3 research outputs found

    Frumkvæði í starfi: Þáttabygging hugtaks og próffræðilegir eiginleikar mælitækis.

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur. Í fyrsta lagi að skoða hvort þáttaformgerð hugtaksins frumkvæði sé sú sama í íslensku úrtaki og í áströlsku úrtaki. Í öðru lagi að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu frumkvæðiskvarða Parker og Collins (2010) og leggja mat á hvort þeir séu fullnægjandi svo nota megi kvarðann í rannsóknum á frumkvæði hér á landi. Þátttakendur voru 485 starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði (59,6% konur), bæði starfsmenn einka- og opinberra fyrirtækja ásamt útskrifuðum og núverandi nemendum í MBA námi tveggja íslenskra háskóla. Niðurstöður sýndu að þáttabygging frumkvæðis er öðruvísi í íslensku úrtaki en erlendu. Hér fellur líkan með tveimur annars stigs þáttum betur að gögnunum en líkan með þremur annars stigs þáttum. Próffræðilegir eiginleikar mælitækisins reyndust góðir, en ljóst er að frekari rannsókna er þörf til að hægt sé að álykta hver formgerð frumkvæðis er. ------------------------------------------------------------------------------------------ The purpose of the study was twofold. First, to examine whether the factor structure of proactive behavior is the same in an Icelandic sample as in an Australian sample. Second, to examine the psychometric properties of the Icelandic version of Parker and Collins‘s (2010) measure of proactive behavior, and evaluate whether they meet requirements for it to be used in research on proactivity in Iceland. The study sample was comprised of 485 Icelandic professionals (59.6% female) working in the public and private sector as well as current or former MBA students at two separate universities. Results showed that the factor structure of proactivity is different in an Icelandic sample than abroad. In this study a model with two second order factors fit the data better than a model with three second order factors. The psychometric properties of the measure were good, but further research is needed to determine the factor structure of proactive behavior

    Tvær fræðigreinar um frumkvæði í starfi. „Frumkvæði í starfi: Þáttabygging hugtaks og próffræðilegir eiginleikar mælitækis" & „Of mikið af hinu góða? Áhrifaþættir í mati stjórnenda á frumkvæði starfsmanna"

    No full text
    Þessi ritgerð samanstendur af tveimur fræðigreinum um frumkvæði í starfi. Fyrri greinin er rituð á íslensku og verður send til birtingar í Sálfræðiritinu, ritrýndu tímariti Sálfræðingafélags Íslands. Í þeirri grein er fjallað um hugtakið frumkvæði, en tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur. Í fyrsta lagi að skoða hvort þáttaformgerð hugtaksins frumkvæði sé sú sama í íslensku úrtaki og í áströlsku úrtaki. Í öðru lagi að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu frumkvæðiskvarða Parker og Collins (2010) og leggja mat á hvort þeir séu fullnægjandi til að hægt sé að nota hann rannsóknir á frumkvæði hér á landi. Þátttakendur voru 485 starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði (59,6% konur), bæði starfsmenn einka- og opinberra fyrirtækja ásamt útskrifuðum og núverandi nemendum í MBA námi tveggja íslenskra háskóla. Niðurstöður sýndu að þáttabygging frumkvæðis er öðruvísi í íslensku úrtaki en erlendis. Hér fellur líkan með tveimur annars stigs þáttum betur að gögnunum en líkan með þremur annars stigs þáttum. Próffræðilegir eiginleikar mælitækisins reyndust góðir, en ljóst er að frekari rannsókna er þörf til að hægt sé að álykta hver formgerð frumkvæðis er. Seinni greinin er rituð á ensku og verður send í erlent ritrýnt tímarit til birtingar. Í þeirri grein er sjónum beint að stjórnendum og rannsakað hvaða þættir hafa áhrif á mat þeirra á starfsmanni sem tekur af skarið, en rannsóknin byggði á ramma De Stobbeleir, Ashford og Sully de Luque (2010) sem tiltekur hvernig einkenni starfsmanns, einkenni stjórnanda og einkenni frumkvæðis hafa áhrif á eignunarkenningar stjórnanda og mat hans á starfsmanni sem sýnir frumkvæði í starfi. Niðurstöður bentu til að fyrri frammistaða starfsmanns hefur áhrif á eignunarkenningar yfirmanns, en það hvort yfirmaður trúi því að persónulegir eiginleikar fólks séu í eðli sínu breytilegir eða ekki (implicit person theories) hefur ekki áhrif á eignunarkenningar hans. Tíðni frumkvæðis reyndist ekki miðla áhrifum einkenna starfsmanns eða yfirmanns. Niðurstöður bentu einnig til þess að þegar starfsmaður tekur af skarið eru eignunarkenningar yfirmanns eitt af því sem skýrir af hverju frumkvæði hefur áhrif á hversu sjálfsöruggur og hæfur starfsmaðurinn er talinn vera

    Áhrif þungbærrar lífsreynslu á líðan björgunarsveitarmanna á Íslandi

    No full text
    Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga áhrif þungbærrar lífsreynslu á líðan björgunarsveitarmanna á Íslandi. Markmiðið var að kanna tíðni þungbærrar lífsreynslu, neikvæðar afleiðingar í kjölfar hennar (áfallastreitueinkenni og þunglyndi) og varnarviðbrögð björgunarsveitarmanna. Að fengnum öllum tilskyldum leyfum voru spurningalistar sendir á nokkrar virkustu björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar ásamt því að vera lagðir fyrir á ráðstefnu félagsins, Björgun 2008. Alls tóku 277 björgunarsveitarmenn þátt. Tilgátur rannsóknarinnar voru að þeir björgunarsveitarmenn sem ekki búa yfir víðtækri reynslu og þjálfun í starfi eru líklegri til að þróa með sér einkenni áfallastreituröskunar og neikvæðar afleiðingar í kjölfarið en björgunarsveitarmenn sem hafa fengið meiri þjálfun og tekið hafa þátt í mörgum útköllum. Einnig að þeir sem nota frekar tilfinningamiðuð varnarviðbrögð og forðun eru líklegri til að greina frá áfallastreitueinkennum og þunglyndi en þeir sem ekki greina frá slíkum varnarviðbrögðum og að þeir sem nota frekar lausnarmiðuð varnarviðbrögð eru síður líklegri til að greina frá áfallastreitueinkennum og þunglyndi en þeir sem ekki greina frá slíkum varnarviðbrögðum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að hlutfall þátttakenda sem hafði áfallastreitueinkenni yfir viðmið um áfallastreituröskun var 12,3%. Hlutfall þátttakenda sem hafði þunglyndiseinkenni yfir viðmið um þunglyndi var 8,7%. Niðurstöður leiddu jafnframt í ljós að hvorki reynsla af starfi í björgunarsveit né námskeiðafjöldi tengdust einkennum áfallastreituröskunar og þunglyndis. Þeir sem höfðu upplifað þungbæra lífsreynslu ótengda starfi í björgunarsveit greindu að meðaltali frá meiri áfallastreitueinkennum og þunglyndi. Niðurstöður sýndu jafnframt að björgunarsveitarmenn sem notuðu tilfinningamiðuð varnarviðbrögð og/eða forðun til að takast á við streituvaldandi atburði höfðu tilhneigingu til að upplifa meiri áfallastreitueinkenni og þunglyndi en þeir sem notuðu slík varnarviðbrögð í minna mæli. Ólíkt því sem búist var við reyndust ekki vera marktæk tengsl milli lausnarmiðaðra varnarviðbragða og einkenna áfallastreituröskunar annars vegar og þunglyndis hins vegar
    corecore