2 research outputs found

    Vinsældir og félagsfærni barna

    No full text
    Flestir foreldrar sjá fyrir sér að barnið þeirra muni eignist vini sem verða því samferða og deila mikilvægum áföngum í lífi þess, en sú verður ekki alltaf raunin. Markmið ritgerðar er að skoða tengsl vinsælda og félagsfærni barna við skapgerð, uppeldi og samskipti þeirra við foreldra. Viðfangsefnið er brýnt því félagsleg einangrun barna getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Í ritgerðinni er útlistað hvað einkennir vinsæl og félagsfær börn samkvæmt kenningum og rannsóknum, hvaða þættir geta ýtt undir félagsfærni. Fjallað er um tengsl skapgerðar og vinsælda og um börn sem lenda utan félagahópsins. Helstu niðurstöður eru þær að börn sem sýna einkenni viðkunnanleika og úthverfu eru líklegust til þess að njóta vinsælda og hafa góða félagsfærni. Sú færni byggir meðal annars á þroska siðferðisvitundar og hæfninni að setja sig í spor annarra. Þeir þættir í sambandi foreldra og barna sem stuðla að aukinni félagsfærni eru myndun öruggra geðtengsla, foreldrar beiti leiðandi uppeldisháttum, séu virkir í lífi barna sinna og að hlýja ríki í samskiptum foreldra og barna. Afleiðingar þess að lenda utan hópsins geta verið þunglyndi, kvíði og tilraun til sjálfsvígs. Niðurstöðurnar má nýta til þess að upplýsa foreldra og aðra sem vinna með börnum svo unnt sé að stuðla að jákvæðum samskiptum milli barna og koma í veg fyrir að börn stuðli að einangrun annarra barna

    Þörf fyrir foreldrafræðslu : sjónarhorn foreldra 10–12 ára barna

    No full text
    Foreldrahlutverkið er í hugum flestra gefandi og lærdómsríkt en það getur einnig verið krefjandi. Oft koma upp ýmiskonar áskoranir í uppeldinu sem foreldrar hafa ekki þekkingu eða færni til þess að takast á við á árangursríkan hátt. Tilgangur með foreldrafræðslu er að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og auka foreldrafærni þeirra. Þessi rannsókn er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem ber heitið: Foreldrafræðsla á Íslandi: Hver er þörfin?, sem Hrund Þórarins Ingudóttir stendur fyrir og stýrir. Markmið þessa hluta rannsóknarverkefnisins er að fá innsýn inn í foreldrahlutverkið frá sjónarhóli foreldra og áskoranir þess, skoða þörf foreldra 10 til 12 ára barna fyrir fræðslu og stuðning í uppeldishlutverkinu, hvert eigi að vera helsta viðfangsefni slíkrar fræðslu og hvaða vettvangur sé álitlegastur fyrir fræðsluna. Megindlegu rannsóknarsniði var beitt við gagnaöflun og úrvinnslu gagna. Spurningalisti var lagður fyrir foreldra 10 til 12 ára barna í 47 skólum. Skólarnir voru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Svör bárust frá 1060 þátttakendum. Úrvinnsla gagnanna fól í sér lýsandi tölfræði, t próf óháðra úrtaka og flokkun þema úr tveimur opnum spurningum. Helstu niðurstöðurnar sýndu að meirihluti þátttakenda taldi að þörf væri fyrir meira framboð faglegrar foreldrafræðslu fyrir forelda 10 til 12 ára barna. Að mati þátttakenda var helst þörf fyrir slíkan stuðning hvað varðar tölvu- og símanotkun, eflingu sjálfstrausts, líkamlega og andlega heilsu barna og þroskatengda þætti. Flestir þátttakendur töldu best að foreldrafræðsla færi fram í grunnskólum. Niðurstöður sýndu einnig að um þriðjungur þátttakenda áleit hraða nútímasamfélags hafa neikvæðar afleiðingar fyrir foreldrahlutverkið. Um helmingur þátttakenda taldi kröfur nútímasamfélags vera óraunhæfar fyrir foreldra. Mæður voru metnar virkari í flestum verkefnum tengdum foreldrahlutverkinu en feður. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna hvaða uppeldisþætti foreldrar þessa aldurshóps eru helst að glíma við. Vonast er til að þær nýtist fagaðilum sem vinna með foreldrum til þess að kortleggja þörf og ákjósanlegt innihald fyrir foreldrafræðslu að mati þátttakenda. Einnig geta niðurstöður stutt við stefnumótun foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar á Íslandi.To most people, the parental role is both giving and educational, but it can also be demanding. Various challenges can arise that parents do not have the knowledge or skills to address successfully. The purpose of parent education is to strengthen parents in their parental role and increase parenting skills. This study is part of a larger research project called Parent education in Iceland: What is the need?, led and supervised by Hrund Þórarins Ingudóttir. The aim of this part of the research project is to gain insight into the parenting role from the perspective of parents, examine the need of parents of 10–12-year-old children for education and support in the parenting role, what should be the main focus of such education, and which platform is most suitable for the education. A quantitative research design was used for data collection and processing. A questionnaire was distributed to parents of 10–12-year-old children in 47 schools. The schools were located in the capital area and in rural areas. Responses were received from 1060 participants. Data processing involved descriptive statistics, independent samples t-tests, and categorization of themes from two open-ended questions. The main findings showed that the majority of participants believed there was a need for more professional parent education for parents of 10 to 12-year-old children. The main need concerned the use of computers phones, self-esteem, children’s physical and mental health, and developmental issues. Most participants believed that parent education should take place in primary schools. About a third considered the pace of modern society to have negative consequences for the parental role, and half considered the demands of modern society unrealistic for parents. Mothers were reported to be more active in most parental tasks than fathers. These results provide insight into parents' struggles and can be useful for professionals working with parents to map needs and appropriate content of parent education. The results can also support policy-making of parent education and counseling in Iceland
    corecore