41 research outputs found

    Neonatal life support

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAlthough most newborn infants are vigorous at birth, some need to be resuscitated. Therefore, at least one person skilled in neonatal resuscitation should be present at every delivery and appropriate equipments for resuscitation should be available. Most infants who reqiure resuscitation only need respiratory support. Chest compressions and administration of medications are infrequently needed. This article provides guidelines on neonatal resuscitation, which are mainly based on recently published International Liasion Committee on Resuscitation (ILCOR) guidelines.Flest börn fæðast í þennan heim í góðu ástandi, en í 5-10% tilvika þarf nýburinn á aðstoð að halda fyrst eftir fæðinguna (1). Yfirleitt nægir þá að örva barnið eða veita því öndunaraðstoð í stuttan tíma. Mjög sjaldan þarf að grípa til hjartahnoðs og enn sjaldnar að gefa lyf, en í þeim tilvikum er oft tvísýnt um horfur barnsins ef endurlífgun tekst þá á annað borð (2). Gott mæðraeftirlit og góð fæðingarhjálp er hornsteinn að velferð nýburans, en jafnvel þó vel sé að því staðið verður alltaf að gera ráð fyrir að nýfætt barn geti þurft á hjálp að halda á fyrstu mínútum lífsins. Hér eru gefnar leiðbeiningar um endurlífgun nýbura. Eiga þær fyrst og fremst við um endurlífgun fyrst eftir fæðinguna, en jafnframt um endurlífgun á börnum upp að eins mánaða aldri. Byggjast þær einkum á ráðleggingum sem gefnar hafa verið út á vegum International Liaison Committee on Resuscitation (ILCOR) og voru nýlega endurskoðaðar (3-6)

    Extremely Low Birthweight Infants in Iceland. Survival and Disability

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: In recent years advances in medical care and technology have increased newborn survival rate, both fullterm and preterm. This is reflected in a low Perinatal Mortality Rate in Iceland. Survival of extremely low birthweight infants (ELBW with BW<1000g) has also increased, especially since the availability of surfactant therapy for Respiratory Distress Syndrome of Prematurity. The purpose of this geographically defined national study was to evaluate survival and longterm outcome of ELBW children in Iceland. Material and methods: Information on all births in Iceland 1982-95 was collected from the National Birth Registry and Statistics Iceland with information on ELBW infants weighing 500-999g born in two periods 1982-90 and 1991-95, before and after the use of surfactant became routine therapy. Information on disability was obtained from records at the State Social Security Institute. Comparison was made between the two groups of ELBW infants. Results: In 1982-90 the proportion of ELBW infants was 0.3% of all births (116 of 38.378) and longterm survival at five years of age was 19 of 87 liveborn children or 22%. In 1991-95 ELBW infants were 0.5% of all births (102 of 22.261) and longterm survival was 35 of 67 liveborn children or 52%. Of the 19 ELBW children born in 1982-90 three are considered handicapped (16%) and 6 of 35 ELBW children born in 1991-95 (17%). Conclusions: The study shows that at the same time that proportionally more children are of extreme low birthweight, the survival of ELBW infants has increased from 22% in 1982-90 to 52% in 1991-95. The proportion of ELBW children with disability is not increased significantly between the two periods.Inngangur: Aukin þekking, reynsla og tækniframfarir seinni ára hafa bætt lífsmöguleika veikra nýbura, sem endurspeglast í lágum burðarmálsdauða á Íslandi. Lífslíkur lítilla fyrirbura með fæðingarþyngd <1000 g hafa aukist verulega, einkum eftir að notkun lungnablöðruseytis (surfactants) við glærhimnusjúkdómi (HMD/Hyaline Membrane Disease) varð almenn. Hluti þessara barna glímir við langvinn og alvarleg heilsuvandamál. Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á lífslíkur og fötlun lítilla fyrirbura á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um fæðingar á Íslandi á árabilinu 1982-95 fengust úr tölvuvæddri Fæðingarskráningu Ríkisspítala, nú Landspítala. Einnig var aflað upplýsinga hjá Hagstofu Íslands um litla fyrirbura sem vógu 500-999 g og fæddust á tveimur tímabilum 1982-90 og 1991-95, fyrir og eftir að notkun lungnablöðruseytis varð almenn. Upplýsingar um fötlunargreiningar fengust í gagnagrunni Tryggingastofnunar ríkisins. Við úrvinnslu var gerður samanburður á fyrirburahópunum. Niðurstöður: Á árunum 1982-90 var hlutfall lítilla fyrirbura 0,3% af öllum fæðingum (116 af 38.378) og lifðu 19 af 87 lifandi fæddum börnum við fimm ára aldur, eða 22%. Á seinna tímabilinu 1991-95 var hlutfall lítilla fyrirbura 0,5% af öllum fæðingum (102 af 22.261) og lifðu 35 af 67 lifandi fæddum börnum við fimm ára aldur, eða 52%. Af fyrirburum áranna 1982-90 eru þrjú (16%) af 19 börnum talin fötluð og 6 (17%) af 35 fyrirburum áranna 1991-95. Ályktanir: Rannsóknin sýnir að á sama tíma og hlutfallslega fleiri litlir fyrirburar fæðast í hverjum árgangi hafa lífslíkur þeirra aukist úr 22% á árunum 1982-90 í 52% 1991-95. Hlutfall lítilla fyrirbura með fötlunargreiningar hefur ekki aukist marktækt milli tímabila þrátt fyrir aukna lifun

