6 research outputs found
Stefnumiðað árangursmat hjá tveimur íslenskum fyrirtækjum
Vaxandi samkeppni í kjölfar aukinnar alþjóðavæðingar og tækniþróunar hefur meðal annars orðið til þess að skipulagsheildir leggja meiri áherslu á árangursstjórnun. Stefnumiðað árangursmat er aðferðafræði sem nýtir mælingar til að meta árangur af stefnu skipulagsheilda. Leitast er við að koma yfirlýstri stefnu yfir á mælanlegt form til þess að unnt sé að gera sér grein fyrir hvaða aðgerða er þörf til að stefna skili árangri.
Megin markmið þessa verkefnis er fyrst og fremst að útskýra hvað felst í stefnumiðuðu árangursmati og fjalla um innleiðingu aðferðarinnar hjá tveimur íslenskum fyrirtækjum. Höfund langaði til að skoða tvö fyrirtæki sem starfa á ólíkum vettvangi og bera saman útfærslu aðferðarinnar innan þeirra. Fyrir valinu voru tvö fyirrtæki, annars vegar stórt framleiðslufyrirtæki, Össur, og hins vegar lítið fyrirtæki í opinberum rekstri, Umferðarstofa. Höfundur hafði samband við aðila sem sjá um árangursmatið innan fyrirtækjanna og fékk að leggja fyrir þá spurningar. Þegar þeim var svarað var unnið úr niðurstöðum og dregnar ályktanir af þeim.
Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að stefna og stefnumótun eru einkar vandmeðfarin og vanmetin hugtök sem of fáir innan skipulagsheilda leggja skilning í. Áður en ráðist er í innleiðingu árangursstjórnunarkerfa á borð við stefnumiðað árangursmat verður fyrirtæki að huga mjög vel að stefnu sinni og íhuga hvort hún henti fyrir árangursmatið, eigi það að skila árangri fyrir skipulagsheildina. Útfærsla á árangursmatinu er einnig misjöfn og þarf að taka mið af hverri skipulagsheild fyrir sig
Sýnileg stjórnun hjá Icelandair : aðferðin – innleiðing - ávinningurinn
Sýnileg stjórnun er aðferðafræði sem gerir verkefni og vinnu starfsmanna sýnilega og afhjúpar frávik í þjónustu og framleiðslu. Í nútímasamfélagi er tíminn af skornum skammti og vaxandi aðgangur að upplýsingum. Þar með aukast kröfur starfsmanna um aðgang að lykilupplýsingum til að geta tekið snöggar ákvarðanir.
Tilgangur verkefnisins er að rannsaka notkun á ýmsum aðferðum sýnilegrar stjórnunar á mismunandi vettvangi innan Icelandair Group hf. Þar starfa í kringum 2000 manns sem gerir fyrirtækið meðal þeirra stærstu á Íslandi.
Aðferðir sýnilegrar stjórnunar á borð við A3, 5S og töflur hafa verið innleiddar innan Icelandair og höfund lék forvitni á að kynna sér bakgrunn þess. Í hvaða tilgangi er verið að nota þessi tól, á hvaða vettvangi og hverjar eru nytjar þeirra
Hvernig getur stjórnarskrá stuðlað að vandaðri lagasetningu?
Ritgerðin fjallar um lagasetningu á Íslandi og hvert hlutverk stjórnarskrár lýðveldisins er í þeim efnum. Nánar tiltekið er rannsakað hvernig stjórnarskrárákvæði geta stuðlað að því að lagasetning verði vandaðri. Til þess að svara því þarf fyrst að skilgreina hugtakið vönduð lagasetning og varpa ljósi á vandamál við lagasetningu hér á landi. Áherslur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru einnig kannaðar í þessu ljósi. Þá er saga stjórnarskrárinnar könnuð með hliðsjón af þeim hugmyndum og reglum er snúa að lagasetningu sem þar er að finna. Auk þess sem fjallað er um frumkvæðisrétt þingmanna, mat á samræmi laga við stjórnarskrá og aukna aðkomu þjóðarinnar að lagasetningu
Fjallað er um tillögur Stjórnlagaráðs er tengjast lagasetningarferlinu en þar eru lagðar til misróttækar breytingartillögur með ákveðin markmið að leiðarljósi sem einna helst snúa að því að auka aðskilnað milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Loks er varpað fram hugmyndum um mögulegar breytingar á stjórnarskránni, eða eftir atvikum í lögum nr. 51/1991 um þingsköp Alþingis, sem höfundur telur að yrðu til þess fallnar að stuðla að betra vinnulagi og vandaðri lagasetningu með hliðsjón af því sem rannsakað hefur verið við vinnslu ritgerðarinnar.
