105 research outputs found
Oesophageal atresia in Iceland 1963-2002
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Oesophageal atresia is an congenital anomali with incidence of 1/3000-1/4500 live births. The results of reconstructive surgery has improved greatly, to 80-92% survival reported in the last two decades. The aim of this study was to determine the incidence of oesophageal atresia in Iceland and to evaluate the results of operations at the Department of Pediatric surgery at The Children¿s Hospital, Landspítal-inn - University Hospital in Iceland. Material and methods: This retrospective study included all children diagnosed with oesophageal atresia in Iceland between 1963 and 2002. Information was gathered from hospital records, including birth-weight, gestational age, the type of atresia and the presence of other congenital anomalies. The results of operation were determined including post operative complications. Information on life births in Iceland for the same period was gathered from the Icelandic National Register. Results: Thirtyseven children were diagnosed with oesophageal atresia in these 40 years. The average birth-weight was 2626g, including 14 children (38%) with low birth-weight (<2500g). Fifteen children (41%) were prematurely born (<38 weeks). Thirtyfour children (92%) had the most common type of oesophageal atresia with proximal blind loop and distal tracheooesophageal fistula.Thirtyfourchildrenwereoperatedon,includingone in Denmark. Nine children died within 60 days after surgery. The most common cause of death was lung inflammation(n=7,78%).ThesurvivalaftersurgeryinIceland was 73% in the study period. Other congenital defects were common in this patient group with congenital heart defects as the most common ones (n=12, 32%). The incidence decresead in the study period from 1/3737 in the firsttenyearsto1/10639inthelastdecade, this did not reach statistical signifiquance. Conclusion: It is interesting to see this decrease in incidence in the study period and this is the lowest incidence known to us. The survival has improved from previous study but is however still lower compared to our neighbouring countries. Other congenital anomalies are common in this patient group.Inngangur: Meðfædd lokun á vélinda er sjaldgæfur galli með nýgengi um 1/3000-1/4500 fæddra barna. Meðferð gallans er skurðaðgerð. Árangur aðgerða fer batnandi og er lifun 80-92% síðustu tvo áratugi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi vélindalokunar á Íslandi og meta árangur aðgerða. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og upplýsingar fengnar úr sjúkraskrám þeirra sem greindust með meðfædda vélindalokun á Barnaspítala Hringsins 1963-2002. Fengnar voru upplýsingar meðal annars um meðgöngulengd, fæðingarþyngd, tegund galla og hvort aðrir fæðingargallar væru til staðar. Einnig var lagt mat á árangur aðgerða. Upplýsingar um fjölda lifandi fæddra á tímabilinu fengust frá Hagstofu Íslands. Niðurstöður: 37 börn greindust með meðfædda vélindalokun á tímabilinu. Meðalfæðingarþyngd var 2626 grömm, þar af voru 14 börn (38%) léttburar (<2500 grömm). Fimmtán börn (41%) voru fyrirburar (<38 vikur). Þrjátíu og fjögur börn (92%) höfðu algengustu tegund vélindalokunar með blindan nærenda á vélinda og fistil milli fjærenda og barka. Þrjátíu og fjögur börn gengust undir aðgerð með lokun á fistli og sammynningu á vélinda, þar af eitt erlendis. Níu börn létust eftir vélindaaðgerð. Algengasta dánarorsök var lungnabólga (n=7, 78%). Lifun eftir aðgerð hérlendis var 73% á tímabilinu. Aðrir meðfæddir gallar voru algengir þar sem hjartagallar reyndust algengastir (n=12, 32%). Nýgengi sjúkdómsins fór lækkandi á tímabilinu, frá 1/3737 á fyrstu tíu árunum í 1/10639 á síðasta áratug sem er þó án tölfræðilegrar marktækni. Ályktanir: Athyglisvert er hversu nýgengi sjúkdómsins virðist hafa lækkað síðasta áratug og eru þetta lægstu tölur sem okkur er kunnugt um. Árangur aðgerða hefur batnað frá fyrri rannsókn en er þó heldur lakari en í nágrannalöndum okkar. Aðrir fæðingargallar eru algengir hjá þessum sjúklingahópi