    Birth asphyxia, neonatal risk factors for hypoxic ischemic encephalopathy

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Neonates suffering from severe birth asphyxia may develop hypoxic ischemic encephalopathy (HIE), some of which develop permanent neurological damage. As the incidence of asphyxia and HIE in Iceland is unknown, this study was conducted. Furthermore, we evaluated the association between some neonatal risk factors and the development of HIE. MATERIAL AND METHODS: All term infants born at LSH from 1997-2001 with birth asphyxia, defined as 5 minute Apgar score or=<6, were included in the study. Clinical information, length and weight, Apgar scores at 1, 5 and 10 minutes normoblasts count, initial pH and hemoglobin levels were retrospectively collected. RESULTS: The incidence of HIE after birth asphyxia was 1.4/1000. The infants who developed HIE had significantly lower birth weight and Apgar scores at one, five and ten minutes. They also had lower umbilical artery pH, had more base deficit and lower serum bicarbonate concentrations than the infants who did not develop HIE. CONCLUSION: The incidence of HIE was low compared to other studies. Birth asphyxia resulting in HIE is associated with lower birth weight, Apgar scores, pH and neonatal hemoglobin levels at birth. We conclude that neonates with low hemoglobin level are at increased risk for developing HIE and that low pH and Apgar scores may predict worse outcomes after birth asphyxia.Tilgangur: Þeirri spurningu er enn ósvarað hvers vegna sum börn sem verða fyrir fósturköfnun (asphyxia perinatalis) við fæðingu fá í kjölfarið heilakvilla af völdum súrefnisþurrðar (hypoxic ischemic encephalopathy, HIE) á meðan önnur ná fullum bata. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni fósturköfnunar HIE í kjölfar á Landspítala á árunum 1997-2001 auk þess að leita að forspárþáttum hjá barninu sem auka líkurnar á fósturköfnun og HIE í kjölfarið. Efniviður og aðferðir: Sjúklingahópurinn samanstóð af þeim börnum sem fengu greininguna fósturköfnun, voru fullburða, fædd á Kvennasviði Landspítala 1997-2001 að báðum árum meðtöldum, með Apgar stig <6 við fimm mínútna aldur. Upplýsingum var safnað á afturskyggnan hátt úr sjúkraskrám barnanna og mæðra þeirra. Apgar stig voru skráð við einnar, fimm og tíu mínútna aldur. Jafnframt sýrustig blóðs, blóðgös, fjöldi kjarnaðra rauðra blóðkorna og magn blóðrauða úr fyrsta blóðsýni. Einnig voru lengd og þyngd barnanna við fæðingu skráð. Niðurstöður: Nýgengi HIE meðal fullburða barna var 1,4/1000 á rannsóknartímabilinu. Börn sem fengu HIE reyndust hafa marktækt meiri blóðsýringu eftir fæðingu ásamt því sem basaskortur (base deficit) var marktækt og bíkarbónat var marktækt lægra hjá þeim börnum sem fengu HIE en þeim sem einungis fengu fósturköfnun. Gildi blóðrauða reyndist marktækt lægra hjá þeim sem fengu HIE en þeim sem ekki fengu HIE. Apgarstig voru einnig marktækt lægri hjá börnum sem fengu HIE. Ályktanir: Tíðni HIE í þessari rannsókn var lág miðað við samanburðarrannsóknir. Lág Apgar stigun, mikil blóðsýring og lægri fæðingarþyngd við fæðingu hafa forspárgildi um hvaða börn fá HIE eftir fósturköfnun. Öfug fylgni er á milli magns blóðrauða barns við fæðingu og hættu á HIE í kjölfar fósturköfnunar

