64 research outputs found

    Sköpun í stafrænum heimi: Sjónarmið myndmenntakennara

    Get PDF
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna notkun snjalltækja í listgreinum. Í ljósi aukinnar notkunar snjalltækja í skólastarfi og mikilvægis skapandi hugsunar er leitast við að kanna hvernig slík tæki eru notuð í myndmenntakennslu. Jafnframt er markmiðið að kanna notkunarmöguleika tækninnar í myndmennt og tækifæri til sköpunar. Í rannsókninni var notuð eigindleg rannsóknaraðferð og tekin hálfopin viðtöl við fjóra myndmenntakennara og einn margmiðlunarkennara sem starfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangurinn var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er tilgangurinn með notkun snjalltækja í myndmennt, hvernig nota kennarar tækin í kennslu og hver eru tækifærin til sköpunar? Í þessari grein eru skoðuð viðhorf kennara til tækninnar og snjalltæki sem verkfæri skoðuð. Niðurstöður leiddu í ljós að snjalltæki eru notuð sem tiltekin verkfæri í myndmenntakennslu en þau nýtast nemendum við upplýsingaleit, hugmyndavinnu og efnisleit. Notkun snjalltækja kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundnar aðferðir í myndmennt heldur er meginhlutverk þeirra að styðja vinnuferli og verkefni nemenda. Þrátt fyrir takmarkaða notkun snjalltækja í myndmennt og ólík viðhorf kennara til notkunar tækninnar í greininni gefa niðurstöður til kynna að upplýsingatækni og gagnvirkir miðlar geti eflt skapandi hugsun nemenda. Færni nemenda til sköpunar og þekking þeirra á tækninni gegnir þar stóru hlutverki. Í myndmennt geta skapast tækifæri fyrir kennara til að breyta kennsluháttum sínum með því að nýta snjalltæki á virkan hátt við ný verkefni sem annars væru óframkvæmanleg. Þannig getur tæknin bæði nýst til að breyta nálgun og stutt hefðbundnar aðferðir.Ritrýnd grei

    Homocysteine, folate and cobalamin in Icelandic men and women

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To determine reference intervals and interquartile ranges for total homocysteine (Hcy) folate and cobalamin in Icelandic men and women and to evaluate the correlation of Hcy to serum levels of the vitamins folate and cobalamin. Material and methods: Blood samples were collected from 449 individuals over a period of three months, 291 men (mean age 48.3 years) and 158 women (mean age 49.8 years). Plasma Hcy was measured by a HPLC method with fluorescence detection; folate and cobalamin levels in serum were measured by an electroimmunochemical method on an ELECSYS system from Roche. Results: The reference interval for Hcy, between 2.5% and 97.5% fractiles, estimated by parametric statistics, are 6.2-17.5 micromol/L for men and 4.8-14.1 micromol/L for women. Similarly the 95% reference intervals for folate and cobalamin were estimated using parametric statistics. A significant negative correlation was found between concentrations of folate and Hcy for both men and women (p<0.01) with a correlation coefficient of -0.39 and also between cobalamin and Hcy where the correlation coefficient is -0.20. Conclusions: Reference interval for Hcy from the general presumed healthy population is estimated here for the first time in Icelandic men and women and will be of value in cardiovascular risk assessments. The negative correlation between Hcy and folate and also Hcy and cobalamin, is in agreement with results from other studies and suggests that an improved vitamin status might be beneficial in lowering Hcy in a section of the population as has been suggested in numerous studies in other countries.Tilgangur: Að finna viðmiðunarbil (reference intervals) og millifjórðungsbil (interquartile ranges) fyrir heildarhómócystein (Hcy), fólat og kóbalamín í blóði íslenskra karla og kvenna og kanna sambandið milli Hcy annars vegar og fólats og kóbalamíns (vítamín B12) í sermi hins vegar. Efniviður og aðferðir: Blóðsýnum var safnað á þriggja mánaða tímabili 1999-2000 úr 449 einstaklingum, 291 karli (meðalaldur 48,3 ár) og 158 konum (meðalaldur 49,8 ár). Hcy í plasma var mælt með HPLC aðferð og flúrskímu- (fluorescence) greiningu, en fólat og kóbalamín í sermi var greint með rafónæmisaðferð á ELECSYS tæki frá Roche. Niðurstöður: Viðmiðunarbil fyrir Hcy, milli 2,5% og 97,5% fraktíla, ákvörðuð með stikabundinni (parametric) aðferð reyndust vera 6,2-17,5 μmól/L fyrir karla og 4,8-14,1 μmól/L fyrir konur. Gögnin sýna ennfremur aldursháða hækkun á Hcy bæði í körlum og konum og eru efri mörk 70 ára karla yfir 19 μmól/L en 70 ára kvenna yfir 16 μmól/L. Viðmiðunarmörk voru ákvörðuð á sama hátt fyrir fólat og kóbalamín. Neikvæð línuleg fylgni milli Hcy og fólats er marktæk (p<0,01) bæði í körlum og konum með fylgnistuðul -0,39 þegar hópurinn er skoðaður óskiptur. Sama niðurstaða fæst milli Hcy og kóbalamíns ef hópurinn er skoðaður í heild en þar er fylgnistuðullinn -0,20. Ályktanir: Viðmiðunarmörk fyrir Hcy fengin í óvöldum hópi íslenskra karla og kvenna eru birt hér í fyrsta sinn og munu þau nýtast við áhættumat á hjarta- og æðasjúkdómum. Samband Hcy við gildi á fólati og kóbalamíni í blóði ber saman við niðurstöður í erlendum rannsóknum og benda til þess að hluti Íslendinga gæti hagnast af bættum vítamínbúskap við að lækka Hcy í blóði

