133 research outputs found

    Choroidal haemangioma worsens after laser therapy for skin port-wine nevus and improves with photodynamic therapy in the eye

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenA young man with facial port-wine nevus on one side of his face underwent skin laser treatment on his facial lesions and experienced worsening visual acuity from 0.9 to 0.4 and metamorphosis afterwards in the ipsilateral eye. He was found to have a choroidal haemangioma with an exudative retinal detachment. He received photodynamic therapy resulting in resolution of subretinal fluid and shrinkage of the haemangioma. Visual acuity decreased to 0.1 one week following photodynamic treatment, but improved steadily after that. Nine months following the treatment the visual acuity is 0.5 and metamorphosis is absent.Æðahimnuæxli er sjaldgæft góðkynja æðaæxli í æðahimnu augans. Æðahimnuæxli getur leitt til sjóntaps vegna sjónlagsgalla og vessandi sjónhimnuloss sem getur valdið aflögun á sjón. Ungur maður með æðaæxli í andlitshúð gekkst undir leysimeðferð á hægri hluta andlits og upplifði verri sjón á hægra auga eftir hana. Hann fékk leysi- og lyfjameðferð á augað, sem leiddi til hjöðnunar sjónhimnuloss, minnkun æðahimnuæxlis og betri sjónar

    Angiomatosis retinae

    Get PDF
    Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenCase report. Angiomatosis retinae is diagnosed in a diabetic woman on routine diabetic retinopathy screening.Hraust kona kemur í eftirlit til augnlæknis vegna sykursýki. Einkennalaust æðaæxli (angiomatosis retinae) finnst í sjónhimnu

    Refractive surgery - a review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRefractive errors, such as myopia, hyperopia and astigmatism, are very common all over the world. Refractive surgery started in the latter half of the twentieth century and over the last one or two decades refractive surgery with lasers has become popular. Refractive surgery for myopia flattens the cornea of the eye and decreases its refractive power. Surgery for hyperopia on the other hand increases the curvature of the cornea and increases the refractive power. Today this is most frequently done with a lasik procedure where a flap is lifted of the cornea and the laser surgery performed underneath the flap.Sjónlagsgallar, það er nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja (astigmatismi), eru mjög algengir um allan heim og annar til þriðji hver maður notar gleraugu eða snertilinsur. Tilraunir til að leiðrétta sjónlagsgalla með skurðaðgerð hófust á seinni hluta tuttugustu aldar og á síðustu árum hafa leysiaðgerðir við sjónlagsgöllum náð miklum vinsældum. Oftast er gert við nærsýni en einnig sjónskekkju og fjarsýni. Aðgerð gegn nærsýni beinist að því að fletja hornhimnu augans og minnka þar með ljósbrot hennar en í fjarsýnisaðgerð er hornhimnan gerð kúptari til að auka ljósbrotið. Nú til dags er þetta yfirleitt gert með leysigeisla eftir að flipa hefur verið lyft af hornhimnunni. Leysiaðgerðir við sjónlagsgöllum eru algengar um allan heim og að minnsta kosti í Bandaríkjunum er boðið upp á sérnám í þessari grein augnlækninga. Íslenskir augnlæknar biðu átekta með að hefja slíkar aðgerðir hér heima þar til nægilega löng og góð reynsla lægi fyrir í nágrannalöndum en nú er farið að gera leysiaðgerðir við sjónlagsgöllum á Íslandi

    Giant cell arteritis : two cases with acute blindness

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Giant cell arteritis is characterized primarily by inflammation in certain large and medium-sized arteries. The major risk factors are age, female gender and Northern European descent. In this report we describe two cases of acute vision loss due to giant cell arteritis. In both cases the erythrocyte sedimentation rate (ESR) was below 50 mm/hr and the presenting complaint was foggy vision followed by acute blindness. The cases are to some extent different, for example in the former case the patient reported jaw claudication and ophthalmologic evaluation was consistent with anterior ischemic optic neuropathy. In the latter case there was narrowing and box-carring of blood cells in retinal arterioles, consistent with occlusion of the central retinal artery. This patient had recently finished a 2-year long treatment with glucocorticosteroids for polymyalgia rheumatica. The retina and the optic nerve do not survive for long without perfusion. If giant cell arteritis causes blindness in one eye there is significant risk for the other eye to go blind if no treatment is given. Corticosteroids can spare the other eye and suppress the underlying inflammatory disease process as well. It is vital to confirm the diagnosis of giant cell arteritis with a biopsy and start corticosteroid treatment as soon as possible, even before the biopsy is taken.Risafrumuæðabólga einkennist af bólgubreytingum í ákveðnum stórum og meðalstórum slagæðum. Helstu áhættuþættir eru aldur, kvenkyn og norrænn uppruni. Í þessari grein er lýst tveimur tilfellum skyndiblindu af völdum risafrumuæðabólgu. Í báðum tilfellum mældist sökk undir 50 mm/klst og reyndist móðusýn fyrirboði blindu. Tilfellin eru ólík að mörgu leyti, til dæmis var í fyrra tilfellinu um að ræða kjálkaöng og lokun á æðum til fremsta hluta sjóntaugarinnar. Í seinna sjúkratilfellinu var lokun á aðalslagæðinni til sjónhimnu og hafði sá sjúklingur nýlokið tveggja ára barksterameðferð vegna fjölvöðvagigtar. Sjónhimna og sjóntaug lifa ekki af nema í stutta stund án blóðflæðis. Ef risafrumuæðabólga veldur blindu í öðru auga er hætta á að hitt augað missi sjón sé ekkert að gert. Barksterameðferð getur komið í veg fyrir blindu hins augans, auk þess að halda grunnsjúkdómnum niðri. Mikilvægt er að staðfesta risafrumuæðabólgu með vefjasýni og hefja barksterameðferð eins fljótt og kostur er, jafnvel áður en vefjasýni er tekið