    Birth asphyxia and hypoxic ischemic encephalopathy, incidence and obstetric risk factors

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Modern medical practice has changed dramatically during the past decades because of improved technology. Still, fetal surveillance during labor is relatively unchanged since 1960 s when fetal heart rate monitoring (FHR) became standard practice. Newborn infants are still suffering from birth asphyxia and in severe cases leading to hypoxic ischemic encephalopathy (HIE) which sometimes results in permanent neurological damage. The incidence of birth asphyxia and HIE in Iceland is unknown and so are the risk factors for severe asphyxia. The objective of this study was to assess the incidence, obstetric risk factors and the sequela of severe asphyxia at Landspitali university hospital (LSH). Material and methods: All term infants born at LSH from 1.1.1997- 31.12.2001 with birth asphyxia, defined as five minute Apgar score %lt;6, were included in the study (n=127). Clinical information were collected retrospectively from maternal records on maternal diseases during pregnancy, cardiotocogram (CTG), type of birth, the presence of meconium and operative delivery rates. Information was also collected regarding birth asphyxia and HIE in the neonatal period. Results: The incidence of birth asphyxia was 9.4/1000 live term births during the study period, with increasing incidence during the three last years. The incidence of HIE was 1.4/ 1000 live term births. Severe maternal diseases during pregnancy were not a significant risk factor for asphyxia. The amniotic fluid was meconium stained in fifty percent of cases and the umbilical cord was wrapped around the fetal neck in 41% of cases. Abnormal CTG tracing was observed in 66% of cases in the study group and in 79% of the HIE cases. Operative deliveries were significantly more common in the study cohort compared with other deliveries at LSH at the same time: ventouse delivery 22% vs 6.8% (p37 vikur) sem fengið höfðu greininguna fósturköfnun (Apgar stig <6 við 5 mínútna aldur;) á tímabilinu 1.1.1997-31.12.2001 voru athuguð. Upplýsingum um sjúkdóma á meðgöngu, fósturhjartsláttarrit í fæðingu (FHR), legvatnslit, tegund fæðingar, fæðingaratburði og fæðingarinngrip var safnað á afturskyggnan máta úr sjúkraskrám barnanna og mæðraskrám, auk þess sem skráð var hvort barnið hefði orðið fyrir fósturköfnun og greinst með heilkenni HIE á nýburaskeiði. Niðurstöður: Nýgengi fósturköfnunar var 9,4/1000 fullburða fædd börn og fór vaxandi á tímabilinu. Nýgengi HIE var 1,4/1000 fullburða fædd börn. Sjúkdómar móður á meðgöngu voru sjaldgæfir í rannsóknarhópnum. Barnabik í legvatni var til staðar í helmingi tilvika og naflastrengur reyndist vafinn um háls hjá 41%. Afbrigðilegt fósturhjartsláttarrit var til staðar hjá 66% og hjá 79% þeirra sem síðar greindust með HIE. Inngrip í fæðingar voru marktækt algengari í rannsóknarhópnum en í öðrum fæðingum á Landspítala á sama tímabili; það er að segja notkun sogklukku 22% vs 6,8% (p<0,001), fæðingartangar 6,3% vs 1,03% (p<0,001) og fæðing með bráðakeisaraskurði 19,7% vs 11,4% (p=0,008). Ályktun: Nýgengi fósturköfnunar á Landspítala er í efri viðmiðunarmörkum. Óeðlilegt FHR og tíðni fæðingarinngripa er algengt. Til er hópur fóstra þar sem ekki finnast merki um fósturstreitu í fæðingu með þeim aðferðum sem nú eru notaðar við eftirlit í fæðingu. Alvarlegir sjúkdómar móður tengjast ekki hærri tíðni fósturköfnunar, líklega vegna aukins eftirlits á meðgöngu og að lægri þröskuldur er fyrir inngrip í fæðingu. Meðal kvenna án áhættuþátta á meðgöngu vantar aðferðir, með háu næmi og sértæki, til að greina fósturköfnun í fæðingu

    Extremely low birthweight infants in Iceland 1991-95. Risk factors for perinatal and neonatal death