Appendicitis and appendectomy in children in Reykjavik Hospitals in 1996 and 2006
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: Appendicitis is a common disease and can be life-threatening if not adequately treated. Studies have shown that if less than 20% of appendices removed are normal it indicates missing or delaying the diagnosis of appendicitis, resulting in an increased incidence of perforation. The purpose of this study was to analyze appendicitis in children during two separate time periods in the pediatric wards of the hospitals in Reykjavík and to increase our knowledge of appendicitis in children in the country. MATERIALS AND METHODS: Patients entering this study are two groups of 100 children (< or =16 years) consecutively undergoing appendectomy in the Reykjavik hospitals, one group in 1996 and the other in 2006. Data on sex, age, clinical symptoms and treatment was obtained from patients records. The impression of the surgeon at time of operation on the inflammation of the removed appendix was compared with results of histopathology analysis. All histopathology slides from appendices from 2006 were re-evaluated. The parameters in open appendectomies were compared to those in laparoscopic appendectomies. The two study periods were compared. RESULTS: The proportion of normal appendices was similar in both periods of the study, 18% in 2006 and 20% in 1996. The appendices were more often normal in female patients (p<0.05) and the large majority of those were removed by laparoscopic surgery. Perforation was present in 17% of inflamed appendices in both study groups. The time from patients arrival to hospital until surgery surpassed 10 hours in only one case in each study group. A discrepancy between the surgeon's assessment and the pathology result was noted only once in 2006 and in one additional case was the histopathological diagnosis altered following re-evaluation of the pathology slides. DISCUSSION: The proportion of non-inflamed appendices in appendectomies in children in Reykjavik is in accordance with that reported elsewhere and perforation is not common. There is a good concordance between surgical and pathological assessment with regard to inflammation of the appendices.Inngangur: Botnlangabólga er algengur sjúkdómur og lífshættulegur ef ekki er brugðist rétt við. Rannsóknir hafa sýnt að ef minna en fimmti hver fjarlægður botnlangi reynist óbólginn er fylgni við hækkun á hlutfalli rofinna botnlanga. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hlutfall óbólginna fjarlægðra botnlanga á Barnaspítala Hringsins og barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á tveimur árum með 10 ára millibili og auka þekkingu á botnlangabólgu barna á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Alls 100 börn (?16 ára) sem fóru í botnlangatöku á árinu 2006 og 100 börn frá árinu 1996 komu inn í rannsóknina, en hópurinn var samfelldur og því ekki valinn. Upplýsingum um kyn, aldur, klínísk einkenni og meðferð var safnað úr sjúkraskýrslum. Klínísk greining og mat skurðlækna á ástandi botnlanga í aðgerð var borin saman við vefjagreiningarniðurstöður. Öll vefjasýni ársins 2006 voru endurskoðuð af rannsakendum og matið borið saman við fyrri vefjagreiningar. Niðurstöður frá árunum tveimur voru bornar saman. Niðurstöður: Hlutfall óbólginna botnlanga var svipað bæði rannsóknarárin, eða 