30 research outputs found

    Beinþynning og lífsgæði : mikilvægt að nýta forvarnar- og meðferðartækifæri

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBeinþynning er algengur sjúkdómur og afleiðingarnar eru ótímabær beinbrot oftast við lítinn eða engan áverka. Í dag eru áhættuþættir vel þekktir og sjúkdómsgreining auðveld með svokölluðum beinþéttnimælum. Beinbrot af völdum beinþynningar valda bráðum einkennum og oft á tíðum innlögn á sjúkrahús og flestir sem fá mjaðmabrot þurfa að gangast undir bráða skurðaðgerð. Byrði og meðferð beinþynningar hefur oft verið lýst í tölulegum stærðum en minna hefur verið vitað um líðan og líf þeirra sem brotna. Brotin skilja þó eftir sig mein til lengri tíma sem hafa áhrif á lífsgæði viðkomandi. Til að rannsaka líðan sjúklinga með beinþynningu hafa mælitæki sem mæla heilsutengd lífsgæði verið notuð. Þau ná yfir þætti sem tengjast heilsunni sjálfri, upplifun á henni, takmörkunum og mat einstaklingsins sjálfs á aðstæðum sínum miðað við heilsufar. Með tímabærri sjúkdómsgreiningu og réttum forvarnaraðgerðum eða meðferðarvali má fækka marktækt beinbrotum af völdum beinþynningar og þannig stuðla að farsælli öldrun

    Prevention and treatment of corticosteroid induced osteoporosis : Clinical Guidelines

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOsteoporosis is a common and serious side effect of long-term corticosteroid therapy. The risk of osteoporosis resulting from corticosteroid use can be reduced if appropriate preventive and therapeutic steps are taken. These guidelines are evidence based and are intended for clinicians who are responsible for the treatment of patients on long-term corticosteroid therapy. Many clinicians may have to modify their adherence to these guidelines, for example due to lack of access to bone densitometry.Beinþynning er algeng og alvarleg hjáverkun langtímameðferðar með sykursterum. Með virkri forvörn og/eða sértækri meðferð gegn beinþynningu er unnt að draga úr þeim heilsufarsvanda og samfélagskostnaði sem hlýst af beinþynningu af völdum sykursterameðferðar. Leiðbeiningar þessar eru settar fram samkvæmt góðri og skynsamlegri ákvarðanatöku (evidence based) og eru ætlaðar læknum sem bera ábyrgð á meðferð sjúklinga á langtíma sykursterameðferð. Í daglegu starfi getur verið erfitt að fylgja þessum leiðbeiningum, til dæmis eru beinþéttnimælingar eingöngu framkvæmdar í Reykjavík og á Akureyri

    Aldarafmæli D-vítamíns

    Get PDF

    Giant cell arteritis : two cases with acute blindness

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Giant cell arteritis is characterized primarily by inflammation in certain large and medium-sized arteries. The major risk factors are age, female gender and Northern European descent. In this report we describe two cases of acute vision loss due to giant cell arteritis. In both cases the erythrocyte sedimentation rate (ESR) was below 50 mm/hr and the presenting complaint was foggy vision followed by acute blindness. The cases are to some extent different, for example in the former case the patient reported jaw claudication and ophthalmologic evaluation was consistent with anterior ischemic optic neuropathy. In the latter case there was narrowing and box-carring of blood cells in retinal arterioles, consistent with occlusion of the central retinal artery. This patient had recently finished a 2-year long treatment with glucocorticosteroids for polymyalgia rheumatica. The retina and the optic nerve do not survive for long without perfusion. If giant cell arteritis causes blindness in one eye there is significant risk for the other eye to go blind if no treatment is given. Corticosteroids can spare the other eye and suppress the underlying inflammatory disease process as well. It is vital to confirm the diagnosis of giant cell arteritis with a biopsy and start corticosteroid treatment as soon as possible, even before the biopsy is taken.Risafrumuæðabólga einkennist af bólgubreytingum í ákveðnum stórum og meðalstórum slagæðum. Helstu áhættuþættir eru aldur, kvenkyn og norrænn uppruni. Í þessari grein er lýst tveimur tilfellum skyndiblindu af völdum risafrumuæðabólgu. Í báðum tilfellum mældist sökk undir 50 mm/klst og reyndist móðusýn fyrirboði blindu. Tilfellin eru ólík að mörgu leyti, til dæmis var í fyrra tilfellinu um að ræða kjálkaöng og lokun á æðum til fremsta hluta sjóntaugarinnar. Í seinna sjúkratilfellinu var lokun á aðalslagæðinni til sjónhimnu og hafði sá sjúklingur nýlokið tveggja ára barksterameðferð vegna fjölvöðvagigtar. Sjónhimna og sjóntaug lifa ekki af nema í stutta stund án blóðflæðis. Ef risafrumuæðabólga veldur blindu í öðru auga er hætta á að hitt augað missi sjón sé ekkert að gert. Barksterameðferð getur komið í veg fyrir blindu hins augans, auk þess að halda grunnsjúkdómnum niðri. Mikilvægt er að staðfesta risafrumuæðabólgu með vefjasýni og hefja barksterameðferð eins fljótt og kostur er, jafnvel áður en vefjasýni er tekið

