62 research outputs found

    Changes in smoking habits in the last thirty years in middle-aged Icelanders and their causes - Results from population surveys of the Icelandic Heart Association

    Get PDF
    Objective: During the last thirty years the Research Clinic of the Icelandic Heart Association has been engaged in several extensive cardiovascular population surveys. Smoking habits have been assessed by a questionnaire and the purpose of the present study is to describe the changes in smoking habits during the period 1967-2001, their causes and the reliability of the information gathered. Material and methods: The subjects were participants in four population surveys: The Reykjavik Study 1967-1996, Survey of "Young People" 1973-1974 and 1983-1985, MONICA Risk Factor Surveys 1983, 1988-1989 and 1993-1994 and the "Reykjavik Offspring Study" 1997-2001. The age of participants was 30-88 years and 26,311 examinations of males and 26,222 of females were performed, a number of individuals attending more often than once. A standardized smoking questionnaire was used and the reliability was assessed. Results: Smoking prevalence decreased substantially in both sexes during the study period. In the youngest male group the prevalence decreased from 65% to 42%, but in the oldest from 45% to 19%, while in the youngest female group the decrease was from 50% to 35% but in the oldest age group from 30% to 20%. The decrease in smoking was almost exclusively in the category of "light smokers" (i.e. 1-14 cigarettes a day or pipe/cigar smoker). The main reasons for quitting smoking were concerns about health and symptoms associated with smoking and the cost. The cost had greater weight at the beginning of the period than during the latter part but health concerns seem to be increasingly important. Compared to other countries smoking prevalence in Icelandic males is low but high in females. Conclusion: During the last three decades smoking prevalence in Icelanders 30 years and older has decreased substantially. The main reasons for quitting smoking are health concerns and cost. Continued information about the deleterious effects of smoking as well as increase in the price of tobacco is likely to reduce further the smoking prevalence.Tilgangur: Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur um þriggja áratuga skeið staðið fyrir umfangsmiklum hóprannsóknum á fullorðnu fólki með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og áhættuþátta þeirra. Í þessum rannsóknum hafa reykingavenjur verið kannaðar með spurningalista. Hér verður gerð grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á reykingavenjum, hverjar eru orsakir þeirra og hversu áreiðanlegar þessar upplýsingar eru. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur komu úr fjórum hóprannsóknum Hjartaverndar: Hóprannsókn Hjartaverndar á Reykjavíkursvæðinu 1967-1996, Rannsókn á "Ungu fólki" 1973-1974 og 1983-1985, MONICA rannsókninni á Íslandi 1983, 1988-1989 og 1993-1994 og Afkomendarannsókn Hjartaverndar 1997-2001. Þátttakendur voru á aldrinum 30-88 ára. Alls fóru fram 26.311 skoðanir á körlum og 26.222 á konum. Staðlaður spurningalisti var notaður til að kanna reykingavenjur og áreiðanleiki hans metinn. Niðurstöður: Heildartíðni reykinga minnkaði verulega bæði meðal karla og kvenna á tímabilinu. Í yngsta karlahópi minnkaði tíðni reykinga úr 65% í 42% en í þeim elsta úr 45% í 19%, en meðal kvenna úr 50% í 35% í þeim yngsta en úr 30% í 20% í þeim elsta. Þessi minnkun reykinga er að langmestu leyti bundin við þá sem reykja lítið, það er 1-14 sígarettur á dag eða pípu/vindla. Algengustu ástæður er ótti við heilsuspillandi áhrif þeirra, líkamleg einkenni tengd reykingum og kostnaður. Kostnaður vó þyngra fyrr á árum en nú, en áhyggjur af heilsunni hafa fengið aukið vægi. Tíðni sígarettureykinga er nú meiri meðal kvenna en karla á Íslandi. Í samanburði við aðrar þjóðir er tíðni reykinga meðal íslenskra karla með því lægsta sem gerist en kvenna með því hæsta. Ályktun: Á undanförnum þrem áratugum hefur reykingatíðni meðal Íslendinga 30 ára og eldri minnkað verulega. Umtalsverður munur hefur þó orðið á reykingavenjum karla og kvenna. Helstu ástæður þess að fólk hættir að reykja er ótti við heilsuspillandi áhrif reykinga, en kostnaður er einnig mikilvæg ástæða. Ætla má að með áframhaldandi fræðslu um skaðsemi reykinga og verðhækkun á tóbaki megi draga enn frekar úr reykingum meðal þjóðarinnar