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Survival of extremely low birthweight infants with birthweight <1000 g (ELBW) has increased in recent years, parallel to decline in perinatal mortality rate. This study was part of a geographically defined national study on survival, health, development and longterm outcome of ELBW infants in Iceland 1991-95 focusing on infant and maternal health risk factors affecting infant survival. MATERIAL AND METHODS: Information was collected from the National Birth Registry on births and survival of ELBW infants weighing 500-999 g born in Iceland 1991-95. Information was obtained from hospital records of all liveborn ELBW infants and their mothers regarding maternal health, pregnancy, birth, diseases in the newborn period, lifespan and causes of death. Information on causes of death was collected from autopsy records of deceased infants. Comparison was made between the deceased ELBW infants and the control infants that survived. RESULTS: The study group consisted of 28 infants that died and a control group of 32 infants that survived. Most of the infants died in the first 24 hours after birth (47%). There was no significant difference in birthweight in the two groups nor regarding age of mothers, smoking, alcohol use and medication. Nearly all mothers of deceased infants (97%) had health problems during the pregnancy, compared to 66% mothers in the control group. Mothers of deceased infants had significantly more common infections (p=0.004). Significant difference was found regarding respiratory distress syndrome and intraventricular hemorrhage in infants that died (p=0.001). CONCLUSIONS: The results of the study support that short pregnancy, infection during pregnancy and intraventricular hemorrhage were the main risk factors causing death of ELBW infants in the perinatal and neonatal period in 1991-95.Inngangur: Lífslíkur lítilla fyrirbura með fæðingarþyngd <1000 g hafa aukist verulega undanfarin ár samhliða lækkun á burðarmálsdauða. Tilgangur rannsóknarinnar „Fyrirburar – langtímaeftirlit með heilsu og þroska“ var að varpa ljósi á lífslíkur, heilsufar, þroska og langtímahorfur lítilla fyrirbura á Íslandi 1991-95 og fjallar þessi hluti hennar um þá þætti í heilsufari fyrirburanna og mæðra þeirra sem höfðu áhrif á að börn lifðu ekki. Rannsóknaraðferðir og efniviður: Aflað var upplýsinga úr Fæðingaskráningunni um fæðingar og lifun lítilla fyrirbura sem vógu 500-999 g og fæddust á tímabilinu 1991-95. Leitað var eftir upplýsingum úr sjúkraskrám lifandi fæddra fyrirbura og mæðraskrám mæðra þeirra og skoðaðir þættir er vörðuðu heilsufar mæðranna á meðgöngu, meðgöngulengd, tegund fæðinga, sjúkdóma fyrirbura, lífslengd og dánarorsök. Skoðaðar voru krufningarskýrslur varðandi þau börn sem létust. Við úrvinnslu voru upplýsingar er vörðuðu látna fyrirbura bornar saman við upplýsingar um fyrirbura sem lifðu. Niðurstöður: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 28 látnum fyrirburum og samanburðarhópurinn af 32 fyrirburum sem lifðu. Meirihluti fyrirburanna lést á fyrsta sólarhring (47%). Ekki var marktækur munur á fæðingarþyngd hópanna né hvað varðar aldur, reykingar, áfengis- og lyfjanotkun mæðra. Nær allar mæður látinna barna (96%) voru veikar á meðgöngu miðað við 66% mæðra í samanburðarhópi. Sýkingar voru marktækt algengari (p=0,004) hjá mæðrum látnu barnanna. Marktækur munur kom einnig fram varðandi öndunarörðugleika og heilablæðingu hjá fyrirburum sem létust (p<0,001). Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að stutt meðgöngulengd, sýking á meðgöngu og heilablæðing hjá barni eftir fæðingu voru megináhættuþættir fyrir burðarmáls- og nýburadauða lítilla fyrirbura á Íslandi á árunum 1991-95

