4 research outputs found

    Editorial

    No full text
    In small countries like Iceland the advancement of knowledge often takes place in small unspectacular steps, unnoticed outside the country and, because of common language barriers, basically inaccessible to the rest of the world. Results from major and minor research projects and documentation of primary data like yield, livestock numbers and production are published in the local language and can be found in periodicals, yearbooks, bulletins, and local conference papers, as well as in unpublished theses. The results and data are frequently only interpreted and discussed locally and in many cases not further published, which means that they are practically unknown and unavailable for researchers in other countries. Though much of this is basically only of local interest, researchers from other countries may benefit from the progress made in smaller countries

    Binding fosfórs í jarðvegi langtímatilrauna á túni

    No full text
    Long-term fertiliser experiments on hayfields at Sámsstaðir, South Iceland, and Hvanneyri, West Iceland, provided the basis for investigations on phosphorus fractions, the fate of P fertilisers and P sorption in Icelandic soils. Total (Pt), inorganic (Pi), organic (Po), ammonium oxalate extractable (Pox), ammonium lactate extractable (PAL) and anion resin extractable (Pan) fractions were determined. The P sorption was measured and P sorption maximum (Smax) calculated. Ammonium oxalate extractable Si, Al and Fe were measured and the degree of P saturation (DPS) was calculated. We found all surplus applied P in the top 10 cm of the soil with the highest increase in the top 5 cm. While there was only a slight increase in Po, most of the surplus P was inorganically bound, with a strong correlation between Pt, Pi and Pox. Phosphorus saturation (Smax) was highly correlated with oxalate extractable Si and Al in the dry Silandic Andosol. However, in the Histic Andosol it was only highly correlated with Feox and not to Alox, indicating a different behaviour relating to redox conditions. Available P (PAL) increased with increasing P application mainly in the top 5 cm, but was not detectable at 10-20 cm depth. There was a good correlation between PAL and the degree of phosphorus saturation which only reached critical level in the top 5 cm with the highest P application of 39 kg ha-1 year-1. Water soluble Pan was substantially higher than PAL indicating that the phosphorus that had accumulated in the soil could be released and may be a useful source of P in future.Jarðvegur úr langtímatilraunum á túnum á Sámsstöðum og á Hvanneyri var notaður til að kanna bindingu og afdrif áborins fosfórs í íslenskum jarðvegi. Heildarmagn fosfórs (Pt) í jarðveginum var mælt og skipting fosfórsins í ólífræn sambönd (Pi) og lífræn (Po). Einnig var mælt hversu mikið losnar af P í ammóníum oxalati (Pox), ammóníum laktati (PAL) og með anjóna resin (Pan). Binding fosfórs var greind og hámarks aðsog (Smax) reiknað með Langmuir líkingunni. Si, Al og Fe voru mæld í ammóníum oxalati og mettunarstig fosfórs (DPS) reiknað.Við fundum allan umframáborinn fosfór í efstu 10 cm jarðvegsins en mest var þó bundið í efstu 5 cm. Það varð einungis lítil aukning á lífrænum fosfór á tilraunatímanum, fosfórinn var aðallega bundinn í ólífrænum samböndum og það er góð fylgni milli Pt, Pi og Pox. Milli mettunarstigs fosfórs (Smax) og Siox og Alox er góð fylgni í þurrum jarðvegi Silandic Andosol en í rökum Histic Andosol jarðvegi er einungis góð fylgni við Feox en engin við Alox sem bendir til að oxunar og afoxunarstig hefur veruleg áhrif á það hvernig fosfórinn binst. Nýtanlegur fosfór (PAL) eykst með auknum P-áburði, aðallega í efstu 5 cm jarðvegsins en í 10-20 cm dýpt er engin aukning merkjanleg. Það var góð fylgni milli PAL og mettunarstigs en það var einungis í efstu 5 cm þar sem hæsti áburðarskammturinn 39 kg P ha-1 var notaður sem fosfórinn var við það að ná fullri mettun. Vatnsleysanlegur fosfór, Pan, var verulega meiri en PAL sem gefur til kynna að fosfór sem safnast hefur fyrir geti losnað og nýst og verið mikilvægur fyrir framtíðina

    Hversu sýnilegt er “Icelandic Agricultural Sciences” í alþjóðlegum vefsetrum?

    No full text
    Alþjóðlega vísindaritið Icelandic Agricultural Sciences (IAS) birtir greinar um hagnýt og fræðileg efni í náttúruvísindum. Tímaritið er í prentaðri útgáfu og í opnum rafrænum aðgangi. Greinar í IAS koma fram í ýmsum alþjóðlegum vefsetrum. Leit var framkvæmd í vefsetrum Web of Science og Scopus þann 21. nóvember 2014 til að kanna hversu sýnilegt IAS er. Alls voru 42 IAS greinar (2009-2013) í Thomson gagnagrunni og 36 (2010-2013) í Scopus gagnagrunni, sem eru allar greinar sem komu út í IAS á þessu árabili. Vitnað hefur verið í þessar 42 og 36 greinar 90 og 70 sinnum, að meðaltali 2,1 og 1,9 tilvitnanir í hverja grein. Matsstuðull (e. Impact Factor) er nú 0,071. SJR (SCImago Journal Rank) er 0,211 og SNIP (Source Normalized Impact per Paper) er 0,213. Hirsch-index mælist fimm. Sú grein sem oftast var vitnað í fjallar um öskufall og áfok. Web of Science vefsetrið flokkar greinarnar sem vitna í IAS í 33 svið og Scopus vefsetrið í 18 svið. Höfundar að greinunum sem vitna í IAS eru frá 128 stofnunum og háskólum víðs vegar í heiminum, í fimm heimsálfum og 33 löndum. Vefsetursgreiningin á IAS endurspeglar árangursríkt gæðastarf tímaritsins, fjölbreytt fræðasvið hagnýtra náttúrufræða og gefandi alþjóðlegt samstarf. Árangur útgáfustarfsins er góður og IAS er vel sýnilegt meðal vísindarita sem það er sett í flokk með

    Icelandic Agricultural Sciences er nú viðurkennt ISI-vísindarit

    No full text
    Íslensk náttúra á margt sameiginlegt með náttúru annarra landa. Erlendar rannsóknaniðurstöður eru íslenskum vísindamönnum gagnlegar og þeim kynnast þeir í námi, í erlendum ritum, prentuðum eða rafrænum, og með alþjóðlegu samstarfi til dæmis á ráðstefnum. Á hinn bóginn er mikilsvert fyrir íslenska vísindamenn að koma sínum rannsóknaniðurstöðum til skila á erlendum vettvangi og þá helst í viðurkenndum miðlum en um leið þar sem mestar líkur eru á því að alþjóðasamfélagið finni íslenskar rannsóknaniðurstöður. Mikið er skrifað um okkar málaflokk á íslensku en umræða innan samfélagsins er á okkar máli og er þá ekki aðgengileg fyrir erlenda fræðimenn utan okkar málsvæðis. Icelandic Agricultural Sciences býður upp á að merkustu niðurstöður íslenskra rannsókna komist á framfæri á alþjóðavettvangi og opnar fyrir faglega umræðu og innlegg erlendis frá. Ritið styrkir íslenska menningu og vísindastarf með því að gera okkar fræðasvið sýnilegt á einum stað í frumskógi vísindarita
    corecore