25 research outputs found

    Bullying and harassment at work: A survey among members of the Icelandic Teachers’ Union

    Get PDF
    Að verða fyrir einelti og annarri áreitni á vinnustað hefur alvarlegar afleiðingar fyrir bæði þolandann og vinnustaðinn og einelti hefur jafnvel verið talið meiri skaðvaldur fyrir þolendur heldur en öll önnur vinnutengd streita samanlögð. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustað meðal félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambands Íslands (KÍ). Rafrænn spurningalisti var sendur til 9.839 félagsmanna KÍ í febrúar 2017. Svör bárust frá 4.518 félagsmönnum eftir þrjár ítrekanir (46%). Niðurstöð- ur rannsóknarinnar sýna að rúmlega 10% félagsmanna höfðu orðið fyrir einelti á vinnustað á síðustu tveimur árum. Tæp 2% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni, rúm 3% fyrir kynbundinni áreitni og 5% fyrir hótunum og ofbeldi í störfum sínum. Athygli vekur hversu mörg málanna varðandi einelti og aðra áreitni á vinnustað voru ekki tilkynnt en alvarlegast er þó hversu mörg mála af þessu tagi voru tilkynnt og ekkert var gert. Það átti við í um fimmtungi eineltismála, tæpum 16% mála varðandi andlegt ofbeldi og tæpum 15% mála varðandi kynferðislega áreitni. Lang algengast var að stjórnendur og vinnufélagar voru nefndir sem gerendur í eineltismálum og vinnufélagar í málum varðandi kynferðislega og kynbundna áreitni. Nemendur voru nær eingöngu nefndir þegar spurt var um líkamlegt ofbeldi. Hægt er að álytka út frá hlutfalli þeirra sem hafa orðið fyrir einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað að slík hegðun sé alvarlegt vandamál á vinnustöðum félagsmanna KÍ. Ástæða er til þess að stjórnendur KÍ taki niðurstöðunum alvarlega og leitist við að finna rót vandans í því augnamiði að uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað, félagsmönnum til heilla.Well-being at work is essential for every employee as it can have a significant impact on their lives. A healthy workplace is one where employees feel safe and satisfied, and support good health and well-being at work. According to Act no. 46/1980, the employer is obliged to ensure a safe and healthy working environment. The debate on work-related violence such as bullying, harassment, threats and mental and physical violence is essential when discussing work-related health and safety as it may adversely affect the well-being of employee at work. Bullying and other harassment at work can have serious consequences for both the victim and the workplace. It has even been considered more harmful to the victims than all other work-related stress. The aim of the study was to investigate the prevalence of bullying, harassment, threats and mental and physical violence in the workplace among members of The Icelandic Teachers’ Union. In February 2017, an electronic questionnaire was sent with a request for participation in the survey to 9,839 members through SoGoSurvey online survey software. Responses were received from 4,518 members after three reminders (response rate 46%). The majority of participants were women (83.6%). The results of the study show that more than 10% of participants reported being bullied at work in the last two years. Nearly 2% reported being sexually harassed at work and 3% had experienced gender-based harassment. About 5% had experienced threats, and physical violence at work and nearly 13% reported being exposed to mental violence at work in the previous two years. The statistically higher proportion of men (12%) than women (10%) had experienced being bullied at work in the last two years. Attention is drawn to how many cases of bullying, harassment, threats or mental and physical violence at work was not reported or in 63-79% of the cases. Most commonly, participants had reported physical violence or in 37% of the cases and 33% of bullying cases were reported. Only a fifth of the participants who reported that they had been sexually harassed at work reported the incident. The most serious result is however how many cases of work-related violence were reported, but no action had been taken. That was the case for 61% of the reported bullying cases, 55% of reported physical violence cases and 52% of reported cases of sexual harassment. The proportion was lower for reported cases of gender-based harassment or 39% and 37% of the cases regarding threats at work. It was common for participants who reported bullying at work to experience that their professional opinion or point of view at work was ignored (56%), 45% experienced to be minimized or mocked at work, 42% had been subjected to disproportionate criticism at work, and 40% had experienced social exclusion. The most common perpetrators were co-workers in cases of bullying (57%), sexual harassment (66%), gender-based harassment (68%) and mental violence (43%). Supervisors were often mentioned as perpetrators in cases of bullying (48%) and incidents of mental violence (40%). The perpetrators of the physical violence were almost exclusively the students (in 95% of the cases) and about half of cases of threats. Based on the proportion of those who have suffered bullying, sexual harassment, gender-based harassment, threats and mental and physical violence at work, workrelated violence has become a severe problem in teacher‘s workplaces. Perhaps long-term dissatisfaction with remuneration is part of the problem. The results show that it is vital to enhance public debate on work-related violence as well as increased knowledge among employees and supervisors about work-related violence and the adverse consequences of bullying, sexual harassment, gender-based harassment, threats and mental and physical violence at work on health and well-being of employees.Peer Reviewe