    Height and weight of Icelandic children 6-20 years of age

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: Monitoring growth rate in children reflects the state of health and nutrition of the individual as well as the state of health of a nation. Until now little information has been available about the growth pattern of Icelandic children. We report here the results of a nationwide cross-sectional study of growth in Icelandic children aged 6-20 years. Material and methods: Height, standing and sitting and weight were measured in a total of 6500 schoolchildren, 3173 girls and 3327 boys. The measurements were performed 1983-1987. Children were randomly selected from The National Registry according to date of birth from both urban and rural areas of the whole country of Iceland. Stature was measured by a Harpenden stadiometer and the children were weighed in underwear only using a standardized scale. Results: The mean values and standard deviations for height, standing and sitting and weight are presented in tables. Growth charts for height weigt and sitting height are presented. No difference in height and weight was found between children from rural and urban areas. The results show that the growth of Icelandic children is in all age groups almost identical to the growth of Norwegian children. Compaired to other Nordic and WHO growth standards, Icelandic children are tall, especially during early pubertal development. Conclusions: Icelandic children are tall and the growth of Icelandic and Norwegian children follows the same pattern wich supports the theory that the two nations are closely related.Inngangur: Rannsóknir á vexti barna og unglinga gefa verðmætar upplýsingar um heilsufar, næringarástand og almenna velmegun, bæði einstaklinga og heilla þjóða. Óhætt er að fullyrða að vaxtarferill er einn besti mælikvarði sem völ er á til að fylgjast með almennu heilsufari og heilbrigði barna. Til þessa hafa ekki verið gerðar staðlaðar rannsóknir á vexti og þroska íslenskra barna. Hér eru birtar niðurstöður rannsóknar á hæð og þyngd íslenskra barna og unglinga á aldrinum 6-20 ára, en rannsóknin er hluti af stórri þverskurðarrannsókn á vexti, þroska og næringarástandi íslenskra ungmenna. Efniviður og aðferðir: Hæð, sethæð og þyngd var mæld hjá alls 6500 skólabörnum, 3173 stúlkum og 3327 piltum á árabilinu 1983-1987. Börnin voru valin samkvæmt fæðingardegi úr þjóðskrá, bæði af höfuðborgarsvæðinu og úr ýmsum grunn- og framhaldsskólum í öllum landsfjórðungum. Hæð barnanna var mæld sitjandi og standandi með Harpenden stadiometer og þau vegin léttklædd með löggiltri reisluvog. Niðurstöður: Meðalgildi og staðalfrávik fyrir hæð, sethæð og þyngd eru gefin upp í töflum. Birt eru vaxtarlínurit fyrir hæð, þyngd og sethæð. Ekki fannst marktækur munur á hæð eða þyngd barna í þéttbýli og dreifbýli. Rannsóknin leiddi í ljós að vöxtur íslenskra barna er á öllum aldursskeiðum nánast eins og vöxtur norskra barna. Samanborið við aðra norræna vaxtarstaðla, og staðla Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, eru íslensk börn hávaxin, einkum í byrjun kynþroskaskeiðs. Ályktanir: Íslensk börn eru hávaxin og vöxtur íslenskra barna fylgir nánast sama ferli og vöxtur norskra barna og samræmist það nánum skyldleika þjóðanna

    Puberty in Icelandic girls

    Get PDF
    To access publisher full text version of this article. Please click on the hyperlink in Additional Links fieldIn a crosssectional study, 2775 healthy Icelandic girls, aged 6-16 years, were examined for physical signs of puberty. The study was performed in 1983-1987 and was a part of a larger crosssectional study of growth and development of 5526 Icelandic children all of whom were examined by the authors. Breast development stage 2 according to Tanner (B 2) was considered the first sign of puberty in girls. The mean age of Icelandic girls reaching B 2 was 10.84 years (SD 1.43). The mean time interval between B 2 and menarche was 2.42 years. The first signs of pubic hair growth, Tanner stage 2 (PH 2) were found at 11.46 years (SD 1.25). The mean time interval between PH 2 and PH 5 was 3.40 years. Comparison with studies from other countries is difficult because of different methods and different study designs, but the timing and tempo of puberty in Icelandic girls seems to be similar to what has been reported from other Nordic countries and countries in Western-Europe.Lýst er þverskurðarrannsókn (crosssectional) á kynþroska íslenskra stúlkna. Rannsóknin var hluti af stórri þverskurðarrannsókn á vexti og þroska íslenskra barna á aldrinum 6-16 ára. Í rannsókninni, sem fór fram á árunum 1983-1987, tók þátt alls 2751 drengur og 2775 stúlkur, eða samtals 5526 börn og unglingar. Allar mælingar og líkamsskoðun barnanna voru framkvæmdar af höfundum greinarinnar. Þroski brjósta og kynhára var stiggreindur samkvæmt aðferð Tanners (B 1-5 og PH 1-5). Til að kanna aldur við fyrstu tíðablæðingar (menarche) voru stúlkurnar spurðar hvort þær hefðu haft blæðingar. Svarið var skráð já eða nei. Meðalaldur stúlkna við upphaf brjóstaþroska (B 2) var 10,84 (staðalfrávik 1,43) ár og við fyrsta mælanlegan kynháravöxt (PH 2) 11,46 (staðalfrávik 1,25) ár. Meðalaldur stúlkna við fyrstu tíðablæðingar var 13,26 (staðalfrávik 1,15) ár. Þroski íslenskra stúlkna fylgir svipuðu ferli og lýst hefur verið á öðrum Norðurlöndum. Hins vegar virðist tímabilið 2,42 ár frá fyrstu einkennum kynþroska stúlkna (B 2) að fyrstu tíðablæðingum vera tiltölulega langt, borið saman við niðurstöður erlendra rannsókna

