3 research outputs found

    WorldFengur - the studbook of origin for the Icelandic horse

    Get PDF
    WorldFengur is the database that contains and functions as the studbook of origin of the Icelandic horse. Only pure-bred Icelandic horses, whose ancestry can be traced back to Iceland entirely, may be registered into WorldFengur. The WorldFengur project is a joint effort by the FAIC (Farmers Association of Iceland) and FEIF (International Federation of Icelandic Horse Associations) to construct an official and central database on horses of Icelandic origin located all over the world. It is used in this capacity in 19 countries so far; the number of data stored in the WorldFengur database has increased continuously. The database itself has developed tremendously since it was established in 2001; it includes information on horses’ pedigrees and offspring, as well as results of breeding assessments and sports competitions, owners, breeders, breeding prediction values (BLUP), colours, microchip numbers, health records, DNA profiles for checking ancestries and much more. The key words in its development are common solutions to common challenges internationally. The requirements to fulfill both national and international regulations, such as the latest EU directive on the identification of equidae - no 504/2008/EU -, have increased in recent years and the WorldFengur project continuously endeavours to stay in line with these developments

    Á Ísland samleið með Evrópusambandinu í landbúnaðarmálum?

    No full text
    Umræðan um inngöngu í Evrópusambandið (skammstafað ESB) hefur stigmagnast á Íslandi á undanförnum árum og misserum. Aðallega hefur þessi umræða eða rökræða snúist um sjávarútvegsmál og sjálfstæðismál þjóðarinnar en minna um landbúnaðarmál. Innan ESB hafa landbúnaðarmál þó verið þungamiðjan í Evrópusamstarfinu1 enda hefur ein tveggja áhrifamestu stofnþjóða sambandsins – Frakkar – alltaf borið hag landbúnaðar mjög fyrir brjósti.2 Af öllum geirum þá er Evrópusamruninn mestur í landbúnaði enda um helmingur útgjalda ESB runnið til framkvæmda á landbúnaðarstefnu sambandsins. Þetta sýnir best það vægi sem landbúnaðar hefur hjá aðildarþjóðum ESB. Að sama skapi hafa landbúnaðarmál skipt íslensku þjóðina miklu máli. Þessa sér stað í útgjöldum til landbúnaðarmála á Íslandi og áherslu stjórnmálaflokka þó að vissulega hafi vægi landbúnaðarmála minnkað á síðustu árum. Hvort sem Íslendingar taka þá ákvörðun að gerast aðilar að ESB eða ekki, þá er mikilvægt að hefja strax heimavinnuna. Hvað landbúnaðarmál áhrærir þá felst slík heimavinna í að varpa ljósi á hina sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (e.Common Agricultural Policy, skammstafað CAP) og hvaða hugsanleg áhrif það hefði á íslenskan landbúnað að framfylgja henni hérlendis. Ýmsir fræðimenn hafa hvatt til slíkrar heimavinnu svo sem dr. Baldur Þórhallsson sem telur að betri skilningur á landbúnaðarstefnu ESB gæti dregið úr andstöðu bænda við aðild að ESB.3 Í þessari vinnu skiptir sköpum að kanna til hlítar hvaða möguleika Ísland hefur til að fá samþykkt sérákvæði á grundvelli hugsanlegrar sérstöðu Íslands. Það má benda á að Ísland fékk samþykkta mikilvæga undanþágu frá hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið (skammstafað EES) hvað varðaði innflutning á lifandi dýrum og á hráu kjöti. Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum skipað nefndir til að fjalla um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Evrópunefnd forsætisráðuneytisins skilaði skýrslu í mars 2007 um tengsl Íslands og Evrópusambandsins þar sem skoðuð voru álitamál varðandi hugsanlega aðild Íslands að sambandinu4. Einnig skilaði vinnuhópur á vegum utanríkisráðuneytisins áfangaskýrslu um óvissuþætti, m.a. varðandi stöðu íslensks landbúnaðar andspænis ESB og hugsanlegrar aðildar Íslands að því.5 Að síðustu má nefna skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte & Touche fyrir utanríkisráðuneytið um mat á kostnaði Íslands við hugsanlega aðild að ESB.6 Ýmissa grasa kennir við lestur þessara skýrslna sem gefa tóninn um áherslur Íslendinga í hugsanlegum aðildarviðræðum.Á síðustu 15 árum hefur CAP tekið svo róttækum breytingum að kalla má umbyltingu stefnunnar. Það verða færð rök fyrir því að hin sameiginlega landbúnaðarstefna Evrópusambandsins sé ekki svo sameiginleg eða miðstýrð frá Brüssels eins og ætla mætti. Mörg ríki hafa náð fram ýmsum sérákvæðum í aðildarviðræðum á grundvelli sérstöðu. Sameiginleg landbúnaðarstefna sambandsins hefur „þynnst” út og vægi annarra þátta, eins og byggðaþróunar, fæðuöryggis og umhverfismála, er orðið meiri áberandi. Rannsóknir og niðurstöður Alan Greer eru mjög áhugaverðar í þessu efni þar sem hann kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að CAP sé í raun ekki svo „sameiginleg” þegar allt kemur til alls og snúist minna um landbúnað en áður. Mikilvægt sé að í aðilarviðræðum megi þjóðir ekki gefa sér í upphafi að þær séu áhrifalitlar um að ná fram sérkröfum sínum innan ramma hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB.7 Það er rétt að taka fram að í þessari ritgerð er ekki ætlun höfundar að meta heildaráhrif inngöngu Íslands í ESB fyrir íslenskan landbúnað. Það hefur m.a. verið gert í þeim skýrslum, sem nefndar voru hér á undan, og var sú niðurstaða ekki hagstæð fyrir íslenskan landbúnað.8 Það er ekki heldur tilgangur þessarar ritgerðar að komast að niðurstöðu í því stóra álitaefni íslenskra stjórnmála hvort sé betra fyrir íslenskan landbúnað að vera innan ESB eða utan. Hins vegar verður eins og komið hefur fram metin sérstaða íslensks landbúnaðar í Evrópu með hliðsjón af sérákvæðum annarra þjóða, sem þær hafa náð fram í aðildarviðræðum við ESB. Að skýra þessa sérstöðu er lykilinn að því að skapa Íslandi sterkari samningsstöðu og ná þannig fram eins hagstæðum aðildarsamningi við ESB fyrir íslenskan landbúnað eins og kostur er
    corecore