    Quality of life and quality of life measurement

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur þessarar greinar er að skýra þróun lífsgæðahugtaksins. Bakgrunnur hugtaksins er kannaður, nálgun þess við heilbrigðishugtakið og notkunargildi innan heilbrigðisvísinda. Skoðuð er fræðileg umfjöllun um hugtakið og fjallað um rannsóknir á lífsgæðum og að lokum er gerð grein fyrir hvernig hugtakið tengist og gagnast hjúkrun. Lífsgæði er hugtak sem mikið er vitnað til í rannsóknum sem og í daglegu tali. Bætt lífsgæði er eitt af meginmarkmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og telst jafnmikilvægt og önnur markmið heilbrigðisþjónustunnar. Aukinn fjöldi langveikra hefur beint sjónum að því að það er ekki nóg að bæta árum við lífið heldur þarf einnig að gæða árin lífi. Daglegt líf fólks með langvinna sjúkdóma einkennist af vandamálum vegna heilsubrests sem hefur áhrif á lífsgæði þess. Frá sjónarhorni hjúkrunar er markmiðið að hver einstaklingur hafi tækifæri til að lifa því lífi sem hann telur innihaldsríkt og ánægjulegt að því marki sem er raunhæft. Hjúkrunarmeðferð beinist að því að gera fólki það mögulegt með því að greina og meðhöndla vandamál svo að einstaklingarnir séu færir um að viðhalda sem mestu sjálfstæði og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Það krefst kunnáttu og skilnings á hvernig heilbrigðisvandamál hafa áhrif á lífsgæði. Mótsagnir í hvernig fólk metur lífsgæði er einnig ögrandi viðfangsefni hjúkrunar. Heilbrigði er ekki alltaf uppspretta hamingju né vanheilsa alltaf orsök slæmra lífsgæða.The purpose of this theoretical article is to describe the development of the quality of life concept. The background of the concept is explored, its relationship to the health concept and its usefulness in health sciences. Further we address quality of life research in health science, its purpose and usefulness and the usefulness of the concept in nursing. Quality of life is frequently a focus in research and daily life alike. Improved quality of life is one of the main targets of the World Health Organization and considered as important as others health care factors. The increasing number of people with chronic diseases has however shifted the focus from the importance of adding years to one‘s life to also adding life to years. Longevity increases the number of people with chronic diseases. A cure for these diseases is seldom possible and that shapes and influences the quality of life for people with chronic diseases. From a nursing perspective the aim is that each patient is capable of living as meaningful and joyful a life as possible. Nursing actions aim at helping each patient to preserve autonomy and quality of life. Understanding how health problems affect quality of life requires skills and knowledge. Contradictions in people‘s experience of quality of life is also a challenge to nursing. Health does not always constitute happiness nor does poor health always have to diminish the quality of life

