16 research outputs found

    Thyroid cancer in Iceland in the period 1955-2004 : a clinico-pathological and epidemiological study

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Introduction: Thyroid cancer has been unusually common in Iceland. Histological classification and TNM-staging has altered somewhat in the last decades. The aim of this study was to investigate the epidemiology of thyroid cancer in Iceland over half a century and identify factors affecting survival. Material and methods: Information on all thyroid cancers diagnosed in Iceland from 1955 to 2004 was obtained from the Icelandic Cancer Registry. Tumours diagnosed post-mortem were excluded. The date of diagnosis, sex and age at diagnosis was registered. All histopathology material was re-evaluated to reclassify tumours and TNM-stage was determined. The effect of registered parameters on prognosis was determined both in uni- and multivariate analysis. Results: Out of 805 thyroid cancer cases in the study 588 were in women. The mean age was 51 years in women and 58 years in men. The oscillation of incidence was marked in the study period although it did not increase in the last decades of the study. The overall proportion of papillary carcinoma was around 80% and the proportion of T0-T2 tumours was 66%. Neither number has changed significantly in the last 40 years of the study. The overall disease specific 5 year survival was 88% and increased significantly in the study period. In a multivariate analysis patient's age, year of diagnosis, tumour type and TNM-stage were independent significant prognostic variables. Conclusion: Thyroid cancer incidence in Iceland is no longer different to that in many neighbouring countries. Sex was not an independent prognostic parameter. The year of diagnosis was an independent prognostic factor which might indicate a more efficient treatment in later years. Key words: thyroid cancer, histological classification, TNM-staging, incidence, epidemiology. Correspondence: Jon Gunnlaugur Jonasson, [email protected]: Krabbamein í skjaldkirtli eru fremur sjaldgæf æxli þó þau hafi verið óvenju algeng á Íslandi. Meinafræðiflokkun og TNM-stigun æxlanna hefur breyst á undanförnum áratugum. Tilgangur rannsóknarinnar var að endurskoða öll skjaldkirtilskrabbamein á 50 ára tímabili, meta horfur sjúklinga og kanna breytingar. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar fengust hjá Krabbameinsskrá Íslands um skjaldkirtilskrabbamein greind á Íslandi 1955-2004. Greiningardagur, kyn og aldur sjúklinga var skráð. Öll vefjasýni voru endurmetin, æxlin endurflokkuð og TNM-stig ákvarðað. Einungis æxli greind í lifandi sjúklingum komu inn í þessa rannsókn. Athugað var hvaða þættir höfðu áhrif á lifun sjúklinga og hverjir þeirra reyndust sjálfstætt marktækir. Niðurstöður: Alls greindust 805 skjaldkirtilskrabbamein á tímabilinu, þar af 588 í konum. Meðalaldur kvenna var 51 ár en karla 58 ár. Marktækar sveiflur á nýgengi komu fram en nýgengið jókst þó lítið á síðustu áratugum rannsóknartímans. Hlutfall totumyndandi krabbameins var í heild um 80% og T0-T2 stig æxla um 66%. Þessi hlutföll breyttust lítið, einkum síðustu fjóra áratugina. Æxli í konum greindust almennt á lægra TNM-stigi. Sjúkdómssértæk fimm ára lifun var 88% og jókst marktækt á rannsóknartímanum. Við fjölbreytugreiningu var aldur við greiningu, greiningarár, vefjagerð og TNM-stig allt sjálfstæðir þættir sem höfðu áhrif á horfur sjúklinga. Ályktun: Nýgengi skjaldkirtilskrabbameins hérlendis er ekki lengur hátt miðað við ýmis nágrannalönd. Kyn reyndist ekki sjálfstætt marktækur áhættuþáttur varðandi lifun. Hins vegar var greiningarár sjálfstæður þáttur sem getur bent til að meðferð hafi orðið árangursríkari

    Thyroid cancer in Iceland. Epidemiology and prognostic factors with special emphasis on the results of nuclear DNA-analysis