    The relationship between educational level, physical activity and mortality

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjectives: The relationship between educational level and mortality is well known. This has been shown in the Reykjavik Study and was only partly accounted for by unequal distribution of known risk factors. The objective of the present study was to explore the relationship between educational level and physical activity and whether that relationship could partly explain differences in mortality. Material and methods: This is a part of the Reykjavik Study. Presented is data from 18,912 participants, divided into four groups by educational level. Physical activity was assessed by questionnaire. The relationship between physical activity and educational level was assessed by logistic regression and between mortality and educational level by Cox regression analysis. Adjustments were made for age, year of examination, known risk factors (serum lipids, blood pressure, height, weight, smoking, use of anti-hyertensive drugs and 90 min glucose tolerance) and physical activity. Results: There was a positive relationship between physical activity and educational level (p<0.001). By adding adjustments for physical activity to a multiple regression analysis containing other known risk factors the relationship between total mortality and educational level was reduced. For highest versus lowest educational group hazard ratio was elevated from 0.77 to 0.80 for men and from 0.91 to 0.93 for women. Same trend existed for cardiovascular mortality and to a less extent for cancer mortality. Conclusion: The association between educational level and mortality can be partly explained by differences in leisure-time physical activity. In spite of adjustments for known risk factors and physical activity there remains a statistically significant relationship between educational level and mortality.Inngangur: Vel þekkt er sambandið á milli lengdar skólagöngu og lífslíkna. Við höfum sýnt fram á þetta samband í Hóprannsókn Hjartaverndar. Það skýrðist aðeins að hluta til af mismunandi vægi þekktra áhættuþátta eftir skólagöngu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort ástundun líkamshreyfingar væri mismikil eftir lengd skólagöngu og hvort slíkur mismunur gæti skýrt frekar samband skólagöngu og dánartíðni. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi var hluti af Hóprannsókn Hjartaverndar. Til grundvallar þessara niðurstaðna eru gögn 18.912 þátttakenda, skipt í fjóra hópa eftir lengd skólagöngu. Allir þátttakendur svöruðu spurningalista um eigið heilsufar og fleira, meðal annars ástundun líkamsæfinga. Reiknað var samband skólagöngu og ástundunar líkamsæfinga með aðhvarfsgreiningu (logistic regression). Reiknuð var út dánaráhætta með áhættulíkani Cox. Leiðrétt var fyrir aldri, skoðunarári, þekktum áhættuþáttum (blóðfitu, blóðþrýstingi, hæð, þyngd, reykingum, notkun háþrýstingslyfja og sykurþoli) og ástundun líkamsæfinga. Niðurstöður: Sýnt var fram á marktækt jákvætt samband á milli reglulegrar ástundunar líkamsæfinga og menntunar (p<0,001). Þegar leiðréttingu fyrir ástundun líkamsæfinga var bætt við leiðréttingu fyrir þekktum áhættuþáttum, aldri og skoðunarári minnkaði samband skólagöngu og heildardánartíðni hjá báðum kynjum (fyrir karla úr 23% mismuni á stystu og lengstu skólagöngu í 20%. Fyrir konur voru samsvarandi tölur 9% og 7%). Sama tilhneiging var til staðar varðandi kransæðadauða hjá körlum og að minna leyti hvað varðaði dauða af völdum krabbameins. Ályktanir: Mismunandi ástundun líkamsæfinga eftir lengd skólagöngu á hlut í að skýra samband dánartíðni og skólagöngu hvað varðar heildardánartíðni og kransæðadauða. Enn stendur þó eftir marktækur mismunur á dánartíðni eftir lengd skólagöngu sem er óútskýrður

    Survival and trends of ocurrence of left ventricular hypertrophy, gender differences during 1967-1992. The Reykjavík Study