    Use and impact of external evaluation feedback in schools

    Get PDF
    Funding Information: None. Publisher Copyright: © 2022 The AuthorsPast findings concerning whether and how feedback from external evaluations benefit the improvement of schools are inconsistent and sometimes even conflicting, which highlights the contextual nature of such evaluations and underscores the importance of exploring them in diverse contexts. Considering that broad international debate, we investigated the use and impact of feedback from external evaluations in compulsory schools in Iceland, particularly as perceived by principals and teachers in six such schools. A qualitative research design was adopted to examine changes in the schools made during a 4–6-year period following external evaluations by conducting interviews with principals and teachers, along with a document analysis of evaluation reports, improvement plans and progress reports. The findings reveal that feedback from external evaluations has been used for instrumental, conceptual, persuasive and reinforcement-oriented purposes in the schools, albeit to varying degrees. According to the principals and teachers, the improvement actions presented in the schools’ improvement plans were generally implemented or continue to be implemented in some way, and the changes made have mostly been sustained.Peer reviewe

    Áhyggjur og kvíði á meðgöngu : eðlilegur fylgifiskur eða óásættanlegt fyrirbæri

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÞar sem meðganga er tími mikilla breytinga hjá konum, sérstaklega konum sem eiga von á sínu fyrsta barni álíta margir eðlilegt að tilfinningar eins áhyggjur og kvíði skjóti upp kollinum einhverntímann á meðgöngunni. En hvað er það sem veldur konum áhyggjum og kvíða á meðgöngu? Tilgangur þessarar rannsóknar er að fá innsýn í hugarheim kvenna varðandi áhyggjur og kvíða á meðgöngu og greina hverjar eru orsakir fyrri vanlíðaninni. Notast er við eigindlega rannsóknaraðferð og stuðst er við rannsóknaraðferð sem hefur verið nefnd aðferð Vancouverskólans í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru níu barnshafndi konur sem sóttu mæðravernd á Heilsugæslustöðina á Akureyri. Tekið var eitt viðtal við hverja konu og viðtölin hljóðrituð. Við úrvinnslu á viðtölum voru greind fimm þemu en þau voru; reynsla, fósturlát, fósturgallar, fæðing og daglegt líf. Helstu niðurstöður sýndu að allar konurnar fundu fyrir einhverjum áhyggjum tengdum meðgöngunni. Túlka má kvíða og áhyggjur kvennanna helst sem neikvæðar vangaveltur sem fæstar höfðu mikil áhrif á daglegt líf þeirra

