1 research outputs found

    Development of an assay of γ-amino butyric acid analogs in plasma, with special emphasis on pregabalin

    No full text
    Flogaveikilyfin vigabatrín, gabapentín og pregabalín eru byggingarlegar afleiður taugaboðefnisins γ-amínósmjörsýru (e. γ-amino butyric acid; GABA). Pregabalín er nýjast þessara lyfja, það var markaðssett árið 2004 sem Lyrica® hylki og auk þess að vera notað við flogaveiki hefur það ábendingar við taugaverkjum og kvíðaröskun. Misnotkun lyfsins er orðin þekkt vandamál þrátt fyrir að vímuáhrif þess séu hverfandi. γ-amínósmjörsýruafleiðurnar eru lítil og skautuð efni með litla ljósgleypni og því getur reynst örðugt að mæla þau. Mikilvægt er að geta mælt lyfin í blóði, bæði til að athuga meðferðarheldni flogaveikisjúklinga og, sérstaklega í tilfelli pregabalíns, í tilfellum þar sem um misnotkun er að ræða. Markmið þessa verkefnis var að þróa einfalda aðferð til að mæla þessi lyf í plasma, eftirsóknarvert væri að geta mælt þau öll samhliða en aðferðin var þó með það aðalmarkmið að mæla pregabalín, þar sem fáar mæliaðferðir fyrir það hafa verið birtar. Hér var farin sú leið að útbúa flúrljómandi afleiður af lyfjunum og mæla þau síðan með háþrýstivökvagreiningu og voru tvö mismunandi afleiðuefni prófuð: ortho-fþaldíaldehýð (OPA) og dansýl klóríð (Dns-Cl). Dns-Cl kom vel út og er þetta í fyrsta sinn svo vitað sé sem slík afleiða er útbúin af pregabalíni. Mæliaðferð fyrir pregabalín í plasma var gilduð samkvæmt viðurkenndum stöðlum ICH og síðan notuð til að mæla plasma- og blóðsýni sem borist höfðu Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði með beiðni um slíka mælingu. Niðurstöður þeirra mælinga komu heim og saman við gögn sem birt hafa verið um blóðþéttni pregabalíns, bæði við eðlilega skammta og misnotkun. Því má álykta að nothæf mæliaðferð hafi verið þróuð
    corecore