    “The joy of work is gone, just a heavy workload and tough working conditions and little joy”: Correlation between economic collapse and the working environment of public employees

    Get PDF
    Árið 2008 markaði upphaf mikils samdráttarskeiðs um heim allan og Ísland var eitt af fyrstu löndunum í Evrópu sem alþjóðakreppan náði til. Áhrifa kreppunnar gætti víða í samfélaginu og þó hún hafi komi harðar niður á einkageiranum hafði hún einnig mikil áhrif í opinbera geiranum, ekki síst hjá sveitarfélögunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að komast að því hvernig starfsfólk sveitarfélaga greindi frá starfsánægju, álagi, starfsöryggi, ánægju með stjórnun vinnustaðarins og umhyggju stjórnenda fyrir heilsu og líðan starfsfólks tveimur, þremur og fimm árum eftir efnahagshrunið. Auk þess var skoðað hvort þættir í starfsumhverfinu, auk persónubundinna þátta, geti spáð fyrir um líkur á starfsánægju. Notað var blandað rannsóknarsnið (spurningalistakannanir og rýnihópaviðtöl). Niðurstöðurnar sýndu lækkandi hlutfall þeirra sem voru ánægðir í starfi eftir því sem lengra leið frá efnahagshruninu, einkum vegna sparnaðaraðgerða stjórnenda. Starfsaðstæður versnuðu verulega að mati þátttakenda og mátti sjá birtingarmyndir þess í fækkun starfsfólks, auknu vinnuálagi, minna starfsöryggi, meiri óánægju með stjórnun og minni umhyggju stjórnenda fyrir heilsu og líðan starfsfólks, sérstaklega á vinnustöðum þar sem uppsagnir höfðu orðið. Uppsagnir á vinnustað var besta spágildið fyrir starfsánægju (OR=0,590), þannig að á vinnustöðum þar sem uppsagnir höfuð orðið var mun minni starfsánægja en á öðrum vinnustöðum. Einnig kom í ljós að aðrir þættir í starfsumhverfinu (umhyggja stjórnenda fyrir heilsu og líðan starfsmanna OR=1,349; ánægja með stjórnun vinnustaðarins OR=1,345; starfsöryggi OR=1,221 og vinnuálag OR=0,801) höfðu allir marktæk áhrif á starfsánægju. Mikilvægt er að stjórnendur hafi vakandi auga fyrir starfstengdri líðan á vinnustaðnum, sérstaklega á samdráttartímum, og þá ekki einungis meðal þeirra starfshópa sem hafa orðið verst úti heldur einnig þeirra sem að jafnaði eru taldir búa við mikið starfsöryggi, eins og starfsfólk sveitarfélaga.The year 2008 marked the beginning of a great recession worldwide and Iceland became one of the first countries in Europe to be affected by the international crisis. The effects of the crisis were widely spread in the community and even though its negative impact was more strongly felt in the private sector, it also had a large impact on the public sector, particularly municipalities. The aim of this study was to examine how municipal employees experienced job satisfaction, workload, job security, satisfaction with management and how management cares for the health and wellbeing of employees two, three, and five years aftir the economic collapse in 2008. In addition, the study addresses the question of whether factors in the work environment as well as personal factors can predict the likelihood of job satisfaction. Mixed methods were used (questionnaires and focus group interviews) to gather data. The results showed a decline in job satisfaction following the economic crisis, mainly due to costcutting management. Working condictions worsened significantly as time passed and this was manifested in staff reductions, increased workload, declined job security, more dissatisfaction with management and less care for the health and wellbeing of employees, especially in workplaces where manpower had been downsized. Redundancies at work was the best predictor for job satisfaction (OR=0.590), reflecting less job satisfaction. Furthermore, other hygiene factors make a statistical contribution to the model. It is important that managers are aware of the work-related wellbeing of employees, especially in times of economic recession, not only among employees that have been hit hardest but also those who are normally considered to have greater job security, such as municipal employees.Peer ReviewedRitrýnt tímari

