1 research outputs found

    Radio advertisements and theyr influencing factors

    No full text
    Fyrirtæki keppast um að komast í valsett neytenda með allskonar aðferðum og útvarpsauglýsingar eru ein leið. Margir möguleikar eru í boði til að koma skilaboðum á framfæri í útvarspauglýsingum en hvað er það sem gerir það að verkum að ákveðin útvarpsauglýsing festist frekar í minni hlustenda en aðrar? Markmið rannsóknarinnar var að komast nær því hvaða áhrifaþættir útvarpsauglýsinga gera það að verkum að auglýsing festist í minni hlustenda. Til þess að komast nær svari við þessari spurningu var framkvæmd megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar. Þátttakendur voru beðnir um að hlusta á stutt hljóðbrot þar sem sjö auglýsingar voru spilaðar. Út frá hljóðbroti hverrar auglýsingar voru síðan lagðar spurningar fyrir þátttakendur þar sem þeir voru spurðir hvaða auglýsingum þeir mundu eftir og hvað það væri í auglýsingunni sem hefði þau áhrif. Spurningakönnunin var byggð á fræðilegum bakgrunni rannsóknarinnar en hann var byggður á fyrrum rannsóknum á efninu ásamt fræðum um viðfangsefnið. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa það til kynna að þrír helstu áhrifþættir útvarpsauglýsinga séu húmor, tónlist og fyrri þekking á vörunni/vörumerkinu
    corecore