18% árið 2006 og 20% árið 1996. Botnlangi í stúlkum reyndist marktækt oftar eðlilegur (p<0,05) og nær eingöngu stúlkur fóru í aðgerð með kviðsjá. Bólgnu botnlangarnir reyndust rofnir í 17% tilvika bæði árin. Biðtími sjúklinga frá komu á sjúkrahús að aðgerð var aðeins í eitt skipti hvort árið lengri en 10 klst. Í einu tilviki 2006 kom fram misræmi milli mats skurðlæknis og niðurstöðu vefjagreiningar og meinafræðiáliti var breytt í eitt skipti eftir endurmat vefjasneiða. Ályktanir: Hlutfall óbólginna botnlanga í þessari rannsókn er í samræmi við það sem hingað til hefur verið viðurkennt að erfitt sé að komast hjá og rof á botnlanga reyndist ekki algengt. Gott samræmi er milli mats skurðlækna á botnlanga í aðgerð og meinafræðiniðurstöðu
Kawasaki disease in Iceland 1996-2005, epidemiology and complications
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textOBJECTIVE: To analyze the epidemiology of Kawasaki disease in Icelandic children and its complications. METHODS: A retrospective analysis of all cases of Kawasaki disease and atypical Kawasaki disease in children in Iceland from 1996-2005. Chart records were reviewed and children diagnosed at Landspítali - University Hospital invited for a Follow up study with emphasis on heart complications. RESULTS: Thirty children were diagnosed with Kawasaki disease, annual incidence was 10.7/100.000 children <5 years of age. The boy:girl ratio was 2.3:1. All 30 children were treated with IVIG, without any major adverse events related to the treatment. The median time from the initial symptoms to treatment was six days (range 3-31 days). There was no mortality. Two children developed coronary aneurysms and three coronary ectasia. Follow up echocardiography was preformed in 23 of the children four to twelve years after Kawasaki disease. Two of the children still had coronary ectasia, and six (26%) had mitral regurgitation. CONCLUSIONS: The incidence of Kawasaki disease in Iceland was comparable to an earlier Icelandic study and reported incidence in the Nordic countries. Coronary involvement during the acute phase was mild, and all coronary aneurysm regressed. Serious cardiac complications were not seen. Children with Kawasaki disease in Iceland have favorable prognosis. Interestingly, mild mitral regurgitation and coronary ectasia were common at mid-term follow up.Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að athuga faraldsfræði og fylgikvilla Kawasaki-sjúkdóms hjá börnum á Íslandi. Efniviður/aðferðir: Afturskyggn rannsókn, frá ársbyrjun 1996 til ársloka 2005. Leitað var að börnum með Kawasaki-sjúkdóm eða óhefðbundinn Kawasaki-sjúkdóm. Þeim börnum sem greindust á Landspítala var boðin þátttaka í framhaldsrannsókn með áherslu á langtímaaukaverkanir á hjarta. Niðurstöður: Alls greindust 30 börn með Kawasaki-sjúkdóm á tímabilinu. Nýgengi var 10,7/100.000 hjá börnum <5 ára á ári og kynjahlutfall 2,3:1 (drengir:stúlkur). Öll börnin fengu meðferð með mótefnum í æð án alvarlegra fylgikvilla. Miðfjöldi daga frá upphafi veikinda til mótefnagjafar voru 6 dagar (spönn 3-31dagur). Í bráðafasa fengu tveir (6,7%) kransæðagúla og víkkun mældist á kransæðum þriggja barna (10%). Enginn sjúklingur lést. Við endurkomu, fjórum til 12 árum eftir veikindin, voru tveir enn með kransæðavíkkun og 6 með míturlokuleka (26%). Ályktanir: Nýgengi og kynjahlutfall var sambærilegt við fyrri íslenska rannsókn og rannsóknir frá Norðurlöndunum. Fá börn greindust með kransæðabreytingar í bráðafasanum, þær breytingar sem greindust gengu til baka í öllum tilvikum nema tveimur og engir alvarlegir fylgikvillar urðu af þeirra völdum. Horfur barna sem greinast með Kawasaki-sjúkdóm á Íslandi eru góðar, en athygli vekur hátt algengi míturlokuleka