    Líðan í lok vinnudags: Um starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara

    Get PDF
    Sérrit 2018: Menntakvika 2018Markmið rannsóknarinnar var að skoða líðan leik- og grunnskólakennara í lok vinnudags og starfsaðstæður þeirra til að komast að því hvaða þættir í starfsumhverfi þeirra ýmist skapa eða draga úr góðri líðan á vinnustað. Settar voru fram fjórar rannsóknarspurningar: (1) Hvernig leið leik- og grunnskólakennurum í lok vinnudags síðastliðna þrjá mánuði? (2) Líður leik- og grunnskólakennurum betur eða verr í lok vinnudags en öðru starfsfólki sveitarfélaga? (3) Hvaða tengsl eru milli starfsaðstæðna leik- og grunnskólakennara og þess að vera stressaðir í lok vinnudags? (4) Hvaða tengsl eru milli starfsaðstæðna leik- og grunnskólakennara og þess að vera úrvinda í lok vinnudags? Rannsóknin er byggð á rafrænni spurningalistakönnun sem lögð var fyrir allt starfsfólk sveitarfélags á haustdögum 2016, eða 1566 manns. Svarhlutfallið var 70,2%. Leik- og grunnskólakennarar voru 45,2% svarenda í rannsókninni. Niðurstöðurnar sýna að 35,4% leik- og grunnskólakennara fannst þeir hafa verið mjög oft eða frekar oft stressaðir í lok vinnudags síðastliðna þrjá mánuði og 49,7% fannst þeir hafa verið mjög eða frekar oft úrvinda í lok vinnudags síðastliðna þrjá mánuði. Sjá mátti að leik- og grunnskólakennarar voru í mun meira mæli en annað starfsfólk sveitarfélaga stressaðir og úrvinda í lok vinnudags (p < 0,001). Fram komu ýmist meðalsterk eða veik tengsl milli staðhæfinganna um starfsaðstæður og þess að vera stressaður og úrvinda í lok dags. Það þýðir að líðan þeirra leik- og grunnskólakennara sem upplifðu starfsaðstæður góðar var betri í lok vinnudags en þeirra sem upplifðu starfsaðstæður síðri. Sterkust voru tengslin milli þess að vera stressaður og úrvinda í lok vinnudags og að upplifa ójafnvægi milli vinnu og einkalífs, óánægju með stjórnun vinnustaðarins og almenna óánægju í starfinu. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að huga vel að streituvaldandi þáttum í starfsumhverfi leik- og grunnskólakennara og styrkja heilsuverndandi þætti í starfsumhverfinu, kennurum og nemendum til heilla.Peer Reviewe

    Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga

    Get PDF
    Markmið þessarar rannsóknar er að skoða einelti og líðan á vinnustað meðal starfsfólks sveitarfélaga í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi 2008. Rafrænn spurningalisti var í þrígang lagður fyrir starfsfólk 20 sveitarfélaga með þekkt netfang, fyrst í byrjun árs 2010, svo á vordögum 2011 og að lokum í byrjun árs 2013. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að einelti er til staðar meðal starfsfólksins og það hefur aukist milli fyrirlagna spurningalistans. Jafnframt má sjá að félagslegur stuðningur á vinnustað fer minnkandi sem og ánægja með stjórnun vinnustaðarins og löngun til að hætta í starfi eykst. Þolendur eineltis telja sig fá minni félagslegan stuðning en þeir sem ekki hafa orðið fyrir einelti á vinnustað, þeir eru ekki eins ánægðir með stjórnun vinnustaðarins og hafa meiri löngun til að hætta í starfi. Hægt er að álykta út frá hlutfalli þeirra sem orðið hafa fyrir einelti á vinnustað að einelti sé orðið alvarlegt vandamál á vinnustöðum íslenskra sveitarfélaga. Ástæða er til þess að staldra aðeins við og leitast við að finna rót vandans í því augnamiði að uppræta einelti á vinnustað. Sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt það að einelti hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og líðan þolenda og er talið meiri skaðvaldur heldur en öll önnur vinnutengd streitaPeer reviewe

    Veikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns: Samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélaga

    Get PDF
    Tilgangur greinarinnar er að varpa ljósi á veikindi, veikindafjarvistir og læknisheimsóknir starfsfólks grunnskóla/tónlistarskóla og leikskóla, í samanburði við annað starfsfólk sveit-arfélaga í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þetta er mikilvægt þar sem minna hefur verið fjallað um líðan opinbers starfsfólks í kjölfar bankahrunsins, en starfsfólks starfsstétta sem urðu fyrir beinum hópuppsögnum. Að auki hefur meira verið fjallað um líðan þeirra sem missa vinnuna í kjölfar samdráttar en þeirra sem halda vinnunni. Spurt er: „Breytt-ist fjöldi veikindadaga og læknisheimsókna vegna vinnutengdra þátta meðal starfsfólks skólanna og annars starfsfólks sveitarfélaga á Íslandi í kjölfar bankahrunsins 2008?“ Eru tengsl á milli uppsagna á vinnustöðum starfsfólksins, aldurs, kyns, hjúskaparstöðu eða tegundar vinnustaðar annars vegar og líðanar, veikindafjarvista og læknisheimsókna hins vegar? Einnig er skoðað hvort líðan, veikindafjarvistir og læknisheimsóknir séu algengari meðal starfsfólks skólanna en annars starfsfólks sveitarfélaganna. Greinin byggir á lang-tíma panelgögnum 20 sveitarfélaga og 2971 starfsmanns frá árunum 2010, 2011 og 2013. Svarhlutfallið var 64,5%–84,4%. Niðurstöður eru settar fram sem hlutföll og fjöldatölur. Til að skoða marktækni voru notuð Cohran ́s Q próf fyrir endurteknar mælingar og Kí-kvaðrat-próf. Til að spá fyrir um líkur á veikindum og veikindafjarvistum með hliðsjón af því hvenær gögnum var safnað, uppsögnum, kyni, aldri, hjúskaparstöðu og vinnustöðum var notað GEE líkan (Generalized estimating equation). Niðurstöðurnar sýna að læknisheimsóknir, veikindafjarvistir og það að mæta veikur til vinnu jókst tveimur, þremur og fimm árum eftir bankahrunið haustið 2008. Aukningin var mest á vinnustöðum þar sem uppsagnir starfsfólks höfðu átt sér stað. Konur og yngra fólk virtist veikara en karlar og eldri aldurs-hópar. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar felur einkum í sér aukna þekkingu á líðan starfs-fólks skólanna í kjölfar efnahagskreppa. Aukið álag og óöryggi vegna annarra þátta, svo sem endurskipulagningar starfsmannamála, aðhaldsaðgerða og uppsagna getur reyndar alið af sér sambærilegt ástand, óháð kreppum. Mikilvægt er að skólastjórnendur, þeir sem sinna starfsmannaheilsuvernd og rannsakendur hafi þetta hugfast.Peer Reviewe

