcinoma in the study period was obtained from the Icelandic Cancer Registry. All pathology reports and autopsy reports were checked. All pathology samples were reviewed and the tumours reevaluated, reclassified, tumour location determined, the tumours graded and Dukes staged and age standardized incidence was calculated according to revised diagnosis. Cancers in polyps are included in the study. The study period was separated into seven five year periods and changes in pathological parameters investigated according to time periods. Results: After reevaluation of the tumours 1205 fulfilled the criteria for the diagnosis of colon carcinoma, 572 in men and 633 in women. The incidence increased in the study period for men from 8.2 to 21.5/105 and for women from 7.9 to 15.8/105. The pathological parameters were determined for 1109 tumours. Adenocarcinoma NOS was the most common diagnosis or 90.1% of the tumours and mucinous carcinomas came second. Most of the tumours were located in the sigmoid colon (38.6%), 19.1% in the coecum and 14.5% in the ascending colon. No significant observed changes occurred in tumour location in the study period. The mucinous histological type and signet ring tumour type were more common in the right colon. In Dukes staging of the tumours 9.1% were in stage A, 32.1% in stage B, 24.6% in stage C and 22.7% in stage D, whereas 11.5% proved indeterminate. A minimal trend to increase in Dukes A tumours was observed in the latter half of the study period, overall no significant changes in Dukes classification could be pinpointed in the time period. Most of the tumours were of intermediate tumour grade or 70.1%, but 16.5% were well differentiated and 13.4% were poorly differentiated. A much higher percentage of poorly differentiated tumours were present in the right colon in comparison to the left colon. A poorer differentiation of the tumours went hand in hand with worse Dukes stage of tumours. Conclusions: We conclude that: 1. the incidence of colon carcinoma has much increased during the study period for both sexes, 2. observed changes in studied pathological parameters over the study period were minimal. Of interest is the minimal change in Dukes stages of colon cancer in the study period.Markmið: Í þessari rannsókn var markmiðið að kanna ýmsa meinafræðilega þætti ristilkrabbameina á Íslandi á 35 ára tímabili frá 1955-1989 og þær breytingar sem orðið hafa á þessum þáttum á tímabilinu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar fengust frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands um alla þá er greindust með krabbamein í ristli á rannsóknartímabilinu. Öll vefjasvör og krufningaskýrslur voru yfirfarin. Öll vefjasýni voru endurskoðuð og meinin endurmetin með tilliti til vefjagerðar, staðsetningar í ristli, þroskunargráðu æxlanna og Dukes flokkunar auk þess sem aldursstaðlað nýgengi var reiknað eftir endurskoðun greininga. Illkynja æxli í sepum eru með í rannsókninni. Rannsóknartímabilinu var skipt í sjö fimm ára tímabil og breytingar meinafræðilegra þátta á tímabilunum kannaðar. Niðurstöður: Alls voru eftir endurmat æxlanna 1205 æxli sem uppfylltu skilmerki þess að teljast ristilkrabbamein, 572 í körlum og 633 í konum. Nýgengi jókst á rannsóknartímabilinu hjá körlum úr 8,2 í 21,5/105 og hjá konum úr 7,9 í 15,8/105. Unnið var meinafræðilega úr 1109 æxlum. Hefðbundin kirtlakrabbamein (adenocarcinoma NOS) voru 90,1% æxlanna en næst algengasta vefjagerðin var slímkrabbamein (mucinous carcinoma). Flest æxlin voru staðsett í bugaristli (sigmoid colon) (38,6%) en næst á eftir voru botnristill (coecum) (19,1%) og risristill (ascending colon) (14,5%). Staðsetningar æxlanna breyttust ekki á rannsóknartímabilinu. Slímkrabbamein og signethringsfrumukrabbamein (signet ring carcinoma) voru tíðari í hægri hluta ristils. Dukes flokkun æxlanna sýndi að 9,1% voru á stigi A, 32,1% á stigi B, 24,6% á stigi C og 22,7% á stigi D, en 11,5% reyndist ekki unnt að ákvarða. Lítilsháttar aukning varð á hlutfalli æxla á stigi A á síðari hluta tímabilsins en þó voru í heild ekki marktækar breytingar á Dukes stigun á rannsóknartímabilinu. Langflest æxlin voru meðalþroskuð eða 70,1%, en 16,5% vel þroskuð og 13,4% illa þroskuð. Mun hærra hlutfall illa þroskaðra æxla var hægra megin í ristli en vinstra megin. Verri þroskunargráða æxlanna fylgdi vel verra Dukes stigi æxla. Ályktanir: Við ályktum að: 1. nýgengi ristilkrabbameina hafi aukist verulega á tímabilinu fyrir bæði kyn, 2. breytingar á meinafræðilegum þáttum æxlanna sem metin voru vefjafræðilega hafi orðið litlar. Sérstaka athygli vekur lítil breyting á Dukes stigun æxlanna