Varicella in Icelandic children - epidemiology and complications
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: Varicella is a common disease with possible consequences. The disease is usually contracted in childhood and persistent antibodies are produced. Varicella vaccine is not widely used in Iceland. The aim of the study was to investigate the epidemiology of varicella in Icelandic children and it s complications. The results may prove important when deciding on varicella immunization in Iceland. Material and methods: The study was retrospective cross sectional. Varicella antibodies were measured from children 10 years had antibodies. Hospital admittions were 58, annual admittions were or 3.6/100.000 children 10 ára með mótefni. Börn sem lögð voru inn vegna hlaupabólu eða fylgikvilla voru 58 eða 3,6 /100.000 börn á ári. Bakteríusýkingar voru algengasta ástæða innlagnar, einkum húðsýkingar en hnykilslingur, þurrkur og vannæring voru einnig algeng. Ályktun: Flest börn á Íslandi fá hlaupabólu fyrir 10 ára aldur. Fylgikvillar geta verið alvarlegir. Mikilvægt er að þekkja sjúkdóminn, viðbrögð við honum og kanna hvort hefja eigi almenna bólusetningu gegn honum hér á landi
Bactrial osteomyelitis and arthritis in Icelandic children 1996-2005
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Objective: The main objective was to determine the incidence and causative pathogens of osteomyelitis and septic arthritis in Icelandic children, as well as presenting symptoms and diagnosis. Methods: A nationwide retrospective review was done of all children <18 year old, 1996-2005. Subjects were divided into three equal age groups, 0-5, 6-11 and 12-17 years old. Cultures were reviewed and postive and negative cases compared. Results: Over the study period 220 cases were identified, 161 osteomyelitis and 59 septic arthritis cases. The incidence increased significantly over the period (p=0.019), mostly in the youngest age group (p<0.001) with osteomyelitis. Incidence of cases with a pathogen identified was unchanged over the period while culture negative cases increased significantly (p<0.001). Median age for osteomyelitis (6,1 years) was higher than in cases of septic arthitis (1,8 years) (p=0.003). A pathogen was identified in 59% of cases with osteomyelitis and 44% with septic arthritis. S. aureus was most common (65% and 27%, respectively) and K. kingae was second most common pathogen (7% and 11%, respectively). Methicillin resistant S. aureus was not identified. The tibia and knee were the predominant sites for osteomyelitis and septic arthritis respectively. Conclusions: An increased incidence was found in the youngest age group with osteomyelitis, especially in cases without a pathogen identified. The most commonly cultured pathogen was S. aureus, followed by K. kingae. A more sensitive technique to identify pathogens might be indicated in culture negative cases.Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, sýkingarvalda, einkenni og greiningaraðferðir beina- og liðasýkinga í börnum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til barna yngri en 18 ára sem lögðust inn vegna sýkinganna á tímabilinu 1996-2005. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám. Tilfellum var skipt í þrjá jafna aldurshópa, 0-5 ára, 6-11 ára og 12-17 ára. Niðurstöður ræktana voru metnar og einnig breytingar á nýgengi á tímabilinu. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 220 tilfelli, 161 með beinasýkingu og 59 með liðasýkingu. Nýgengi jókst marktækt á tímabilinu (p=0,019). Nýgengisaukningin var nær eingöngu bundin við beinasýkingar hjá yngsta aldurshópnum. Nýgengi þar sem ræktun var jákvæð breyttist ekki en nýgengi með neikvæða ræktun jókst marktækt (p<0,001). Miðgildi aldurs sjúklinga með beinasýkingar (6,1 ára) var hærri en þeirra með liðasýkingar (1,8 ára) (p=0,003). Í 59% beinasýkinga og 44% liðasýkinga greindist baktería, S. aureus var algengust (65% beinasýkinga og 27% liðasýkinga), því næst K. kingae (7% beinasýkinga og 11% liðasýkinga). Methicillin- ónæmir S. aureus greindust ekki. Sköflungur (20%) og hnéliður (47%) voru algengustu staðir sýkinganna. Ályktanir: Rannsóknin varpar ljósi á mikilvæga þætti beina- og liðasýkinga á Íslandi. Nýgengið vex í yngsta aldurshópnum, einkum þar sem ræktun er neikvæð. Algengasti orsakavaldur er S. aureus,svo K. kingae. Meðalaldur, kynjahlutfall og staðsetning sýkinga er sambærilegt við erlendar rannsóknir. Þörf er á næmari sýklafræðilegum greiningaraðferðum hjá þeim sem eru með neikvæðar ræktanir
Immunization coverage in the Monkey Bay Head zone Malawi
Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: To assess the immunization coverage of children in the Monkey Bay head zone, Malawi where the Icelandic International Development Agency (ICEIDA) has been working to improve health care services in the recent years. MATERIALS AND METHODS: A 30 by 7 cluster sample survey, as defined by WHO's Expanded Programme on Immunization (EPI) was conducted to estimate immunization coverage of children aged 12-23 months for tuberculosis (BCG), diphtheria, tetanus and pertussis (DTP), polio (OPV) and measles immunizations. The Head Zone consists of 97 villages with a population of around 105,000 inhabitants. Five health centres provide immunization services in the area. In total were 217 children in 30 clusters randomly selected and their immunization status by card or history registered. RESULTS: Immunization coverage by card or history was 97% for BCG, and 99%, 95% and 85% for DTP1, DTP2 and DTP3 respectively. Coverage of OPV1, OPV2 and OPV3 by card or history was 99%, 93% and 85% respectively. Coverage for measles by card or history was 78%. Fully immunized children by card or history were 152 or 70%. Two children had not received any immunizations. Drop-out rate from DTP1 to DTP3 vaccination by immunization card or history was 14.5%, and drop-out from DTP1 to Measles by card or history was 21%. CONCLUSION: These results indicate that access to childhood immunization in the Monkey Bay head zone is good while drop-out rate is high. This indicates that access to health services is adequate. However, the coverage of measles appears to be insufficient to prevent outbreaks, and must be improved. The efficacy in delivering immunization can be improved and enhanced utilization of the services offered should be sought.Tilgangur: Að leggja mat á þekjun bólusetningar barna í Monkey Bay héraði í Malaví þar sem að Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hefur unnið að uppbyggingu heilsugæslu undanfarin ár. Efniviður og aðferðir: Notast var við aðferðir alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) til þess að meta þekjun bólusetningar barna á aldrinum 12-23 mánaða í Monkey Bay héraði. Í héraðinu búa um það bil 105.000 íbúar í 97 þorpum. Fimm heilsugæslustöðvar veita þjónustu á svæðinu. Börn á svæðinu voru bólusett fyrir berklum (BCG), barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (DTP), mænuveiki (OPV) og mislingum. Ef börn voru ekki bólusett voru ástæður þess skráðar. Valin voru 217 börn af handahófi í 30 þorpum/klösum (clusters) og þekjun metin með skoðun bólusetningarkorta eða samkvæmt heilsufarssögu. Niðurstöður: Þekjun bólusetningar miðað við kort eða sögu var 97% fyrir BCG, og 99%, 95% og 85% fyrir DTP1, DTP2 og DTP3. Þekjun OPV1, OPV2 og OPV3 miðað við kort eða sögu var 99%, 93% og 85%. Þekjun mislinga miðað við kort eða sögu var 78%. Fullbólusett börn miðað við kort eða sögu voru 152, eða 70%. Tvö börn höfðu ekki fengið neinar bólusetningar. Brottfall milli DTP1 og DTP3 miðað við kort eða sögu var 14,5 prósentustig, og brottfall milli DTP1 og mislinga var 21 prósentustig. Ályktun: Aðgengi að bólusetningu á svæðinu virðist gott. Brottfall frá fyrstu bólusetningu til síðustu er áhyggjuefni, sérstaklega hvað varðar mislinga en sú bólusetning er einnig oft gefin of seint. Því verður að huga að leiðum til þess að auka skilvirkni þeirrar þjónustu sem er í boði