    Musculoskeletal pain and its correlation to stress in Icelandic female head nurses

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur og tilgangur rannsóknar: Heilsa hjúkrunardeildarstjóra er ekki nægjanlega rannsökuð en vitað er að starfið er streitusamt. Engin rannsókn fannst þar sem rannsakaðir voru stoðkerfisverkir hjá hjúkrunardeildarstjórum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna stoðkerfisverki hjá hjúkrunardeildarstjórum sl. sex mánuði á þremur líkamssvæðum: hálsi/hnakka, herðum/öxlum og neðri hluta baks, og fylgni verkjanna við streitu. Aðferðin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þátttakendur í rannsókninni voru kvenhjúkrunardeildarstjórar á öllum sjúkrahúsum landsins. Spurningalisti var sendur rafrænt á 136 hjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome-kannanakerfið, 110 svöruðu (81%). Spurningar, sem snúa að stoðkerfisverkjum, voru fengnar frá rannsóknar- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins og voru verkir metnir á kvarðanum 1-10. Streita var metin með tíu spurninga PSSstreitukvarðanum. Lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði var notuð við úrvinnslu gagna. Niðurstöður leiddu í ljós talsverða verki hjá hjúkrunardeildarstjórum en 83% þeirra höfðu haft verki í herðum/öxlum síðustu sex mánuði og um 81% höfðu haft verki í hálsi/hnakka á sama tímabili. Um 72% hjúkrunardeildarstjóranna höfðu haft verki í neðri hluta baks síðustu sex mánuði. Því lengur sem hjúkrunardeildarstjórarnir höfðu haft verki þeim mun meiri voru verkirnir í hálsi/hnakka (F(4, 92) = 29,45, p<0,001), herðum/öxlum (F(4, 97) = 30,0, p<0,001) og neðri hluta baks (F(4, 89) = 33,3, p<0,001). Einnig komu fram jákvæð tengsl milli styrkleika verkja og dagafjölda verkja síðastliðna sex mánuði á einu líkamssvæði við annað. Þeir hjúkrunardeildarstjórar, sem voru yfir streituviðmiði, höfðu verki í fleiri daga og höfðu að meðaltali meiri verki frá hálsi/hnakka og herðum/öxlum en þeir sem voru yfir streituviðmiði. Ekki kom fram fylgni milli verkja í neðri hluta baks og streitu. Helstu ályktanir: Skoða þarf leiðir til að minnka stoð- kerfisverki hjúkrunardeildarstjóra og einnig þarf að finna leiðir til að minnka streitu þeirra og vinna markvisst að heilsusamlegra vinnuumhverfi fyrir þá. Heilsa þeirra má ekki bera skaða af krefjandi vinnuumhverfi.Background and aim: The health of head nurses is not adequately studied. However, it is known that it is a stressful job. No research was found that studied their musculoskeletal pain and its correlation to stress. The aim of this study was to investigate musculoskeletal pain among Icelandic female head nurses in the last six months in three areas of the body: the neck area, shoulder area and the lower-back and the correlation of this pain to stress. The method was a descriptive cross-sectional survey. Participants in the study were female head nurses of the country's hospitals. A questionnaire was sent to 136 head nurses through Outcome web-survey, 110 responded (81%). The questions about musculoskeletal pain are from Vinnueftirlitið (Head Office of the Administration of Occupational Safety and Health) and the pain was evaluated on a scale of 1-10. Stress was measured with the ten questions PSS-scale. Participants were instructed that the study was about their work-environment. Exploratory statistics and descriptive statistics were used for statistical analysis. The results show that during the last six months 83% of the head nurses had experienced musculoskeletal pain in the shoulder area, 81% in the neck area and about 72% of them had had musculoskeletal pain in the lower back. The longer the time the head nurses had felt pain the greater the pain was (neck area: F(4, 92) = 29.45, p<0.001, shoulder area: F(4, 97) = 30.0, p<0.001, lower back: F(4, 89) = 33.3, p<0.001). A positive correlation was also found between the severity of pain and the number of days in pain in various sites of musculoskeletal pain in the last six months. The head nurses who suffered stress had pain longer and had more pain from the neck and shoulder area than those who did not suffer stress. No correlation was found between low-back pain and stress. Conclusions: Further studies regarding musculoskeletal pain of head nurses and how to reduce it are called for. A conscious effort must be made to make their work environment more health-enhancing. Their health must not bear the damage from a demanding work environmen

