11 research outputs found

    Outcomes of acute type A aortic dissection repairs in Iceland

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Ósæðarflysjun í brjóstholshluta ósæðar er lífshættulegur sjúkdómur sem krefst flókinnar meðferðar þar sem tíðni fylgikvilla er há. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur skurðaðgerða sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi vegna bráðrar ósæðarflysjunar af Stanford-gerð A en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður hérlendis. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 45 sjúklingum (meðalaldur 60,7 ár, 68,9% karlar) sem gengust undir aðgerð vegna bráðrar ósæð- arflysjunar af gerð A á Landspítala frá 1992 til 2014. Úr sjúkraskrám var safnað saman breytum sem tengdust heilsufarssögu, aðgerðartengdum þáttum og fylgikvillum. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier en meðaltal eftirfylgdar var 55,6 mánuðir. Niðurstöður: Alls voru gerðar 45 aðgerðir á tímabilinu þar sem tæplega þrír fjórðu aðgerða (73,3%) voru framkvæmdar á seinni hluta rannsóknartímabilsins. Tæplega helmingur (46,7%) sjúklinga voru í losti við komu á sjúkrahús og 26,7% höfðu blóðþurrðareinkenni til líffæra. Fjölskyldusaga um ósæðarflysjun var til staðar hjá 15,5% sjúklinga. Ósæðinni var skipt út með Dacron®-gerviæð í 86,7% tilfella, hjá tæplega þriðjungi sjúklinga þurfti að skipta út ósæðarrót og hjá 31,1% sjúklinga var blóðrás stöðvuð í kælingu. Meiriháttar fylgikvillar greindust eftir aðgerð hjá 60,1% sjúklinga þar sem enduraðgerð vegna blæðingar (29,3%) og heilablóðfall (14,6%) voru algengastir. Tíu sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (22,2%). Lifun 5 og 10 árum frá aðgerð var 71,4 ± 8,2% og 65,4 ± 9,4%. Ályktun: Aðgerðum vegna ósæðarflysjunar í rishluta ósæðar hefur fjölgað umtalsvert á síðastliðnum áratug hér á landi. Fylgikvillar eru tíðir, sérstaklega enduraðgerðir, en dánartíðni skemmri en 30 daga og langtímalifun eru sambærilegar við erlendar rannsóknir.Objectives: Acute type A aortic dissection is a life-threatening disease associated with significant morbidity and mortality. Treatment is challenging and requires emergency surgery. This study presents for the first time the short- and long-term outcome of acute type A aortic dissection repairs in Iceland. Materials and methods: A retrospective review of 45 patients (mean age 60.7 ± 13.9 years, 68.9% male) treated for type A aortic dissection at Landspitali University Hospital between 1992 and 2014. Data was gathered from medical records about known risk factors, presenting symptoms, type of procedure, complications and operative mortality. Results: Out of 45 operations the majority (73.3%) was performed in the second half of the study period. Nearly all patients presented with chest pain and 46.7% were in shock on arrival. Malperfusion syndrome was apparent in 26.7% of cases. A variety of operative methods were used, including hypothermic circulatory arrest in 31.1% of the cases and one-third of patients needed aortic root replacement. Reoperation rate for postoperative bleeding was 29.3% and perioperative stroke occurred in 14.6% of patients. The 30-day mortality rate was 22.2% (10 patients) and 5- and 10-year survival was 71.4 ± 8.2% and 65.4 ± 9.4%, respectively. Conclusions: The short-term outcomes of surgical repair for acute type A aortic dissection in Iceland is comparable to neighbouring countries, including 30-day mortality and long-term survival. Complications, however, are common, especially reoperations for bleeding

