1 research outputs found

    Sveppir: Notkunarmöguleikar og takmarkanir í fornleifafræði á Íslandi

    No full text
    Í þessari ritgerð er fjallað um þá notkunarmöguleika sem steingerðir hlutar sveppa í formi sveppgróa bera með sér í fornleifafræði og fornvistfræði. Möguleikar þessir hafa lítið verið nýttir á Íslandi og er markmið þessarar ritgerðar að taka saman í eina heild þau tækifæri sem frekari rannsóknir á sveppum og sveppgróum gætu boðið upp á. Þá er aðaláhersla lögð á að leggja grunn að þeim varðveislu- og úrvinnsluatriðum sem hafa þarf í huga til þess að gróin megi nýta og túlka á sem öruggastan hátt í íslenskri fornleifafræði. Í ritgerðinni er jarðvegssýni úr rústum Reykholtssels í Kjarardal tekið til umfjöllunar og túlkað með sérstöku tilliti til þeirra sveppgróa sem varðveist hafa. Á grundvelli þeirrar túlkunar og umfjöllunar um áðurnefnd atriði eru tillögur að þeim skrefum sem taka þarf til þess að framkvæma megi slíkar rannsóknir á sem áreiðanlegastan máta dregnar saman í niðurstöðum
    corecore