24 research outputs found
Adverse drug reaction reports in Iceland from 2013 to 2016. A comparison with other Nordic countries
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesInngangur: Niðurstöður rannsókna á takmörkuðum hópi fólks liggja til grundvallar upplýsingum um aukaverkanir nýrra lyfja á markaði. Aukaverkanatilkynningar gegna mikilvægu hlutverki í uppfærslu þessara upplýsinga sem ná þá til breiðari hóps sjúklinga. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða fjölda og eðli aukaverkanatilkynninga á Íslandi og bera saman við nágrannalöndin. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir aukaverkanatilkynningar í gagnagrunni Lyfjastofnunar árin 2013 til 2016 og þær bornar saman við upplýsingar úr ársskýrslum lyfjastofnana í Svíþjóð, Noregi og Danmörku fyrir árin 2013 til 2015. Samanburðurinn tók til fjölda og flokkunar tilkynntra aukaverkana eftir alvarleika og eftir ATC-flokkum lyfjanna. Sala lyfja í þessum löndum var skoðuð. Niðurstöður: Fjöldi aukaverkanatilkynninga á Íslandi var á bilinu 36-104 tilkynningar á hverja 100.000 íbúa á ári. Heildarfjöldi tilkynninga á Norð- urlöndunum var 58-133 á 100.000 íbúa á ári. Innan við 10% tilkynninga á Íslandi flokkuðust sem alvarlegar aukaverkanir meðan þetta hlutfall var frá 38-64% á hinum Norðurlöndunum. Hérlendis voru aukaverkanatilkynningar mun algengari í ATC-flokki A, en fátíðari í flokkum B, J og L, heldur en á hinum Norðurlöndunum. Sala lyfja eftir ATC-flokkum var sambærileg milli landanna. Ályktun: Mikill breytileiki er á fjölda tilkynntra aukaverkana á Íslandi milli ára á tímabilinu. Í samanburði við hin Norðurlöndin er dreifing aukaverkana eftir ATC-flokkum lyfja önnur og hlutfall alvarlegra aukaverkana lágt. Sölutölur skýra ekki þennan mismun.Introduction: Information regarding adverse drug reactions (ADRs) of new medications is based on clinical studies of selected populations. The reporting of ADRs from real-life use following the marketing of new active substances is instrumental for the continuous evaluation of their benefit-risk balance. The aim of this study was to determine the number and nature of ADR reports in Iceland and compare with other Nordic countries. Materials and methods: Reports of ADRs from 2013 to 2016 were examined using the Icelandic Medicines Agency´s database. The total number and seriousness of ADRs by ATC-classification of drugs were compared with data published in the 2013 to 2015 annual reports from the Swedish, Danish and Norwegian Medicines Agencies. Comparison of sales between countries was examined. Results: The number of ADR reports in Iceland was between 36 to 104 per 100 thousand inhabitants/year, with less than 10% defined as serious. This compares to 58 to 133 ADR reports per 100 thousand inhabitants in the other Nordic countries, with 38% to 64% of ADRs classified as serious. In Iceland, ADR reports were more common for medications in ATC-class A and less common for classes B, J and L compared to the other Nordic countries. Sales of medications were comparable between these nations. Conclusion: There is great variability in the number of ADRs reported annually in Iceland. The drugs reported are within different ATC-classes and the proportion of serious ADRs is low compared to the other Nordic countries. This is not explained by different sales volumes
Treating Early-Stage CKD With New Medication Therapies:Results of a CKD Patient Survey Informing the 2020 NKF-FDA Scientific Workshop on Clinical Trial Considerations for Developing Treatments for Early Stages of Common, Chronic Kidney Diseases
RATIONALE & OBJECTIVE: With a growing number of medications and therapies available to treat chronic kidney disease (CKD), risk-versus-benefit discussions are increasingly critical. Balancing risks and benefits requires assessing patients’ understanding of these, as well as incorporating patient preferences and tolerance for side effects into shared decision making. STUDY DESIGN: A 26-question online survey was sent to people in the National Kidney Foundation patient email list and posted on associated social media pages to assess the respondents’ willingness and comfort with taking preventative medications during earlier-stage CKD to inform a December 2020 scientific workshop co-sponsored by the National Kidney Foundation and the US Food and Drug Administration on clinical trial considerations in developing treatments for individuals with early stages of CKD. SETTING & POPULATION: Online survey of CKD patients, including broad demographic data and responses to risk-benefit scenarios, with surveys emailed to 20,249 people not identified as currently receiving kidney replacement therapy. ANALYTICAL APPROACH: Survey results are presented as descriptive data. RESULTS: Of 1,029 respondents, 45 self-identified as at risk for CKD, 566 had CKD, 267 had received kidney transplants, 51 were receiving dialysis, and 100 replied other or did not answer. Respondents reported being willing to assume some risk with the goal of preventing the progression of CKD, with a greater willingness to assume risk and treatment burdens the closer they came to late-stage disease. Clinician recommendations regarding kidney therapies and clinician willingness to work with patients to address any side effects were important in respondents’ willingness to initiate and persevere with a new medication. LIMITATIONS: Approximately 10% response rate with limited data on respondents. CONCLUSIONS: Risk-versus-benefit discussions appear key to patients and their care partners making well-informed decisions about taking a new medication that may or may not help the progression of their kidney disease. Future tools and strategies are needed to facilitate informed discussions of treatment in early-stage kidney disease
Sjálfbærniviðhorf og ákvarðanataka stjórnenda hönnunarfyrirtækja. „Góð hönnun á ekki að þurfa að segja að hún sé sjálfbær, hún á bara að vera það“.