The effects of normal vaginal delivery on oxygen transport to the fetus
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: To evaluate the effects of normal vaginal delivery (NVD) on oxygen transport to the fetus. Study group and methods: Fifty newborn infants born by NVD and as a control group 50 infants born by elective Cesarean section (ECS) were studied. Factors reflecting oxygen transport to the fetus were measured in venous and arterial cord blood: pH, partial pressure of oxygen (pO2) and carbon dioxide (pCO2), oxygen saturation (SO2), blood oxygen content, base deficit, and lactic acid concentrations, erythropoietin concentrations, number of nucleated red blood cells and haemoglobin concentrations. RESULTS: There was no significant difference in venous blood oxygen content between the two groups of infants. However, arterial blood oxygen content was significanlty lower in the infants born by ECS than in those born by NVD (p<0.001). Infants born by NVD had significantly lower pH (p<0.001), greater base deficit (p<0.001), higher lactic acid (p<0.001) and erythropoietin concentrations (p=0.01), more nucleated red blood cells (p=0.004), and higher hemoglobin concentrations (p=0.002) in venous blood than in the infants born by ECS. pH was lower (p<0.001) and lactic aicid concentrations were higher (p<0.001) in arterial blood than venous blood in both groups of infants. Conclusions: (1) NVD causes reduction in oxygen transport to the fetus, resulting in acidosis and stimulation of blood forming tissues. (2) ECS is associated with more reduction in umbilical arterial cord blood oxygen content than NVD. (3) When evaluating acidosis in newborns after delivery it is more reliable to measure pH and lactic acid concentrations in arterial rather than venous cord blood.Tilgangur: Að kanna áhrif eðlilegrar fæðingar á súrefnisflutning til fósturs. Tilfelli og aðferðir: Rannsökuð voru 50 börn sem fæddust með eðlilegri fæðingu og til viðmiðunar 50 börn sem fæddust með valkeisaraskurði. Mældir voru í naflastrengsblóði (bláæð og slagæð) þættir sem segja til um súrefnisflutning til fóstursins, það er: sýrustig blóðs (pH), hlutþrýstingur súrefnis (pO2) og koltvísýrings (pCO2), súrefnismettun blóðrauða (SO2), súrefnisinnihald blóðs, umframbasi, mjólkursýra, erythrópóíetín, kjörnuð rauð blóðkorn og blóðrauði. Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á súrefnisinnihaldi bláæðablóðs milli hópanna. Hins vegar var súrefnisinnihald slagæðablóðs marktækt lægra hjá börnunum sem fæddust með valkeisaraskurði en hjá þeim sem fæddust eðlilega (p<0,001). Börnin sem fæddust eðlilega voru með marktækt lægra pH (p<0,001), minni umframbasa (p<0,001), hærri styrk mjólkursýru (p<0,001), hærri styrk erythrópóíetíns (p=0,01), fleiri kjörnuð rauð blóðkorn (p=0,004) og hærri þéttni blóðrauða (p=0,002) í bláæðablóði en börnin sem fæddust með valkeisaraskurði. pH var marktækt lægra (p<0,001) og styrkur mjólkursýru hærri (p<0,001) í slagæðablóði en bláæðablóði í báðum hópunum. Ályktanir: (1) Eðlileg fæðing hefur í för með sér skerðingu á súrefnisflutningi til fósturs sem veldur blóðsýringu og örvun á blóðmyndandi vefi. (2) Lækkun á súrefnisinnihaldi slagæðablóðs fósturs er meiri við valkeisaraskurð en við eðlilega fæðingu. (3) Við mat á blóðsýringu hjá barni eftir fæðingu er pH og styrkur mjólkursýru í slagæðablóði áreiðanlegri en í bláæðablóði