    Magakrabbamein í Íslendingum : yfirlitsgrein

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenUm er að ræða yfirlitsgrein um rannsóknir og rit um magakrabbamein í Íslendingum. Samtals hafa fundist á prenti 51 bókarkafli og tímaritsgrein um magakrabbamein í Íslendingum, elsta ritið frá árinu 1921 og það yngsta frá 1991. Auk þess er til fjöldi stuttra yfirlita um efnið, aðallega sem tölfræðilegar upplýsingar frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Í yfirlitsgreininni er stuttur útdráttur úr hverri grein og bókarkafla og síðan er rætt um rannsóknir Íslendinga á þessu sviði og um rannsóknir sem nú er unnið að af erlendum vísindamönnum. Frá upphafi krabbameinsskráningar hefur verið kunnugt að tíðni magakrabbameins í Íslendingum hefur verið ein sú hæsta í heiminum. Um 1954 hófust faraldsfræðilegar rannsóknir á æxlinu meðal Íslendinga og var sérstaklega kannað samband á milli búsetu, neyslu reykts og saltaðs matar, atvinnu og tíðni magakrabbameins. Rannsóknir þessar leiddu til þeirrar kenningar að orsakir magakrabbameins í Íslendingum væru tengdar fæðu. Minnkandi tíðni æxlisins meðal Íslendinga samfara breytingum á fæðu síðari ár hefur styrkt þessa skoðun. Nýleg rannsókn á vefjaflokkum æxlanna hefur staðfest að , fækkunin hefur orðið mest á þeim tegundum æxla sem tengd hafa verið umhverfisþáttum og sérstaklega fæðu og að lítil breyting hefur orðið á þeim tegundum sem eiga sér aðrar og óþekktar orsakir

    Magakrabbamein í Íslendingum : yfirlitsgrein

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenUm er að ræða yfirlitsgrein um rannsóknir og rit um magakrabbamein í Íslendingum. Samtals hafa fundist á prenti 51 bókarkafli og tímaritsgrein um magakrabbamein í Íslendingum, elsta ritið frá árinu 1921 og það yngsta frá 1991. Auk þess er til fjöldi stuttra yfirlita um efnið, aðallega sem tölfræðilegar upplýsingar frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Í yfirlitsgreininni er stuttur útdráttur úr hverri grein og bókarkafla og síðan er rætt um rannsóknir Íslendinga á þessu sviði og um rannsóknir sem nú er unnið að af erlendum vísindamönnum. Frá upphafi krabbameinsskráningar hefur verið kunnugt að tíðni magakrabbameins í Íslendingum hefur verið ein sú hæsta í heiminum. Um 1954 hófust faraldsfræðilegar rannsóknir á æxlinu meðal Íslendinga og var sérstaklega kannað samband á milli búsetu, neyslu reykts og saltaðs matar, atvinnu og tíðni magakrabbameins. Rannsóknir þessar leiddu til þeirrar kenningar að orsakir magakrabbameins í Íslendingum væru tengdar fæðu. Minnkandi tíðni æxlisins meðal Íslendinga samfara breytingum á fæðu síðari ár hefur styrkt þessa skoðun. Nýleg rannsókn á vefjaflokkum æxlanna hefur staðfest að , fækkunin hefur orðið mest á þeim tegundum æxla sem tengd hafa verið umhverfisþáttum og sérstaklega fæðu og að lítil breyting hefur orðið á þeim tegundum sem eiga sér aðrar og óþekktar orsakir

    Raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju sem fall af álverði

    No full text
    Ritgerðin er lokuð til júlí 2015Landsvirkjun hefur verið áberandi í íslensku efnahagslífi allt frá stofnun árið 1965 og hefur raforkukerfi á Íslandi tekið stakkaskiptum í kjölfarið. Stór hluti af þeirri uppbyggingu kemur til vegna raforkusölu til stóriðju og einkum álvera. Starfsemi Landsvirkjunar hefur oft verið ágreiningsefni vegna verðlagningar raforku, eignarhalds og framkvæmda. Trúnaður ríkir um raforkusamninga Landsvirkjunar og stóriðjufyrirtækja og hefur verið í gildi frá árinu 1995 og er að sögn ráðamanna í Landsvirkjunar til að vernda viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Rannsóknarspurning þessa verkefnis er hvernig raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju er tengt heimsmarkaðsverði á áli Til að svara þessari spurningu var stuðst við opinber gögn og aðferðir hagrannsókna notaðar til að leggja mat á þau. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að Landsvirkjun hafi aukið rekstaráhættu sína með aukinni tengingu við álverð í heiminum á undanförnum árum. Auk þess verður ekki séð að trúnaður yfir raforkusamningum hafi skilað sér í hagstæðari raforkusamningnum fyrir Landsvirkjun

