11 research outputs found

    Meðganga og geislun

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAlþjóðageislavarnaráðið (International Commission on Radiological Protection, ICRP) hefur nýlega gefið út samantekt og leiðbeiningar sem varða læknisfræðilega röntgengeislun og þungun (1). Útkoma leiðbeininganna er tilefni þessarar upprifjunar og samantektar um efnið í samræmi við ríkjandi viðhorf. Ætla má, að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk séu almennt vel upplýst um líffræðilegar áhættur tengdar jónandi geislun, en með síaukinni fræðslu til almennings um heilsutengd efni, í skólum og fjölmiðlum, er hætt við að upp geti komið misskilningur, mistúlkun og ótti vegna myndgreiningarrannsókna og hugsanlegra afleiðinga þeirra. Niðurstöður Alþjóðageislavarnaráðsins eru, að fræðsla til almennings, og einkum kvenna er málið snertir, um stöðu og áhættur sé brýn. Þá er lokaniðurstaða sú, að sennilega hafi áhættur vegna „óhóflegra“ geislaskammta verið ofmetnar í fyrri leiðbeiningum og vinnureglum. Því mælir stofnunin nú með verulegri hækkun þeirra geislaskammta sem miða beri við vegna hugsanlegra ákvarðana um fóstureyðingu Það er réttur barnshafandi konu, hvort heldur hún þarf myndgreiningu með röntgengeislum eða verður fyrir jónandi geislun í starfi, að fá upplýsingar um magn og umfang geislunarinnar, svo og um eðli mögulegra geislunaráhrifa, sem fóstur geti orðið fyrir

    The commencement of radiology in Iceland : the pioneer

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThis essay deals with the pioneering work of Dr. Gunnlaugur Claessen (1881-1948), who introduced radiology into Iceland under very adverse conditions in 1914. His lifelong work and progress as a leader and teacher within that field is described. Dr Claessen was the founder and first chief of the Roentgen-Department of Landspitalinn University Hospital, from 1930 till his death.Er Wilhelm Konrad Röntgen hafði skýrt frá uppgötvun sinni á jónandi geislum sem höfðu einstaka eiginleika til að smjúga um vefi, og gert grein fyrir eðlisfræðilegum eigindum þeirra á eftirminnilega skýran hátt í frægri grein sinni, Uber eine neue Art von Strahlen, í tímariti raunvísindadeildar háskólans í Wurzburg, rétt fyrir áramótin 1895-1896, breiddist sú vitneskja um allar jarðir með ótrúlegum hraða. Skýringanna á því hve fljótt menn brugðust við, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, er að finna í þeirri staðreynd að um þetta leyti voru starfræktar öflugar eðlisfræðideildir við flestar stærri menntastofnanir, þróun og rannsóknir á raftækni og rafsegulfyrirbærum voru talsvert langt á veg komnar og fyrir hendi ýmis þau tól sem á þurfti að halda til framleiðslu á X-geislunum, eins og Röntgen sjálfur nefndi þá. Innan eins árs frá uppgötvun Röntgens voru komin í notkun tæki, sem á þess tíma mælikvarða voru vel nýtileg til orkugjafar, og sérsmíðaðir katóðulampar til umbreytingar orkunnar í jónandi geisla. Háspennar og millispennar voru þegar til á almennum markaði, meðal annars vegna símalagna og ýmissa raforkuframkvæmda. Þetta gerðist ekki einvörðungu í stóru löndunum, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Á Norðurlöndum voru menn mjög fljótir að taka við sér, til dæmis voru komin fjögur röntgentæki í notkun í Danmörku fyrir aldamótin 1900. Fyrsta tækið sem sett var upp á sjúkrahúsi þar var tekið í notkun á Kommunehospitalet 20. október 1896

    Læknislegar skammstafanir [ritstjórnargrein]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open

    X-ray- and other medical imaging in Iceland 1993. Assessed and compared with earlier surveys