    Batnar fyrr og líður betur : meðferð sjúklinga sem fara í ristilskurðaðgerð

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAð heyra sjúklinga sína segja: „Á nú að fleygja manni út?“ vekur alltaf umhugsun og tilfinningu um að umönnun þeirra hafi að einhverju leyti verið ábótavant. Á skurðlækningadeild 12G á Landspítala hefur verið tekin upp meðferð sem gerir það að verkum að sjúklingum batnar fyrr, líður betur og útskrifast þess vegna fyrr heim. Hér verður sagt frá undirbúningi og framkvæmd flýtibatameðferðar fyrir sjúklinga sem fara í ristilskurðaðgerð. Einnig verður greint frá niðurstöðum rannsóknar á líðan og endurbata sjúklinganna

    The mechanisms by which external school evaluation in Iceland influences internal evaluation and school professionals’ practices

    Get PDF
    Publisher Copyright: © 2022 The Author(s). Published by Informa UK Limited, trading as Taylor & Francis Group.The main purpose of this research is to analyse school principals’ and teachers’ attitudes towards external school evaluation in Iceland, in particular, the ways in which they consider the evaluation affects their schools’ internal evaluation and drives changes in their own practices. The study uses a quantitative method and is based on a survey conducted among principals and teachers in 22 schools that were externally evaluated during the years 2013 to 2015. The results indicate a positive attitude towards external school evaluation among both teachers and principals. Acceptance, setting expectations, and teacher participation were found to be significant predictors of perceived changes in internal evaluation in the teachers’ data. However, only acceptance significantly explained perceived changes in teaching practices. In the principals’ data, the only variable that had a significant association with perceived changes in internal evaluation was setting expectations, and only acceptance had a significant association with perceived changes in leadership practices. In accordance with the hypothesis of this study, the results underpin the importance of acceptance of the evaluation feedback and setting expectations through quality standards. However, contrary to the hypothesis, external stakeholder involvement did not prove to be a strong determinant of change as perceived by principals.Peer reviewe

    Child and parent perspectives of life quality of children with physical impairments compared with non-disabled peers

    Get PDF
    Publisher's version (útgefin grein).Background: Life quality has become a widely used concept within rehabilitation and occupational therapy practice. Aim: This study explored child and parent perspectives of life quality of children with physical impairments compared with a group of non-disabled children. Method: Data were collected with the Icelandic self- and proxy-reported versions of the KIDSCREEN-27. For children with physical impairments, reports from 34 children and 40 parents were included in the analyses, and in control group reports from 429 children and 450 parents were included. Results: Children with physical impairments evaluated their life quality within the average range on four out of five life quality dimensions. The lowest scores were within the physical well-being dimension. Self-reported scores of children with physical impairments were higher than those of their parents on all dimensions except autonomy and parent relations. Thus, the parents considered more environmental and personal factors to negatively influence their child’s life quality than children did themselves. Conclusion: Children with physical impairments experience their life quality similarly to non-disabled children. Significance: Focus on life quality can help occupational therapists to identify what circumstances positively or negatively influence client well-being and to focus more on contextual factors that contribute to disablement.We would like to thank the families who participated in the study. We would also like to thank Professor Barbara E Gibson at the University of Toronto who contributed to the research. The study was supported by the Icelandic Research Fund under Grant number 174299-051; and the Doctoral Grants of The University of Iceland Research Fund.Peer Reviewe

    Development of a prognostic model of COVID-19 severity : a population-based cohort study in Iceland

    Get PDF
    © 2022. The Author(s).BACKGROUND: The severity of SARS-CoV-2 infection varies from asymptomatic state to severe respiratory failure and the clinical course is difficult to predict. The aim of the study was to develop a prognostic model to predict the severity of COVID-19 in unvaccinated adults at the time of diagnosis. METHODS: All SARS-CoV-2-positive adults in Iceland were prospectively enrolled into a telehealth service at diagnosis. A multivariable proportional-odds logistic regression model was derived from information obtained during the enrollment interview of those diagnosed between February 27 and December 31, 2020 who met the inclusion criteria. Outcomes were defined on an ordinal scale: (1) no need for escalation of care during follow-up; (2) need for urgent care visit; (3) hospitalization; and (4) admission to intensive care unit (ICU) or death. Missing data were multiply imputed using chained equations and the model was internally validated using bootstrapping techniques. Decision curve analysis was performed. RESULTS: The prognostic model was derived from 4756 SARS-CoV-2-positive persons. In total, 375 (7.9%) only required urgent care visits, 188 (4.0%) were hospitalized and 50 (1.1%) were either admitted to ICU or died due to complications of COVID-19. The model included age, sex, body mass index (BMI), current smoking, underlying conditions, and symptoms and clinical severity score at enrollment. On internal validation, the optimism-corrected Nagelkerke's R2 was 23.4% (95%CI, 22.7-24.2), the C-statistic was 0.793 (95%CI, 0.789-0.797) and the calibration slope was 0.97 (95%CI, 0.96-0.98). Outcome-specific indices were for urgent care visit or worse (calibration intercept -0.04 [95%CI, -0.06 to -0.02], Emax 0.014 [95%CI, 0.008-0.020]), hospitalization or worse (calibration intercept -0.06 [95%CI, -0.12 to -0.03], Emax 0.018 [95%CI, 0.010-0.027]), and ICU admission or death (calibration intercept -0.10 [95%CI, -0.15 to -0.04] and Emax 0.027 [95%CI, 0.013-0.041]). CONCLUSION: Our prognostic model can accurately predict the later need for urgent outpatient evaluation, hospitalization, and ICU admission and death among unvaccinated SARS-CoV-2-positive adults in the general population at the time of diagnosis, using information obtained by telephone interview.Peer reviewe