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAll malignant primary tumours of the thyroid gland in Iceland during the 36 years 1955 to 1990 were studied. In all 494 thyroid carcinomas were diagnosed during that period. A considerable increase in the reported incidence of thyroid cancer was noted around 1965 and a decline around 1980. These changes are mainly due to variability in incidence of papillary carcinomas in females. The survival rate corrected for intercurrent death was similar for both papillary and follicular carcinomas. During the observation period there was a decline in mortality rate for this disease. In this study we also analysed if DNA-ploidy status and S-phase fraction had an effect on the prognosis of patients with carcinoma of the thyroid gland. By analysing tumour material from paraffin blocks we were able to evaluate the ploidy status in 424 tumours and S-phase value in 417 tumours. Univariate analysis showed that both the ploidy status and the S-phase fraction gave significant values. When taking into account known prognostic variables of thyroid carcinoma in a multivariate analysis neither the ploidy status nor the S-phase value proved significant.Öll illkynja æxli í skjaldkirtli á Íslandi á 36 ára tímabili 1955-1990 voru skoðuð. Alls greindust 494 krabbamein á þessu tímabili. Nýgengi þessa sjúkdóms hækkaði kringum 1965 en hefur aftur lækkað eftir 1980. Þessar sveiflur eru aðallega vegna breytinga á nýgengi totukrabbameina hjá konum. Lífshorfur sjúklinga með totukrabbamein og skjaldbúskrabbamein voru svipaðar. Á athugunartímabilinu var lækkun.á dánartíðni vegna skjaldkirtilskrabbameina. Í þessari rannsókn var einnig athugað hvort DNA- innihald og S-fasa hlutfall æxlisfrumna auki nákvæmni við mat á horfum sjúklinga með skjaldkirtilskrabbamein. Með því að mæla æxlisvef frá paraffínkubbum fengust niðurstöður úr DNA-mælingum hjá 424 sjúklingum og S-fasa mælingum hjá 417 sjúklingum. Í einþátta greiningu hafa bæði DNA-innihald og S-fasi marktæk áhrif á lífshorfur. Aftur á móti sýna þessir þættir ekki marktæk áhrif á lífshorfur skjaldkirtilskrabbameinssjúklinga ef fjölbreytugreining Cox er notuð og viðurkenndir áhættuþættir settir inn í líkanið

    Álagsgreining á spindli í Nissan Navara jeppa

    No full text
    Markmið verkefnisins er tvíþætt, annarsvegar að athuga hvort hægst sé að nota þrívíddarskanna til þess að koma hlut yfir á tölvutækt form og hinsvegar að framkvæma á honum álagsgreiningu með smábútaaðferð (e. finite element method). Þessa greiningu þurfti að framkvæma á spindlinum því grunur lék á að hann væri að bogna undan álagi og valda neikvæðum hjólhalla. Þrívíddarskanninn var notaður til að skanna spindil inn og þannig búa til punktaský sem umbreytt var í gegnheilan hlut. Niðurstöður úr álagsgreiningu leiddu í ljós að spindill er ekki að bogna undan álagi. Þessu til stuðnings var Hilux spindill skannaður inn og unninn á sama hátt, greindur og þær niðurstöður bornar saman við handútreikninga sem fyrir lágu

    Nýgengi krabbameina og dánartíðni krabbameinssjúklinga á Íslandi síðustu 35 árin

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe objective was to investigate the changes in incidence and mortality from malignant diseases over the period from 1955 to 1989 in Iceland. The results are presented as number of cases and incidence rates in five age groups and seven time periods, males and females. The same is presented for mortality. There was an increase in incidence rates in all age groups except the youngest (0-19 years). Overall there was a decrease in mortality rate, ten per cent for females and five per cent for males. In the youngest age group this decrease in mortality was more than fifty per cent for both sexes.Í þessari grein er lýst breytingum á nýgengihlutfalli og dánartíðni illkynja sjúkdóma á Íslandi 1955-1989. Niðurstöðurnar eru sýndar sem nýgengihlutfall í fimm aldurshópum og sjö fimm ára tímabilum fyrir karla og konur. Sömu upplýsingar eru um dánartíðni. Nýgengihlutfall hækkaði í öllum aldurshópum nema þeim yngstu (10-19 ára). Dánartíðni lækkaði um 10% hjá konum og um 5% hjá körlum. í yngsta aldurshópnum var lækkun á dánartíðni meira en 50% hjá báðum kynjum

    Krabbameinsáhætta hjá börnum sem fengu geislameðferð vegna góðkynja sjúkdóma fyrir 1950

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)In 161 patients who received conventional external radiation treatment, during 1920-1950, before age 15 for benign conditions of the head, neck, and upper thoracic area, the later development of cancer was investigated. Twenty one patients were diagnosed with cancer during the period 1955 to 1987. The estimated relative risk for the whole group was 1.3 (95 percent confidence interval, 0.8-2.0). Increased risk was apparent only for CNS tumours (relative risk 10.0, n=4). In three out of four patients the histological diagnosis was meningioma.Skjaldkirtilskrabbamein hefur nokkra sérstöðu á Íslandi vegna þess hversu algengur sjúkdómurinn er hér á landi. Í nýútkominni bók um nýgengi krabbameina sést að nýgengi þessa sjúkdóms er hæst á Íslandi af Evrópulöndunum og með því hæsta sem gerist í heiminum (1). Um orsakir skjaldkirtilskrabbameins er lítið vitað en þeir þættir sem best eru þekktir eru jónandi geislun, erfðir, saga um góðkynja sjúkdóma í skjaldkirtli og joðmagn í fæðu (2). Þessi athugun beinist að því að athuga hvort geislameðferð vegna góðkynja sjúkdóma meðal barna á fyrri hluta þessarar aldar geti skýrt háa tíðni skjaldkirtilskrabbameins á Íslandi

