1 research outputs found

    Barnshugurinn er samþættur : greinargerð : þemanám og samþætting á landafræði við aðrar námsgreinar

    No full text
    Þetta verkefni var unnið til B.Ed. gráðu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið er tvíþætt; annars vegar er handbók og hins vegar greinargerð. Handbókin er hugmyndabanki að þemavinnu í landafræði og samþættingu við aðrar námsgreinar á miðstigi. Stuðst er við markmið Aðalnámskrár grunnskóla við gerð verkefnanna, en í greinargerðinni fjöllum við um fræðin á bak við mikilvægi fjölbreyttra kennsluaðferða og námsmats í skólastarfi sem þemanám tekur svo vel á. Fjölgreindarkenningunni og hugsmíðahyggjunni eru gerð góð skil í greinargerðinni, því þær styðja fjölbreytileika í námi sem fæst svo auðveldlega með skipulagningu á þemanámi
    corecore