Vitundarvakning hefur átt sér stað síðastliðin ár á mikilvægi þess að huga að sjálfbærni. Innan hönnunargeirans hefur þessi hugsunarháttur einnig rutt sér til rúms og hönnuðir eru margir hverjir að gera sér grein fyrir áhrifum sínum á komandi framtíð. Nauðsynlegt er að vekja aukna athygli á því hlutverki sem hönnuðir og stjórnendur hönnunarfyrirtækja gegna að þessu leyti. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka sjálfbærniviðhorf og ákvarðanatöku stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja og var rannsóknarspurningin eftirfarandi: Hvernig endurspeglast sjálfbærniviðhorf stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja í ákvarðanatökum þeirra?
Með eigindlegri rannsóknaraðferð var gögnum safnað í gegnum níu hálfstöðluð viðtöl við samtals tólf viðmælendur. Allir viðmælendurnir eru eigendur í sínu fyrirtæki, auk þess sem fyrirtækin þeirra flokkast sem lítil og meðalstór. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndi fram á að sjálfbærniviðhorf getur endurspeglast á fjölþættan hátt í ákvarðanatökum hjá stjórnendum fyrirtækja. Sumir stjórnendur gengu lengra en aðrir og unnu að því markvisst að leggja sitt af mörkum til að auka fræðslu og efla sjálfbærni í samfélaginu. Sjálfbærniviðhorf stjórnendanna var í sumum tilvikum uppspretta að stofnun fyrirtækis þeirra og leiddi til ákveðins sjálfbærniramma sem auðveldaði ákvarðanatökur. Hjá öðrum stjórnendum var sjálfbærni ekki jafn ofarlega á blaði við ákvarðanatökur, hvort sem horft var til fyrirtækjareksturs þeirra eða einkalífs. Þar sem rannsóknin er ný af nálinni getur hún vonandi veitt innblástur fyrir komandi framtíðarrannsóknir á þessu sviði.
Lykilhugtök: sjálfbærni, stjórnendur, viðhorf, ákvarðanataka, hönnun.In recent years there has been a raising awareness on the importance of sustainability. Within the design sector, this way of thinking has also gained ground and many designers are aware of their impact. It is necessary to draw more attention to the role that designers and managers in design companies play in this regard. The aim of the study was to research the sustainability attitudes and decision-making of managers in Icelandic design companies. The research question was: How are the sustainability attitudes of managers in Icelandic design companies reflected in their decision-making?
With qualitative research method, data was collected through nine semi-standard interviews with a total of twelve interviewees. All the interviewees are owners of their companies, and their companies are classified as small and medium-sized. The results of the study showed that sustainability attitudes among managers can be reflected in a multifaceted way in decision-making. Some of the managers went further than others and worked systematically to contribute to increasing awareness and promoting sustainability in the community. The attitude of the managers was in some cases a source for the creation of their company and led to a certain sustainability framework that helped in their decision-making. For other managers, sustainability was not as high priority in decision-making, whether looking at their private life or business operations. As the research is new, it can hopefully provide inspiration for future research in this area.