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: We estimated the prevalence and incidence of left ventricular hypertrophy (LVH) in this large prospective cohort study of almost 20,000 participants and identified risk factors in them. Predictive factors of its appearance were evaluated along with morbidity and mortality calculations. Material and methods: LVH was defined as Minnesota Code 310 on ECG. Everyone with this code at first visit was defined as a prevalence case and those who developed it between subsequent visits were incidence cases. Risk factors at the time of the diagnosis of LVH were determined with logistic regression. Predictive factors for acquiring this ECG abnormality were determined by Poisson regression. The comparison cohort were all other participants in the Reykjavík Study stages I-V. Results: Two hundred ninety-seven men and 49 women were found to have LVH or 3.2% and 0.5%, respectively. The incidence was 25/1000/year among men and 6/1000/ year among women. Prevalence in both genders increased with increasing age. Risk factors at the time of diagnosis were systolic blood pressure (odds ratio pr. mmHg (OR) 1.02; 95% confidence interval (CI): 1.01-1.03), age (OR pr. year: 1.04; 95% CI: 1.02-1.05), silent myocardial infarction (MI) (OR: 3.18; 95% CI: 1.39-7.27) and ST-T changes (OR: 3.06; 95% CI: 2.14-4.38) among men and systolic blood pressure and age for women with similar odds ratio. Predictive factors for acquiring LVH were systolic blood pressure (incidence ratio (IR): 1.01; 95% CI: 1.01-1.02) and angina with ECG changes (IR: 2.33; 95% CI: 1.08-5.02) among men and systolic blood pressure among women (IR: 1.03; 95% CI: 1.01-1.04). In men severe smoking seemed to have a protective effect against developing LVH (IR: 0.36; 95% CI: 0.18-0.71). The risk for coronary mortality was significantly increased among women with hypertrophy (hazard ratio (HR): 3.07; 95% CI: 1.5-6.31) and their total survival was poorer with increasing time from diagnosis of LVH (HR: 2.17; 95% CI: 1.36-3.48). Conclusions: We conclude that the presence of LVH and its appearance is associated with age and increased blood pressure among both genders. Women with LVH have poorer survival than other women and they are at threefold risk of dying of ischemic heart disease. This could indicate that criteria for detecting LVH on ECG detect both mild and severe hypertrophy among men but only the severe hypertrophy cases among women. More sensitive ECG methods may have to be used to detect mild, moderate and severe LVH among both genders in order to differentiate the severity of LVH based on the ECG diagnosis.Tilgangur: Áður hefur verið sýnt fram á að þykknun vinstri slegils ein og sér, óháð öðrum þekktum áhættuþáttum hjartasjúkdóma, er áhættuþáttur hjartasjúkdóms. Við mátum algengi og nýgengi þykknunar vinstri slegils (ÞVS) í hóprannsókn Hjartaverndar og mátum áhættuþætti þátttakenda með þykknun vinstri slegils. Forspárþættir þykknunar á vinstri slegli voru einnig athugaðir auk mats á dánartíðni og dánarorsökum þátttakenda. Efniviður og aðferðir: Þykknun vinstri slegils var skilgreind samkvæmt Minnesota kóda 310 á hjartarafriti. Þátttakendur með kódann 310 við fyrstu heimsókn tilheyrðu algengishópi og þeir sem síðar fengu kódann 310 nýgengishópi. Áhættuþættir við greiningu þykknunar á vinstri slegli voru metnir með fjölþáttagreiningu en forspárþætttir með Poisson aðhvarfsgreiningu. Til samanburðar voru aðrir þátttakendur í hóprannsókninni, áföngum I-V. Niðurstöður: Tvö hundruð níutíu og sjö karlar og 49 konur greindust með þykknun á vinstri slegli eða 3,2% karla og 0,5% kvenna. Nýgengi var 25 á 1000 á ári meðal karla og sex á 1000 á ári meðal kvenna. Algengi þykknunar á vinstri slegli jókst með auknum aldri meðal beggja kynja. Áhættuþættir við greiningu voru slagbilsþrýstingur, aldur, þögul kransæðastífla og ST-T breytingar á EKG meðal karla og slagbilsþrýstingur og aldur meðal kvenna. Forspárþættir fyrir tilkomu þykknunar á vinstri slegli voru hár slagbilsþrýstingur og hjartaöng án hjartarafritsbreytinga meðal karla og hár slagbilsþrýstingur meðal kvenna. Hins vegar virtust miklar reykingar karla verndandi gegn tilkomu þykknunar á vinstri slegli. Áhætta á kransæðadauða var marktækt aukin meðal kvenna (áhættuhlutfall 3,07; 95% vikmörk 1,50-6,31) en ekki meðal karla. Heildarlifun kvenna fór einnig versnandi eftir því sem lengri tími leið frá greiningu þykknunar á vinstri slegli (áhættuhlutfall 2,17; 95% vikmörk 1,36-3,48). Ályktun: Við teljum að þykknun á vinstri slegli og tilkoma þess síðar tengist aldri og háum slagbilsþrýstingi meðal beggja kynja. Konur með þykknun á vinstri slegli hafa verri horfur en aðrar konur og eru í þrefaldri hættu á að deyja úr kransæðasjúkdómi. Slík áhætta sást ekki meðal karla. Þetta gæti bent til þess að greining þykknunar á vinstri slegli á hjartarafriti sé ábótavant meðal kvenna og greini því einungis alvarlega þykknun á hjartaraafriti kvenna á meðan unnt sé að greina bæði væga og alvarlega þykknun vinstri slegils á hjartarafriti karla. Finna þarf næmari aðferðir á hjartarafriti til að greina þykknunina og alvarleika þykknunarinnar fyrir bæði karla og konur