    Carcinoma of the colon in Iceland 1955-1989. A study on pathology

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The objective of this study was to investigate various pathological parameters of colon carcinoma in Iceland in the 35 year time period from 1955-1989, and changes in these parameters during the study period. Material and methods: Information on all patients diagnosed with colon carcinoma in the study period was obtained from the Icelandic Cancer Registry. All pathology reports and autopsy reports were checked. All pathology samples were reviewed and the tumours reevaluated, reclassified, tumour location determined, the tumours graded and Dukes staged and age standardized incidence was calculated according to revised diagnosis. Cancers in polyps are included in the study. The study period was separated into seven five year periods and changes in pathological parameters investigated according to time periods. Results: After reevaluation of the tumours 1205 fulfilled the criteria for the diagnosis of colon carcinoma, 572 in men and 633 in women. The incidence increased in the study period for men from 8.2 to 21.5/105 and for women from 7.9 to 15.8/105. The pathological parameters were determined for 1109 tumours. Adenocarcinoma NOS was the most common diagnosis or 90.1% of the tumours and mucinous carcinomas came second. Most of the tumours were located in the sigmoid colon (38.6%), 19.1% in the coecum and 14.5% in the ascending colon. No significant observed changes occurred in tumour location in the study period. The mucinous histological type and signet ring tumour type were more common in the right colon. In Dukes staging of the tumours 9.1% were in stage A, 32.1% in stage B, 24.6% in stage C and 22.7% in stage D, whereas 11.5% proved indeterminate. A minimal trend to increase in Dukes A tumours was observed in the latter half of the study period, overall no significant changes in Dukes classification could be pinpointed in the time period. Most of the tumours were of intermediate tumour grade or 70.1%, but 16.5% were well differentiated and 13.4% were poorly differentiated. A much higher percentage of poorly differentiated tumours were present in the right colon in comparison to the left colon. A poorer differentiation of the tumours went hand in hand with worse Dukes stage of tumours. Conclusions: We conclude that: 1. the incidence of colon carcinoma has much increased during the study period for both sexes, 2. observed changes in studied pathological parameters over the study period were minimal. Of interest is the minimal change in Dukes stages of colon cancer in the study period.Markmið: Í þessari rannsókn var markmiðið að kanna ýmsa meinafræðilega þætti ristilkrabbameina á Íslandi á 35 ára tímabili frá 1955-1989 og þær breytingar sem orðið hafa á þessum þáttum á tímabilinu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar fengust frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands um alla þá er greindust með krabbamein í ristli á rannsóknartímabilinu. Öll vefjasvör og krufningaskýrslur voru yfirfarin. Öll vefjasýni voru endurskoðuð og meinin endurmetin með tilliti til vefjagerðar, staðsetningar í ristli, þroskunargráðu æxlanna og Dukes flokkunar auk þess sem aldursstaðlað nýgengi var reiknað eftir endurskoðun greininga. Illkynja æxli í sepum eru með í rannsókninni. Rannsóknartímabilinu var skipt í sjö fimm ára tímabil og breytingar meinafræðilegra þátta á tímabilunum kannaðar. Niðurstöður: Alls voru eftir endurmat æxlanna 1205 æxli sem uppfylltu skilmerki þess að teljast ristilkrabbamein, 572 í körlum og 633 í konum. Nýgengi jókst á rannsóknartímabilinu hjá körlum úr 8,2 í 21,5/105 og hjá konum úr 7,9 í 15,8/105. Unnið var meinafræðilega úr 1109 æxlum. Hefðbundin kirtlakrabbamein (adenocarcinoma NOS) voru 90,1% æxlanna en næst algengasta vefjagerðin var slímkrabbamein (mucinous carcinoma). Flest æxlin voru staðsett í bugaristli (sigmoid colon) (38,6%) en næst á eftir voru botnristill (coecum) (19,1%) og risristill (ascending colon) (14,5%). Staðsetningar æxlanna breyttust ekki á rannsóknartímabilinu. Slímkrabbamein og signethringsfrumukrabbamein (signet ring carcinoma) voru tíðari í hægri hluta ristils. Dukes flokkun æxlanna sýndi að 9,1% voru á stigi A, 32,1% á stigi B, 24,6% á stigi C og 22,7% á stigi D, en 11,5% reyndist ekki unnt að ákvarða. Lítilsháttar aukning varð á hlutfalli æxla á stigi A á síðari hluta tímabilsins en þó voru í heild ekki marktækar breytingar á Dukes stigun á rannsóknartímabilinu. Langflest æxlin voru meðalþroskuð eða 70,1%, en 16,5% vel þroskuð og 13,4% illa þroskuð. Mun hærra hlutfall illa þroskaðra æxla var hægra megin í ristli en vinstra megin. Verri þroskunargráða æxlanna fylgdi vel verra Dukes stigi æxla. Ályktanir: Við ályktum að: 1. nýgengi ristilkrabbameina hafi aukist verulega á tímabilinu fyrir bæði kyn, 2. breytingar á meinafræðilegum þáttum æxlanna sem metin voru vefjafræðilega hafi orðið litlar. Sérstaka athygli vekur lítil breyting á Dukes stigun æxlanna