Key concepts: sustainability, managers, attitudes, decision-making, design
Próffræðilegir eiginleikar PSYCHLOPS (Psychological Outcome Profiles) við mat á árangri meðferðar á meðan á henni stendur
Rannsóknir á árangri sálfræðilegrar meðferðar hafa fyrst og fremst beinst að því að meta einkenni tiltekinnar geðröskunar við upphaf og endi meðferðar. Auk þess hafa mælitæki sem árangursmat byggist á fyrst og fremst verið þýðismiðuð. Minni áhersla hefur verið lögð á rannsóknir á einstaklingsbundnum framgangi annars vegar og hins vegar á mati á meðan á meðferð stendur. Það var markmið þessarar rannsóknar að meta próffræðilega eiginleika og næmi einstaklingsmiðaða mælitækisins PSYCHLOPS á meðan á sálfræðilegri meðferð stendur í samanburði við þýðismiðaða mælitækið CORE-OM. Báðir spurningalistarnir voru lagðir fyrir 101 þátttakenda sem sótti hugræna-atferlishópmeðferð á geðdeild LSH og luku 57 þeirra meðferðinni sem tók 6 vikur. Helstu niðurstöður voru þær að áreiðanleiki PSYCHLOPS spurningalistans sem lagður er fyrir á meðan meðferð stendur er fullnægjandi og réttmæti viðunandi. Auk þess kom fram að PSYCHLOPS er næmt mælitæki fyrir breytingum á meðan meðferð stendur en áhrifastærð breytingaskors jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á meðferðina. Strax í annarri viku var áhrifastærð breytingaskors orðin 0,4 sem er nálægt því að vera miðlungsáhrif. Í fimmtu viku var áhrifastærð breytingarskors 1,16 sem eru mikil áhrif. Aftur á móti kom ekki fram munur á næmi PSYCHLOPS og CORE-OM eins og komið hefur fram í fyrri rannsóknum. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að PSYCHLOPS spurningalistinn greini breytingar sem verða frá einni viku til annarrar í sálfræðilegri meðferð sem endurspeglar þann raunveruleika sem starfandi sálfræðingar búa við auk þess sem próffræðilegir eiginleikar hans eru góðir og klínískt notagildi listans gott
The predictive value of the Virk basic assessment ICF categories when establishing the need for rehabilitation services
Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tengsl mats einstaklinga á eigin færni sem mælt var matslistanum „Mat og leiðir“ sem er hluti af grunnmati, við það hvort einstaklingur útskrifast úr sérhæfðu mati eða ekki annars vegar og hins vegar hversu lengi hann er í þjónustu. Matslistinn byggir á færniþáttum sem koma úr ICF flokkunarkerfi frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Úrtakið í rannsókninni eru 1080 einstaklingar í þjónustu Virk sem útskrifuðust á tímabilinu 1. janúar 2011 til 28. febrúar 2014. Niðurstöður tvíkosta aðhvarfsgreiningar og fjölbreytuaðhvarfsgreiningar benda til þess að hægt sé að spá fyrir um það hvort einstaklingur útskrifast úr sérhæfðu mati eða ekki og hversu lengi hann þiggur þjónustu í starfsendurhæfingu út frá því hvernig hvernig hann svarar færniþáttum matlistans. Tengslin þarna á milli eru aftur á móti lítil og það bendir til þess að það vanti meiri upplýsingar í rannsóknina til þess að geta betur spáð fyrir um feril fólks í starfsendurhæfingu. Ekki fundust aðrar svipaðar rannsóknir á ICF-færniþáttunum í tengslum við mat í starfsendurhæfingu. Rannsóknin virðist því vera nýlunda að þessu leyti og gefur vísbendingu um gildi ICF-færniþátta grunnmatsins. Niðurstöðurnar geta orðið leiðbeinandi fyrir frekari rannsóknir á þessu sviði.The aim of this research paper is to explore the correlation between the answers given to the base assessment "Mat og leiðir" questionnaire, the use of the specialized assessment treatment and the length of the treatment. The questionnaire used is based on the ICF categorization system from the World Health Organization. The research sample size is 1080 individuals that had finished treatment at Virk during the period from January 1. 2011 to February 28. 2014. The results of a binary regression analysis and a multiple regression analysis indicates that there is a significant correlation between how an individual answers the questionnaire and whether or not he finishes the specialized treatment and how long they stay in the treatment in vocational rehabilitation. This smaller correlation indicates that additional differnt data are needed in the analysis to increase its predictability of the process that individuals will go through in their vocational rehabilitation. Since no other similar research was found where the ICF categorization system was compared to rehabilitation assessment this research paper presents a new perspective on the value of the six ICF categories and could be used as a basis for further investigation
Skipulagsbreytingar í heilbrigðisþjónustu : nýtir heilbrigðisráðuneytið breytingastjórnunarfræðin
Viðfangsefni þessa verkefnis eru þær skipulagsbreytingar sem þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson boðaði á heilbrigðisstofnunum landsins í janúar 2009. Áætlaðar breytingar snerust annars vegar um breytingar á starfsemi stofnana á suðvesturhorni landsins og hins vegar um sameiningar stofnana á landsbyggðinni. Tilgangur verkefnisins var sá að rannsaka hvort heilbrigðisráðuneytið nýti sér aðferðir breytingastjórnunar við skipulags-breytingar á heilbrigðisþjónustunni.