    Reoperation for bleeding following open heart surgery in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: Postoperative bleeding is a common and potentially fatal complication following open heart surgery, studies reporting a reoperation rate for bleeding in the range of 2-6%. Surgical outcome after such reoperations has not been previously studied in Iceland. MATERIAL AND METHODS: In this retrospective study were included all adults that underwent open heart surgery in Iceland during a 6 year period, between January 1, 2000 and December 31, 2005. RESULTS: There were 103 reoperations (mean age 68 years, 76% males), but throughout the same 6 year period a total of 1295 open heart procedures were performed, the reoperation-rate being 8%. One third of all patients were on aspirin and 8% on clopidogrel less than 5 days before surgery. The bleeding in the primary operation averaged 1523 ml (range 300-4780) and 3942 ml for the first 24 hours postoperatively. Half of the patients were reoperated on within 2 h and 97% within 24 hours. The patients received on average 16.5 units of packed cells, 15.6 units of plasma and 2.3 sets of thrombocytes. The most common postoperative complication was atrial fibrillation (58.3%), pleural effusion that needed chest tube drainage (24.3%), myocardial infarction (23.3%) and sternal wound infection (11.7%). Median length of stay was 14 days (range 6-85), including 2 days (range 1-38) in ICU. Operative mortality was 15.5% and 1 year crude survival 79.6%. CONCLUSION: Reoperation-rate for bleeding was 8%, which is higher compared to other studies. Bleeding is a serious complication following open heart surgery with high morbidity and significant mortality.Tilgangur: Að kanna tíðni og árangur enduraðgerða vegna blæðinga eftir opnar hjartaaðgerðir á Íslandi á sex ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar ≥18 ára sem gengust undir enduraðgerð vegna blæðinga eftir opna hjartaskurðaðgerð á tímabilinu 2000-2005 voru fundnir eftir tveimur aðskildum skrám. Skráðar voru ýmsar breytur, svo sem lyf sjúklings fyrir aðgerð, blóðgjafir, fylgikvillar og legutími. Niðurstöður: Alls voru gerðar 103 enduraðgerðir sem er 8% hjartaaðgerða á tímabilinu. Þriðjungur sjúklinganna var á acetýlsalicýlsýru og átta á klópídógreli síðustu fimm dagana fyrir aðgerð. Meðalblæðing í upphafi enduraðgerðar var 1523 ml og á fyrsta sólarhring 3942 ml (bil 690-10.740 ml). Helmingur sjúklinganna var tekinn í enduraðgerð innan tveggja klukkustunda og voru samtals gefnar 16,5 einingar af rauðkornaþykkni, 15,6 af blóðvökva (plasma) og 2,3 sett af blóðflögum. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru hjartsláttaróregla, fleiðruvökvi sem þurfti að tæma út, hjartadrep og sýking í bringubeinsskurði. Miðgildi legutíma var 14 dagar (bil 6-85), þar af tveir dagar á gjörgæslu. Alls létust 16 sjúklingar (15,5%) ≤30 daga frá aðgerð en 79,6% sjúklinganna voru á lífi ári eftir aðgerð. Ályktun: Tíðni enduraðgerða vegna blæðinga (8%) er í hærra lagi hér á landi, án þess að skýringin á því sé þekkt. Þetta er hættulegur fylgikvilli sem lengir legutíma, eykur kostnað og getur dregið sjúklinga til dauða. Inngangu