    Algengi hjartavöðvaþykknunar meðal karla á Íslandi

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThis study was designed to assess the prevalence of hypertrophic cardiomyopathy in a population sample of 3607 adult Icelandic men previously screened for cardiac risk factors. In this population 3155 men had a normal and 452 (group A) had an abnormal electrocardiogram. We used 2D-and M-mode echocardiography, reviewed and reexamined autopsy records of men from this cohort to identify men with hypertrophic cardiomyopathy. All men in group A as well as an echocardiographic control (group B) (n=128) with a normal original electrocardiogram were subjects of this study. The prevalence of hypertrophic cardiomyopathy among men with an abnormal electrocardiogram was 3.6%, and 0.8% among men with a normal electrocardiogram. During the 8 year interval between this study and the original screening (Reykjavik) study 59 of the 452 men in group A died, two of whom had hypertrophic cardiomyopathy diagnosed at autopsy. Among all men with a normal electrocardiogram there had been 130 deaths, two of whom had hypertrophic cardiomyopathy at autopsy. The annual mortality rate among men with hypertrophic cardiomyopathy in this population is 1.6% versus 0.5% among men with a normal (p<0.001) and 1.7% among men with an abnormal electrocardiogram (NS) in the absence of hypertrophic cardiomyopathy. Among the echo control group B we did not find any cases of hypertrophic cardiomyopathy. We estimated 41 case of hypertrophic cardiomyopathy among the 3607 men in the Reykjavik study and the overall calculated prevalence of hypertrophic cardiomyopathy was 1.1% with a 95% confidence interval of 0.3-3.2%. Men with hypertrophic cardiomyopathy more often reported angina (50%) and dyspnea (42%) than the other groups (p<0.05-0.001) where hypertrophic cardiomyopathy was not found, 25% were without symptoms and 45% had asymptomatic ventricular arrhythmias as determined by 24-hour ambulatory monitoring.Hjartavöðvaþykknun (cardiomyopathia hypertrophica) einkennist af veggþykknun í vinstri slegli og sleglaskipt án víkkunar hjartahólfa og án þess að unnt sé að sýna fram á aðra sjúkdóma sem gætu leitt til þykknunar hjartaveggja (1). Rannsókn okkar var ætlað að meta algengi kvillans meðal fullorðinna karla í þýði sem valið var af handahófi. Ýmsar fyrri rannsóknir hafa bent til þess að 73-98% sjúklinga með hjartavöðvaþykknun hafi afbrigðilegt hjartarit (2-6). Hugmynd okkar var sú að hjartaritið væri næmt, en ósértækt greiningartæki hjartavöðvasjúkdóms í slembiúrtaki, þar sem margir einstaklingar eru án einkenna hjartasjúkdóms (7-9) og þannig væri hjartaritið gagnlegt til að velja einstaklinga til að rannsaka nánar og fá endanlega sjúkdómsgreiningu. Rannsókn Hjartavemdar hentar vel ef leita skal svara við spurningum af því tagi sem hér er lýst. Við ákváðum því að rannsaka hóp af körlum, sem höfðu reynst við fyrri rannsókn Hjartaverndar hafa afbrigðilegt hjartarit, en einnig var valinn samanburðarhópur sem hafði eðlilegt rit við fyrri skoðun Auk almennrar skoðunar og viðtals var ómskoðun á hjarta gerð hjá báðum hópunum

    Magakrabbamein í Íslendingum 1955-1984 : afturskyggn rannsókn á meingerð og staðsetningu æxla í mögum teknum með skurðaðgerð

