1 research outputs found

    Stýrandi áhrif útdrátta úr sjávarhryggleysingjum á þroska angafrumna in vitro

    No full text
    Inngangur: Ónæmiskerfi mannslíkamans er flókið samspil margra þátta þar sem að angafrumur gegna mikilvægu hlutverki í stjórnun og sérhæfingu ónæmissvarsins. Þróað hefur verið in vitro angafrumulíkan til að rannsaka ónæmisstýrandi áhrif efna og hefur það verið notað í leit að lífvirkum efnum úr íslensku lífríki. Leit að lífvirkum efnum úr sjávarhryggleysingjum hefur borið talsverðan árangur en flest þessara efnasambanda hafa verið einangruð úr lífverum sem lifa í heitari höfum. Ísland er staðsett á einstökum stað í Norður-Atlantshafi og hefur líffræðilegur fjölbreytileiki í hafinu í kringum landið nánast ekkert verið rannsakaður m.t.t. efnainnihalds lífvera. Sérstaða íslenska hafsvæðisins felst í því að landið liggur á mótum hlýsjávar úr suðri og kaldsjávar úr norðri og auk jarðhitasvæða á hafsbotni. Þessar aðstæður geta því skapað skilyrði fyrir einstak lífríki í sjó sem síðan getur leitt til þess að lífverurnar sem þar lifa framleiða áhugaverð efnasambönd sér til varnar. Markmið: Markmið verkefnisins var að skima fyrir lífvirkni í útdráttum úr íslenskum sjávarhryggleysingjum í in vitro angafrumulíkani. Aðferðir: Ónæmisfræðileg áhrif 58 útdrátta voru könnuð í in vitro angafrumulíkaninu í einum styrk, 100 μg/mL. Sjö útdrættir sem sýndu mesta virkni voru valdir úr og prófaðir í fleiri styrkjum. Einn lífvirkur útdráttur var valinn úr, hann þáttaður og áhrif fraktionanna könnuð. Í in vitro angafrumulíkaninu voru óþroskaðar angafrumur þroskaðar í návist eða án útdrátta úr sjávarhryggleysingjum og áhrif útdráttanna metin með því að mæla yfirborðssameindirnar CD86, HLA-DR og CD14 með frumuflæðisjá og seytingu á boðefnunum IL-10 og IL-12p40 með ELISA aðferð. Niðurstöður: Þroskun angafrumna í návist sjö útdrátta í styrkjunum 50 og 100 μg/ml leiddu til lægra hlutfalls CD86+ og HLA-DR angafrumna, drógu úr meðaltalstjáningu þessara sameinda og úr seytingu boðefnanna IL-12p40 og IL-10 miðað við angafrumur þroskaðra án útdrátta. Þáttun á einum útdrættinum leiddi í ljós að mesta virknin var hjá óskautuðu fraktionunum og að IL-12p40 seytun því sem næst hvarf þegar angafrumur voru þroskaðar í návist einnar þeirra. Ekki náðist að halda áfram með lífvirknileidda þáttun þessara fraktiona. Umræður og ályktanir: Niðurstöður verkefnisins bentu til þess að lífvirk efni finnist í útdráttum af a.m.k. sjö íslenskum sjávarhryggleysingjum og að efni í einum þeirra geti hugsanlega haft veruleg áhrif á ræsingu Th1 og/eða Th17 frumur og þannig hugsanlega dregið úr sjálfsofnæmissjúkdómum. Því er mikilvægt að gera lífvirknileidda einangrun til að ákvarða hver virku efnin eru í þessum lífverum og kanna nánar ónæmisfræðileg áhrif hreinna innihaldsefna
    corecore