Mastoiditis in children in Iceland
Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: Mastoiditis is an infection in the mastoid process and is a complication of otitis media. Studies have revealed that the incidence might be increasing with altered antibiotic usage. The aim of the current study was to describe the epidemiology, clinical symptoms and treatment of mastoiditis in Iceland during the last two decades with special emphasis on children and to study possible correlations between antibiotic use and incidence of mastoiditis. PATIENTS AND METHODS: Information on patients diagnosed with mastoiditis during the period 1984-2002 at The Children's Hospital Iceland, The Department of Paediatrics, Landakoti and Landspitali--University Hospital Iceland was gathered and clinical data were recorded from patients records of children diagnosed with mastoiditis during 1999-2002. Information on antibiotic use during the years 1989-2002 was obtained from the Ministry of Health in Iceland. RESULTS: Eighty-four patients were diagnosed with mastoiditis during the period 1984-2002. Of those, 52 (62%) were children less than 18 years of age. The mean age of those children was 2 years and 8 months. Boys were 58%. Twenty six (50%) of the children were less than three years old. During the years 1999-2002, a total of 28 children were diagnosed; the mean age was 2 years and 2 months. Fifteen children (54%) sought medical attention within a week prior to admission to hospital and had been diagnosed with otitis media. Eleven children (73%) were appropriately treated with antibiotics prior to the diagnosis of mastoiditis but four (27%) received no antibiotics. During the period 1989-2002, a statistically significant correlation was detected between decreased antibiotic use among children and increasing incidence of mastoiditis (r=-0.68; p=0.007). DISCUSSION: Following changes in guidelines for antibiotic prescriptions for otitis media in Iceland during the nineties, antibiotic use in children decreased at the same time as the incidence for mastoiditis increased. It is uncertain, however, if a causal relationship exists. It is important to diagnose and appropriately treat otitis media, while staying alert for serious complications, especially in young children.Inngangur: Stikilbólga er sýking í stikilholrýmum gagnaugabeins og fylgikvilli miðeyrnabólgu. Erlendar rannsóknir benda til að síðustu ár hafi nýgengi aukist með breyttri notkun sýklalyfja við miðeyrnabólgu. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða faraldsfræði, einkenni og meðferð stikilbólgu á Íslandi síðustu 20 ár með sérstaka áherslu á börn með stikilbólgu, ásamt fylgni sýklalyfjanotkunar við nýgengi stikilbólgu. Sjúklingar og aðferðir: Upplýsingar um þá sem greindust með stikilbólgu á árunum 1984-2002 á Barnaspítala Hringsins, Landakoti og Landspítala (áður Borgarspítali og Sjúkrahús Reykjavíkur) voru skráðar og sjúkraskrár þeirra sem greindust á árunum 1999-2002 voru skoðaðar. Hjá heilbrigðisráðuneytinu fengust upplýsingar um sýklalyfjanotkun á Íslandi á tímabilinu 1989-2002. Niðurstöður: Alls greindust 84 með stikilbólgu á árunum 1984-2002, þar af 52 börn (62%). Miðaldur þeirra var 2 ár og 8 mánuðir. Drengir voru 58%. Tuttugu og sex (50%) börn voru yngri en 3 ára. Á árunum 1999-2002 greindust 28 börn, miðaldur var 2 ár og 2 mánuðir. Fimmtán börn (54%) leituðu til læknis innan viku fyrir innlögn og greindust með miðeyrnabólgu. Ellefu börn (73%) fengu viðeigandi sýklalyf en fjögur (27%) fengu ekki meðferð fyrir innlögn. Á tímabilinu 1989-2002 var marktæk fylgni á milli minnkandi notkunar sýklalyfja hjá börnum og vaxandi nýgengis stikilbólgu (r =-0,68; p = 0,007). Ályktanir: Í kjölfar breyttra ráðlegginga um sýklalyfjanotkun við miðeyrnabólgu á Íslandi sem birtar voru upp úr 1990 dró úr notkun sýklalyfja hjá börnum og nýgengi stikilbólgu jókst en óvíst er hvort um beint orsakasamhengi er að ræða. Mikilvægt er að greina miðeyrnabólgu og meðhöndla á réttan hátt, og vera vakandi fyrir alvarlegum fylgikvillum, einkum hjá ungum börnum