    Community use of oral glucocorticosteroids in Iceland and prophylactic treatment for steroid-induced osteoporosis in daily clinical pratice

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The use of oral corticosteroids is one of the most common causes of iatrogenic osteoporosis. Recently, therapeutic guidelines dealing with the skeletal complication of corticosteroids have been published. Therefore, it is of interest to evaluate indication for long-term therapy with corticosteroids and the frequency of active intervention against steroid induced osteoporosis in daily clinical practise. Material and methods: After approval by the Committee on Medical Ethics and the Comission of Data Protection all recipes on corticosteroids in drugstores during two years period in the area of North-east Iceland (population 26,664) were gathered. Thereafter, information was collected from medical records at the Health Care Centres and the local Hospital. Patients who were taking corticosteroids for at least three months per year or in a repeated periods (totally three months annually) were included in the study. These patients also received a questionnaire concerning hormone relpacement therapy and dieatary consumption of calcium and D-vitamin. Results: One hundred and ninety-one patients were included in the study or 0.7% of the population. The mean age was 66 years (17-93) and 55% were females. Rheumatic and pulmonary disorders were the most frequent indication of the corticosteroid treatment. Twenty percents of the patients had expired an osteoporosis related fractures and 26% of the patients had supposed corticosteroids induced osteoporosis. Fifty-two percents of the patients were on sublimentary D-vitamin (fish liver oil) and 37% were taking calcium-tablets, while 91% of the patients were consuming milk products regularly. Nine percents of the patients were taking bisphosphonates and 21% of postmenopausal women were on hormone replacement therapy. Conclusions: Relatively few patients on long term corticosteroids are on primary prevention against corticosteroids induced osteoporosis, although several patients are on D-vitamin and calcium sublimentation. Specific treatment against osteoporosis was in most cases instituted secondary to osteoporotic complications. Thus, corticosteroids prescribing doctors are urged to applicate the new therapy alternatives against corticosteroid-induced osteoporosis to their patients.Inngangur: Ótímabær beingisnun er einn af aðalfylgikvillum langtímasykursterameðferðar. Með virkri forvörn er hægt að draga úr afleiðingum þessa fylgikvilla. Vaxandi þekking á þessu sviði vekur forvitni á því hvernig sykursterar eru notaðir og hvernig staðið er að forvörnum gegn beinþynningu tengdri langtímanotkun þeirra hér á landi. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar frá apótekum á Norð-Austurlandi um allar lyfjaávísanir á prednisólón á árunum 1995 og 1996. Sjúklingar sem fengu að minnsta kosti þriggja mánaða samfellda meðferð með prednisólóni á tímabilinu eða styttri meðferðarkúra, þar sem meðferðartíminn var samanlagður þrír mánuðir á ári, voru teknir til rannsóknar. Upplýsingum var síðan safnað úr sjúkraskrám á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og á viðeigandi heilsugæslustöð. Allir sjúklingar fengu spurningablað varðandi lyfjanotkun og neysluvenjur, meðal annars á kalki og D-vítamíni. Niðurstöður: Eitt hundrað níutíu og einn einstaklingur uppfyllti inntökuskilyrði (0,72% af íbúum svæðisins), 106 konur (55%) og 85 karlar (45%). Meðalaldur var 66 ár (17-93). Gigtar- og lungnasjúkdómar voru algengasta ábendingin fyrir meðferðinni. Samkvæmt sjúkraskrám voru 50 sjúklingar skráðir með beinþynningu (26%) og 39 einstaklingar höfðu hlotið beinbrot (20%), þar af höfðu 32 fengið samfall í hrygg. Alls neyttu 91% einstaklinganna reglulega mjólkurafurða, 52% tóku lýsi og 37% tóku reglulega kalktöflur. Tuttugu og fjórar konur voru á uppbótarhormónameðferð eða 21% þeirra kvenna er komnar voru á tíðahvörf. Sautján sjúklingar (9%) voru á meðferð með bísfosfónötum, 16 þeirra voru taldir hafa beinþynningu og höfðu fengið beinbrot áður en bísfosfónatmeðferðin var hafin. Ályktanir: Fylgikvillar eru algengir meðal sjúklinga á langtímasykursterameðferð, þar með talin meint beinbrot vegna beinþynningar. Stór hluti sjúklinga á langtímasykursterameðferð tryggir sér kalk- og D-vítamíninntöku, en annarri forvarnarmeðferð gegn beinþynningu er ábótavant. Þeir sjúklingar er fá sérhæfða meðferð gegn beinþynningu hefja hana fyrst eftir að alvarlegir fylgikvillar hafa gert vart við sig. Höfundar vilja hvetja lækna til að nýta sér nýja meðferðarmöguleika gegn beinþynningu í tengslum við sykursterameðferð. Með virkri forvarnarmeðferð strax í upphafi sykursterameðferðar, einkum hjá áhættuhópum, mætti ef til vill draga úr þessum alvarlega fylgikvilla og fækka þannig ótímabærum beinbrotum

