3 research outputs found

    Statistical evaluation of the activity- and costing system at Landspítali University Hospital

    No full text
    Íslensk sjúkrahús eru að nær öllu leyti fjármögnuð á föstum fjárlögum. Undanfarin ár hefur Landspítali verið undir það búinn að taka upp fjármögnun byggða á framleiðslu með DRG (Diagnosis related groups) kerfinu. Flest lönd greiða að einhverju leyti fyrir heilbrigðisþjónustu sína að teknu tilliti til framleiðslu. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hve vel DRG kerfið fellur að kostnaðargreiningu og klínískri starfsemi spítalans. Helstu niðurstöður eru þær að DRG vigtir skýra 48,9% af heildarbreytileika í kostnaði við legusjúklinga á LSH. Þegar innlagnarmáta er bætt við skýrir hann ásamt vigtunum 49,2% af heildarbreytileika í heildarkostnaði. Af 340 DRG flokkum sem innihalda 15 sjúklinga eða fleiri reyndist 21 flokkur (6,2%) ekki einsleitur í kostnaði. Kostnaður DRG flokka með aukakvillum voru bornir saman við sambærilega DRG flokka án aukakvilla. Alls voru borin saman 52 pör og reyndist ekki tölfræðilega marktækur munur milli þessara flokka í 13 tilfellum. Að sama skapi var athugað hvort DRG flokkar sem innihalda dagsjúklinga væru marktækt ódýrari en sambærilegir DRG flokkar sem innihalda legusjúklinga. Pörin voru 9 og var marktækur munur milli þeirra allra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að DRG kerfi Landspítala geti, út frá aðferðafræðilegu sjónarhorni, staðið undir breytingum á fjármögnun, þ.e. yfir í fjármögnun byggða á framleiðslu. Mikilvægt er þó að halda áfram athugunum á DRG og kostnaðarkerfinu

    Fyrstu niðurstöður úr stöðlun NEO-PI-R á Íslandi

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenGreint er frá fyrstu niðurstöðum úr yfirgripsmikilli rannsókn á íslenskri þýðingu á NEO-PI-R persónuleikaprófinu. Valdir voru 1500 Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára af handahófi úr þjóðskrá. Þátttakendur fengu persónuleikaprófið sent heim til sin í pósti. Alls svöruðu 655 (44%) manns. Rannsóknin staðfesti niðurstööur fyrri rannsókna um að þáttauppbygging íslenskrar þýðingar er í mjög góðu samræmi við frumútgáfu prófsins. Mælingar á áreiðanleika sýna að áreiðanleiki meginþáttanna fimm er mjög góður og betri en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna. Niðurstöður sýna einnig að áreiðanleiki nokkurra undirþátta þyrfti að vera betri. Tilgáta um að háskólanemar skori hærra á taugaveiklun, úthverfu og víðsýni og lægra á samvinnuþýði og samviskusemi en eldra folk er staðfest. Loks sýna niðurstöður að þegar á heildina er litið þá koma Íslendingar, Bandaríkjamenn og Eistlendingar svipað út á meginþáttum NEO-PI-R en nokkur munur er milli þjóðanna á einstaka undirþáttum prófsins

    Fyrstu niðurstöður úr stöðlun NEO-PI-R á Íslandi

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenGreint er frá fyrstu niðurstöðum úr yfirgripsmikilli rannsókn á íslenskri þýðingu á NEO-PI-R persónuleikaprófinu. Valdir voru 1500 Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára af handahófi úr þjóðskrá. Þátttakendur fengu persónuleikaprófið sent heim til sin í pósti. Alls svöruðu 655 (44%) manns. Rannsóknin staðfesti niðurstööur fyrri rannsókna um að þáttauppbygging íslenskrar þýðingar er í mjög góðu samræmi við frumútgáfu prófsins. Mælingar á áreiðanleika sýna að áreiðanleiki meginþáttanna fimm er mjög góður og betri en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna. Niðurstöður sýna einnig að áreiðanleiki nokkurra undirþátta þyrfti að vera betri. Tilgáta um að háskólanemar skori hærra á taugaveiklun, úthverfu og víðsýni og lægra á samvinnuþýði og samviskusemi en eldra folk er staðfest. Loks sýna niðurstöður að þegar á heildina er litið þá koma Íslendingar, Bandaríkjamenn og Eistlendingar svipað út á meginþáttum NEO-PI-R en nokkur munur er milli þjóðanna á einstaka undirþáttum prófsins
    corecore