1 research outputs found
Miracolo a Napoli. Diego Armando Maradona e la città partenopea
Þessi ritgerð er 10 eininga lokaverkefni í ítölsku og gildir til BA prófs. Í henni mun ég fjalla um þau áhrif sem knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona hafði á menningu Napólí, bæði á fótboltalið borgarinnar og stuðningsmenn. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að komast að því hvers vegna hann hafði svona mikil áhrif á íbúa borgarinnar í gegnum knattspyrnu. Til þess að komast að því byrja ég á að kafa aftur í sögu Napólíborgar og skoða tímabilin fyrir og eftir sameiningu Ítalíu. Einnig skoða ég sögu mafíunnar Camorra sem hefur lengi haft mikil völd í borginni og hafði mikil áhrif á tíma og komu Maradona til Napólí. Saga knattspyrnufélagsins S.S.C Napoli verður rakin ásamt æsku Maradona og tíma hans í þessari söguríku borg sem knattspyrnumaður