1 research outputs found

    Sjóðstreymi: Mikilvægi, framsetning og greining

    No full text
    Sjóðstreymisyfirlit er eitt af þremur yfirlitum í ársreikningi. Í því má sjá hver breytingin á handbæru fé var yfir reikningstímabilið. Markmið með þessari ritgerð er að útskýra tilgang sjóðstreymis og þær mikilvægu upplýsingar sem sjóðstreymi hefur að geyma. Fjallað verður um helstu lög og reglur sem gilda hér á landi um sjóðstreymi í ársreikningi. Þá er farið yfir það í ritgerðinni hvernig framsetning sjóðstreymis á að vera en það má skipta því í þrjá hluta: þ.e. rekstrarhreyfingar, fjárfestingarhreyfingar og fjármögnunarhreyfingar. Fjallað verður um hvern hluta fyrir sig ásamt tveimur aðferðum sem hægt er að nota við framsetningu á rekstrarhreyfingum. Af þessu þrennu gefur rekstrarhreyfing mesta vísbendingu um getu fyrirtæki til þess að mæta skuldbindingum sínum. Það er mjög mikilvægt að bera saman afkomu rekstrarreiknings og handbært fé frá rekstri, þar sem það gæti verið mjög mikill munur á milli þessara tveggja stærða. Að horfa bara á stærðina hagnað getur stundum gefið okkur rangar vísbendingar um fyrirtækið. Sjóðstreymi gefur okkur upplýsingar um hversu mikið fé er í fyrirtækinu og þar sem handbært fé er blóð fyrirtækja þá er mjög nauðsynlegt að semja sjóðstreymi. Að lokum verður svo fjallað um helstu kennitölur við greiningu á sjóðstreymi en kennitölur hafa oft verið notaðar til þess að greina ársreikning
    corecore