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenDuring the last decades the frequency of stomach cancer has declined among populations both at high-risk and at low-risk. The decline has been greater among populations at high-risk, including the Icelanders. Results of foreign investigations have shown that the decline has mostly been in one (the intestinal) of the two principal histological types of tumour (intestinal, diffuse) but that type has been considered to be mainly influenced by environmental factors. The purpose of our investigation was to determine the histological types and anatomical locations of carcinomas in resected stomachs during the period 1955-1984. The material derived from the Icelandic Cancer Registry and from the Department of Pathology at the University of Iceland. The final number of tumours under investigation was 1018. The histological slides were reviewed and the tumours classified according to the Lauren classification. The anatomical location was determined from the histological request forms and/or from the pathological reports. The decline in frequency of stomach cancers resected was mainly due to intestinal tumours. Among males the decrease in frequency of diffuse tumours, much fewer by number, was proportional to that of intestinal tumours but among females the decrease was only in intestinal tumours and diffuse tumours remained relatively unchanged. The frequency of tumours in the cardia region among males increased during the period while it decreased in the other gastric regions. The increase in the cardia region was all due to intestinal tumours among males. Tumours in the cardia region among females were few and all were of the intestinal type. Geographical variations in frequency and relative distribution of intestinal and diffuse types of stomach cancer has been considered to be due to differences in causal factors. Some of our findings do not conform to that theory. Variations in mucosal response to the same agents may explain these discrepancies. Mucosal inflammation and sex of the patient may lead to different responses and thus to different types of tumours. The relative death risk for stomach cancer patients increased with age. The relative death risk among those with tumours in the cardia region was 56 per cent higher than that among those with tumours in the other gastric regions. Overall survival increased during the observation period by 37%.Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna meingerð og staðsetningu magakrabbameina í mögum sem teknir voru með skurðaðgerð á Íslandi á tímabilinu 1955-1984. Þessi efniviður þykir áreiðanlegri til mats á vefjagerð og staðsetningu æxlis en efniviður fenginn við krufningu og magaspeglun. Efniviður var fenginn úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands og frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Gengust 1034 Íslendingar undir skurðaðgerð með brottnámi magans vegna magakrabbameins á rannsóknartímabilinu. Vefjasýni úr þeim voru endurmetin með smásjárskoðun og æxlunum skipt í tvær meingerðir, annars vegar garnafrumukrabbamein (carcinoma intestinale) og hins vegar dreifkrabbamein (carcinoma diffusion). Endanlegur fjöldi æxla til rannsóknar var 1018. Lækkun tíðni magakrabbameina teknum með skurðaðgerð var meiri vegna fækkunar garnafrumukrabbameina en dreifkrabbameina. Hjá körlum lækkaði tíðni dreifkrabbameina hlutfallslega jafn mikið og garnafrumukrabbameina, en hjá konum lækkaði eingöngu tíðni garnafrumukrabbameina. Tíðni æxla í nærhluta magans (cardia) hjá körlum jókst á síðari hluta rannsóknartímabilsins á meðan hún lækkaði stöðugt á öðrum svæðum magans. Aukningin í nærhluta var öll vegna garnafrumukrabbameina hjá báðum kynjum. Æxli í nærhluta hjá konum voru fá og öll af garnafrumugerð. Dánarlíkur sjúklinga með magakrabbamein jukust með hækkandi aldri. Dánarlíkur vegna æxla í nærhluta magans voru 56% hærri en vegna æxla á öðrum svæðum magans. Lifun sjúklinga eftir magaskurðaðgerð batnaði um 37% á rannsóknartímabilinu. Þótt mismunandi tíðni og útbreiðsla garnafrumukrabbameina «og dreifkrabbameina í maga haíi almennt verið talin benda til ólíkra orsaka er ýmislegt í okkar niðurstöðum sem samræmist ekki þeirri skoðun. Hugsanlega er aðeins um að ræða mismunandi viðbrögð magaslímhúðar við sömu áreitum. Slímhúðarbólga og kyn kunna að leiða til ólíkra viðbragða og þannig til mismunandi meingerða æxla. Síðustu áratugi hefur nýgengi magakrabbameins lækkað stöðugt bæði hjá þjóðum með hátt og með lágt nýgengi. Lækkunin hefur verið töluvert meiri hjá þjóðum með hátt nýgengi og þar á meðal hjá Íslendingum. Niðurstöður erlendra rannsókna og nýlega birtrar íslenskrar rannsóknar á óvöldum efniviði hafa sýnt að þessa lækkun á nýgengi megi heist rekja til fækkunar á garnafrumukrabbameinum og síður til fækkunar dreifkrabbameina. Sama niðurstaða hefur orðið úr þessari rannsókn sem gerð var á sérstaklega völdum efniviði