    Outcome of mitral valve replacement in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textIntroduction: Mitral valve replacement (MVR) is the second most common valvular replacement procedure after aortic valve replacement (AVR). Studies on the outcome of MVR in Iceland have been missing. We therefore studied short and long-term results following MVR in Iceland, Material and methods: A retrospective nationwide study on 64 patients (mean age 59 years, 63% males) that underwent 66 MVR procedures in Iceland between 1990-2010. Clinical data was retrieved from patient charts and overall survival estimated. The mean follow-up was 7.4 years. Results: Mitral regurgitation or stenosis was the indication for MVR in 71% and 27% of cases, respectively. Nine patients had endocarditis and 8 a recent myocardial infarction. The mean logEuroSCORE was 14.9% (range 1.5-88.4), 83% of the patients were in NYHA class III/IV preoperatively and 24% had previously undergone cardiac surgery. A biological valve was implanted in six cases and a mechanical valve used in 60 cases. Concomitant CABG was performed in 41% of patients and AVR in 20%. Perioperative myocardial infarction (26%), acute respiratory failure (17%), reoperation for bleeding (15%) and acute renal failure requiring dialysis (9%) were the most common major complications. Three patients required extracorporeal membrane oxygenation (ECMO) and six patients an intra-aortic balloon pump (IABP) postoperatively. Minor complications were noted in 61% of cases. Six patients died within 30 days (9%) and five year survival was 69%. Conclusion: The frequency of complication following MVR was high and represents the severity of the underlying heart disease. The operative mortality in the current study was in the lower range compared to other studies.Inngangur: Míturlokuskipti eru næstalgengasta lokuskiptaaðgerð hér á landi á eftir ósæðarlokuskiptum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skammtíma- og langtímaárangur míturlokuskipta á Íslandi en það hefur ekki verið gert áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á þeim 64 sjúklingum (meðalaldur 59 ár, 63% karlar) sem gengust undir 66 míturlokuskipti á Landspítala frá 1990 til 2010. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og var heildarlifun reiknuð út. Meðaleftirfylgd var 7,4 ár. Niðurstöður: Algengasta ábending aðgerðar var lokuleki hjá 47 sjúklingum (71%) en 18 (27%) höfðu lokuþrengsli. Fjórðungur hafði áður gengist undir opna hjartaaðgerð, 9 höfðu virka hjartaþelsbólgu og 8 nýlegt hjartadrep. Meðal logEuroSCORE var 14,9% (bil 1,5-88,4) og 83% sjúklinganna voru í NYHA-flokki III/IV fyrir aðgerð. Sex sjúklingar fengu lífræna loku en hinir gerviloku. Önnur hjartaaðgerð var gerð samtímis hjá tveimur þriðju sjúklinga, oftast kransæðahjáveita (41%) og/eða ósæðarlokuskipti (20%). Hjartadrep í tengslum við aðgerð (26%), öndunarbilun (17%), enduraðgerð vegna blæðingar (15%) og nýrnabilun sem krafðist skilunar (9%) voru algengustu alvarlegu fylgikvillarnir. Að auki þurfti ECMO-dælu í þremur tilfellum vegna hjartabilunar og ósæðardælu hjá 6 sjúklingum. Minniháttar fylgikvillar greindust í 61% tilfella, oftast fleiðruvökvi sem þarfnaðist aftöppunar, nýtilkomið gáttatif og lungnabólga. Sex sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (9%) og 5 ára lífshorfur voru 69%. Ályktun: Tíðni fylgikvilla var há eftir míturlokuskipti, enda flestir sjúklinganna með alvarlegan undirliggjandi hjartasjúkdóm. Skurðdauði var lægri hér á landi en í mörgum sambærilegum erlendum rannsóknum

    Impact of obesity on surgical outcomes following coronary artery bypass graft surgery

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Introduction: Obesity has been related to increased postoperative morbidity and mortality following open-heart surgery. However, recent studies have shown no association or even a more favourable outcome in obese patients. This relationship was investigated in a well-defined cohort of patients that underwent myocardial revascularisation in Iceland. Material and methods: A retrospective study including all patients that underwent isolated myocardial revascularisation in Iceland from 2002 to 2006. Alltogether 720 patients were divided into two groups, an obese group, with BMI >30 kg/m2 (n=207, 29%), and a non-obese group with BMI ≤30 kg/m2 (n=513, 71%). Patient demographics, complications, operative mortality and long term survival of both groups were compared. Results: Demographics were comparable between the groups. Obese patients were 2.4 years younger, more likely to use statins (83,3% vs. 71,2%, had a significantly lower EuroSCORE (4.3 vs. 5.0) but a slightly longer operation time. Pleural fluid was less often drained in obese patients (8.2 vs. 15.0%) but rates for other complications were similar in both groups, as was operative mortality ≤30 days (2.0% vs. 3.7%), 1 and 5 year survival. In a multivariate analysis obesity was not an independent risk factor for minor or major complications, operative mortality or long term survival. Conclusion: The rate of complications and operative mortality after myocardial revascularisation is not significantly higher in obese patients and the same applies to long term survival. This is true even after correcting for confounding factors in a multivariate analysis.Tilgangur: Offita hefur almennt verið talin auka tíðni fylgikvilla eftir skurðaðgerðir. Niðurstöður rannsókna á tengslum offitu við opnar hjartaaðgerðir eru þó misvísandi og til eru rannsóknir sem sýna sambærilega og jafnvel lægri tíðni fylgikvilla. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl offitu við árangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 720 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala frá 2002-2006. Sjúklingum var skipt í tvo hópa; offituhóp með líkams-þyngdarstuðul >30 kg/m2 (n=207, 29%), og viðmiðunarhóp með stuðulinn £30 kg/m2 (n=513, 71%). Hóparnir voru bornir saman með ein- og fjölþáttagreiningu og áhrif offitu metin með tilliti til tíðni fylgikvilla, skurðdauða £30 daga og langtíma lífshorfa. Niðurstöður: Áhættuþættir hjarta- og kransæðasjúkdóma voru sambærilegir í báðum hópum en sjúklingar í offituhópi tóku oftar blóðfitulækkandi lyf (83,3% sbr. 71,2%, voru 2,4 árum yngri, með lægra EuroSCORE (4,3 sbr. 5,0) en aðeins lengri aðgerðartíma. Sjaldnar þurfti að tappa af fleiðruvökva í offituhópi (8,2% sbr. 15,0%), en annars var tíðni fylgikvilla og dánartíðni £30 daga (2,0% sbr. 3,7%) sambærileg. Við fjölþáttagreiningu reyndist offita ekki sjálfstæður áhættuþáttur minniháttar fylgikvilla, alvarlegra fylgikvilla, dánartíðni £30 daga eða langtíma lífshorfa. Ályktun: Fylgikvillar og dánartíðni eftir kransæðahjáveituaðgerð reyndust ekki marktækt aukin hjá offitusjúklingum, jafnvel eftir að leiðrétt var fyrir hugsanlegri valbjögun, eins og lægra EuroSCORE, aldri og notkun statínlyfja í offituhópi. Langtímalifun virðist einnig sambærileg

