2 research outputs found

    Er raunhæfur grundvöllur fyrir fjölbreytt endurhæfingarúrræði í íslenskum fangelsum? : „Hann þarf ekki á refsingu að halda... Núna þarf hann bara hjálp!“

    No full text
    Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvaða betrunarúrræði eru í boði í íslenskum fangelsum í dag, sem og hvaða úrræði eru í boði eftir að einstaklingar ljúka afplánun. Mikil vöntun er á rannsóknum á þessu sviði á Íslandi og er það hvatinn af því að lagst var í þessi skrif. Orsakir þess að einstaklingar eru dæmdir til fangelsisvistar eru margs konar og hafa verið lagðar fram ýmsar kenningar um að slæmar heimilisaðstæður, áhrif félagahópsins og andlegir sjúkdómar í bland við vímuefnaneyslu séu áhættuþættir. Flestir þeirra einstaklinga sem afplána dóma í fangelsum hér á landi hafa átt við mikla erfiðleika að glíma á lífsleiðinni og eiga sumir þeirra lítið sem ekkert bakland. Eftir afplánun mæta þessir einstaklingar fordómum samfélagsins, eiga erfitt með að fá atvinnu og þeim getur reynst erfitt að finna sér húsnæði. Aðstæður sem þessar valda streitu sem getur leitt til ýmissa andlegra kvilla sem gerir þeim mun erfiðara fyrir að byggja sér grunn að heilbrigðu og góðu lífi. Margir koma ekki undir sig fótunum og enda aftur í fangelsi. Rætt var við tvo einstaklinga sem hafa báðir afplánað langa dóma hér á landi til að fá betri innsýn í hvaða úrræði eru í boði í dag og hvort þeir telji einhverju ábótavant. Viðtölin eru samofin efni ritgerðarinnar. Það skiptir miklu máli að íslenskt samfélag geti gert ráð fyrir að í kjölfar afplánunar komi einstaklingar út tilbúnir til að taka þátt í því á virkan hátt. Mikilvægt er að opna umræðuna og draga úr fordómafullum viðhorfum sem samfélagið hefur til einstaklinga sem hafa þurft að sitja af sér fangelsisdóma. Eftir að hafa kannað hvað er í boði fyrir fanga í íslenskum fangelsum og hvað tekur við hjá þeim þegar þeir koma aftur út í samfélagið er það niðurstaða okkar að skortur er á fjölbreyttum úrræðum til menntunar, endurhæfingar og betrunar fyrir fanga á Íslandi. Er raunhæfur grundvöllur fyrir fjölbreytt endurhæfingarúrræði í íslenskum fangelsum? Við teljum svo vera. Eitt af meginmarkmiðum íslenskra yfirvalda ætti að vera að fækka endurkomum í fangelsi og stytta bið eftir afplánun með góðum og fjölbreyttum úrræðum. Lykilorð: fangar, fangelsi, endurhæfingarúrræðiThe essay’s main goal is to look at which rehabilitation programs are available in Icelandic Prisons today as well as which programs are available for individuals that are completing their prison sentence. There is a lack of research on this subject in Iceland which was the motivation for writing about this subject. Various reasons exist as to why someone ends up serving jail time. Hostile home environment, peer pressure and mental diseases combined with substance abuse are considered potential risk factors. A large portion of individuals that serve time in Icelandic prison have been through great difficulties in their lives and some of them have little or no support from relatives or friends. After serving time these individuals face the prejudice of society, find it difficult to find employment and a place to call home. Situations like these can cause stress that can lead to various mental disorders that make it much more difficult to build a foundation for a healthy life. Many of them can not build a steady ground and end up imprisoned again. Two individuals who both have spent a long time in prison in Iceland were interviewd to get a better insight into what recourses are available today and whether they think something can be improved. Their words will be used when relevant throughout this essay. It is important that Icelandic society can assume that, following a serving, individuals are willing and able to actively participate in society. There is a need to open up a debate and reduce prejudice towards individuals that have had to face imprisonment. After conducting research on the opportunities available to convicts in Icelandic prisons and ex-convicts upon leaving prison, it is apparent that there is a lack of options for educaation, rehabilitation and and reintegration for inmates. Is there a realistic foundation to develop diverse rehabilitation programs in Icelandic prisos? We believe the answer is yes. One initiative of the Icelandic government should be to decrease the need to re-institutionalize former prisoners, and to shorten the list of convicts awaiting imprisonment by implementing modern solutions. Keywords: prisoners, prison, rehabilitation remedie

    Þéttni fituprótína í Íslendingum

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ mörg ár hafa mælingar á heildarkólesteróli, þríglýseríðum og kólesteróli í háþéttni fituprótíni (high density lipoprotein, HDL) verið notaðar til að meta áhættu á kransæðasjúkdómum. Apoprótín (apo) AI er eitt meginprótín HDL og apo B er meginprótín lágþéttni fituprótíns (low density lipoprotein, LDL). Fituprótín (a) (Lp(a)) samanstendur af apo (a) og LDL. Í nokkrum rannsóknum virtist apo AI hafa sterkt forspárgildi um kransæðastíflu og apo B hafa svipað forspárgildi og heildarkólesteról og LDL-kólesteról. Há gildi af Lp (a) virðast tengd aukinni tíðni á kransæðastíflu. Við mældum apo AI, B og (a) í 317 Íslendingum (151 karli og 166 konum) úr almennu þýði á aldursbilinu 15-79 ára, þar sem meðaldur kynja var svipaður. Að auki voru mæld gildi fyrir heildarkólesteról, þríglýseríð og HDL-kólesteról. LDL-kólesteról var reiknað út frá jöfnu Friedewalds. Meðalþéttni apo AI í körlum og konum var 144,9 (±20.6) og 161,7 (±23,5) mg/dl og var marktækur munur milli kynjanna (p<0,001). Meðalþéttni apo B var marktækt hærri í körlum, 120,1 (±25,8) á móti 111,6 (±28.6) mg/dl í konum (p<0,01). Apo B í báðum kynjum (r=0,45-0,62, p<0,001), ásamt apo AI í konum (r=0,26, p<0,01) höfðu marktæka fylgni við aldur. Apo AI hafði sterka fylgni við HDL-kólesteról (r=0,85 og 0,86) (p<0,001), einnig var sterk fylgni milli apo B og LDL-kólesteróls (r=0,89 og 0,95). Lp (a) var ekki normaldreift og mældist meðalþéttni 24,7 (±31,1) mg/dl í körlum en 26,3 (±32.3) mg/dl í konum og var munurinn ekki marktækur. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við þær sem hafa fengist í rannsóknum meðal annarra Evrópuþjóða
    corecore