    Puberty in Icelandic boys

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIn a crosssectional study, 2751 healthy Icelandic boys aged 6-16 years, were examined for physical signs of puberty. The study was performed in 1983-1987 and was a part of a larger crosssectional growth study of 5526 Icelandic children all of whom were examined by the authors. Testicular volume of 4 ml (T 4) was considered the first sign of puberty in boys. The mean age of Icelandic boys reaching T 4 was 11.89 years (SD 1.08). The mean time interval between T 4 and T 12 was 2.21 years. The first signs of pubic hair growth, Tanner stage 2 (PH 2), were found at 12.74 years (SD 1.37). The mean time interval between PH 2 and PH 5 was 2.43 years. Even though comparison with studies from other countries is difficult because of different methods and different study design, we find that the timing and tempo of puberty in Icelandic boys is similar to what has been reported from other Nordic countries and countries in Western-Europe.Gerð var þverskurðarrannsókn á ytri kynþroskaeinkennum hjá 2751 heilbrigðum íslenskum dreng á aldrinum 6-16 ára. Rannsóknin var hluti af stærri rannsókn sem fór fram á árabilinu 1983-1987 en þar var meðal annars mæld hæð, bæði sitjandi og standandi, þyngd og húðfita. Alls tóku 5526 börn og unglingar þátt í rannsókninni, og var það meira en 95% af upprunalegum úrtakshópi. Fyrstu einkenni kynþroska drengja eru talin þegar eistu ná 4 ml rúmmáls (T 4). Meðalaldur íslenskra drengja við upphaf kynþroska var 11,89 ár, staðalfrávik (standard deviation) 1,08 ár. Tímalengd sem tekur eistun að vaxa úr 4 ml í 12 ml (T 4 -T 12) var 2,21 ár. Fyrsti vöxtur kynhára (PH 2) fannst að meðaltali við 12,74 ár, staðalfrávik 1,37 ár. Tímalengd milli PH 2 og PH 5, þegar fullum þroska kynhára var náð, var að meðaltali 2,43 ár. Niðurstöður benda til að kynþroski íslenskra pilta fylgi svipuðu ferli og hjá piltum á Norðurlöndum og meginlandi Vestur-Evrópu. Samanburður við erlendar rannsóknir er hins vegar að mörgu leyti erfiður vegna ólíkra rannsóknaraðferða

    Carriage of group B beta-haemolytic streptococci among pregnant women in Iceland and colonisation of their newborn infants