    Hjartavöðvasjúkdómur meðal kvenna : algengi metið með hjartaómun og krufningu

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe purpose of this study was to estimate the prevalence of hypertrophic cardiomyopathy (HCM) in a group of 3922 women randomly selected from the Reykjavik study, phase IV, in 1981-1983. Of these, 358 women (9%) had an abnormal (group A) and 3564 (91%) had a normal electrocardiogram (ECG). In 1989, an echocardiography (echo) study of all surviving women from group A as well as a matched echo control group of 89 women (group B) from cohorts with a normal ECG, was performed, to identify subjects with HCM as well as a review of autopsy data and death certificates from deceased cohorts. To December 1st 1989 there had been a total of 100 deaths, 18 from group A and 82 from cohorts with a normal ECG, but no deaths had occurred amongst 89 selected for group B. HCM was identified by echo in 4 of 274 women examined but 66 did not attend. No case of HCM was found from the 76 attendees in group B. Autopsy diagnosed five additional cases of HCM from the 100 deceased cohorts. Thus a total of 9 cases of HCM were found. Three of four women diagnosed by echo were symptomatic but only one of five diagnosed at autopsy had apparent symptoms prior to death. Two of the five died suddenly. A echo-Doppler study was performed on the 4 HCM cases and the results compared to 40 normal controls in group B. The results showed an increased ejection velocity (P<0.001) and an increased late diastolic contribution to left ventricular filling in subjects with HCM (P<0.001). The prevalence of HCM and 95% confidence interval was calculated. We found 1.5% (0.4-3.8%) prevalence of HCM in women with an abnormal ECG and a calculated prevalence of 0.14% (0.04-3.9%) in the total group of 3922 as diagnosed by echo. The overall calculated minimal prevalence of HCM in women 30 to 73 years was 0.2% (0.1-0.6%).Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta algengi hjartavöðvasjúkdóms (HVS) í hópi 3922 fullorðinna kvenna, þátttakendum í hópþýði Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar frá árunum 1981-1983. Við rannsóknina reyndust 358 konur (9%) (hópur A) hafa afbrigðilegt hjartarit og 3564 (91%) reyndust hafa eðlilegt hjartarit. Leit að hjartavöðvasjúkdómi var gerð með hjartaómun hjá öllum konum með afbrigðilegt hjartarit (hópur A) og hjá 89 konum með eðlilegt hjartarit (hópur B). Konur í hópi B voru á sambærilegum aldri og konur í hópi A. Einnig var farið yfir dánarvottorð og krufningaskýrslur þeirra 100 kvenna sem látist höfðu frá fyrstu skoðun til ársins 1989, 18 úr hópi kvenna með afbrigðilegt hjartarit og 82 með eðlilegt. HVS greindist meðal fjögurra af 274 konum sem mættu til hjartaómskoðunar úr hópi A en 66 mættu ekki. Af 76 konum úr hópi B reyndist engin hafa sjúkdóminn, en 13 mættu ekki. Við krufningu greindust fimm konur með HVS. Samtals fundust því níu konur með HVS, ein með afbrigðilegt og fjórar með eðlilegt hjartarit. Þrjár af fjórum sem greindust við hjartaómun reyndust hafa hjartaeinkenni en einungis ein af fimm sem greindust við krufningu virtist hafa haft hjartaeinkenni. Tvær þeirra létust skyndidauða. Blóðflæðirannsókn með Doppler aðferð á mítur- og útstreymisblóðrennsli var gerð hjá konum með HVS og niðurstöður bornar saman við blóðrennsli hjá konum með heilbrigt hjarta. Í ljós kom aukið vægi blóðrennslis seint í lagbili við fyllingu á vinstri slegli og aukinn rennslishraði á blóði út úr vinstri slegli og meðal kvenna með HVS. Algengi HVS og 90% vikmörk voru reiknuð. Algengi HVS reyndist 1,5% (0,4-3,8%) meðal kvenna með afbrigðilegt hjartarit og reiknað algengi meðal kvenna með eðlilegt hjartarit var 0,14% (0,04-3,9%). Lágmarksalgengi miðað við þær konur sem greindust með HVS í rannsókn okkar var 0,2% (0,1-0,6%) fyrir aldursbilið 30-73 ár