    Results of macula hole surgery in Iceland 1996-2002

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: To evaluate retrospectively the results of macular hole surgery in Iceland 1996-2002. MATERIAL AND METHODS: 25 patients underwent macular hole surgery in this time period. Data was obtained from hospital records of all those patients. Best corrected vision vas measured before and after surgery. The staging of the macular hole was evaluated before surgery and anatomical closure after surgery was recorded. Any adjuvants used during the operation were noted, and determined if there were any differences in outcomes depending on which adjuvants were used. RESULTS: After one operation the anatomical success was 72% and 79% after two surgeries. Visual acuity improved > or = 2 lines on the Snellen card in 11 of 29 eyes (38%); vision stayed the same (did not improve or get worse of more then > or = 2 lines) in 16 of 29 eyes (55%), and deteriorated > or = 2 lines in two of 29 eyes (7%). There were no significant clinical differences in which adjuvant therapy was used. CONCLUSIONS: Anatomical success of macular hole surgery in Iceland was comparable with results in foreign studies. The visual outcome was significantly better after surgery, but those results were not as good as in foreign studies.Tilgangur: Að meta árangur af makúlugatsaðgerðum á Íslandi frá þær hófust 1996 til loka árs 2002. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrá allra þeirra 25 sjúklinga sem fóru í makúlugatsaðgerðir á Íslandi á áðurnefndu tímabili. Sjón var mæld fyrir og eftir aðgerð. Skráð var stigun gats fyrir aðgerð og hve stórt hlutfall þeirra greri eftir aðgerð og hvort einhver viðbótarmeðferð var notuð í aðgerðinni. Borinn var saman árangur þegar mismunandi viðbótarmeðferð var notuð. Niðurstöður: Anatómískur árangur (gat lokaðist) var 72% eftir eina aðgerð og 79% eftir tvær aðgerðir. Sjón batnaði um ?tvær línur í 11 augum af 29 (38%), sjón var sú sama (það er batnaði eða versn­aði minna en >2 línur) í 16 augum af 29 (55%) og sjón versnaði um >2 línur í tveimur augum af 29 (7%). Ekki var marktækur munur á því hvaða viðbótarmeðferð var notuð. Ályktun: Anatómískur árangur á makúlugatsað­gerð hér á landi er sambærilegur við árangur er­lend­is. Það varð marktækt betri sjón eftir að­­gerð, en þó var sjónbati hér á landi minni en í er­lend­um rannsóknum

    Leiðbeiningar um ritun fræðigreina

    Get PDF
    Ritun fræðigreina krefst æfingar og þrautseigju. Áhugi og þekking á viðfangsefninu og aðferðafræði vísinda auðvelda ferlið. Gildi vísindalegrar fræðigreinar ræðst þó fyrst og fremst af innihaldi hennar, niðurstöðunum og hvernig þær eru túlkaðar. Um leið skiptir uppbygging og framsetning miklu máli til þess að efniviðurinn komist vel til skila. Það er ekki til nein fullkomin uppskrift að vísindagrein en benda má á ýmis atriði sem geta hjálpað við greinaskrif. Við vonum að ábendingar okkar nýtist höfundum, ekki síst yngri höfundum sem eru að stíga sín fyrstu skref í ritun vísindagreina.1 Heimasíða International Committee of Medical Editors (www.icmje.org) veitir nákvæmar leiðbeiningar um ritun vísindagreina og er í stöðugri endurskoðun. Höfundar vísindalegs efnis ættu að nýta sér þessa heimasíðu.