    Deep vein thrombosis incidence at Akureyri Hospital, Iceland 1975-1990. Long term prognosis

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To evaluate the incidence of deep vein thrombosis (DVT) in a rural area of Iceland and the prevalence of post thrombotic syndrome (PTS) in patients with history of DVT. Material and methods: A retrospective study where all phlebographies (n=177) performed at the department of radiology, Akureyri Hospital, during the period 1975-1990 were re-evaluated. Information on patients with DVT (n=32) were taken both from the Hospital and the Health Center records. All patients alive in December 1997 (n=17), 10.5 years after the diagnosis of DVT were interviewed concerning PTS. Results: The incidence of DVT during the period 1975-1990 was 1/10,000 inhabitants/year, but was 2.3/10,000/ year for the period 1986-1996. The mean age was 60 years and 62% of the patients were males. In 37.5% cases DVT was localized below the popliteal vein, in another 34.4% below the inguinal ligament and 28.1% of the thrombosis extended to the pelvic vein system. Of the patients 23.3% had a history of malignancy and 20% had undergone a major operation or had trauma. Of the patients 46.7% were smokers. At 10.5 years follow-up, 71% of the patients had some problems due to PTS, and these symptoms influenced significantly their quality of daily life. Conclusions: The prevalence of DVT in Iceland seems to be only half of what foreign studies suggest and patients with history of DVT suffer frequently from PTS 10 years after the DVT. These data indicate that it is necessary to improve the long term treatment of patients with history of DVT.Tilgangur: Að kanna tíðni segamyndunar í djúpum bláæðum ganglima (deep vein thrombosis, DVT), staðsetningu þeirra og langtímahorfur þessa sjúklingahóps með tilliti til eftirsegakvilla (post thrombotic syndrome, PTS). Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Farið var í dagbækur röntgendeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) og teknar út allar skráðar bláæðamyndatökur (phlebography) frá upphafi og þær endurskoðaðar með tilliti til segamyndunar í ganglimum. Fengnar voru upplýsingar úr sjúkraskrám sjúklinga með staðfesta segamyndun í ganglimum. Einnig voru greiningarskrár allra legudeilda FSA kannaðar og fundnir þeir einstaklingar sem greindust með segamyndun í ganglimum án bláæðamyndatöku. Tekin voru símaviðtöl við alla eftirlifandi sjúklinga og þeir spurðir um einkenni eftirsegakvilla. Dánarorsakir látinna voru fengnar frá Hagstofu Íslands. Niðurstöður: Árin 1975-1990 var heildarfjöldi bláæðamyndataka 177, eða 6,0 rannsóknir á 10.000 íbúa á ári, þar af 128 vegna gruns um segamyndun í ganglimum. Í 32 tilfellum reyndist vera merki um segamyndun hjá 30 einstaklingum. Nýgengi segamyndunar í ganglimum var á tímabilinu 1,0 á 10.000 íbúa á ári, en fyrir tímabilið 1986-1996 var það hærra eða 2,3 á 10.000 íbúa á ári. Meðalaldur var 60 ár. Karlar voru 62%. Frá lyflækningadeild komu 80,1% sjúklinganna. Í 37,5% tilfella reyndist segamyndunin einskorðast við kálfa, hjá 34,4% náði hún upp í læri en hjá 28,1% upp í kviðarhol. Krabbamein höfðu 23,3% sjúklinganna, 13,3% höfðu sögu um nýlegar skurðaðgerðir og 6,7% um áverka. Af sjúklingunum reyktu 46,7%. Nær allir fengu hefðbundna meðferð með blóðþynningu. Rúmum 10 árum eftir greiningu segamyndunar í ganglimum reyndust 71% hafa einhver einkenni um eftirsegakvilla. Í árslok 1997 voru 40% sjúklinganna látnir og var krabbamein algengasta dánarorsökin. Ályktanir: Samkvæmt þessari rannnsókn er tíðni segamyndunar í ganglimum að minnsta kosti helmingi lægri hér á landi en erlendar rannsóknir sýna. Það skýrist aðeins að hluta til af því að á upphafsdögum bláæðamyndataka var enn töluvert um klínískar greiningar. Stór hluti sjúklinganna hafði krabbamein og því aukna áhættu á segamyndun og reyndist krabbamein tíðari dánarorsök hjá þessum sjúklingum en almennt er. Margir hafa veruleg einkenni eftirsegakvilla áratug eftir greiningu segamyndunar í ganglimum sem bendir til að bæta þurfi eftirmeðferð þeirra sem fá sjúkdóminn