    In search for explanatory factors in the relationship between educational level and mortality

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The connection between socioeconomic status and mortality is well known in Western countries. Educational level has frequently been used as a socioeconomic indicator. In a recent Icelandic prospective study, an inverse relationship between educational level and mortality was shown. The objective of the present study is to consider possible explanatory factors. Material and methods: This study was a part of the Reykjavík Study. A stratified sample of 400 people was taken from one of six study groups. The sample was equally divided between the sexes and four educational levels. Mean age of the sample was 72.7 years. Participants completed a questionnaire concerning knowledge of risk factors for coronary heart disease, expected response to symptoms of cardiac infarction, social network and use of health care. Response rate was 78.5%. The relationship between answers and educational level was assessed with logistic regression. Results: People with higher education were more likely to be in personal contact with nurses and doctors and receive advice concerning health and treatment from them. Participants were generally satisfied with the Icelandic health care system and seemed generally to have good access to it. A relationship with educational level was not shown. A larger proportion of those with lower education had regular communication with their general practician. Conclusions: Our results suggest that certain health care services are integrated into the social network of those with higher education. This may lower their morbidity and mortality. Other hypotheses concerning possible explanatory factors for differences in health were not supported.Tilgangur: Sambandið milli þjóðfélagsstöðu og dánartíðni er vel þekkt á Vesturlöndum. Í rannsóknum síðari ára hefur menntun oft verið notuð sem mælikvarði á þjóðfélagsstöðu. Í nýlegri íslenskri framskyggnri rannsókn var sýnt fram á öfugt samband menntunar og dánartíðni. Tilgangur eftirfarandi rannsóknar var að kanna mögulega skýringarþætti þess. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi var hluti af hóprannsókn Hjartaverndar. Tekið var 400 manna lagskipt úrtak úr einum sex rannsóknarhópa. Úrtakið skiptist jafnt milli kynja og fjögurra menntahópa. Meðalaldur úrtaks var 72,7 ár. Þátttakendur svöruðu spurningalista sem sneri að þekkingu á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma, væntanlegum viðbrögðum við einkennum hjartadreps, félagslegum tengslum og samskiptum við heilbrigðiskerfið. Svarhlutfall var 78,5%. Fundið var hvort samband væri á milli menntunar og svara með línulegri aðhvarfsgreiningu (logistic regression). Niðurstöður: Ekki fannst marktækt samband milli menntunar og þekkingar á eigin áhættuþáttum kransæðasjúkdóma (blóðþrýstingur, blóðfitur, líkamsþyngd) eða væntanlegra viðbragða við einkennum hjartadreps. Meira menntaðir voru líklegri til að þekkja heilbrigðisstarfsfólk persónulega og njóta ráðlegginga þess varðandi heilsufar og meðferð sjúkdóma. Ánægja þátttakenda með heilbrigðisþjónustuna var almennt mikil og aðgengi að henni virtist lítt takmarkað en ekki var sýnt fram á samband við menntun hvað þetta varðar. Stærra hlutfall minna menntaðra átti regluleg samskipti við heimilislækni. Fleirum meðal minna menntaðra þótti heilbrigðiskerfið óaðgengilegt. Ályktun: Niðurstöður okkar vekja þá spurningu hvort viss heilbrigðisþjónusta sé innbyggð í félagsleg tengsl meira menntaðra og stuðli að betri heilsu þeirra. Aðrar tilgátur um hugsanlega skýringarþætti voru ekki studdar