    Acta Ophthalmologica 2021

    Get PDF

    Age related macular degeneration

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAge-related macular degeneration (AMD) is the main reason for blindness today in the western hemisphere. According to Björn Olafsson, who was the first ophthalmologist in Iceland a century ago, this disease was not found in Iceland. In the blindness-registry of 1950 6% blindness was due to this disease. Today, AMD is responsible for 54% of legal blindness in Iceland. The incidence of the disease increases with age. Heredity and environmental factors are thought to influence its etiology. Indirect methods, including twin studies and increased frequency of this disease in some families, have demonstrated that hereditary factors may be important. This has been confirmed recently by demonstrating that genes on chromosome 1 and chromosome10 play a role. This disease is classified as early stage, with drusen and pigmentary changes and insignificant visual loss. Treatment options for this stage are limited. The use of vitamin E and C and Zinc has, however, been shown to delay its progress. The second and end stage involves visual loss, either as a dry form with pigment epithelial atrophy or wet form, with new vessel formation. Treatment options for the dry form are limited. The second form is more common in Iceland than in other countries. Treatment options for the wet form have increased. Localised laser and drug treatment to neovascular membranes, either alone or as a combination treatment with drugs that have anti-proliferate effect on new vessels (anti-VEGF) are increasingly used. New treatment methods are also used in assisting those that are already visually handicapped. The use of computers is increasing as are the patients' computer skills. As the number of the elderly increases, AMD will be an increasing health problem in Iceland as in other Western countries. It is therefore important to improve the treatment options and the service and counselling of patients.Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (AMD) er algengasta ástæðan fyrir blindu í hinum vestræna heimi í dag. Þessum sjúkdómi er ekki lýst í gögnum Björns Ólafssonar fyrir rúmlega öld síðan en hann var fyrsti augnlæknirinn á Íslandi. Á blinduskrá 1950 eru 6% blindir vegna þessa sjúkdóms. Í dag veldur sjúkdómurinn 54% af lögblindu á Íslandi samkvæmt blinduskrá Sjónstöðvar Íslands. Algengi sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri. Erfðir og umhverfisþættir eru talin hafa áhrif á tilurð sjúkdómsins. Óbeinar aðferðir, svo sem tvíburarannsóknir og aukin lægni í ákveðnum ættum, hafa bent til að erfðir hafi áhrif. Nýverið hafa litningarannsóknir staðfest þennan grun með því að finna svæði á litningi 1 og 10 sem virðast hafa áhrif á tilurð sjúkdómsins. AMD flokkast annars vegar í byrjunarstig sem einkennist af drúsen og litarefnistilfærslum í augnbotni og samfara því óverulegri sjónskerðingu. Meðferðarform við byrjunarstigi eru fá, þó hafa rannsóknir sýnt fram á notagildi andoxunarefna, svo sem vitamín E og C ásamt zinki. Hitt form AMD er lokastigið með verulegri sjónskerðingu. Það er ýmist þurrt með rýrnun í makúlu eða vott með æðanýmyndun undir sjónhimnu og blæðingum. Meðferðarmöguleikar við þurra formið eru í dag litlir, en þetta form er mun algengara hér á landi miðað við önnur lönd án þess að fyrir því liggi haldbærar skýringar. Aftur á móti eru verulegar vonir bundnar við nýja meðferðarmöguleika í vota forminu. Staðbundin leysimeðferð á fyrirfram lyfja merkta himnu í sambland við lyfjameðferð sem gefin er inn í augað. Það lyf hindrar vaxtarþátt nýæðamyndar (anti-VEGF) . Nýjungar í meðferð sjónskertra þar sem nýjasta tölvutækni er notuð reynist þeim sem nú eru með sjúkdóminn betur, tækin eru betri og þeir einstaklingar sem fá sjúkdóminn í dag hafa oft náð valdi á tölvutækni. Með fjölgun aldraðra er þó ljóst að þessi sjúkdómur verður vaxandi heilbrigðisvandamál á Íslandi, sem og í hinum vestræna heimi, og er því mikilvægt að bæta meðferð, þjónustu og ráðgjöf fyrir þennan sjúklingahóp. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (Age-Related Macular Degeneration) AMD er sjúkdómur í litþekju augans, Bruch´s himnu og ljósnemum í sjónhimnu og veldur gjarnan sjónskerðingu. Algengi sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri. "Macula" er latneskt orð og þýðir blettur eða díll og er í raun stytting á "macula lutea", það er guli díllinn eða bletturinn í sjónhimnu auga þar sem sjónskynjun er sterkust. "Macula" hefur verið þýtt sem makúla á íslensku og er það orð notað í þessari grein (1). Í gegnum árin hefur sjúkdómsástandinu verið lýst á mismunandi hátt og gefin mörg nöfn. Árið 1885 lýsti Haab þessu sjúkdómsástandi og kallaði það ellihrörnun í augnbotnum "senile macular degeneration" (2). Nú meira en 100 árum seinna eru fræðimenn ekki á eitt sáttir um hvernig eigi að skilgreina og flokka þetta sjúkdómsástand. Í þessari grein er stuðst við alþjóðaskilgreiningu á aldursbundinni hrörnun í augnbotnum frá 1995 frá The International ARM Epidemiological Study Group (3). Með hækkandi aldri verða ákveðnar breytingar í makúlu, æðahimnan þykknar og magn og þéttleiki litarefnisins melanín í litþekju minnkar og litþekjufrumum fækkar. Auk þess verður þykknun á Bruch?s himnu, og ljósnemum í makúlu fækkar. Við byrjunarstig á AMD safnast niðurbrotsefni frá diskum ljósnema upp og myndar svonefnd drúsen
    corecore