3 research outputs found

    Tengsl félagsefnahagslegrar stöðu ungmenna og virkar þátttöku í skólastarfi

    No full text
    Skólaganga er mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og námsárangur hefur mikið að segja um heilsu og lífsgæði síðar meir. Virk þátttaka í skólastarfi er eiginleiki nemenda sem nær yfir hegðun, tilfinningar og hugsun nemenda um skólann og mikilvægi hans og tengist sterkt námsárangri og brottfalli úr skóla. Margir þættir í fari einstaklinga og í umhverfinu hafa áhrif á virka þátttöku í skólastarfi, meðal annars félagsefnahagsleg staða fjölskyldunnar. Félagsefnahagsleg staða fjölskyldunnar er skilgreind sem menntun, atvinna og tekjur forráðamanna fjölskyldunnar. Rannsóknir sýna að nemendur frá fjölskyldum með lága félagsefnahagslega stöðu eru líklegri til að taka ekki virkan þátt í skólastarfi. Í þessari rannsókn var kannað hvort menntun móður og föður, atvinnuþátttaka móður og föður og fjöldi bóka á heimili tengdust virkri þátttöku íslenskra nemenda í 9. bekk (n=454) en tilgátan var að nemendur með lága félagsefnahagslega stöðu væru með lægri virka þátttöku í skólastarfi. Spurningalisti var lagður fyrir í byrjun og við lok 9. bekkjar og marghliða aðfallsgreining notuð til að greina gögnin. Tilgátan stóðst. Menntun móður, atvinnuþátttaka móður og fjöldi bóka á heimili tengdust virkri þátttöku þegar áhrifum annarra breyta var haldið stöðugum. Menntun föður og atvinnuþátttaka föður tengdust hins vegar ekki virkri þátttöku. Möguleg ástæða þessa er að mæður séu enn megin umönnunaraðilar barna og hafi því meiri áhrif á skólagöngu þeirra heldur en feður. Foreldrar eru helstu leiðbeinendur barna sinna í gegnum skólagönguna og hafa áhrif á virka þátttöku þeirra í skólastarfi. Nauðsynlegt er því að skólar komi á jákvæðum samskiptum við heimili með lága félagsefnahagslega stöðu og virki foreldra í skólagöngu barna sinna. Samfélagið getur einnig stuðlað að aukinni hlutdeild foreldra í skólagöngu barna sinna með styttingu vinnudagsins og gefið foreldrum þannig meiri tíma aflögu með börnum sínum

    The Ebola epidemic in West Africa: Humanitarian aid and public opinion in Iceland

    No full text
    Public support of development cooperation in high-income countries, including humanitarian assistance, is important if low-income countries are to be given an opportunity to improve the situation of their population. This research examined public attitudes in Iceland toward humanitarian aid, with the aid provided by the Icelandic government in September 2014 to fight the Ebola epidemic in West Africa as a case in point. Specifically, it examines which demographic characteristics were related to negative attitudes towards the assistance, and which reasons the public believed influenced the decision to provide aid. A questionnaire about attitudes towards the Ebola epidemic was administered to a sample of 1500 adults from an internet panel established by the Social Science Research Institute of the University of Iceland, and 920 people answered (61% response rate). Quarter of the participants expressed negative attitudes towards the humanitarian aid the government provided in response to the Ebola epidemic. Those who held negative opinion were more likely to be less educated, lean to the right in political orientation and have lower household income. People with negative attitudes towards foreign aid were less likely to believe ethical reasons influenced the decision to provide humanitarian assistance. Both those who hold positive and negative views towards foreign aid recognized to some extent the influence of self-interests in providing humanitarian assistance. To enforce positive attitudes towards foreign aid it is important that governments ensure that development cooperation and humanitarian aid are based on ethical considerations, in addition to educating the public about poverty and development processes.Til að tryggja aukin fjárframlög til þróunarsamvinnu er mikilvægt að almenningur hafi jákvæð viðhorf til þróunarmála. Þessi rannsókn kannaði viðhorf almennings til neyðaraðstoðar sem Ísland veitti til að berjast gegn Ebólufaraldrinum í Vestur Afríku í september árið 2014, og hvaða þættir almenningur telur liggja að baki þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Sérstaklega var einblínt á þann hóp sem reyndist neikvæður gagnvart aðstoðinni og kannað hvaða einstaklingsbreytur eru tengdar neikvæðum viðhorfum til neyðaraðstoðar. Spurningalistakönnun um viðhorf til Ebólufaraldursins var lögð fyrir 1500 manna lagskipt úrtak úr internet panel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, og af þeim svöruðu 920 manns (61% svarhlutfall). Niðurstöðurnar benda til þess að um fjórðungur þjóðarinnar sé neikvæður gagnvart þeirri neyðaraðstoð sem ríkisstjórn Íslands veitti. Einstaklingsbreytur sem tengjast neikvæðum viðhorfum eru menntun, pólítísk viðhorf og tekjur, en þeir sem eru neikvæðir eru líklegri til að vera minna menntaðir, hallast til hægri í pólítískum skoðunum og hafa lægri heimilistekjur. Neikvæði hópurinn var ólíklegri en þeir sem voru jákvæðir til að telja siðferðislega þætti skipta miklu máli þegar ákvörðun um að veita neyðaraðstoð er tekin, en líklegri til að telja eiginhagsmuni og pólítíska þætti skipta miklu máli. Báðir hópar virtust þó gera sér grein fyrir áhrifum eiginhagsmuna gefandans á ákvörðunina. Til að stuðla að jákvæðum viðhorfum almennings til þróunarsamvinnu er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að þróunar- og neyðaraðstoð byggist á siðferðislegum grunni ásamt því að fræða almenning um þróunarmál