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenA country-wide survey of the use and utilization of medical imaging in Iceland was undertaken, by gathering of available information for the year 1993. The aim was primarily to assess the overall consumption of these services, with regard to radiation and the impact of other imaging modalities. Reference was made to earlier studies of the same kind adding a more specified break-down of information regarding age and sex as well as types of examination. The results are presented in tables and figures with accompanying text in English. The conclusions may be summed up as follows: 1: The average yearly increase in diagnostic imaging using ionizing radiation for the past 10 years was 1.7%, whereas the total average yearly increase of diagnostic imaging was 3.6%. This difference may be almost exclusively attributed to the increase in the use of ultrasound. 2: Although x-ray facilities are quite widely distributed, mainly due to geographic reasons, the main bulk of all examinations are made in a few specialised departments, and 92.8% of all examinations made are supervised by specialists in radiology, either directly or by consultation. 3: The overall number of examinations per 1000 population was 680, having increased from 555 in 1984. Comparable figures (1990) were 800 in the U.S. and 465 in the U.K.Safnað var upplýsingum um fjölda og flokkun röntgenrannsókna á Íslandi, sem gerðar voru árið 1993. Markmiðið var að meta umfang þessarar þjónustu með tilliti til geislunar ásamt áhrifum annarra myndgreiningaraðferða. Gerður var samanburður við eldri rannsóknir á sama viðfangsefni, en upplýsingar voru flokkaðar nákvæmar eftir tegund rannsókna og aldri og kyni sjúklinga. Niðurstöðurnar eru kynntar í töflum og þær má draga saman í eftirfarandi: 1) Árleg meðalaukning myndgreiningarrannsókna með jónandi geislun er 1,7% síðustu 10 ár, en heildaraukning myndgreiningarrannsókna er 3,6% á ári. Þessi munur er nær eingöngu vegna fjölgunar ómrannsókna. 2) Þrátt fyrir að röntgendeildir og röntgenstofur séu mjög víða um land, þá er meginþorri allra röntgenrannsókna gerður á fáum sérhæfðum deildum. Um 92,8% af öllum röntgenrannsóknum eru gerðar undir handleiðslu sérfræðinga í geislagreiningu, annað hvort beint eða með ráðgjöf. 3) Heildarfjöldi rannsókna miðað við fólksfjölda er 680 á 1000 íbúa og hefur aukist úr 555 árið 1984. Samanburðartölur (1990) eru 800 í Bandaríkjunum og 465 í Bretlandi. Þannig er hlutfallslegur fjöldi myndgreiningarrannsókna hérlendis með því mesta sem gerist, en sérfræðieftirlit og -ráðgjöf virðast vera í góðu lagi

    Telemedicine. Information technology and health-care planning

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe purpose of this article is to demonstrate how the development of telemedicine has been in close context with the rapid development of information technology. The increased use of telemedicine has resulted in strategic planning by health authorities of how to increase access to specialist consultation. Overview is given of existing and coming telemedicine projects in Iceland. An important issue to be discussed further is to find telemedicine place in routine clinical service in the healthcare system.Markmið greinarinnar er að sýna hvernig þróun fjarlækninga hefur verið í samhengi við öra þróun í upplýsingatækni. Vaxandi notkun fjarlækinga hefur leitt til áætlanagerða um hvernig fjarlækningum skuli beitt til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu og einnig auðvelda aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Yfirlit er gefið um verkefni sem eru í gangi hér á landi og önnur sem eru í undirbúningi. Miklvægt er að finna fjarlækningum sess í daglegum rekstri heilbrigðiskerfisins og hlýtur það að verða í umræðunni á næstunni

    X-ray- and other medical imaging in Iceland 1993. Assessed and compared with earlier surveys