    Outcome of myocardial revascularisation in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textIn Iceland over 3500 coronary artery bypass operations have been performed, both On-Pump, using cardiopulmonary bypass and Off-Pump, surgery on a beating heart. The aim was to study their outcome. This was a retrospective study on 720 consecutive patients who underwent surgical revascularisation at Landspítali-The National University Hospital of Iceland between 2002-2006; 513 On-Pump and 207 Off-Pump patients. Complications and operative mortality (<30 days) were compared between the groups and predictors of survival identified using multivariate analysis. The number of males was significantly higher in the On-Pump group, but other risk factors of coronary artery disease, including age and high body mass index, were comparable, as were the number of distal anastomoses and EuroSCORE. The Off-Pump procedure took 25 minutes longer on average and chest tube output was significantly increased, but the amount of transfusions administered was similar. The rate of minor complications was higher in the On-Pump group. Of the major complications, stroke rates were similar in both groups (2%) but the rate of reoperation for bleeding was higher in the On-Pump group. Mean length of hospital stay was one day longer for On-Pump patients but operative mortality was similar for both groups (4% vs. 3%, p=0.68) as was 5 year survival (92% in both groups). In multivariate analysis both EuroSCORE and age predicted outcome of operative mortality and long term survival but type of surgery (On-Pump vs. Off-Pump) was not a predictive variant. Outcome of myocardial revascularisation in Iceland is good as regards operative mortality and long term survival. This applies to both conventional On-Pump and Off-Pump procedures.Inngangur: Á Íslandi hafa verið framkvæmdar um 3500 kransæðahjáveituaðgerðir, annað hvort með hjarta- og lungnavél (HLV) eða á sláandi hjarta (SH). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 720 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala árin 2002-2006 og skiptust þeir í tvo hópa; 513 einstaklinga sem gengust undir aðgerð með HLV (HLV-hópur) og 207 á SH (SH-hópur). Fylgikvillar og dánartíðni innan 30 daga voru borin saman milli hópa og forspárþættir lifunar metnir með ein- og fjölbreytugreiningu. Niðurstöður: Karlar voru fleiri í HLV-hópi en áhættuþættir kransæðasjúkdóma, aldur og líkamsþyngdarstuðull reyndust sambærilegir milli hópa, einnig fjöldi æðatenginga og EuroSCORE. Aðgerðir á sláandi hjarta stóðu 25 mínútum lengur og blæðing í brjóstholskera var marktækt aukin en magn blóðs sem var gefið var sambærilegt í báðum hópum. Minniháttar fylgikvillar voru algengari í HLV-hópi (58% á móti 48%, p<0,05). Af alvarlegum fylgikvillum voru enduraðgerðir vegna blæðinga algengari í HLV-hópi og heildarlegutími rúmum sólarhring lengri. Dánartíðni innan 30 daga var hins vegar áþekk í báðum hópum (4% á móti 3%, p=0,68), einnig 5 ára lifun sem var í kringum 93% í báðum hópum. Í fjölbreytugreiningu spáðu hærra EuroSCORE og aldur fyrir dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun en ekki tegund aðgerðar (HLV eða SH). Ályktanir: Árangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi er góður, bæði hvað varðar dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun. Þetta á jafnt við um aðgerðir sem framkvæmdar eru með aðstoð HLV og á sláandi hjarta