    Changes in myocardial infarction incidence and mortality in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: According to public health reports ischaemic heart disease was an uncommon cause of death in Iceland at the beginning of the last century. This death rate increased steadily until the ninety-eighties whereafter it leveled off and started to decline. The objective of the present study is to assess in detail the changes in myocardial infarction attack, incidence and death rate as well as case fatality. Material and methods: Crude death rate from ischaemic heart disease is available from the Statistical Bureau of Iceland from 1911 to 1996 and age and sex standardized death rate from 1951. In this paper, however, the material is mainly from the MONICA Project, a multinational study of myocardial infarction under the auspices of the World Health Organization. The study, in which Iceland has participated since 1981, registers all myocardial infarctions in people aged 25-74 years in the whole country. The registration is performed according to standardized criteria and external quality control was applied throughout by WHO designated quality control centers. The registration now covers the period 1981-1998. Results: The crude death rate in ischaemic heart disease in both sexes combined increased steadily until about 1980 when it accounted for about 30% of deaths. Age and sex specific death rate from these diseases increased from 1951 to about 1970, leveled off for the next 10 years and has since decreased. The MONICA data show a decline of death rate from myocardial infarction of 57% in men aged 25-74 during 1981-1998 and a 51% decline in women. Incidence rate has declined by 40% and 34% in men and women respectively and attack rate by 49% and 44%. Incidence, death rate and case fatality in myocardial infarction in Iceland compares favorably with other European countries. Conclusions: Myocardial infarction incidence and death rates have been declining in Iceland during the last two decades. Case fatality is now among the lowest compared to other countries. Preventive measures are most likely to further reduce incidence and death rates in myocardial infarction in Iceland.Inngangur: Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands voru blóðþurrðarsjúkdómar hjarta sjaldgæf dánarorsök í byrjun síðustu aldar. Dánartíðnin fór síðan stöðugt vaxandi fram á níunda áratuginn en fór eftir það að lækka. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna ítarlega þær breytingar sem orðið hafa á nýgengi, dánartíðni og dánarhlutfalli vegna kransæðastíflu á síðustu öld. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms frá 1911-1996 eru fengnar frá Hagstofu Íslands en aldurstaðlaðar tölur eftir kyni frá 1951-1996. Í þessari grein er þó einkum byggt á niðurstöðum MONICA rannsóknarinnar, sem er fjölþjóðleg rannsókn á kransæðastíflu undir yfirstjórn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Í þessari rannsókn, sem Ísland hefur tekið þátt í síðan 1981, eru skráð öll tilfelli kransæðastíflu meðal allra karla og kvenna á aldrinum 25-74 ára á landinu öllu. Skráningin er gerð eftir stöðluðum skilmerkjum og gæðaeftirlit er framkvæmt af sérstökum eftirlitsstöðvum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Skráningin nær nú yfir tímabilið 1981-1998. Niðurstöður: Dánartíðni karla og kvenna í blóðþurrðarsjúkdómum hjarta fór stöðugt vaxandi fram yfir 1980 og var þá orsök um 30% dauðsfalla. Aldursstöðluð dánartíðni fór vaxandi hjá báðum kynjum frá 1951 til um 1970, stóð síðan nokkurn veginn í stað næstu 10 ár en hefur síðan lækkað. MONICA skráningin sýnir að dánartíðni vegna kransæðastíflu hefur lækkað um 57% hjá körlum á aldrinum 25-74 ára á tímabilinu 1981-1998 og um 51% hjá konum. Nýgengi hefur lækkað um 40% hjá körlum og 34% hjá konum og heildartíðni um 49% og 44%. Nýgengi, dánartíðni og dánarhlutfall vegna kransæðastíflu er hagstæðara á Íslandi en í flestum Evrópulöndum. Ályktanir: Nýgengi og dánartíðni vegna kransæðastíflu hefur farið lækkandi á Íslandi síðastliðna tvo áratugi. Dánarhlutfall er nú með því lægsta sem gerist samanborið við aðrar þjóðir. Líklegt er að forvarnaraðgerðir verði árangursríkastar til að lækka tíðni þessara sjúkdóma enn frekar