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenA country-wide survey of the use and utilization of medical imaging in Iceland was undertaken, by gathering of available information for the year 1993. The aim was primarily to assess the overall consumption of these services, with regard to radiation and the impact of other imaging modalities. Reference was made to earlier studies of the same kind adding a more specified break-down of information regarding age and sex as well as types of examination. The results are presented in tables and figures with accompanying text in English. The conclusions may be summed up as follows: 1: The average yearly increase in diagnostic imaging using ionizing radiation for the past 10 years was 1.7%, whereas the total average yearly increase of diagnostic imaging was 3.6%. This difference may be almost exclusively attributed to the increase in the use of ultrasound. 2: Although x-ray facilities are quite widely distributed, mainly due to geographic reasons, the main bulk of all examinations are made in a few specialised departments, and 92.8% of all examinations made are supervised by specialists in radiology, either directly or by consultation. 3: The overall number of examinations per 1000 population was 680, having increased from 555 in 1984. Comparable figures (1990) were 800 in the U.S. and 465 in the U.K.Safnað var upplýsingum um fjölda og flokkun röntgenrannsókna á Íslandi, sem gerðar voru árið 1993. Markmiðið var að meta umfang þessarar þjónustu með tilliti til geislunar ásamt áhrifum annarra myndgreiningaraðferða. Gerður var samanburður við eldri rannsóknir á sama viðfangsefni, en upplýsingar voru flokkaðar nákvæmar eftir tegund rannsókna og aldri og kyni sjúklinga. Niðurstöðurnar eru kynntar í töflum og þær má draga saman í eftirfarandi: 1) Árleg meðalaukning myndgreiningarrannsókna með jónandi geislun er 1,7% síðustu 10 ár, en heildaraukning myndgreiningarrannsókna er 3,6% á ári. Þessi munur er nær eingöngu vegna fjölgunar ómrannsókna. 2) Þrátt fyrir að röntgendeildir og röntgenstofur séu mjög víða um land, þá er meginþorri allra röntgenrannsókna gerður á fáum sérhæfðum deildum. Um 92,8% af öllum röntgenrannsóknum eru gerðar undir handleiðslu sérfræðinga í geislagreiningu, annað hvort beint eða með ráðgjöf. 3) Heildarfjöldi rannsókna miðað við fólksfjölda er 680 á 1000 íbúa og hefur aukist úr 555 árið 1984. Samanburðartölur (1990) eru 800 í Bandaríkjunum og 465 í Bretlandi. Þannig er hlutfallslegur fjöldi myndgreiningarrannsókna hérlendis með því mesta sem gerist, en sérfræðieftirlit og -ráðgjöf virðast vera í góðu lagi

    Utility of radiographs in children with clinical infections of the paranasal sinuses

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAbnormal radiographs of the paranasal sinuses are thought to be unreliable indicators of acute sinus infection in children. Asymmetry of sinus development, overlying soft-tissue swelling, or both can produce difference in the apparent aeration of the paranasal sinuses. A prospective clinical-radiographic study was undertaken to assess the utility of the various views, taken at a radiographic examination of small children, clinically suspected of paranasal sinus infection. The puipose was to find out if any of the three conventional views; Waters', Caldwell and straight lateral could be omitted without compromising the diagnostic information. Primarily, 70 children under six years of age were examined. To evaluate the response to therapy, 34 children were referred for follow-up examination. The radiographic findings were analysed in correlation with their clinical status after treatment. Fifty-nine of the children (86%) had radiographic evidence of pathology in the paranasal -sinuses. The maxillary sinuses were always involved in the sinus pathology. The Waters' view was found to be the most valuable to identify the presence of sinus disease. The radiographic findings found in the follow-up corresponded to the clinical status in 91%. Conclusion: 1. In this age group Roentgen examination of the paranasal sinuses is a reliable and valuable adjuvant to the clinical diagnosis. 2. In the majority of these cases only one radiographic projection (Waters') was needed to give the diagnosis.Alveg fram á síðustu ár hefur víða ríkt nokkur vafi á gagnsemi venjulegra röntgenmynda til greiningar skútabólgu hjá ungum börnum. Af þeim sökum meðal annars hefur skútabólga oft verið van- eða undirgreind hjá þeim aldurshópi. Gerð var framskyggn samanburðarskoðun á niðurstöðum röntgengreiningar og klínísks mats til þess að meta notagildi hinna ýmsu mynda sem teknar eru til röntgengreiningar á skútabólgu hjá litlum börnum. Tilgangurinn var að meta hvort sleppa mætti einhverri hinna þriggja hefðbundnu mynda; með Waters-stefnu, Caldwell-stefnu eða beinni hliðarmynd, án þess að rýra greiningargildi rannsóknarinnar um of. Í fyrstu lotu voru 70 börn yngri en sex ára röntgenmynduð. Þrjátíu og fjögur þeirra komu í endurtekna röntgenmynd. Niðurstöður röntgenrannsóknanna voru bornar saman við klínískt ástand. Hjá 59 börnum röntgengreindust einkenni um sjúklegar breytingar í skútum. Í öllum tilvikum voru afbrigðilegar breytingar í kjálkabeinsholum. Myndir teknar með Waters-stefnu reyndust áreiðanlegastar í greiningu sjúklegra breytinga í skútum. Í eftirrannsókninni var fullt samræmi milli röntgenmyndar og klínísks ástands í 91% tilfella. Ályktun: 1. Röntgenmyndataka er áreiðanleg og verðmæt stuðningsrannsókn við greiningu skútabólgu hjá þessura aldurshópi. 2. Í langflestum tilvikum nægir ein mynd, tekin með Waters-stefnu, til greininga