Rannsóknin fjallar einkum um þær breytingar sem verða áttu á suðvesturhorninu þar sem þær mættu gríðarlegri andstöðu og þótti höfundi áhugavert að kanna hvernig staðið var að þeim með tilliti til breytingastjórnunarfræðanna. Rannsóknarhluti ritgerðarinnar fólst í því að tekin voru viðtöl við leiðtoga breytinganna, það er að segja starfsfólk og ráðgjafa heilbrigðisráðuneytisins og stjórnendur viðkomandi stofnana. Til samanburðar er fjallað um átta þrepa breytingastjórnunarferli sem John P. Kotter setti fram og mat lagt á það hvernig vinna við breytingarnar féll að því ferli.
Helstu niðurstöður eru þær að vinna heilbrigðisráðuneytisins fellur vel að átta þrepa breytingastjórnunarferli Kotters þó að ýmsu sé ábótavant. Helst má gagnrýna hraða breytinganna og það að starfsfólk stofnana sem um ræðir hafði lítið að segja af undirbúningsvinnunni sem kristallast í mikilli andstöðu sem breytingarnar mættu. Hraðinn skapaðist hins vegar af ástandinu í þjóðfélaginu á þessum tíma, fjármálahruni og í kjölfarið kröfu um niðurskurð í heilbrigðisráðuneytinu.
Verkefnið leiðir í ljós að heildarstefnumörkun í heilbrigðismálum þjóðarinnar sé nauðsynleg og óviðunandi að stjórnendur heilbrigðisstofnana megi eiga von á breyttum áherslum heilbrigðisráðuneytisins í hvert sinn sem nýr stjórnmálaflokkur tekur þar við völdu
Sjálfbærniviðhorf og ákvarðanataka stjórnenda hönnunarfyrirtækja. „Góð hönnun á ekki að þurfa að segja að hún sé sjálfbær, hún á bara að vera það“
Vitundarvakning hefur átt sér stað síðastliðin ár á mikilvægi þess að huga að sjálfbærni. Innan hönnunargeirans hefur þessi hugsunarháttur einnig rutt sér til rúms og hönnuðir eru margir hverjir að gera sér grein fyrir áhrifum sínum á komandi framtíð. Nauðsynlegt er að vekja aukna athygli á því hlutverki sem hönnuðir og stjórnendur hönnunarfyrirtækja gegna að þessu leyti. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka sjálfbærniviðhorf og ákvarðanatöku stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja og var rannsóknarspurningin eftirfarandi: Hvernig endurspeglast sjálfbærniviðhorf stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja í ákvarðanatökum þeirra?
Með eigindlegri rannsóknaraðferð var gögnum safnað í gegnum níu hálfstöðluð viðtöl við samtals tólf viðmælendur. Allir viðmælendurnir eru eigendur í sínu fyrirtæki, auk þess sem fyrirtækin þeirra flokkast sem lítil og meðalstór. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndi fram á að sjálfbærniviðhorf getur endurspeglast á fjölþættan hátt í ákvarðanatökum hjá stjórnendum fyrirtækja. Sumir stjórnendur gengu lengra en aðrir og unnu að því markvisst að leggja sitt af mörkum til að auka fræðslu og efla sjálfbærni í samfélaginu. Sjálfbærniviðhorf stjórnendanna var í sumum tilvikum uppspretta að stofnun fyrirtækis þeirra og leiddi til ákveðins sjálfbærniramma sem auðveldaði ákvarðanatökur. Hjá öðrum stjórnendum var sjálfbærni ekki jafn ofarlega á blaði við ákvarðanatökur, hvort sem horft var til fyrirtækjareksturs þeirra eða einkalífs. Þar sem rannsóknin er ný af nálinni getur hún vonandi veitt innblástur fyrir komandi framtíðarrannsóknir á þessu sviði.