    Prevalence of persistent physical symptoms and association with depression, anxiety and health anxiety in Iceland

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadINNGANGUR Þrálát líkamleg einkenni sem ekki eiga sér þekktar líkamlegar orsakir geta skert færni til að sinna athöfnum daglegs lífs. Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi slíkra einkenna meðal fólks sem sækir heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, tengsl þeirra við færniskerðingu og einkenni þunglyndis, almenns kvíða og heilsukvíða, og meta hlutfall sjúklinga sem líklega hafi gagn af sálfræðimeðferð við þrálátum líkamlegum einkennum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Spurningalistar sem meta þrálát líkamleg einkenni, færniskerðingu og einkenni þunglyndis, almenns kvíða og heilsukvíða voru lagðir fyrir 106 þátttakendur á tveimur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. NIÐURSTÖÐUR Tuttugu og níu (27,4%) þátttakendur reyndust vera með þrálát líkamleg einkenni og voru sterk tengsl á milli þeirra og einkenna geðraskana. Þátttakendur með þrálát líkamleg einkenni voru 8 sinnum líklegri til að vera með einkenni þunglyndis og almenns kvíða en þátttakendur án þeirra, fjórum sinnum líklegri til að vera með einkenni heilsukvíða og 13 sinnum líklegri til að vera með færniskerðingu yfir klínískum viðmiðunarmörkum. Rúmlega helmingur þátttakenda með þrálát líkamleg einkenni voru með tvær eða fleiri gerðir einkenna en þreyta og vöðvavandamál var algengasta gerðin. 65% þátttakenda greindu frá þrálátum líkamlegum einkennum og sálrænum einkennum yfir klínískum viðmiðunarmörkum. ÁLYKTUN Algengi þrálátra líkamlegra einkenna meðal notenda heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu samræmist niðurstöðum erlendra rannsókna. Sama má segja um tengsl þeirra við einkenni þunglyndis og kvíða. Líklegt er að tveir þriðju heilsugæslusjúklinga með slík einkenni myndu njóta góðs af sálfræðilegri meðferð. Hugræn atferlismeðferð við þrálátum líkamlegum einkennum gæti gert þessum hópi gagn en í slíkri meðferð er unnið sérstaklega með samspil sálrænna og líkamlegra einkennaINTRODUCTION: Persistent physical symptoms that are medically unexplained can result in significant functional impairment. The aim of this study was to estimate the prevalence of persistent physical symptoms among people seeking primary healthcare in Reykjavík, Iceland, how they relate to functional impairment, symptoms of depression, general anxiety and health anxiety, and estimate the proportion of people with such symptoms who would likely benefit from psychological treatment. MATERIALS AND METHODS: Questionnaires measuring persistent physical symptoms, functional impairment, and symptoms of depression, general anxiety and health anxiety were administered to 106 patients attending two primary healthcare clinics. RESULTS: The prevalence of persistent physical symptoms was 27.4% among the primary care patients and they had a strong relationship to symptoms of mental disorders. Participants with persistent physical symptoms were 8 times more likely to have clinical levels of depression and general anxiety than participants without such symptoms, 4 times more likely to have clinical levels of health anxiety and 13 times more likely to have clinical levels of functional impairment. At least two-thirds of participants with persistent physical symptoms would likely benefit from psychological treatment. CONCLUSION: The prevalence of persistent physical symptoms among health care patients in the capital area of Iceland is in line with previous studies. Similarly, the strong relationship between persistent physical symptoms and symptoms of depression and anxiety corresponds to previous studies. It is likely that at least two out of three patients with persistent physical symptoms would benefit from psychological treatment. Transdiagnostic cognitive behavioural therapy for persistent physical symptoms might be particularly useful as is focuses on the interplay between physical and mental symptoms
    corecore