1 research outputs found
Leiksköpun : leiklist og ritlist til að byggja sjálfsmynd með nemendum í unglingadeild
Ritgerðin fjallar um leiksköpunaraðferðina (e. playmaking) í starfi með unglingum og áhrif hennar á sjálfsmynd þátttakenda. Aðferðin, sem á uppruna sinn í Bandaríkjunum, er blanda af ritlist og spunalist og þátttakendur skrifa leikrit út frá eigin reynslu. Árið 2020 fékk ég tækifæri til þess að halda leiksköpunarnámskeið við Vættaskóla í Grafarvogi fyrir nemendur í 8.-10. bekk skólans. Námskeiðið var hluti af rannsóknarverkefni þar sem ég kannaði hvort ég gæti nýtt mér aðferðina í eigin starfi til þess að styðja við unglinga og sjálfsmynd þeirra. Rannsóknaraðferðin sem ég notaðist við nefnist starfendarannsókn (e. action research) og einkennist af því að þátttakandi rannsakar eigið starf og er þátttakandi í rannsókninni. Auk þess að kanna eigið starf útbjó ég æfingakver sem gagnast gæti kennurum sem hafa áhuga á að nýta sér aðferðir leiksköpunar. Heimsfaraldur COVID-19 setti rannsóknina úr skorðum og hafði áhrif á niðurstöður hennar. Niðurstöðurnar sýna að aðferðin getur stutt við nemendur í þeirra eigin sjálfsmyndarvinnu og gæti gagnast sem leið til þess að skapa nemendum öruggan vettvang til sjálfskönnunar. Ég komst að því að með því að nota ritlist og leiklist saman er hægt að hefja upp raddir og reynslu nemenda.An exploration of the method of playmaking in practice with teenagers and its use in building positive self-image. The method, which originates from the United States, is a blend of creative writing and improv theatre and participants write a play based on their own experiences. In 2020 I had the opportunity to teach a course in playmaking to students in years 8-10 at Vættaskóli school in Grafarvogur, Iceland. The course was a part of a research project intended to explore how I can use playmaking in my work with teenagers to support them and their self-image. The research method utilised is action research, in which the researcher is exploring their own practice and is themself a participant in the research.
The COVID-19 pandemic upset the course of the research and impacted its results. The results I did find are that I can use playmaking as a tool to support students in their own exploration of self-image. Using drama as well as creative writing can help empower and elevate students' own stories and voices