    Reoperation for bleeding following open heart surgery in Iceland

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: Postoperative bleeding is a common and potentially fatal complication following open heart surgery, studies reporting a reoperation rate for bleeding in the range of 2-6%. Surgical outcome after such reoperations has not been previously studied in Iceland. MATERIAL AND METHODS: In this retrospective study were included all adults that underwent open heart surgery in Iceland during a 6 year period, between January 1, 2000 and December 31, 2005. RESULTS: There were 103 reoperations (mean age 68 years, 76% males), but throughout the same 6 year period a total of 1295 open heart procedures were performed, the reoperation-rate being 8%. One third of all patients were on aspirin and 8% on clopidogrel less than 5 days before surgery. The bleeding in the primary operation averaged 1523 ml (range 300-4780) and 3942 ml for the first 24 hours postoperatively. Half of the patients were reoperated on within 2 h and 97% within 24 hours. The patients received on average 16.5 units of packed cells, 15.6 units of plasma and 2.3 sets of thrombocytes. The most common postoperative complication was atrial fibrillation (58.3%), pleural effusion that needed chest tube drainage (24.3%), myocardial infarction (23.3%) and sternal wound infection (11.7%). Median length of stay was 14 days (range 6-85), including 2 days (range 1-38) in ICU. Operative mortality was 15.5% and 1 year crude survival 79.6%. CONCLUSION: Reoperation-rate for bleeding was 8%, which is higher compared to other studies. Bleeding is a serious complication following open heart surgery with high morbidity and significant mortality.Tilgangur: Að kanna tíðni og árangur enduraðgerða vegna blæðinga eftir opnar hjartaaðgerðir á Íslandi á sex ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar ≥18 ára sem gengust undir enduraðgerð vegna blæðinga eftir opna hjartaskurðaðgerð á tímabilinu 2000-2005 voru fundnir eftir tveimur aðskildum skrám. Skráðar voru ýmsar breytur, svo sem lyf sjúklings fyrir aðgerð, blóðgjafir, fylgikvillar og legutími. Niðurstöður: Alls voru gerðar 103 enduraðgerðir sem er 8% hjartaaðgerða á tímabilinu. Þriðjungur sjúklinganna var á acetýlsalicýlsýru og átta á klópídógreli síðustu fimm dagana fyrir aðgerð. Meðalblæðing í upphafi enduraðgerðar var 1523 ml og á fyrsta sólarhring 3942 ml (bil 690-10.740 ml). Helmingur sjúklinganna var tekinn í enduraðgerð innan tveggja klukkustunda og voru samtals gefnar 16,5 einingar af rauðkornaþykkni, 15,6 af blóðvökva (plasma) og 2,3 sett af blóðflögum. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru hjartsláttaróregla, fleiðruvökvi sem þurfti að tæma út, hjartadrep og sýking í bringubeinsskurði. Miðgildi legutíma var 14 dagar (bil 6-85), þar af tveir dagar á gjörgæslu. Alls létust 16 sjúklingar (15,5%) ≤30 daga frá aðgerð en 79,6% sjúklinganna voru á lífi ári eftir aðgerð. Ályktun: Tíðni enduraðgerða vegna blæðinga (8%) er í hærra lagi hér á landi, án þess að skýringin á því sé þekkt. Þetta er hættulegur fylgikvilli sem lengir legutíma, eykur kostnað og getur dregið sjúklinga til dauða. Inngangu