Bacteraemia in children in Iceland 1994-2005
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Positive blood cultures from children suggest serious bloodstream infections. Quick medical response with targeted therapy is important, taking the child's age and medical history into account. Antibiotic therapy and vaccination programs must be based on accurate knowledge of the prevalence and antibiotic susceptibility of the bacteria. The aim of this study was to investigate epidemiological parameters associated with positive blood cultures in children in Iceland from September 20th 1994 to March 16th 2005. Materials and methods: All positive bacterial blood cultures from children 0-18 years of age identified at the Department of Clinical Microbiology of the Landspitali University Hospital during the study period. Age and sex of the children, bacterial aetiology, date of collection and results of antimicrobial susceptibility tests were registered. The children were divided into four age groups: neonates (Inngangur: Blóðsýkingar barna af völdum baktería geta verið alvarlegar. Skjót greining og viðeigandi meðferð geta skipt sköpum. Mikilvægt er að vita hvaða bakteríur eru algengastar hjá börnum á mismunandi aldri auk þess að þekkja sýklalyfjanæmi þeirra svo unnt sé að beita markvissri meðferð eða forvörnum. Markmið: Að draga fram helstu þætti í faraldsfræði blóðsýkinga barna á Íslandi á tímabilinu 20. september 1994-16. mars 2005. Efniviður og aðferðir: Allar jákvæðar niðurstöður blóðræktana hjá börnum 0-18 ára skráðar á Sýklafræðideild Landspítalans á rannsóknartímabilinu voru skoðaðar. Skráður var aldur og kyn sjúklings, tegund bakteríu sem ræktaðist, dagsetning sýnatöku og niðurstöður næmisprófa. Börnin voru flokkuð í fjóra aldurshópa; nýburar (<=30 daga), ungbörn (30 daga-1 árs), börn á leikskólaaldri (1-6 ára) og börn á skólaaldri (6-18 ára). Niðurstöður blóðræktana voru flokkaðar sem mengun, líkleg mengun, líkleg sýking eða sýking. Niðurstöður: Alls ræktuðust bakteríur í 1253 sýnum frá 974 börnum á tímabilinu, 647 sýni frá drengjum og 606 frá stúlkum. Flestar jákvæðar ræktanir voru hjá börnum á fyrsta aldursári (594; 47,4%) og þar af voru 252 hjá nýburum (42,4% barna á fyrsta aldursári). Kóagúlasaneikvæðir stafýlókokkar ræktuðust í 465 tilfellum. Af þeim ræktunum sem flokkuðust sem sýkingar voru Streptococcus pneumoniae algengastar (103 tilfelli), Staphylococcus aureus (94 tilfelli) og Neisseria meningitidis (72 tilfelli). Ekki ræktaðist N. meningitidis af hjúpgerð C hjá neinu barni eftir að bólusetning barna hófst árið 2002. Algengustu hjúpgerðir pneumókokka hjá börnum á Íslandi voru 23, 6B, 7, 19 og 14. Ónæmi fyrir makrólíðum var hátt hjá pneumókokkum (19%) og streptókokkum af flokki A (33%). Ályktun: Niðurstöðurnar gefa mikilvægar upplýsingar fyrir meðhöndlun barna með alvarlegar sýkingar og fyrirbyggjandi aðgerðir. Vaxandi ónæmi fyrir makrólíðum hindrar notkun þeirra við blinda meðferð hjá börnum með sýklasótt. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna frábæran árangur bólusetningar barna gegn meningókokkum C auk þess sem þær gefa vísbendingu um mögulega gagnsemi af bólusetningum gegn ákveðnum hjúpgerðum pneumókokka
- …