    Telemedicine in Iceland

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe aim of this survey is to consider the evolution and historical background of telemedicine, as well as reviewing the present status, globally, and locally. General definitions and aims of telemedicine are mentioned and discussed, examples of successful telemedicine implementations in various areas are presented, especially mentioning Canada, Australia and Norway. In Iceland only a few projects within telemedicine have been tried so far; the most extensive one being the successful establishment of a few teleradiology links. Various other projects are in preparation, and the importance of telemedicine as a tool for facilitation of equity to services as well as a powerful educational medium is stressed.Markmið greinar þessarar er að gefa yfirlit yfir sögulega þróun fjarlækninga og stöðu mála á erlendum vettvangi og hérlendis. Fjarlækningar eru skilgreindar sem „rannsóknir, meðferð, eftirlit og stjórnun, vegna sjúklinga og starfsmanna með hjálp fjarskiptakerfa, sem veita tafarlausan aðgang að sérþekkingu og viðhlítandi upplýsingum óháð landfræðilegri staðsetningu ". Þarfir og mat á æskilegum árangri eru tíunduð, bæði á sviði lækninga og samskipta heilbrigðisstétta, kennslu og menntunar. Sögulegu baksviði og þróun eru gerð nokkur skil, með tilvísun til reynslu forgöngulanda svo sem Kanada, Astralíu, Noregs og fleiri. Gerð er grein fyrir þróun fjarlækninga hérlendis, en þar er flest enn á byrjunarreit og loks eru markmið fjarlækninga skilgreind ítarlegar og bent á leiðir til að ná þeim

    Utility of radiographs in children with clinical infections of the paranasal sinuses

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAbnormal radiographs of the paranasal sinuses are thought to be unreliable indicators of acute sinus infection in children. Asymmetry of sinus development, overlying soft-tissue swelling, or both can produce difference in the apparent aeration of the paranasal sinuses. A prospective clinical-radiographic study was undertaken to assess the utility of the various views, taken at a radiographic examination of small children, clinically suspected of paranasal sinus infection. The puipose was to find out if any of the three conventional views; Waters', Caldwell and straight lateral could be omitted without compromising the diagnostic information. Primarily, 70 children under six years of age were examined. To evaluate the response to therapy, 34 children were referred for follow-up examination. The radiographic findings were analysed in correlation with their clinical status after treatment. Fifty-nine of the children (86%) had radiographic evidence of pathology in the paranasal -sinuses. The maxillary sinuses were always involved in the sinus pathology. The Waters' view was found to be the most valuable to identify the presence of sinus disease. The radiographic findings found in the follow-up corresponded to the clinical status in 91%. Conclusion: 1. In this age group Roentgen examination of the paranasal sinuses is a reliable and valuable adjuvant to the clinical diagnosis. 2. In the majority of these cases only one radiographic projection (Waters') was needed to give the diagnosis.Alveg fram á síðustu ár hefur víða ríkt nokkur vafi á gagnsemi venjulegra röntgenmynda til greiningar skútabólgu hjá ungum börnum. Af þeim sökum meðal annars hefur skútabólga oft verið van- eða undirgreind hjá þeim aldurshópi. Gerð var framskyggn samanburðarskoðun á niðurstöðum röntgengreiningar og klínísks mats til þess að meta notagildi hinna ýmsu mynda sem teknar eru til röntgengreiningar á skútabólgu hjá litlum börnum. Tilgangurinn var að meta hvort sleppa mætti einhverri hinna þriggja hefðbundnu mynda; með Waters-stefnu, Caldwell-stefnu eða beinni hliðarmynd, án þess að rýra greiningargildi rannsóknarinnar um of. Í fyrstu lotu voru 70 börn yngri en sex ára röntgenmynduð. Þrjátíu og fjögur þeirra komu í endurtekna röntgenmynd. Niðurstöður röntgenrannsóknanna voru bornar saman við klínískt ástand. Hjá 59 börnum röntgengreindust einkenni um sjúklegar breytingar í skútum. Í öllum tilvikum voru afbrigðilegar breytingar í kjálkabeinsholum. Myndir teknar með Waters-stefnu reyndust áreiðanlegastar í greiningu sjúklegra breytinga í skútum. Í eftirrannsókninni var fullt samræmi milli röntgenmyndar og klínísks ástands í 91% tilfella. Ályktun: 1. Röntgenmyndataka er áreiðanleg og verðmæt stuðningsrannsókn við greiningu skútabólgu hjá þessura aldurshópi. 2. Í langflestum tilvikum nægir ein mynd, tekin með Waters-stefnu, til greininga

