The commencement of radiology in Iceland : the pioneer

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThis essay deals with the pioneering work of Dr. Gunnlaugur Claessen (1881-1948), who introduced radiology into Iceland under very adverse conditions in 1914. His lifelong work and progress as a leader and teacher within that field is described. Dr Claessen was the founder and first chief of the Roentgen-Department of Landspitalinn University Hospital, from 1930 till his death.Er Wilhelm Konrad Röntgen hafði skýrt frá uppgötvun sinni á jónandi geislum sem höfðu einstaka eiginleika til að smjúga um vefi, og gert grein fyrir eðlisfræðilegum eigindum þeirra á eftirminnilega skýran hátt í frægri grein sinni, Uber eine neue Art von Strahlen, í tímariti raunvísindadeildar háskólans í Wurzburg, rétt fyrir áramótin 1895-1896, breiddist sú vitneskja um allar jarðir með ótrúlegum hraða. Skýringanna á því hve fljótt menn brugðust við, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, er að finna í þeirri staðreynd að um þetta leyti voru starfræktar öflugar eðlisfræðideildir við flestar stærri menntastofnanir, þróun og rannsóknir á raftækni og rafsegulfyrirbærum voru talsvert langt á veg komnar og fyrir hendi ýmis þau tól sem á þurfti að halda til framleiðslu á X-geislunum, eins og Röntgen sjálfur nefndi þá. Innan eins árs frá uppgötvun Röntgens voru komin í notkun tæki, sem á þess tíma mælikvarða voru vel nýtileg til orkugjafar, og sérsmíðaðir katóðulampar til umbreytingar orkunnar í jónandi geisla. Háspennar og millispennar voru þegar til á almennum markaði, meðal annars vegna símalagna og ýmissa raforkuframkvæmda. Þetta gerðist ekki einvörðungu í stóru löndunum, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Á Norðurlöndum voru menn mjög fljótir að taka við sér, til dæmis voru komin fjögur röntgentæki í notkun í Danmörku fyrir aldamótin 1900. Fyrsta tækið sem sett var upp á sjúkrahúsi þar var tekið í notkun á Kommunehospitalet 20. október 1896

    Similar works