    Gout – a treatable condition

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesÞvagsýrugigt er liðbólgusjúkdómur sem í flestum tilfellum er læknanlegur en algengi hans á heimsvísu fer vaxandi. Án meðferðar getur sjúkdómurinn valdið varanlegum liðskemmdum en þrátt fyrir það benda rannsóknir til að vanmeðhöndlun sjúkdómsins sé mikil. Tengsl við lífsstílssjúkdóma á borð við efnaskiptavillu eru ótvíræð en sjúkdómurinn getur einnig verið fylgikvilli lífshættulegra sjúkdóma og meðferðar við þeim. Nú liggja fyrir nýlegar leiðbeiningar frá Bandaríkjunum og Evrópu varðandi greiningu og meðferð þvagsýrugigtar, bæði við bráðum liðbólgum sem og langtímameðferð. Aukin áhersla er lögð á meðferð til að fyrirbyggja sjúkdóminn, bæði með lífsstílsbreytingum og lyfjameðferð. Mikil áhersla er lögð á að fræða sjúklinga um sjúkdóminn og tilvist góðra meðferðarúrræða, hvernig skal bregðast við bráðri liðbólgu og mikilvægi þess að lækka styrk þvagsýru í blóði. Þegar sjúklingur greinist með þvagsýrugigt ætti að skima fyrir fylgisjúkdómum. Það er mikilvægt að setja meðferðarmarkmið þvagsýrulækkunar og fylgja þeim með eftirfylgd yfir langan tíma, því þannig er hægt að koma þvagsýrugigt í varanlegt sjúkdómshlé. -Gout is a disabling and common arthritis with increasing prevalence. Without treatment the disease can cause permanent joint damage. It is commonly associated with the metabolic syndrome but can also be related to a number of life-threatening diseases and their treatments. Gout is often misdiagnosed and its long-term management is suboptimal despite the availability of effective treatments. Recently The American College of Rheumatology (ACR) and European League against Rheumatism (EULAR) released common guidelines for the diagnosis of gout and EULAR updated their guidelines for management. There is increased emphasis on preventive treatment, both with lifestyle modifications and pharmacotherapy. It is important to educate patients about the disease and the existence of effective treatment options, how to manage an acutely inflamed joint and why it is important to lower serum urate. When a patient is diagnosed with gout he should be screened for associated comorbidities. It is important to treat-to-target and lower serum urate over a long period of time to induce permanent remission of gouty arthritis