Lykilhugtök: sjálfbærni, stjórnendur, viðhorf, ákvarðanataka, hönnun.In recent years there has been a raising awareness on the importance of sustainability. Within the design sector, this way of thinking has also gained ground and many designers are aware of their impact. It is necessary to draw more attention to the role that designers and managers in design companies play in this regard. The aim of the study was to research the sustainability attitudes and decision-making of managers in Icelandic design companies. The research question was: How are the sustainability attitudes of managers in Icelandic design companies reflected in their decision-making?
With qualitative research method, data was collected through nine semi-standard interviews with a total of twelve interviewees. All the interviewees are owners of their companies, and their companies are classified as small and medium-sized. The results of the study showed that sustainability attitudes among managers can be reflected in a multifaceted way in decision-making. Some of the managers went further than others and worked systematically to contribute to increasing awareness and promoting sustainability in the community. The attitude of the managers was in some cases a source for the creation of their company and led to a certain sustainability framework that helped in their decision-making. For other managers, sustainability was not as high priority in decision-making, whether looking at their private life or business operations. As the research is new, it can hopefully provide inspiration for future research in this area.
Key concepts: sustainability, managers, attitudes, decision-making, design
„Þú veist þetta er náttúrulega bara alið upp í manni.“ Form og tilgangur sjómannadagsins í Vestmannaeyjum fyrr og nú
Í þessari ritgerð er form og tilgangur sjómannadagsins í Vestmannaeyjum skoðaður útfrá kenningum um sviðslist. Ritgerðinni er skipt í fimm hluta en í byrjun verður fjallað um hátíðir og nýjustu rannsóknir á þeim hér á landi. Í öðrum hluta er tekin fyrir sviðslistafræði og þær kenningar sem stuðst er við þegar fjallað verður um sjómannadaginn í Vestmannaeyjum. Þriðji kafli er um uppruna dagsins allt frá fyrstu hugmyndum, þangað til dagurinn varð að veruleika í Reykjavík 1938. Þá er farið í uppruna dagsins í Vestmannaeyjum en einnig sagt frá þeim hátíðum er voru fyrir meðal sjómanna þar. Í fjórða kafla er svo sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum skoðaður út frá kenningum um sviðslist, en þar mun ég styðjast við viðtöl er ég tók við sex einstaklinga um upplifun þeirra á deginum, ásamt heimildum úr fundargerðarbókum sjómannadagsráðs og Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja. Að lokum er fjallað um tilgang sjómannadagsins frá sjónarhóli þeirra er ég tók viðtal við
Grunnskólinn sem vinnustaður nemenda : vernd gegn einelti
Markmið þessarar ritgerðar er að meta hvort rétt sé að skilgreina námsumhverfi barna í grunnskólum sem vinnustað þeirra og jafnframt greina hvort réttindi barna til verndar gegn einelti eru skilgreind og framkvæmd með nægilega skýrum og ábyrgum hætti hér á landi.
Ritgerðin var unnin með því að rannsaka efni laga og reglugerða sem varða umhverfi skóla og starfsumhverfi vinnustaða og meta hvort börnum væru tryggð þau réttindi sem Samningur Sameinuðu þjóðanan um réttindi barnsins (Barnasáttmálinn) gerir kröfur til eða hvort ósamræmi væri til staðar.
Ritgerðin skiptist í fimm hluta. Fyrsti hluti fjallar um að hvaða leyti námsumhverfi barna í grunnskólum, sbr. skilgreiningu grunnskólalaga, er sambærilegt almennu starfsumhverfi starfsmanna, og ef svo er, hvaða þýðingu það hafi í för með sér. Í öðrum hluta er fjallað um sögulega þróun hugtaksins einelti og rætt um mismunandi skilgreiningar fræðimanna. Í þriðja lagi er greint frá meginákvæðum Barnasáttmálans sem varða rétt barna til verndar gegn einelti. Í fjórða lagi er fjallað um markmið grunnskólalaga til að vernda börn gegn einelti í skólum og niðurstöður settar fram um hvort íslensk löggjöf veitir börnum þá vernd sem þeim er tryggð samkvæmt Barnasáttmálanum.