    Uppruni, notkun og áhrif ytra mats á skólastarf grunnskóla á Íslandi

    No full text
    This thesis focuses on the external evaluation of compulsory schools in Iceland. Aligned with that focus, the aim of the research conducted for the thesis was twofold: first, to shed light on the origin of the external evaluation of compulsory schools in Iceland and its development since becoming part of official education policy in 1991; and second, to identify and analyse school principals’ and teachers’ attitudes towards a recent external evaluation, how and to what extent they have used the feedback from the evaluation, how such use has affected internal evaluation at their schools and driven change in their own practices, and how well the changes implemented have been sustained over time. To that aim, longitudinal, mixed-methods research was conducted involving document analysis, questionnaires, and interviews. The primary data were collected in three stages. First, policy documents and interviews with 11 key informants who had participated in the policymaking process or were familiar with the process were examined. That part of data collection was undertaken in 2015–2016, and an article presenting the results was published in 2016 (i.e. Paper I). Second, the 22 compulsory schools that were the first to participate in the external evaluation in 2013–2015 were identified, and a survey of the principals and teachers of those schools was conducted in 2016. Those results were published in another article in 2022 (i.e. Paper II). Third, six of the 22 schools were selected for further analysis, and the principal and one to two teachers in each school were interviewed, followed by a document analysis of each school’s improvement process. That final part of data collection was undertaken in 2019, 4–6 years after the external evaluation took place, and the findings were published in 2022 (i.e. Paper III). The overall results are discussed in Chapter 8 of this thesis. In line with the two aims of the research, that discussion is divided into two parts. The first sheds light on how external evaluation at compulsory schools in Iceland came about and how it developed after becoming part of the country’s official education policy in the early 1990s. That part focuses on the historical background and expected benefits of the external evaluation of schools in Iceland. After that, the second part discusses the extent to which the anticipated benefits of the evaluation, especially regarding the use of the feedback provided, and its impact have been realised. Several key factors expected to promote the improvement of schools are highlighted, and their effects in the Icelandic context are assessed. Based on the most significant findings, the thesis concludes that external evaluation can play a role in changing not only teachers’ and principals’ practices but also the internal evaluation of schools. The feedback from evaluation is shown to be used for various purposes, and the factor with the greatest overall impact on such use is shown to be the school staff’s acceptance of the feedback. Because this thesis is inspired by pragmatism, it aims to contribute to the existing knowledge base and to expand understandings of how schools use feedback from external evaluation and whether such use impacts changes in practice. Beyond that, it seeks to highlight important ways to improve the role of external evaluation in national and local school governance.Viðfangsefni þessarar doktorsrannsóknar er ytra mat á grunnskólum á Íslandi. Rannsóknin er tvíþætt og miðar í fyrsta lagi að því að auka skilning á hvernig ytra mat á grunnskólastarfi er tilkomið og hver þróun þess