    Bone mineral density and bone turnover in systemic sclerosis

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAIMS: To elucidate bone mineral density (BMD) and bone turnover in an un-selected group of patients with Systemic Sclerosis (SSc) in national based registry. MATERIAL AND METHODS: All patients who have been diagnosed with SSc in Iceland were invited to participate in the study. Participants underwent standardized interview and delivered urine and blood samples for measurements of various bone metabolites (e.g. PTH, osteocalcin, Cross Laps, PINP, IGF-1, Cystatin-C and 25-OH-vitamin-D), before they underwent measurement of BMD with DEXA (QDR 4500 Elite). RESULTS: Twenty-four individuals, 20 female and four male, of 29 diagnosed patients with SSc in Iceland accepted to participate in the study (83%). The mean age was 60 +/- 15 years. Seventeen of 20 females were postmenopausal. Twelve patients had history of fractures. Only four patients were on treatment with bisphosphonate. All measured bone metabolites were in normal ranges, but U-calcium was in the lower ranges. According to DEXA, eight patients had osteopenia (T-value = -1.0 - -2.5) and three osteoporosis (T-value <---2.5), while six patients had BMD more than one standard deviation below the mean of age matched controls. CONCLUSION: Although the majority of patients with SSc have normal bone turnover and BMD, every fourth patient may have low BMD. No single pathogenic factor was observed, however, several individuals are in calcium saving stages reflected in low urinary calcium excretion. This may be result of defects in intestinal absorption of calcium due to gastrointestinal involvement of the disease. This study does not give opportunity to evaluate effects of treatment on BMD in this group of patients. Thus, individual evaluation concerning osteoporosis is recommended in patients with SSc.Bakgrunnur: Herslismein (Systemic Sclerosis) er sjaldgæfur fjölkerfasjúkdómur. Fjölmargir þættir í sjúkdómsbirtingu og meðferð sjúkdómsins geta valdið ótímabærri beinþynningu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna beinhag sjúklinga með herslismein á Íslandi og meta hvort sérstakra ráðstafana sé þörf hvað varðar beinvernd. Efniviður og aðferðir: Allir einstaklingar sem greindir hafa verið með herslismein á Íslandi voru boðaðir til þátttöku, sem fólst í stöðluðu viðtali og líkamsskoðun með tilliti til beinþynningar og sjúkdómsvirkni, ítarlegri blóð- og þvagrannsókn. Beinþéttnimæling var framkvæmd af mjóhrygg og mjöðm (QDR 4500 Elite). Niðurstöður: Þekktir voru 29 einstaklingar með herslismein þegar rannsóknin fór fram, en 24 sjúklingar mættu til þátttöku (83%); 20 konur og fjórir karlar. Meðalaldur þátttakenda var 60 ± 15 ár. 17 konur voru komnar í tíðahvörf. Tólf sjúklingar höfðu beinbrotnað, samtals 18 sinnum. Fjórir einstaklingar voru á bisfósfónatmeðferð. Kalsíumútskilnaður reyndist undir viðmiðunarmörkum, en beinvísar voru eðlilegir. DEXA mælingar sýndu að átta sjúklingar höfðu beinrýrnun (T-gildi -1,0 - -2,5), en þrír höfðu beinþynningu (T-gildi < -2.5). Samanborið við einstaklinga á sama aldri voru sex einstaklingar með beinþéttni einu staðalfráviki neðan aldursviðmiða. Ályktun: Meirihluti íslenskra sjúklinga með herslismein hafa eðlilega beinumsetningu og beinþéttni, þó hafa einstaka sjúklingar truflun á kalk- og beinumsetningu sem endurspeglast í marktækum kalksparnaði í þvagútskilnaði, sem ef til vill endurspeglar skerta frásogsgetu í görn. Rannsóknin gefur ekki tækifæri til að meta áhrif meðferðar á beinþéttni þessa sjúklingahóps. Rannsóknin sýnir að nauðsynlegt er að kanna beinþéttni sjúklinga með herslismein og í völdum tilfellum íhuga sérhæfða beinverndandi meðferð