    Outcome of myocardial revascularisation in Iceland

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textIn Iceland over 3500 coronary artery bypass operations have been performed, both On-Pump, using cardiopulmonary bypass and Off-Pump, surgery on a beating heart. The aim was to study their outcome. This was a retrospective study on 720 consecutive patients who underwent surgical revascularisation at Landspítali-The National University Hospital of Iceland between 2002-2006; 513 On-Pump and 207 Off-Pump patients. Complications and operative mortality (<30 days) were compared between the groups and predictors of survival identified using multivariate analysis. The number of males was significantly higher in the On-Pump group, but other risk factors of coronary artery disease, including age and high body mass index, were comparable, as were the number of distal anastomoses and EuroSCORE. The Off-Pump procedure took 25 minutes longer on average and chest tube output was significantly increased, but the amount of transfusions administered was similar. The rate of minor complications was higher in the On-Pump group. Of the major complications, stroke rates were similar in both groups (2%) but the rate of reoperation for bleeding was higher in the On-Pump group. Mean length of hospital stay was one day longer for On-Pump patients but operative mortality was similar for both groups (4% vs. 3%, p=0.68) as was 5 year survival (92% in both groups). In multivariate analysis both EuroSCORE and age predicted outcome of operative mortality and long term survival but type of surgery (On-Pump vs. Off-Pump) was not a predictive variant. Outcome of myocardial revascularisation in Iceland is good as regards operative mortality and long term survival. This applies to both conventional On-Pump and Off-Pump procedures.Inngangur: Á Íslandi hafa verið framkvæmdar um 3500 kransæðahjáveituaðgerðir, annað hvort með hjarta- og lungnavél (HLV) eða á sláandi hjarta (SH). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 720 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala árin 2002-2006 og skiptust þeir í tvo hópa; 513 einstaklinga sem gengust undir aðgerð með HLV (HLV-hópur) og 207 á SH (SH-hópur). Fylgikvillar og dánartíðni innan 30 daga voru borin saman milli hópa og forspárþættir lifunar metnir með ein- og fjölbreytugreiningu. Niðurstöður: Karlar voru fleiri í HLV-hópi en áhættuþættir kransæðasjúkdóma, aldur og líkamsþyngdarstuðull reyndust sambærilegir milli hópa, einnig fjöldi æðatenginga og EuroSCORE. Aðgerðir á sláandi hjarta stóðu 25 mínútum lengur og blæðing í brjóstholskera var marktækt aukin en magn blóðs sem var gefið var sambærilegt í báðum hópum. Minniháttar fylgikvillar voru algengari í HLV-hópi (58% á móti 48%, p<0,05). Af alvarlegum fylgikvillum voru enduraðgerðir vegna blæðinga algengari í HLV-hópi og heildarlegutími rúmum sólarhring lengri. Dánartíðni innan 30 daga var hins vegar áþekk í báðum hópum (4% á móti 3%, p=0,68), einnig 5 ára lifun sem var í kringum 93% í báðum hópum. Í fjölbreytugreiningu spáðu hærra EuroSCORE og aldur fyrir dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun en ekki tegund aðgerðar (HLV eða SH). Ályktanir: Árangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi er góður, bæði hvað varðar dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun. Þetta á jafnt við um aðgerðir sem framkvæmdar eru með aðstoð HLV og á sláandi hjarta

    Impact of obesity on surgical outcomes following coronary artery bypass graft surgery

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Introduction: Obesity has been related to increased postoperative morbidity and mortality following open-heart surgery. However, recent studies have shown no association or even a more favourable outcome in obese patients. This relationship was investigated in a well-defined cohort of patients that underwent myocardial revascularisation in Iceland. Material and methods: A retrospective study including all patients that underwent isolated myocardial revascularisation in Iceland from 2002 to 2006. Alltogether 720 patients were divided into two groups, an obese group, with BMI >30 kg/m2 (n=207, 29%), and a non-obese group with BMI ≤30 kg/m2 (n=513, 71%). Patient demographics, complications, operative mortality and long term survival of both groups were compared. Results: Demographics were comparable between the groups. Obese patients were 2.4 years younger, more likely to use statins (83,3% vs. 71,2%, had a significantly lower EuroSCORE (4.3 vs. 5.0) but a slightly longer operation time. Pleural fluid was less often drained in obese patients (8.2 vs. 15.0%) but rates for other complications were similar in both groups, as was operative mortality ≤30 days (2.0% vs. 3.7%), 1 and 5 year survival. In a multivariate analysis obesity was not an independent risk factor for minor or major complications, operative mortality or long term survival. Conclusion: The rate of complications and operative mortality after myocardial revascularisation is not significantly higher in obese patients and the same applies to long term survival. This is true even after correcting for confounding factors in a multivariate analysis.Tilgangur: Offita hefur almennt verið talin auka tíðni fylgikvilla eftir skurðaðgerðir. Niðurstöður rannsókna á tengslum offitu við opnar hjartaaðgerðir eru þó misvísandi og til eru rannsóknir sem sýna sambærilega og jafnvel lægri tíðni fylgikvilla. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl offitu við árangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 720 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala frá 2002-2006. Sjúklingum var skipt í tvo hópa; offituhóp með líkams-þyngdarstuðul >30 kg/m2 (n=207, 29%), og viðmiðunarhóp með stuðulinn £30 kg/m2 (n=513, 71%). Hóparnir voru bornir saman með ein- og fjölþáttagreiningu og áhrif offitu metin með tilliti til tíðni fylgikvilla, skurðdauða £30 daga og langtíma lífshorfa. Niðurstöður: Áhættuþættir hjarta- og kransæðasjúkdóma voru sambærilegir í báðum hópum en sjúklingar í offituhópi tóku oftar blóðfitulækkandi lyf (83,3% sbr. 71,2%, voru 2,4 árum yngri, með lægra EuroSCORE (4,3 sbr. 5,0) en aðeins lengri aðgerðartíma. Sjaldnar þurfti að tappa af fleiðruvökva í offituhópi (8,2% sbr. 15,0%), en annars var tíðni fylgikvilla og dánartíðni £30 daga (2,0% sbr. 3,7%) sambærileg. Við fjölþáttagreiningu reyndist offita ekki sjálfstæður áhættuþáttur minniháttar fylgikvilla, alvarlegra fylgikvilla, dánartíðni £30 daga eða langtíma lífshorfa. Ályktun: Fylgikvillar og dánartíðni eftir kransæðahjáveituaðgerð reyndust ekki marktækt aukin hjá offitusjúklingum, jafnvel eftir að leiðrétt var fyrir hugsanlegri valbjögun, eins og lægra EuroSCORE, aldri og notkun statínlyfja í offituhópi. Langtímalifun virðist einnig sambærileg