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To determine the carrier rate of group B beta-haemolytic streptococci (GBS) of pregnant women in Iceland and the colonisation of their newborns. Material and methods: A prospective study was conducted from October 1994 until October 1997, where culture specimens for GBS were taken from vagina and rectum of pregnant women attending the prenatal clinics at the Department of Obstetrics and Gynecology, Landspitali University Hospital and the Reykjavik Health Centre. The samples were taken at 23 and 36 weeks gestation and at delivery. Culture samples were also taken from axilla, umbilical area and pharynx of their newborn infants immediately after birth. Included in the study were pregnant women born on every fourth day of each month. Carrier state was not treated during pregnancy, but Penicillin G was given i.v. at delivery if the last culture before delivery was positive and gestational age was 12 hours before delivery or the mother had a fever >38 degrees C. Results: Cultures were taken from 280 women and their children. GBS carrier rate of pregnant women in Iceland was 24.3%. Twelve newborns had GBS positive cultures. No newborn had a confirmed septicemia. Cultures from 25% of newborns, who s mothers were still GBS carriers at birth, were positive for GBS. Positive predictive value of cultures taken at 23 weeks gestation was 64% and 78% at 36 weeks. Negative predictive value was 95% and 99% respectively. Conclusion: One out of every four pregnant women in Iceland is a GBS carrier. Twentyfive percent of newborns become colonised with GBS if the mother is a GBS carrier at delivery. When screening for GBS carrier state is done cultures from both vagina and rectum is more sensitive than cultures from vagina only. At least five percent of all newborns in Iceland are therefore expected to have positive skin cultures at birth. If the mother does not have positive GBS cultures during pregnancy, the likelihood that she will give birth to a GBS colonised child is almost none.Inngangur: Blóðsýkingar hjá nýburum eru enn alvarlegt sjúkdómsástand með hárri dánartíðni. Í rannsókn á faraldsfræði blóðsýkinga meðal nýbura á Íslandi á árunum 1976 til 1995 voru blóðsýkingar staðfestar hjá tveimur af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum og dánartíðni var 17%. Nýgengi blóðsýkinga af völdum b-hemólýtískra streptókokka af flokki B (GBS) fór verulega vaxandi á rannsóknartímabilinu og var orðið 0,9/1000 á síðustu fimm árunum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna beratíðni GBS meðal þungaðra kvenna á Íslandi og smitun nýbura í fæðingu þess vegna. Efniviður og aðferðir: Gerð var framsýn rannsókn þar sem tekin voru strok frá neðri hluta legganga og endaþarmi þungaðra kvenna á 23. og 36. viku meðgöngu svo og í fæðingu. Einnig voru tekin strok frá holhönd, nafla og koki nýburanna þegar eftir fæðingu. Úrtakið voru þungaðar konur sem fæddar voru fjórða hvern dag hvers mánaðar og komu til mæðraeftirlits á Kvennadeild Landspítalans eða Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á tímabilinu frá október 1994 til október 1997. Ekki voru gefin sýklalyf til að uppræta berastig á meðgöngu, en hins vegar var Penisillín G gefið í æð í fæðingunni ef síðasta ræktun fyrir fæðingu var jákvæð fyrir GBS og jafnframt einu eða fleiri af eftirtöldum skilyrðum fullnægt: Meðgöngulengd 12 klukkustundum fyrir fæðingu eða hiti >38°C. Niðurstöður: Sýni voru tekin frá 280 konum. Beratíðni þungaðra kvenna hérlendis reyndist vera 24,3%. Tólf börn reyndust hafa GBS í ræktunarsýnum sem tekin voru þegar eftir fæðingu. Ekkert barn í rannsókninni fékk staðfesta blóðsýkingu. Fjórðungur (25%) barna þeirra kvenna, sem enn voru GBS berar í fæðingunni, smitaðist. Jákvætt forspárgildi GBS sýnatöku við 23 vikna meðgöngu er 64% en 78% við 36 vikna meðgöngu. Neikvætt forspárgildi er samsvarandi 95% og 99%. Ályktun: Fjórðungur þungaðra kvenna á Íslandi ber GBS í leggöngum eða endaþarmi. Tuttugu og fimm prósent barna þeirra smitast af sýklinum við fæðingu. Þannig má reikna með að 5% allra nýbura á Íslandi á umræddu tímabili hafi smitast af GBS við fæðingu. Ef verðandi móðir er ekki GBS beri samkvæmt ræktunum frá leggöngum og endaþarmi á meðgöngunni, eru hverfandi líkur á að barn hennar smitist af GBS í fæðingunni

    Extremely Low Birthweight Infants in Iceland. Neurodevelopmental profileatfiveyearsofage

