1 research outputs found

    Safety of children in shopping carts: Prevention of accidents

    No full text
    Slysahætta getur leynst víða og oft á tíðum væri hægt að koma í veg fyrir slys með meiri aðgæslu en yfirleitt er viðhöfð. Heima- og frítímaslys eru algeng meðal yngri barna þar sem þau eyða miklum tíma heimafyrir og í umsjá forráðamanna. Börn fara oft með forráðamönnum í matvöruverslanir en þar getur stafað hætta af innkaupakerrum. Gert er ráð fyrir að allt að 100 börn slasist árlega af völdum innkaupakerra (Embætti landlæknis, 2005b). Í þessari tilraun var leitast við að lækka tíðni þess að setja barn ofan í innkaupakerru, með sjónáreiti. Þátttakendur voru viðskiptavinir þriggja verslana á höfuðborgarsvæðinu sem voru valdar með tilliti til hentugleika. Inngripið var skilti sem var sett inn í allar innkaupakerrur verslananna. Margfalt grunnskeiðssnið með fráhvarfi var notað til að meta áhrif inngripsins. Grunnskeið var tekið áður en inngrip hófst og eftir að inngripið var fjarlægt. Tíðni þess að barn væri í vöruhluta innkaupakerru lækkaði töluvert meðan á inngripi stóð og hækkaði aftur eftir að það var fjarlægt. Því má álykta að inngripið hafi haft töluverð áhrif á markhegðunina og sé góð leið til að draga úr slysahættu
    corecore