Niðurstaða ritgerðarinnar er að þrátt fyrir að námsumhverfi barna í grunnskólum megi að nokkru leyti bera saman við starfsumhverfi starfsmanna á almennum vinnumarkaði, þá sé eðli grunnskólastarfs og sú vernd sem börnum er nauðsynleg þess eðlis að slíkur samanburður er til lítils. Einnig er í ritgerðinni sýnt fram á að þrátt fyrir að lög og reglugerðir grunnskólalaga skilgreini og fjalli um meginréttindi barna til að vera í hættulausu og heilsusamlegu námsumhverfi, þá séu íslensk lög ekki í fullu samræmi við Barnasáttmálann. Því er lagt til að grunnskólalög verði endurskoðuð til að tryggja samræmi við grundvallarákvæði Barnasáttmálans. Að lokum er lagt til að stofnanaleg umgjörð fagráðs eineltismála verði styrkt og álit þess verði bindandi með þeim hætti að það m.a. geti breytt ákvörðun skólastjóra.The primary purpose of this thesis is to discuss whether "school workplace" as defined in the Elementary School Act no. 91/2008 is equivalent to a traditional workplace, and the significance of any similarity in meaning between these terms.
A research was conducted by studying legislative sources including statutory law and regulations and analysis made to evaluate whether Icelandic legislation sufficiently safeguards children´s rights to be protected from bullying as defined in the United Nations Convention on the Rights of the Child (CRC) or whether gaps or inconsistencies exist.
The thesis consists of five parts. First, different definitions of this terminology are discussed as to whether the elementary school environment as defined in Elementary School Act is equivalent to a traditional workplace and, if so, what significances it has. Second, the historical aspect of bullying is briefly explained and different definitions discussed. Third, a brief analysis is offered about CRC´s key articles that address the right of children to be protected against bullying. Fourth, goals of Icelandic legislation to protect children against bullying in schools are discussed and conclusions then drawn as whether Icelandic laws guarantee children the protection ensured in the CRC.
In this thesis it is argued that even though elementary school environment shares some of the same features of traditional workplace, too much dissimilarity exists for comparison to be useful and constructive. Furthermore, despite laws and regulations that define key rights of children to study in a safe and healthy environment in elementary schools, Icelandic laws do not fully comply with CRC´s fundamental articles. It is therefore recommended that a revision of various laws related to children´s school environment (i.a. Elementary School Act) is made to ensure consistency with CRC fundamental principles. Furthermore, the already established panel of experts should be given greater authoritative power, such that they can uphold, modify or reverse decisions of school principals
Skattskylda áhrifavalda : hvert er skattaumhverfi áhrifavalda?
Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að skoða hvert skattaumhverfi áhrifavalda á Íslandi er. Áhrifavaldur er í flestum tilfellum með þó nokkuð fylgi á samfélagsmiðlum og birtir auglýsingar sínar á samfélagsmiðlum. Meginregla skattaréttarins er sú að allar tekjur skulu vera skattskyldar sama hvort þær séu í formi peningagreiðslna eða hlunninda. Gjafir og hlunnindi geta verið stór hluti tekna áhrifavalda og samkvæmt meginreglunni þarf að greiða skatt af þeim. Þá vaknar upp sú spurning hvernig skattlagningu er háttað og hverjar eru skattalegu skyldur áhrifavalda. Í fyrstu köflum ritgerðarinnar fjallar höfundur um einstaklinga í eigin rekstri. Til þess að einstaklingur geti talist vera í atvinnurekstri þarf að uppfylla skilyrði sem koma fram á heimasíðu skattsins, en þau eru að starfsemin þarf að vera í þó nokkru umfangi, ekki í skamman tíma og í hagnaðarskyni. Höfundur fjallar um hvað fylgir því að stunda sjálfstæða starfsemi. Höfundur fjallar um hvernig reglurnar eru á Norðurlöndunum og hvort það sé einhver munur á reglum þar og hérlendis. Í lokaköflum ritgerðar fjallar höfundur um hverjar afleiðingar eru þegar áhrifavaldur telur ekki fram tekjur og hvort það séu einhver mörk skattaumhverfis miðað við hvers konar áhrifavald er um að ræða. Þegar um er að ræða áhrifavald geta þeir verið mismunandi og með mismikið fylgi og þar með eru tekjur áhrifavalda alls ekki eins í hverju tilviki fyrir sig.
Niðurstaða ritgerðar bendir til þess að atvinnugreinin áhrifavaldur er í mikilli uppbyggingu og eru þar af leiðandi reglur að vissu leyti enn þá í mótun, í tekjuskattslögum er að finna grundvallarreglur líkt og meginregluna um að allar tekjur séu skattskyldar en að vissu leyti getur verið erfitt að setja alla áhrifavalda undir sama hatt þar sem þeir geta verið mismunandi.