1 research outputs found
Vísindakenningar og hversdagsleg gildi: Um áhrif hversdagslegra gilda á beitingu vísindakenninga og siðferðilegra ákvarðana
Í daglegri umræðu er oft gengið út frá því að vísindi færi okkar sannleikann um eðli hlutanna. Hins vegar geta vísindi aldrei greint rétt frá röngu með fullkominni vissu. Aðferðafræði vísinda gerir að verkum að vísindafólk þarf alltaf að „brúa“ bilið á milli reynslugagna og vísindakenninga. Vandinn sem blasir við er hvort og hvernig þetta er gert með skynsömum hætti. Þetta hefur meðal annars orðið til þess að margir vísindaheimspekingar telja vísindastarf vera undir áhrifum gilda með ýmsum hætti. Vísindaheimspekingurinn Heather Douglas hefur fært rök fyrir að hversdagsleg gildi (til dæmis siðferðileg gildi) vísindafólks hafi áhrif á hvort vísindakenningar séu samþykktar eða ekki þegar það hefði afleiðingar sem eru ekki þekkingarfræðilegar (til dæmis siðferðilegar afleiðingar). Skoðun Douglas er sú að vísindafólk á að beita hversdagslegum gildum sínum í slíku ferli. Í ritgerðinni er þessi afstaða Douglas tekin til skoðunar og niðurstaða mín er að það sé ekki í verkahring vísindafólks að taka slíkar ákvarðanir, heldur í verkahring stjórnmálafólks