    Hjartavöðvasjúkdómur meðal kvenna : algengi metið með hjartaómun og krufningu

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe purpose of this study was to estimate the prevalence of hypertrophic cardiomyopathy (HCM) in a group of 3922 women randomly selected from the Reykjavik study, phase IV, in 1981-1983. Of these, 358 women (9%) had an abnormal (group A) and 3564 (91%) had a normal electrocardiogram (ECG). In 1989, an echocardiography (echo) study of all surviving women from group A as well as a matched echo control group of 89 women (group B) from cohorts with a normal ECG, was performed, to identify subjects with HCM as well as a review of autopsy data and death certificates from deceased cohorts. To December 1st 1989 there had been a total of 100 deaths, 18 from group A and 82 from cohorts with a normal ECG, but no deaths had occurred amongst 89 selected for group B. HCM was identified by echo in 4 of 274 women examined but 66 did not attend. No case of HCM was found from the 76 attendees in group B. Autopsy diagnosed five additional cases of HCM from the 100 deceased cohorts. Thus a total of 9 cases of HCM were found. Three of four women diagnosed by echo were symptomatic but only one of five diagnosed at autopsy had apparent symptoms prior to death. Two of the five died suddenly. A echo-Doppler study was performed on the 4 HCM cases and the results compared to 40 normal controls in group B. The results showed an increased ejection velocity (P<0.001) and an increased late diastolic contribution to left ventricular filling in subjects with HCM (P<0.001). The prevalence of HCM and 95% confidence interval was calculated. We found 1.5% (0.4-3.8%) prevalence of HCM in women with an abnormal ECG and a calculated prevalence of 0.14% (0.04-3.9%) in the total group of 3922 as diagnosed by echo. The overall calculated minimal prevalence of HCM in women 30 to 73 years was 0.2% (0.1-0.6%).Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta algengi hjartavöðvasjúkdóms (HVS) í hópi 3922 fullorðinna kvenna, þátttakendum í hópþýði Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar frá árunum 1981-1983. Við rannsóknina reyndust 358 konur (9%) (hópur A) hafa afbrigðilegt hjartarit og 3564 (91%) reyndust hafa eðlilegt hjartarit. Leit að hjartavöðvasjúkdómi var gerð með hjartaómun hjá öllum konum með afbrigðilegt hjartarit (hópur A) og hjá 89 konum með eðlilegt hjartarit (hópur B). Konur í hópi B voru á sambærilegum aldri og konur í hópi A. Einnig var farið yfir dánarvottorð og krufningaskýrslur þeirra 100 kvenna sem látist höfðu frá fyrstu skoðun til ársins 1989, 18 úr hópi kvenna með afbrigðilegt hjartarit og 82 með eðlilegt. HVS greindist meðal fjögurra af 274 konum sem mættu til hjartaómskoðunar úr hópi A en 66 mættu ekki. Af 76 konum úr hópi B reyndist engin hafa sjúkdóminn, en 13 mættu ekki. Við krufningu greindust fimm konur með HVS. Samtals fundust því níu konur með HVS, ein með afbrigðilegt og fjórar með eðlilegt hjartarit. Þrjár af fjórum sem greindust við hjartaómun reyndust hafa hjartaeinkenni en einungis ein af fimm sem greindust við krufningu virtist hafa haft hjartaeinkenni. Tvær þeirra létust skyndidauða. Blóðflæðirannsókn með Doppler aðferð á mítur- og útstreymisblóðrennsli var gerð hjá konum með HVS og niðurstöður bornar saman við blóðrennsli hjá konum með heilbrigt hjarta. Í ljós kom aukið vægi blóðrennslis seint í lagbili við fyllingu á vinstri slegli og aukinn rennslishraði á blóði út úr vinstri slegli og meðal kvenna með HVS. Algengi HVS og 90% vikmörk voru reiknuð. Algengi HVS reyndist 1,5% (0,4-3,8%) meðal kvenna með afbrigðilegt hjartarit og reiknað algengi meðal kvenna með eðlilegt hjartarit var 0,14% (0,04-3,9%). Lágmarksalgengi miðað við þær konur sem greindust með HVS í rannsókn okkar var 0,2% (0,1-0,6%) fyrir aldursbilið 30-73 ár
    corecore