    The prevalence of sicca symptoms in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjectives: Sjoegren' syndrome is one of the most common inflammatory systemic rheumatic disorders. The syndrome is characterised by tiredness, pain problems and mucosal dryness. The goal of this study is to elucidate the prevalence of sicca symptoms in the Icelandic population and to calculate the preliminary prevalence value for Sjoegren' syndrome in Iceland. Material and methods: Random sample was retrieved from two age groups; 40-49 and 70-75 years Icelandic inhabitants of Reykjavík and Akureyri. Questionnaire with 14 questions of the most common symptoms of Sjoegren' syndrome was mailed to those sampled. A small sample was evaluated by Schirmer-I test, tear film break up time (BUT) and Rose Bengal score for keratoconjunctivitis sicca (KCS) and unstimulated salivary flow rate was performed. Results: The questionnaire was sent to 621 subjects, 300 male and 321 female. The response rate was 74%. Of those 20.3% had subjective symptoms of dry eyes and 12.0% of dry mouth according to the six questions used in the European classification criteria (EEC). The prevalence of both was higher in females (p<0.05). Of the 23 subjects who reported sicca symptoms, fatigue and pain problems; 26% had abnormal Shirmer-I test, 13% had abnormal BUT and 39% had abnormal salivary flow rate, two of those individuals fulfilled the EEC criteria for Sjoegren' syndrome (0.2%; 0-0.5%, 95% CI). None in the age and sex matched control group fulfilled the EEC criteria. Conclusion: The subjective symptoms of dry eye and dry mouth are common in Iceland, as are the three major symptoms of Sjoegren' syndrome. Standardised objective diagnostic criteria is necessary when the diagnosis of the syndrome is made.Inngangur: Heilkenni Sjögrens er samkvæmt erlendum rannsóknum einn af algengari fjölkerfasjúkdómum. Sjúkdómurinn einkennist af dagsþreytu, stoðkerfisverkjum og þurrkeinkennum frá slímhúðum. Algengi augn- og munnþurrks er ekki þekkt hér á landi né algengi heilkennis Sjögrens. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi helstu einkenna heilkennis Sjögrens og finna líklegar algengistölur fyrir sjúkdóminn hérlendis. Efniviður og aðferðir: Handahófskennt úrtak var fengið úr tveimur aldurshópum; 40-49 ára og 70-75 ára Íslendingum, búsettum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Notast var við spurningakver með 14 spurningum um algengustu einkenni heilkennis Sjögrens. Völdu úrtaki samkvæmt svarmynstri var boðið til skoðunar með Schirmer-I prófi, mælingu á tárafilmurofstíma og Rose Bengal litun fyrir glæru- og tárabólgu. Ennfremur var gerð munnvatnsrennslismæling í hvíld. Niðurstöður: Í úrtakinu var 621 einstaklingur, 300 karlar og 321 kona. Skilatíðni spurningakversins var 74%. Alls höfðu 20% þátttakenda einhver einkenni augnþurrks og 12% höfðu munnþurrk, hvort tveggja var marktækt algengara hjá konum (p<0,05). Tuttugu og þrír einstaklingar (3%) kvörtuðu um öll þrjú aðaleinkenni heilkennis Sjögrens og var þeim boðið til skoðunar. Af þeim mældust sex (26%) með óeðlilega táraframleiðslu og níu (39%) með óeðlilega lítið munnvatnsrennsli. Tvær konur uppfylltu greiningarskilmerkin um heilkenni Sjögrens eða 0,2% úrtaksins (0-0,5%; 95% öryggisbil). Í einkennalausa samanburðarhópnum höfðu sín hvor 17% hlutlæg einkenni augn- eða munnþurrks og ein kona hafði hvort tveggja. Ályktun: Niðurstöður sýna að einkenni augn- og munnþurrks eru algeng hér á landi, sem og þrjú aðaleinkenni heilkennis Sjögrens. Því er nauðsynlegt að styðjast við ströng greiningarskilmerki þegar staðfesta skal sjúkdómsgreininguna heilkenni Sjögrens. Til að hægt sé að fullyrða um algengi heilkennis Sjögrens á Íslandi verður þó að gera ítarlegri ónæmisfræðilegar rannsóknir með stærri skoðunarhóp
    corecore