1 research outputs found
Skuldsett hlutabréfakaup
Í ritgerð þessari er leitað svara við því hvaða áhrif skuldsett hlutabréfakaup hafi á fjárfesta, lánveitendur og hlutabréfamarkaðinn í heild sinni. Lagaumhverfi skuldsettra hlutabréfakaupa er kannað og afstaða tekin til þess hvort nauðsynlegt sé að takmarka skuldsett hlutabréfakaup.
Í fyrri hluta ritgerðarinnar eru skuldsett hlutabréfakaup skilgreind og saga þeirra á íslenska hlutabréfamarkaðinum rakin. Grein er gerð fyrir þeim reglum sem gilda um skuldsett hlutabréfakaup hér á landi og íslenskur réttur borinn saman við danskan og bandarískan rétt. Í síðari hluta ritgerðarinnar er sjónum beint að áhrifum skuldsettra hlutabréfakaupa og afstaða tekin til þess hvort nauðsynlegt sé að takmarka slík viðskipti með einhverjum hætti.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að skuldsettum hlutabréfakaupum fylgi aukin fjártjónsáhætta fyrir fjárfesta, sem þó geti takmarkað áhættu sína með því að fjárfesta í gegnum félög með takmarkaða ábyrgð. Skuldsett hlutabréfakaup eru ekki síður áhættusöm fyrir lánveitendur. Gæði útlána sem tryggð eru með hlutabréfum geta rýrnað mjög hratt og duga veðköll ekki í öllum tilvikum til þess að tryggja hagsmuni lánveitenda. Ef seljanleiki hlutabréfa er lítill getur verið erfitt fyrir lánveitendur að losna við þá verðáhættu sem hlutabréfaeign fylgir, sem getur reynst mjög áhættusamt, sérstaklega þegar slíkar lánveitingar eru stór hluti útlánasafna. Þá sýna hagfræðirannsóknir fram á það að veðsetning hlutabréfa hafi áhrif á verðmyndun þeirra. Hún sé til þess fallin að valda verðbólum og á markaði þar sem veðsetning hlutabréfa sé mikil geti lítil verðlækkun komið af stað keðjuverkun sem valdið geti hröðum verðlækkunum, jafnvel hruni hlutabréfaverðs.
Meginniðurstaða ritgerðarinnar er því sú að nauðsynlegt sé að draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem skuldsett hlutabréfakaup eru til þess fallin að valda. Það megi gera með reglum sem kveða á um reglulega birtingu upplýsinga um veðsetningu hlutabréfa samhliða reglum sem fela í sér takmarkanir á heimildum til skuldsettra hlutabréfakaupa. Einkum reglum sem kveða á um hámarksveðsetningarhlutfall hlutabréfa.The object of this thesis is to explain what impact buying stock on margin has on investors, lenders and the stock market as a whole. Legislation regarding the subject is reviewed, and an opinion is derived on whether it is necessary to limit such transactions by any means.
The former part of the thesis focuses on financial markets and their impact on the economy. Buying stock on margin is then defined and the history of such transactions on the Icelandic stock market traced. Thereafter Icelandic legislation regarding the matter is outlined and the legal environment in Iceland compared to the legal environment in Denmark and the United States. The latter part of the thesis focuses on the impact of buying stock on margin.
The main conclusion of the thesis is that buying stock on margin amplifies loss risks for investors. They can, however, limit their risk by investing through companies with limited liability. Buying stock on margin is no less risky for lenders. The quality of loans secured by shares can decline rapidly and margin calls do not in all cases ensure creditors’ interests. Under certain circumstances it can be difficult for lenders to eliminate the price risk attached to shares, especially when such loans are a large part of their loan portfolio. Finally, economics have shown that leverage does affect the price of shares. It tends to boost asset prices, and create bubbles. In a market where leverage is high a little price drop can trigger certain chain reaction that can lead to rapid price declines and even collapse.
In conclusion, it is necessary to reduce the negative effects of buying stock on margin. Regulations on regular disclosure of leveraged of shares could be introduced parallel to rules that include restrictions on buying on margin and margin requirements in particular