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: This study was part of a geographically definednationalstudyonsurvival,health,development,and longterm outcome of extremely low birthweight infants (ELBW; birthweight < 1000g) in Iceland focusing on development and neurodevelopmental measures in comparison to a reference group. Methods: All 35 ELBW longtime survivors born in 1991-95 and 55 children as matched reference group were enrolled in a prospective study on longterm health and development. The children underwent medical examinations and neurodevelopmental testing at fiveyearsofagein 1996-2001, and their parents answered a questionnaire on their behavior. Comparison was made between ELBW infants and the reference group. Results: Cognitive measures with the Wechsler Pre-school and Primary Scale of Intelligence-Revised (WPPSI-R) showed significantlylowerfullscaleIQscoresfor the ELBW group compared to the reference group (p<0.001). More difference was apparent between the groups for the performance IQ than the verbal IQ. Scores on Test of Language Development (TOLD-2P) showed differences between the ELBW group and the reference group on the total language quotient (p=0.025). Significantdifferenceswerenotobtainedbetweenthegroupson TOLD-2P´s individual subtests, languistic features nor linguistic systems. Total Scores on the Miller Assessment for Preschoolers (MAP) with emphasis on sensory motor development, were significantlylowerfortheELBWgroup compared to the reference group (p<0.001). Additionally, significantdifferenceswerefoundonthreeoffivesubscales of the MAP. Evaluation of finemotorskillswiththe Finmotorisk utvecklingsstatus 1-7år (FU) revealed significantdifferences(p<0.001),favoringthereferencegroup. Parental answers on the Child Behavior Checklist (CBCL) showed differences between the groups on three of eight factors in favor of the reference group (p<0.001). Conclusions: Developmental testing at fiveyearsofage indicates that the performance of 25% of the ELBW children in this study, is consistent with that of same age peers. However, as a group, the ELBW children performed significantlypoorerregardingcognitivedevelopment and sensory-motor skills when compared to the reference group. The most prominent neurodevelopmental difficultiesoftheELBWchildrenwerewithinperceptual organization, coordination, and executive skills. Behavior problems were not rated as significantaccording to parental answers, although there were some differences between the groups. Since a large portion of ELBW children experiences developmental problems, it is important to provide early intervention during preschool years and support services and special education during school years, to reduce the longterm effects of developmental deficits. Key words: extremely low birthweight infants, development, neurodevelopmental testing, longterm outcome.Tilgangur rannsóknarinnar: Fyrirburar – langtímaeftirlit með heilsu og þroska” var að varpa ljósi á lífslíkur, heilsufar, þroska og langtímahorfur lítilla íslenskra fyrirbura sem vógu minna en 1000g við fæðingu og bera saman við fullburða jafnaldra. Þessi hluti rannsóknarinnar fjallar um helstu niðurstöður þroskamælinga og niðurstöður á mati foreldra á hegðun barna sinna. Aðferðir: Allir 35 litlir fyrirburar áranna 1991-95 og 55 jafnaldra samanburðarbörn tóku þátt í framskyggnri rannsókn á heilsu og þroska. Börnin komu til læknisskoðunar við rúmlega fimm ára aldur á árunum 1996-2001 og gengust undir mælingar á vitsmunaþroska, málþroska, og skynhreyfiþroska. Auk þess svöruðu foreldrar barnanna spurningum um atferli þeirra. Við úrvinnslu var gerður samanburður á frammistöðu fyrirbura og samanburðarbarna. Niðurstöður: Mælingar á vitsmunaþroska samkvæmt Wechsler Preschool and Primary Scale of Intelligence–Revised (WPPSI-R) sýndu lægri heildarniðurstöðu hjá fyrirburum en samanburðarhópi (p<0,001). Þessi munur var meira afgerandi á verklegum hluta en málhluta. Mat á málþroska með Test of Language Development–2P (TOLD-2P) sýndi að málþroskatala var lægri hjá fyrirburum en samanburðarbörnum (p=0,025). Ekki kom fram munur á hópunum þegar frammistaða þeirra á einstökum undirprófum eða málkerfum og málþáttum var borin saman. Mælingar á þroska með megináherslu á skynjun og hreyfingar samkvæmt Miller Assessment for Preschoolers (MAP) sýndu að heildarskor fyrirbura var lægra en samanburðarbarna (p<0,001) og reyndist mestur munur á skynhreyfiþáttum og skynúrvinnslu. Marktækur munur kom í ljós á þremur af fimm kvörðum matstækisins þar sem frammistaða fyrirburanna var síðri. Niðurstöður mælinga á fínhreyfifærni með Finmotorisk Utvecklingsstatus 1-7år (FU) sýndu mun á öllum þáttum (p<0,001) og var um það bil árs munur á frammistöðu hópanna tveggja, samanburðar­börnunum í hag. Niðurstöður úr svörum foreldra við spurningalistanum Child Behavior Checklist (CBCL) sýndu mun á milli hópanna á þremur þáttum af átta, fyrirburum í óhag (p<0,001). Ályktun: Þroskamælingar við fimm ára aldur gefa til kynna að fjórðungur lítilla fyrirbura nær sama árangri og jafnaldra samanburðarbörn. Í heildina er frammistaða lítilla fyrirbura í þessari rannsókn þó marktækt slakari hvað varðar vitsmunaþroska og skynhreyfiþroska. Samkvæmt þeim þroskaprófum sem notuð voru birtist þroskavandi fyrirburanna einkum í flóknari skynúrvinnslu, samhæfingu og skipulagningu athafna. Hegðunarfrávik náðu ekki klínískum mörkum þótt munur væri á milli hópanna á einstaka þáttum. Meirihluti lítilla fyrirbura glímir við umtalsverð þroskafrávik og því er mikilvægt að tryggja þeim snemmtæka íhlutun á leikskólaárum og sérstakan stuðning og kennslu í grunnskóla til þess að draga úr langtímaáhrifum þroskavanda þeirra
    corecore