hefur verið frá því að það kom inn í opinbera menntastefnu á tíunda áratug 20. aldar. Í öðru lagi að varpa ljósi á viðhorf kennara og skólastjóra til endurgjafar í skýrslum um ytra matið og hvaða áhrif endurgjöfin hefur til umbóta og breytinga á námi og kennslu, stjórnun og innra mati að þeirra áliti. Mikilvægi rannsóknarinnar felst fyrst og fremst í því að niðurstöður geta aukið skilning á því hvernig endurgjöf ytra mats er nýtt af skólum og hvort matið hafi tilætluð áhrif. Rannsóknin getur í því samhengi gefið hagnýtar upplýsingar til að nota við frekari þróun á ytra mati og eftirfylgd með því. Til þessa hafa engar rannsóknir verið gerðar á ávinningi af ytra mati á skólum á Íslandi og því mikilvægt að afla skilnings á ferlinu og nýta hann við frekari þróun. Rannsóknin var unnin með blönduðu rannsóknarsniði (e. mixed method design) og stuðst við viðhorfakannanir, viðtöl og greiningu fyrirliggjandi gagna. Rannsókninni var skipt í þrjá rannsóknaráfanga og var mismunandi rannsóknaraðferð notuð í hverjum áfanga. Í fyrsta áfanga rannsóknarinnar var gerð greining á lögum, reglugerðum, stefnuskjölum, skýrslum og öðrum opinberum gögnum ásamt því að taka viðtöl við ellefu lykilaðila sem höfðu tekið þátt í stefnumótun og/eða þróun ytra mats. Í öðrum hluta var lagður spurningalisti fyrir skólastjóra og kennara í þeim 22 grunnskólum sem fyrstir tóku þátt í reglubundnu ytra mati á árunum 2013 til 2015. Í þriðja hluta voru tekin viðtöl við sex skólastjóra og átta kennara í sex af þeim 22 grunnskólum sem svöruðu viðhorfakönnuninni ásamt því að greina matsskýrslur, umbótaáætlanir og framvinduskýrslur skólanna. Með birtingu greinanna þriggja er leitast við að ná meginmarkmiðum rannsóknarinnar sem eru að varpa ljósi á annars vegar hvernig ytra mat á grunnskólastarfi er tilkomið og hvernig það hefur þróast til dagsins í dag. Hins vegar að hvaða marki væntingar til skólanna um að nýta niðurstöður matsins til umbóta hafa orðið að veruleika og hvaða áhrif matsendurgjöfin hefur haft á breytingar á námi og kennslu, stjórnun og innra mati að mati kennara og skólastjóra. Niðurstöður sem lúta að fyrra markmiðinu sýna að upphaf hugmynda og mótun stefnu um ytra mat á grunnskólum megi rekja til umbótaaðgerða í opinberri stjórnsýslu sem áttu sér stað víða um heim frá níunda áratug síðustu aldar undir heitinu nýskipan í ríkisrekstri (e. New Public Management). Ytra mat náði þó ekki fótfestu á Íslandi á þeim tíma. Það var ekki fyrr en í byrjun annars áratugar tuttugustu og fyrstu aldar sem farið var af stað með reglubundið ytra mat á grunnskólum í þeim tilgangi að stuðla að skólaumbótum. Allir skólar á landinu utan Reykjavíkur voru metnir einu sinni á níu ára tímabili frá 2013 til 2021. Niðurstöður sem tengjast seinna markmiðinu gefa til kynna að ytra mat hafi stuðlað að umbótum á starfsháttum kennara og skólastjóra og einnig á innra mati í flestum skólanna, þó svo að umbætur tengdar innra mati hafi reynst sumum skólanna sem tóku þátt í rannsókninni erfiðar. Endurgjöf í skýrslu með niðurstöðum ytra matsins nýttist skólunum í ýmsum tilgangi: til að stuðla að breytingum, vekja starfsfólkið til vitundar og umhugsunar, réttlæta breytingar sem voru líklegar til að mæta fyrirstöðu og styrkja og valdefla skóla. Niðurstöður sýndu að viðhorf meðal kennara og skólastjóra til endurgjafar ytra mats var að jafnaði gott og þeir voru almennt samþykkir henni—en samþykkt endurgjafar reyndist vera sá þáttur sem hafði mest áhrif á hvort niðurstöður væru nýttar til umbóta innan skólanna. Fleiri þættir höfðu einnig jákvæð áhrif á breytingar, svo sem þátttaka kennara í að ákveða umbótaðgerðir í kjölfar ytra matsins og þekking og notkun skólanna á viðmiðum um gæði í skólastarfi
    corecore