    Spá um fjölda krabbameina á Íslandi árið 2000 byggð á upplýsingum úr krabbameinsskrá frá 1957 til 1986

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe data of the Icelandic Cancer Registry for 1957-1986 have been applied to predict the incidence rates of selected types of cancer, and the number of new cancer patients in Iceland 2000. The total incidence will increase. It is expected that an increase will occur in the incidence of cancer of the lung, breast (females), prostate and bladder (males). A decreasing trend is predicted for stomach cancer. In 2000, cancers in the male genital organs (mainly prostate) will be the commonest types of cancer and that in females will be cancer of the breast.Á árunum 1982 til 1986 greindust á áttunda hundrað krabbameinstilfella árlega. Á sama tímabili dóu á fimmta hundrað einstaklingar árlega úr krabbameini. Hlutfall krabbameina af dánarorsökum var á þessu tímabili um tuttugu og fimm af hundraði (1). Fjöldi nýrra krabbameinstilfella hefur aukist að meðaltali um 3,1% á árí, síðustu 30 árin. Þessa aukningu má skýra út frá ákveðnum staðreyndum (mynd 1): a) Vegna almennrar fólksfjölgunar 1,3% (jafnt hjá báðum kynjum) b) vegna hækkaðs meðalaldurs 0,7% hjá körlum en 0,9% hjá konum og c) vegna annarra orsaka (aukinnar áhættu) 1,2% hjá körlum og 0,7% hjá konum. Breytingar á nýgengi einstakra krabbameina hafa verið miklar. Mest aukning hefur orðið á nýgengi lungnakrabbameina fyrir bæði kynin, sortumeina hjá konum og þvagblöðru- og blöðruhálskirtilskrabbameina hjá körlum. Mest lækkun hefur orðið á nýgengi krabbameina í maga og vélinda hjá báðum kynjum og leghálsi hjá konum. Viðfangsefni þessarar greinar er spá um földa krabbameina á Íslandi árið 2000. Við spána er notað líkan sem byggir á upplýsingum úr krabbameinsskrá ásamt mannfjöldatölum og mannfjöldaspám. Hugmyndin er að nota megi slíkar upplýsingar við skipulagningu aðgerða gegn krabbameinum

    Spá um fjölda krabbameina á Íslandi árið 2000 byggð á upplýsingum úr krabbameinsskrá frá 1957 til 1986

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe data of the Icelandic Cancer Registry for 1957-1986 have been applied to predict the incidence rates of selected types of cancer, and the number of new cancer patients in Iceland 2000. The total incidence will increase. It is expected that an increase will occur in the incidence of cancer of the lung, breast (females), prostate and bladder (males). A decreasing trend is predicted for stomach cancer. In 2000, cancers in the male genital organs (mainly prostate) will be the commonest types of cancer and that in females will be cancer of the breast.Á árunum 1982 til 1986 greindust á áttunda hundrað krabbameinstilfella árlega. Á sama tímabili dóu á fimmta hundrað einstaklingar árlega úr krabbameini. Hlutfall krabbameina af dánarorsökum var á þessu tímabili um tuttugu og fimm af hundraði (1). Fjöldi nýrra krabbameinstilfella hefur aukist að meðaltali um 3,1% á árí, síðustu 30 árin. Þessa aukningu má skýra út frá ákveðnum staðreyndum (mynd 1): a) Vegna almennrar fólksfjölgunar 1,3% (jafnt hjá báðum kynjum) b) vegna hækkaðs meðalaldurs 0,7% hjá körlum en 0,9% hjá konum og c) vegna annarra orsaka (aukinnar áhættu) 1,2% hjá körlum og 0,7% hjá konum. Breytingar á nýgengi einstakra krabbameina hafa verið miklar. Mest aukning hefur orðið á nýgengi lungnakrabbameina fyrir bæði kynin, sortumeina hjá konum og þvagblöðru- og blöðruhálskirtilskrabbameina hjá körlum. Mest lækkun hefur orðið á nýgengi krabbameina í maga og vélinda hjá báðum kynjum og leghálsi hjá konum. Viðfangsefni þessarar greinar er spá um földa krabbameina á Íslandi árið 2000. Við spána er notað líkan sem byggir á upplýsingum úr krabbameinsskrá ásamt mannfjöldatölum og mannfjöldaspám. Hugmyndin er að nota megi slíkar upplýsingar við skipulagningu aðgerða gegn krabbameinum
    corecore