    Hjartavöðvasjúkdómur meðal kvenna : algengi metið með hjartaómun og krufningu

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe purpose of this study was to estimate the prevalence of hypertrophic cardiomyopathy (HCM) in a group of 3922 women randomly selected from the Reykjavik study, phase IV, in 1981-1983. Of these, 358 women (9%) had an abnormal (group A) and 3564 (91%) had a normal electrocardiogram (ECG). In 1989, an echocardiography (echo) study of all surviving women from group A as well as a matched echo control group of 89 women (group B) from cohorts with a normal ECG, was performed, to identify subjects with HCM as well as a review of autopsy data and death certificates from deceased cohorts. To December 1st 1989 there had been a total of 100 deaths, 18 from group A and 82 from cohorts with a normal ECG, but no deaths had occurred amongst 89 selected for group B. HCM was identified by echo in 4 of 274 women examined but 66 did not attend. No case of HCM was found from the 76 attendees in group B. Autopsy diagnosed five additional cases of HCM from the 100 deceased cohorts. Thus a total of 9 cases of HCM were found. Three of four women diagnosed by echo were symptomatic but only one of five diagnosed at autopsy had apparent symptoms prior to death. Two of the five died suddenly. A echo-Doppler study was performed on the 4 HCM cases and the results compared to 40 normal controls in group B. The results showed an increased ejection velocity (P<0.001) and an increased late diastolic contribution to left ventricular filling in subjects with HCM (P<0.001). The prevalence of HCM and 95% confidence interval was calculated. We found 1.5% (0.4-3.8%) prevalence of HCM in women with an abnormal ECG and a calculated prevalence of 0.14% (0.04-3.9%) in the total group of 3922 as diagnosed by echo. The overall calculated minimal prevalence of HCM in women 30 to 73 years was 0.2% (0.1-0.6%).Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta algengi hjartavöðvasjúkdóms (HVS) í hópi 3922 fullorðinna kvenna, þátttakendum í hópþýði Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar frá árunum 1981-1983. Við rannsóknina reyndust 358 konur (9%) (hópur A) hafa afbrigðilegt hjartarit og 3564 (91%) reyndust hafa eðlilegt hjartarit. Leit að hjartavöðvasjúkdómi var gerð með hjartaómun hjá öllum konum með afbrigðilegt hjartarit (hópur A) og hjá 89 konum með eðlilegt hjartarit (hópur B). Konur í hópi B voru á sambærilegum aldri og konur í hópi A. Einnig var farið yfir dánarvottorð og krufningaskýrslur þeirra 100 kvenna sem látist höfðu frá fyrstu skoðun til ársins 1989, 18 úr hópi kvenna með afbrigðilegt hjartarit og 82 með eðlilegt. HVS greindist meðal fjögurra af 274 konum sem mættu til hjartaómskoðunar úr hópi A en 66 mættu ekki. Af 76 konum úr hópi B reyndist engin hafa sjúkdóminn, en 13 mættu ekki. Við krufningu greindust fimm konur með HVS. Samtals fundust því níu konur með HVS, ein með afbrigðilegt og fjórar með eðlilegt hjartarit. Þrjár af fjórum sem greindust við hjartaómun reyndust hafa hjartaeinkenni en einungis ein af fimm sem greindust við krufningu virtist hafa haft hjartaeinkenni. Tvær þeirra létust skyndidauða. Blóðflæðirannsókn með Doppler aðferð á mítur- og útstreymisblóðrennsli var gerð hjá konum með HVS og niðurstöður bornar saman við blóðrennsli hjá konum með heilbrigt hjarta. Í ljós kom aukið vægi blóðrennslis seint í lagbili við fyllingu á vinstri slegli og aukinn rennslishraði á blóði út úr vinstri slegli og meðal kvenna með HVS. Algengi HVS og 90% vikmörk voru reiknuð. Algengi HVS reyndist 1,5% (0,4-3,8%) meðal kvenna með afbrigðilegt hjartarit og reiknað algengi meðal kvenna með eðlilegt hjartarit var 0,14% (0,04-3,9%). Lágmarksalgengi miðað við þær konur sem greindust með HVS í rannsókn okkar var 0,2% (0,1-0,6%) fyrir aldursbilið 30-73 ár

    Machinery for winding paper at APPM, Burnie, Tasmania, 1962, 1 [picture] /

    Get PDF
    Condition: Good.; Title devised by cataloguer based on inscription on reverse.; Part of Wolfgang Sievers photographic archive.; Also acquired as part of collection: Associated Pulp and Paper Mills, Burnie, Tasmania, 1956-1962.; Sievers number: 3204H.; Also available in an electronic version via the Internet at: http://nla.gov.au/nla.pic-vn3943548.APPM, Burnie, Tas. [picture
    corecore