    Work-related stress and workenvironment of Icelandic female head nurses

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur og tilgangur rannsóknar: Samkvæmt erlendum rannsóknum finna hjúkrunardeildarstjórar fyrir miklu vinnuálagi sem skapað getur vinnutengda streitu. Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að kanna hvort hjúkrunardeildarstjórar á Íslandi hafi einkenni um vinnutengda streitu, í öðru lagi hverju hún tengist og í þriðja lagi hvaða þættir stuðla að því að þeir séu sáttir eða ósáttir við starfsumhverfi sitt. Aðferðin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þýðið voru allir kvenhjúkrunardeildarstjórar á öllum sjúkrahúsum landsins. Þeir fjórir karlmenn, sem gegna því hlutverki, voru ekki með í þýðinu. Spurningalisti var sendur rafrænt á 136 kvenhjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome­kannanakerfið og svöruðu 110 (81%). Niðurstöður leiddu í ljós að 45% hjúkrunardeildarstjóranna voru yfir streituviðmiðum PSS­streitukvarðans (The Perceived Stress Scale). Ungir hjúkrunardeildarstjórar, þeir sem höfðu litla stjórnunarreynslu og þeir sem unnu langan vinnudag voru líklegri en aðrir til að vera yfir streituviðmiðunarmörkum. Tæplega þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna (28%), sem ekki fundu fyrir streitu, reyndust yfir streituviðmiðunum. Fram komu sterk jákvæð tengsl milli vinnutengdrar streitu og þess að vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Það sem hjúkrunardeildarstjórarnir töldu geta minnkað vinnutengda streitu mest var fullnægjandi mönnun og að hafa aðstoðardeildarstjóra. Þeir nefndu einnig mikilvægi stuðnings, betra upplýsingaflæðis, að fækka þyrfti verkefnum og að tilgreina þyrfti betur starfssvið hjúkrunardeildarstjóra. Hjúkrunardeildarstjórarnir voru sáttir við margt, svo sem gott samstarfsfólk, góðan starfsanda, ánægjuleg samskipti og að starfið væri fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Ósáttastir voru þeir við starfsmannaeklu, tímaálag, stuðnings­ og skilningsleysi yfirstjórnar, fjárskort, eilífar sparnaðarkröfur og lág laun miðað við ábyrgð. Helstu ályktanir: Að vera hjúkrunardeildarstjóri er streitusamt starf sem sést á því að tæplega helmingur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir viðurkenndum streituviðmiðum og nær þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir streituviðmiðunum án þess að gera sér grein fyrir því. Áhættuþættir vinnutengdrar streitu voru, samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar, meðal annars að vera ungur í starfi, hafa ekki langa stjórnunarreynslu og vinna langan vinnudag. Þrátt fyrir allt voru hjúkrunardeildarstjórar sáttir við margt í sínu starfsumhverfi, svo sem gott samstarfsfólk.Background and purpose. Head nurses work under great pressure and can therefore experience work­related stress. The purpose of this investigation was, firstly, to study whether head­nurses in Iceland have symptoms of work­related stress, secondly, what the underlying factors are and thirdly, what factors contribute to their contentment or discontentment with their work­environment. The method was descriptive cross­sectional. The population was all head nurses in all hospitals in Iceland. The four male head nurses were not included. A questionnaire was sent through Outcome web­ survey to 136 female head nurses of which 110 participated (81%). Results showed that 45% of the head nurses were over the stress benchmark on the The Perceived Stress Scale (PSS). Being a young head­nurse, having short administrative experience as well as long working hours were risk factors to exceed the stress limits. Nearly one­third of the head nurses (28%) were over the stress benchmark without realizing or acknowledging it. There was a strong positive relationship between work­related stress and being mentally exhausted at the end of the workday. What the head nurses felt were the most important factors in decreasing work­related stress was adequate number of personnel and having an assistant head nurse. They also mentioned support, decreased number and scope of tasks, and more accurate job description. The head nurses were content with many aspects of their jobs, such as good co­workers, work atmosphere, satisfying communication and found their work versatile, enjoyable and rewarding. They were discontent with lack of staff, time pressure, lack of support from superiors, lack of funds and constant requests to cut down costs as well as being paid low salaries compared to great responsibility. Conclusions: Being a head­nurse is stressful as can be seen by the fact that almost half of the head­nurses were over the stress benchmark and almost one third of the head nurses were over the stress benchmark without realizing it. The main risk­factors of work­ related stress are: being young, short administrative experience, and long working­hours. Despite all, the head­nurses were content with many factors in their work­environment such as good co­workers.Félagi íslenskra hjúkrunarfræðing