    Saga læknisfræðinnar: Tölvuvæðing læknisfræðigagna

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin

    Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka: Eftirlit með tilkynningarskyldum aðilum öðrum en fjármálastofnunum og trúnaðarskylda lögmanna

    No full text
    Peningaþvætti grefur undan trúverðugleika fjármálakerfisins, raskar samkeppni og veitir brotamönnum gróðavon, sem svo stuðlar að auknum afbrotum. Mikilvægt er því að gera fjármálakerfið fjandsamlegt brotamönnum án þess þó að íþyngja lögmætri starfsemi um of. Alþjóðlegi aðgerðahópurinn Financial Action Task Force framkvæmdi nýverið úttekt á íslensku regluverki í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Úttektin leiddi í ljós alvarlega vankanta á íslensku regluverki, einkum í tengslum við eftirlit með tilkynningarskyldum aðilum öðrum en fjármálastofnunum líkt og lögmönnum. Viðfangsefni ritgerðarinnar er tilkynningarskylda lögmanna og eftirlit með þeim í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Markmið ritgerðarinnar er að leggja mat á hvort tilkynningarskylda lögmanna, verði þeir varir við refsiverða háttsemi umbjóðenda sinna, samræmist lögbundinni þagnarskyldu þeirra. Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um hugtökin peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lýst er algengum aðferðum við framkvæmd þessara brota og hvernig fjallað hefur verið um þau í íslenskum rétti. Næst er fjallað um aðgerðahópinn FATF og alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins í tengslum við baráttuna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjallað er um lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og nýmæli laganna. Þá er fjallað um eftirlit með tilkynningarskyldum aðilum öðrum en fjármálastofnunum, líkt og lögmönnum, í kjölfar setningar laganna. Loks er slíkt eftirlit borið saman við sambærilegt eftirlit á Norðurlöndum og Bretlandi og gerðar tillögur að úrbótum

    Opinber umræða og tjáningarfrelsi alþingismanna

    No full text
    Rétturinn til þess að tjá sig er forsenda lýðræðislegra stjórnarhátta auk þess að vera vafalaust meðal dýrmætustu réttinda einstaklinga. Tjáningarfrelsið er tryggt í 73. gr. stjórnarskrárinnar, en samkvæmt íslenskum rétti gildir sú grundvallarregla að menn eiga almennt rétt á að tjá hug sinn opinberlega með hverjum þeim hætti sem þeim þóknast. Á sumum sviðum þjóðlífsins er tjáningarfrelsið sérstaklega mikilvægt og á það við í umræðum um stjórnmál, en það sjónarmið birtist m.a. í 2. mgr. 49. gr. stjórnarskrárinnar, sem segir að enginn alþingismaður verði krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það, sem hann hefur sagt í þinginu, nema Alþingi leyfi. Þannig njóta alþingismenn sérstaks málfrelsis í starfi sínu en ítarlega er fjallað um þetta ákvæði stjórnarskrárinnar í ritgerðinni. Í ritgerðinni verður farið yfir þær sérstöku reglur sem gilda um tjáningarfrelsi í opinberri umræðu um þjóðmál og svo sérstaklega um þær reglur stjórnarskrárinnar sem veita alþingismönnum víðtæka friðhelgi og málfrelsi. Í byrjun verður rakið stuttlega upphaf reglna um tjáningarfrelsið í Evrópu og hvaða reglur gilda um það í íslenskum rétti. Fjallað verður um tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og áhrif þess á íslenskan rétt. Farið verður yfir niðurstöður þeirra fræðimanna sem hafa skrifað um ákvæðin og skoðuð dómaframkvæmd