    The outcomes of coronary artery bypass and aortic valve replacement in elderly patients

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: To study the outcome of open heart surgery in an increasing population of elderly patients in Iceland. MATERIAL AND METHODS: A retrospective study of patients (n=876) that underwent coronary artery bypass (CABG) or aortic valve replacement (AVR) for aortic stenosis in Iceland 2002-2006. Complication rates, operative mortality and long-term survival were compared between patients older (n=221, 25%) and younger (n=655, 75%) than 75 years. Long-term survival of the older group was compared to an age and sex matched reference population. RESULTS: Older patients had a higher incidence of atrial fibrillation (57% vs. 37%, p<0.001), stroke (5% vs. 1%, p=0.009) and operative mortality (9% vs. 2%, p<0.001) following CABG. Length of ICU stay was similar but total length of stay was one day longer in the older cohort. Following AVR, older patients had a higher incidence of atrial fibrillation (90% vs. 71%, p=0.006), ARDS (19% vs. 7%, p=0.04), myocardial infarction (21% vs. 8%, p=0.05) and operative mortality (11% vs. 2%, p=0.04). The ICU stay was a day longer and the total length of stay was about four days longer in the older cohort. A total of 75% of the older patients were alive five years after CABG, compared to 74% of the reference population (p=0.87). Similar numbers for AVR were 65% for the patients compared to 74% in the reference population (p=0.06). CONCLUSION: The rate of complications, operative mortality and length of hospital stay is higher in patients older than 75 years compared to younger patients. Survival of the older group of patients indicates good long-term results after open heart surgery for this patient cohort.Tilgangur: Að kanna árangur opinna hjartaskurðaðgerða hjá sífellt stækkandi hópi sjúklinga eldri en 75 ára á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveitu- og/eða ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala frá 2002 til 2006. Kannaðir voru fylgikvillar, skurðdauði (<30 daga) og lifun sjúklinga 75 ára og eldri (n=221, 25%) og þeir bornir saman við yngri sjúklinga (n=655, 75%). Einnig var lifun eldri sjúklinga borin saman við lifun viðmiðunarhóps af sama kyni og á sama aldri. Niðurstöður: Eldri sjúklingar höfðu hærri tíðni gáttatifs (57% sbr. 37%, p<0,001), heilablóðfalls (5% sbr. 1%, p=0,009), og skurðdauða (9% sbr. 2%, p<0,001) eftir kransæðahjáveituaðgerð, miðað við yngri sjúklinga. Legutími á gjörgæslu var sambærilegur en heildarlegutími degi lengri hjá eldri hópnum. Eftir ósæðarlokuskipti höfðu eldri sjúklingar hærri tíðni gáttatifs (90% sbr. 71%, p=0,006), bráðs andnauðarheilkennis (19% sbr. 7%, p=0,04), hjartadreps (21% sbr. 8%, p=0,05) og skurðdauða (11% sbr. 2%, p=0,04), miðað við yngri hópinn. Legutími á gjörgæslu var degi lengri og heildarlegutími tæpum fjórum dögum lengri. Alls voru 75% eldri sjúklinga á lífi 5 árum eftir kransæðahjáveituaðgerð samanborið við 74% viðmiðunarhóps (p=0,87). Sambærilegar tölur eftir ósæðarlokuskipti voru 65% fyrir eldri sjúklinga, samanborið við 74% viðmiðunarhóps (p=0,06). Umræða: Tíðni snemmkominna fylgikvilla, legutími og skurðdauði reyndist hærri hjá sjúklingum eldri en 75 ára samanborið við yngri sjúklinga. Lifun eldri hópsins bendir til ágæts langtímaárangurs opinna hjartaskurðaðgerða hjá þessum hópi sjúkinga