    Correlation between stressful factors in the working environment, sleep, and musculoskeletal pain among middle managers

    Get PDF
    Millistjórnendur eru í krefjandi hlutverki og upplifa sig oft eins og milli steins og sleggju. Þeir gegna þungavigtarhlutverki en störf þeirra einkennast af miklu vinnuálagi og streitu. Þó hafa þeir fengið fremur litla athygli í stjórnendafræðum, einkum innan heilbrigðisþjónustunnar. Við vitum til dæmis lítið um áhrif þessa krefjandi starfs á heilsu þeirra, til dæmis hvort streituvaldandi þættir í starfsumhverfinu tengjast stoðkerfisverkjum og svefni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða þessi tengsl. Um er að ræða lýsandi þversniðsrannsókn þar sem gögnum var safnað með forprófuðum spurningalista sem sendur var rafrænt á 137 hjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome-kannanakerfið. Svarhlutfall var 80,9%. Lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði var notuð við úrvinnslu gagna. Niðurstöður sýndu skýr tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, stoðkerfisverkja og ófullnægjandi svefns eftir að stjórnað var fyrir áhrifum af aldri, hjúskaparstöðu og fjölda stöðugilda í hjúkrun á deild. Streituvaldandi þættir í starfsumhverfinu og svefn höfðu tengsl við styrkleika stoðkerfisverkja á hálssvæði og herðum og svefn hafði tengsl við styrkleika verkja í neðri hluta baks. Meiri streita þýddi meiri stoðkerfisverki á hálssvæði og í herðum að teknu tilliti til svefns. Ófullnægjandi svefn þýddi aftur meiri stoðkerfisverki frá öllum þremur líkamssvæðunum að teknu tilliti til streituvaldandi þátta. Saman skýrðu streituvaldandi þættir í starfsumhverfinu og ófullnægjandi svefn, að teknu tilliti til aldurs, hjúskaparstöðu og fjölda stöðugilda við hjúkrun á deild, 17% af heildarbreytileika í styrkleika stoðkerfisverkja á hálssvæði, 21% í herðum og 14% í neðri hluta baks. Fram kom marktæk samvirkni milli streituvaldandi þátta í starfsumhverfinu og svefns varðandi styrkleika stoðkerfisverkja á hálssvæði. Niðurstöður þessarar rannsóknar verða vonandi til þess að hugað verði betur að streituvaldandi þáttum í starfsumhverfi millistjórnenda svefni og stoðkerfisverkjum þeirra.Middle managers have demanding roles and often experience themselves between a rock and a hard place, and their jobs are characterized by a heavy workload and stress. They have not received adequate attention in management science, in particular within healthcare. We know, for example, little about how stressful factors in the work environment are related to musculoskeletal pain and sleep. The purpose of this study was to examine this relationship. This is a descriptive cross-sectional study in which data was collected by a questionnaire which was sent electronically to 137 nursing managers through the Outcome-survey system. The response rate was 80.9%. Descriptive statistics and inferential statistics were used for statistical analysis. The results showed a clear link between stressful factors in the work environment and insufficient sleep, after controlling for the effects of age, marital status and the number of staff in the nursing unit. Stressful factors in the work environment and sleep affected the intensity of pain in the neck and shoulder area, and sleep correlated with the intensity of pain in the lower back. Taking sleep into account, more stress meant more pain in the neck and shoulder area. Taking into account stressful factors, insufficient sleep meant more pain in all three body regions. Together, stressful factors in the work environment and insufficient sleep explained 17% of the total variation in the intensity of pain in the neck area, 21% in the shoulder area, and 14% in the lower back, taking into account age, marital status and the number of staff in the nursing unit. There was a statistically significant interaction between stressful factors in the work environment and sleep regarding the intensity of musculoskeletal pain in the neck area. The results of this study will hopefully lead to better consideration of stressful factors in the work environment, sleep and musculoskeletal pain of middle managers.Peer ReviewedRitrýnt tímari

    Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda í leikskólum í kjölfar efnahagshrunsins

    Get PDF
    Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda, svo og aðbúnaður á vinnustað, er meðal þess sem getur haft áhrif á leikskólabörn og þroskaferil þeirra. Því er brýnt að rannsaka líðan þessara starfshópa og hvaða þættir í vinnuumhverfinu styðja við eða draga úr góðri líðan starfsfólksins. Það er viðfangsefni þessarar greinar. Vinnufyrirkomulag um það bil helmings allra leikskólakennara og leiðbeinenda, sem starfa hjá sveitarfélögum hér á landi, er rannsakað, svo og tengsl þess við sjálfmetna andlega líðan þeirra. Meginrannsóknarspurningin er hvort tengsl séu á milli þess hvernig leikskólakennarar og leiðbeinendur upplifa vinnufyrirkomulagsþætti eins og stjórnun, stuðning, vinnuálag, skilgreiningu hlutverka og þróun í starfi annars vegar og andlegrar líðanar þeirra hins vegar. Greinin byggir á langtíma panelgögnum þar sem sömu 480 leikskólakennurum og leiðbeinendum var fylgt eftir árin 2010, 2011, 2013 og 2015. Notað var svokallað GEE-líkan (e. generalized estimating equation) til að spá fyrir um andlega líðan starfsfólksins á þessum árum. Niðurstöðurnar gerðu almennt ekki greinarmun á leikskólakennurum og leiðbeinendum. Endurteknar mælingar sýndu að sjálfmetin andleg líðan leikskólakennaranna og leiðbeinendanna versnaði á milli fyrirlagna. Þetta kom einnig fram þegar tillit hafði verið tekið til kyns, aldurs og hjúskaparstöðu. Allir þættir í vinnuumhverfinu, sem til skoðunar voru, versnuðu á milli fyrirlagna að mati starfsfólksins. Sá þáttur, sem versnaði mest, var vinnuálag. Athyglisvert er þó að tengslin voru veik á milli vinnuálags og andlegrar líðanar. Góð stjórnun og félagslegur stuðningur hafði jákvæð áhrif á líðanina. Mikilvægt er að þeir sem standa að stefnumótun á sviði leikskólanna taki þessar niðurstöður til skoðunar og að greint verði enn frekar hvað veldur því að áðurnefndir vinnufyrirkomulagsþættir og líðan starfsfólksins versna að þeirra mati á milli fyrirlagna. Með því móti er ekki einungis stuðlað að bættu vinnuumhverfi leikskólakennara og leiðbeinenda heldur einnig leikskólabarnanna og að leikskólabörnunum sé sinnt á þann hátt sem nauðsynlegt er fyrir líðan þeirra og þroska.Peer Reviewe
    corecore