    Nýgengi krabbameina og dánartíðni krabbameinssjúklinga á Íslandi síðustu 35 árin

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe objective was to investigate the changes in incidence and mortality from malignant diseases over the period from 1955 to 1989 in Iceland. The results are presented as number of cases and incidence rates in five age groups and seven time periods, males and females. The same is presented for mortality. There was an increase in incidence rates in all age groups except the youngest (0-19 years). Overall there was a decrease in mortality rate, ten per cent for females and five per cent for males. In the youngest age group this decrease in mortality was more than fifty per cent for both sexes.Í þessari grein er lýst breytingum á nýgengihlutfalli og dánartíðni illkynja sjúkdóma á Íslandi 1955-1989. Niðurstöðurnar eru sýndar sem nýgengihlutfall í fimm aldurshópum og sjö fimm ára tímabilum fyrir karla og konur. Sömu upplýsingar eru um dánartíðni. Nýgengihlutfall hækkaði í öllum aldurshópum nema þeim yngstu (10-19 ára). Dánartíðni lækkaði um 10% hjá konum og um 5% hjá körlum. í yngsta aldurshópnum var lækkun á dánartíðni meira en 50% hjá báðum kynjum

    Incidence of injuries resulting from physical violence in Reykjavik 1974-1991

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe purpose of this study was to research the incidence of injuries in Reykjavik among those who had been the victims of physical violence. The study examined the computer data on all injury cases resulting from physical violence among legal residents of Reykjavik, the capital area, who were treated at the Emergency Department (ED) of the Reykjavik City Hospital, University of Iceland, from the time period 1974-1991. Data for the year 1991 were analysed with respect to where and when the violence took place. The age-adjusted incidence for injury following physical violence varied with the time period. It increased from 17.3 per thousand per year for men and 7.2 for women in 1974-1976 to 19.3 and 8.4 respectively in 1977-1979. In the period 1980-1982 there was a 30% drop in such cases for both sexes. Since that time there has been a significant increase, such that the incidence for injury following physical violence in 1989-1991 was 19.8 for men and 7.0 for women. The incidence of injury following physical violence was highest among males and females in the age group 15-19 year or 46 and 15, respectively. The incidence of those hospitalized after physical violence doubled from 0.54 to 1.10 for men and from 0.20 to 0.42 for women during the study period. About half (males 53%, females 43%) of those suffering injury resulting from physical violence sought help at the ED on Saturdays or Sundays: among the women 41% had been victims of physical violence in the home, whereas for the men violent aggression was most common in places of entertainment (25%) or outdoors (33%).Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi ofbeldisáverka í Reykjavik. Lögskráðir íbúar Reykjavíkur, sem höfðu leitað á slysadeild Borgarspítalans á árunum 1974-1991 vegna ofbeldisáverka, voru skráðir á tölvutækan hátt. Ofbeldisáverkar frá árinu 1991 voru athugaðir sérstaklega með tilliti til þess hvar og hvenær þeir áttu sér stað. Aldursleiðrétt nýgengi ofbeldisáverka var breytilegt á tímabilinu. Hvað karla varðar jókst það úr 17,3 af þúsund á ári og 7,2 hjá konum árin 1974-1976 í 19,3 og 8,4 árin 1977-1979. Árin 1980-1982 fækkaði áverkum um nálega 30% hjá báðum kynjum. Frá þeim tíma hafa ofbeldisáverkar aukist marktækt og var nýgengi þeirra 19,8 hjá körlum og 7,0 hjá konum árin 1989-91. Nýgengi ofbeldisáverka var hæst hjá körlum og konum í aldurshópnum 15-19 ára eða 46 og 15. Á tímabilinu tvöfaldaðist nýgengi innlagna eftir ofbeldisáverka, jókst úr 0,54 í 1,10 hjá körlum og 0,20 í 0,42 hjá konum. Um helmingur þeirra sem leituðu slysadeildar vegna ofbeldisáverka (53% karla og 43% kvenna) gerðu það á laugardögum og sunnudögum. Stór hluti kvenna varð fyrir ofbeldisáverkum inni á heimili (41%) en ofbeldisáverkar hjá körlum voru algengastir á skemmtistað (25%) eða úti við (33%)
    corecore