Þetta efni varð fyrir valinu í ljósi áhuga höfundar á stjórnskipan, lagasetningu og vinnulagi í stjórnsýslunni og á Alþingi. Ljóst er að þörf er á úrbótum á þessu sviði og er hér reynt að sýna fram á hvernig hægt sé að mæta þeim þörfum. Vandaður undirbúningur við lagasetningu skiptir verulegu máli fyrir samfélagið í heild og geta neikvæðar afleiðingar af illa undirbúnum lögum verið margvíslegar. Þannig aukast líkur á að sett verði lög án þess að kannað hafi verið hvaða áhrif lagasetningin hefur, til dæmis á þjóðfélagið í heild eða ákveðna hópa þess. Þá geta verið samþykkt og tekið gildi lög sem brjóta gegn stjórnarskránni eða samrýmast ekki öðrum gildandi lögum. Komist er að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnsýsla sé veik í samanburði við nágrannalönd og Evrópuríki og á eftir í þróun að bættri lagasetningu. Í ritgerðinni er bent á leiðir til þess að bæta þar úr.This thesis discusses the legislative process in Iceland and the role of the constitution in that process. More specifically, how the constitution can improve the legislative process. The term regulatory quality is defined and problems in the legislative process in Iceland are identified. The focus of the Organization for Economic Co-operation and Development (OECD) in the field og regulatory quality are also examined. The history of the constitution is analyzed with regard to the ideas and principles relating to the legislative process, along with a discussion about the Members' of Parliament rights of initiative, the assessment of conformity with the constitution and laws of the increased involvement of referendums regarding the legislative process.
Then propositions from the Constitutional Council relating to the legislative process are discussed. The council proposes various amendments with specific goals in mind, mainly to increase the separation between legislative and executive branches of government. Finally ideas of possible changes to the constitution, or law no. 51/1991 on rules of procedure of Parliament, are examined. Ideas that the author believes to be conductive to improve the legislative process and quality legislation with regard to what has been discussed in the thesis.
This material was chosen in view of the author's interest in constitutional law, the legislative process, the legislature and administrative law. There is a need for improvement in this area and the author tries to demonstrate how those improve-ments can be made. Legislative preparation of good quality can be crucial for the society as a whole and can have negative consequences in various ways if the law is ill-prepared. Consequences are among others an increased probability of legislation without impact assessment of the society as a whole or specific groups thereof. Also laws may be adopted that violate the constitution or are inconsistent with other applicable laws. The conclusion of this thesis is that the Icelandic administration is weak in comparison to neighboring and European countries and relatively poor in the development of improved legislative process. The paper identifies ways to rectify this
Málskotsréttur forseta samkvæmt 26. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands : er breytinga þörf?
Ritgerðin fjallar um málskotsrétt forseta samkvæmt 26. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands en í ákvæðinu felst vald forseta til þess að neita að skrifa undir lagafrumvarp sem Alþingi hefur samþykkt og sker þá þjóðaratkvæðagreiðsla úr um gildi laganna. Ákvæðið er umdeilt og hefur lögfræðinga og aðra greint á um hvernig beri að túlka það. Ástæðurnar eru hversu opið orðalag ákvæðisins er og hvaða hugmyndir búa að baki því. Beiting, eða kannski skortur á beitingu, ákvæðisins fram til ársins 2004 varð til þess að fræðimenn drógu vald forseta í efa en nú er ljóst, eftir að forseti hefur synjað lögum undirskriftar í tvígang án afskipta annarra handhafa ríkisvaldsins, að forsetinn hefur þetta vald.
Í ritgerðinni er fjallað er um stjórnskipulega stöðu forseta Íslands út frá nefndri 26. gr. stjskr. og hvort Alþingi hafi heimild til að nema úr gildi lög sem forseti hefur synjað staðfestingar. Slík afturköllun laga hefur í för með sér að ekki fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Niðurstaðan er sú að Alþingi hefur heimild til þess að nema úr gildi lög sem forseti hefur synjað staðfestingar, þrátt fyrir að veigamikil rök mæli gegn því, eins og skýrt orðlag 26. gr. stjskr., enda er löggjafarvaldið ótvírætt hjá Alþingi og þar með valdið til þess að nema lög úr gildi.