    [Aortic valve replacement for aortic stenosis in Iceland 2002-2006: Indications and short term complications].

    No full text
    Information on surgical outcome of aortic valve replacement (AVR) has not been available in Iceland. We therefore studied the indications, short-term complications and operative mortality in Icelandic patients that underwent AVR with aortic stenosis.This was a retrospective study including all patients that underwent AVR for aortic stenosis at Landspitali between 2002 and 2006, a total of 156 patients (average age 71.7 years, 64.7% males). Short term complications and operative mortality (≤ 30 days) were registered and risk factors analysed with multivariate analysis.The most common symptoms before AVR were dyspnea (86.9%) and angina pectoris (52.6%). Preop. max aortic valve pressure gradient was on average 74 mmHg, the left ventricular ejection fraction 57.2% and EuroSCORE (st) 6.9%. The average operating time was 282 min and concomitant CABG was performed in 55% of the patients and mitral valve surgery in nine. A bioprothesis was implanted in 127 of the patients (81.4%), of which 102 were stentless valves, and a mechanical valve in 29 (18.6%) cases. The mean prosthesis size was 25.6 mm (range 21-29). Atrial fibrillation (78.0%) and acute renal injury (36.0%) were the most common complications and 20 patients (13.0%) developed multiple-organ failure. Twenty-six patients (17.0%) needed reoperation due to bleeding. Median hospital stay was 13 days and operative mortality was 6.4%.The rate of short term complications following AVR was relatively high, including reoperations for bleeding and atrial fibrillation. Operative mortality is twice that of CABG, which is in line with other studies.Inngangur: Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin á Íslandi og er oftast gerð vegna ósæðarlokuþrengsla. Tilgangurinn var að kanna ábendingar, snemmkomna fylgikvilla og skurðdauða eftir þessar aðgerðir hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2002-2006, samtals 156 einstaklingum. Skráðir voru fylgikvillar aðgerðanna og ein- og fjölþáttagreiningu beitt til að skilgreina áhættuþætti fylgikvilla og skurðdauða innan 30 daga. Niðurstöður: Meðalaldur var 71,7 ár (bil 41-88) og voru karlar 64,7% hópsins. Algengustu einkenni sjúklinga fyrir aðgerð voru mæði (86,9%) og hjartaöng (52,6%). Meðalútfallsbrot hjarta (EF) var 57,2%, hámarksþrýstingsfall (ΔP) yfir lokuna 74,1 mmHg og EuroScore (st) 6,9%. Ríflega helmingur sjúklinganna gekkst samtímis undir kransæðahjáveitu og 9 undir aðgerð á míturloku. Lífrænni loku var komið fyrir í 127 aðgerðanna (81,4%), í 102 tilvikum grindarlausri loku, og gerviloku hjá 29 sjúklingum. Meðalstærð ígræddra loka var 25,6 mm (bil 21-29) og aðgerðartími var 282 mínútur. Algengustu fylgikvillar eftir aðgerð voru nýtilkomið gáttatif (78,0%) og bráður nýrnaskaði (36,0%). Enduraðgerð vegna blæðingar þurfti í 17,0% tilfella og 20 sjúklingar (13,0%) fengu fjöllíffærabilun. Miðgildi legutíma var 13 dagar og 6,4% sjúklinga létust innan 30 daga frá aðgerð. Ályktun: Fylgikvillar reyndust tíðir eftir þessar aðgerðir, einkum gáttatif, nýrnaskaði og blæðingar sem krefjast enduraðgerðar. Skurðdauði er helmingi tíðari en eftir kransæðahjáveituaðgerðir, sem er í samræmi við erlendar rannsóknir
    corecore