Fjallað er um sambærileg ákvæði í stjórnarskrám annarra ríkja en þó sérstaklega í völdum nágrannalöndum enda er almennt litið til þeirra þegar kemur að lagasetningu. Ljóst er að einhvers konar temprun á löggjafarvaldi Alþingis er nauðsynleg enda almennt gengið út frá því að aukin valddreifing sé til hins betra og leiði til stöðugra stjórnarfars. Teknar eru sérstaklega til skoðunar þrjár mögulegar leiðir við breytingu á ákvæðinu með markmið ákvæðisins í huga. Í fyrsta lagi er fjallað um nýja skipan mála varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur, svokallaðan frumkvæðisrétt þjóðar en í því felst réttur þjóðarinnar til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í tilteknum málum. Í öðru lagi er fjallað um stjórnarskráreftirlit, það er eftirlit með því að lög séu í samræmi við stjórnarskrá. Í þriðja og síðasta lagi er fjallað um þá leið að forseta sé heimilt að senda frumvarp aftur til þingsins en þingið geti þá yfirunnið frumvarpið með samþykki 2/3 hluta þingmanna og héldi það þá gildi sínu.This thesis discusses the powers of the president of Iceland under Article 26 of Iceland’s Constitution to submit before a national referendum a bill, passed by Althingi, by refusing to sign such a bill. The outcome of the national referendum decides on whether the approved is upheld bill or ceases to have effect as law. The abovementioned Article is controversial and lawyers as well as scholars have argued on how to construe the said Article. The reasons for the controversy are that the Article is open to construction and the political ideology behind the Article. The use or maybe lack of use, of the presidents’ powers according to Article 26 of the Constitution, until the year 2004 led certain scholars to doubt the presidents’ powers. Now, after the president has on two occasions exercised his powers under the constitution, without the intervention of other branches or the government, it is clear that the president is granted the abovementioned powers by the constitution.
The thesis discusses the constitutional standing of the president of Iceland under Article 26 of the Icelandic Constitution and whether Althingi has the authority to revoke law which the president has refused to sign, and therefore not confirming the law. Such a revocation has the effect that there will be no referendum. It is the conclusion of this thesis that Althingi has the authority to revoke such a law which the president has refused to sign, even though the wording of Article 26 is clear, the legislative powers rest with Althingi and therefore it can revoke any law it has previously passed.
The thesis covers comparable Articles in the constitutions of other countries, mainly in Scandinavia as it is traditional in Iceland to look to its neighbouring countries for guidance when legislating. It is obvious that some type of moderation for the powers of the legislative branch is necessary on the basis of that decentralisation of governmental powers is good in general and leads to a stabilized government. The thesis discusses three alternative routes should Article 26 of the Icelandic Constitution be changed given the objective of the mentioned Article. First, it is discussed that the nation may be given a proactive right to call for a national referendum. Secondly, constitutional supervision is discussed. That is the supervision by a government branch whether law is in conformity with the Constitution. Thirdly, the possibility of the president sending the approved bill back to the Althingi which would then have to pass it by 2/3 of its members for the law to stay in effect
Vægi verkefna í íslensku hagkerfi : samanburðarrannsókn
Verkefnisstjórnun hefur verið að ryðja sér til rúms á undanförnum áratugum og almennt er talið í fræðilegri umræðu að sú aðferðafræði sé í vexti innan skipulagsheilda. En hvert er vægi verkefnisstjórnunar og verkefna á Íslandi? Í þessari rannsókn voru framkvæmdar tvær kannanir til að meta vægið. Endurtekin var rannsókn sem nýlega var gerð í Þýskalandi sem mældi vægi vinnustunda í verkefnum út frá atvinnuvegaflokkun.
Niðurstaðan úr samanburðarrannsókninni er að vægi verkefna af heildarvinnutíma á Íslandi sé 27,7%. en í þýskalandi til samanburðar 34,7%.
Í hinni rannsókninni var stjórnendavagn MMR nýttur til spurninga. Niðurstaðan er sú að 46,2% segja að verkefnisstjórnun sé mjög eða frekar algeng í þeirra fyrirtæki, 30,7% segja að hún sé frekar óalgeng og 23,1% að hún sé lítið eða ekkert notuð. 56,9% fyrirtækja á Íslandi telja að vægi hennar muni aukast mikið eða nokkuð á næstu tólf mánuðum, 41,5% að hún muni standa í stað og einungis 1,6% að hún muni minnka. Niðurstöðurnar benda til að verkefnisstjórnun sé mikið notuð hér á landi og áherslan á hana sem aðferðafræði við stjórnun og rekstur muni aukast á næstu misserum