41 research outputs found

    Sudden noncardiac arrest out-of-hospital in the Reykjavík area 1987-1999

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPurpose: The purpose of this investigation was to study specifically those cases of sudden death out-of-hospital in the Reykjavik area that were due to non-cardiac causes the last 13 years, from January 1987 to December 31, 1999. Material and methods: The doctors of the emergency ambulance have kept detailed files for all cases of sudden death according to international system of documentation, the Utstein protocol. The cases were divided into two major groups, i.e. on one hand cases due to outer causes and on the other hand cases due to inner causes. Outer causes included suicide, intoxication by drugs, trauma, drowning and cases due to asphyxia. Inner causes included various types of bleeding, hypoxia, cot death and various diseases other than heart disease. Results: From 738 cases 140 or 19% were thought to be due to sudden non-cardiac death. Ninety-two cases of those 140 or 66% were due to outer causes. Inner causes were diagnosed in 48 (34%) cases. Mean age was 46 years (standard deviation, SD: 24.3 years). Men were 85 of the 140 cases (61%) and women 55 (39%). Mean response time was five minutes. Of the 140 individuals only nine (6%) survived, of those four had sustained near-drowning, four near suffocation and one drug intoxication. Conclusions: In this study the data were reported in accordance with the Utstein protocol and therefore drug intoxication and suicide are not grouped together. However, most if not all cases of drug intoxication appear to have occurred in an attempt of suicide. Except for cardiac disease drug intoxication and suicides were together the most common causes of sudden death out-of-hospital in those instances attended by the crew of the emergency ambulance. The results of resuscitation attempts are much worse when the cause for sudden death is non-cardiac. Survival was relatively best in cases of "suffocation" or "drowning".Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna sérstaklega þau tilfelli skyndidauða utan sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu, sem hafa orðið af öðrum ástæðum en hjartasjúkdómum síðustu 13 ár, frá 1. janúar 1987 til 31. desember 1999. Efniviður og aðferðir: Læknar neyðarbílsins hafa haldið nákvæmar skrár yfir öll tilfelli skyndidauða sem hafa tekið mið af alþjóðlegu skráningarkerfi, Utsteinstaðlinum. Tilfellum var skipt í tvo meginflokka, það er tilfelli sem urðu vegna ytri ástæðna annars vegar og innri ástæðna hins vegar. Til ytri ástæðna töldust sjálfsvíg, lyfjaeitranir, áverkar, drukknanir og tilfelli rakin til köfnunar. Til innri ástæðna töldust einkum ýmiss konar blæðingar, súrefnisþurrð, vöggudauði og ýmsir sjúkdómar aðrir en hjartasjúkdómar. Niðurstöður: Af 738 tilfellum voru 140 eða 19% talin vera skyndidauði af öðrum ástæðum en hjartasjúkdómum. Níutíu og tvö tilfelli af 140 eða 66% reyndust hafa orðið vegna ytri ástæðna. Innri ástæður voru greindar í 48 (34%) tilfellum. Meðalaldur var 46 ár (staðalfrávik (standard deviation, SD): 24,3 ár). Karlar voru 85 af 140 (61%) og konur 55 (39%). Meðalútkallstími var fimm mínútur. Af 140 einstaklingum náðu einungis níu (6%) að lifa áfallið af, þar af fjórir sem voru nær drukknaðir, fjórir nær kafnaðir og einn eftir "lyfjaeitrun". Ályktanir: Í þessari rannsókn var Utsteinstaðli fylgt við birtingu niðurstaðna og eru því lyfjaeitranir og sjálfsvíg ekki flokkuð saman. Svo virðist þó sem flest ef ekki öll tilfelli lyfjaeitrana hafi verið í sjálfsvígstilgangi. Að undanskildum hjartasjúkdómum voru lyfjaeitranir og sjálfsvíg samanlagt algengustu ástæður skyndidauða utan spítala í þeim tilvikum sem áhöfn neyðarbíls var kölluð til. Árangur af endurlífgunartilraunum er mun lakari þegar ástæða skyndidauða er önnur en hjartasjúkdómur. Hlutfallslega flestir lifðu af þegar um "köfnunar-" eða "drukknunartilfelli" var að ræða

    Prevalence of diabetes as well as general health status of Icelandic nursing home residents 2003-2012

    Get PDF
    Vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaInngangur: Sykursýki er vaxandi vandamál meðal eldra fólks og einn af áhættuþáttum fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Ennfremur er sjúkdómabyrði og lyfjanotkun þeirra sem eru með sykursýki oft meiri. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða algengi sykursýki á íslenskum hjúkrunarheimilum yfir árin 2003-2012 og gera samanburð á heilsufari, færni, lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningum íbúa með eða án sjúkdómsgreiningarinnar sykursýki sem bjuggu á hjúkrunarheimili árið 2012. Efniviður og aðferð: Rannsóknin var afturskyggn og mælitækið Gagnasafn um heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum var notað við gagnasöfnun (N=16.169). Nánari tölfræðileg greining var gerð á gögnum frá 2012 (n=2337). Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu var meðalaldur frá 82,3 (sf 9,1) til 85,0 ár (sf 8,4) og hlutfall kvenna frá 65,5 til 68,0%. Hlutfall þeirra sem voru skráðir með sjúkdómsgreininguna sykursýki hækkaði úr 10,3% árið 2003 í 14,2% árið 2012 (p≤0,001). Meðalaldur íbúa með sykursýki árið 2012 var 82,7 ár en annarra 85 ár. Íbúar með sykursýki höfðu meiri húðvandamál, notuðu fleiri lyf, vitræn geta var betri og þátttaka í virkni var meiri. Þeir sem voru með sykursýki voru frekar með háþrýsting, hjartasjúkdóm vegna blóðþurrðar, heilaáfall, nýrnabilun, oflæti/þunglyndi, sjónukvilla vegna sykursýki og aflimun, en voru síður með kvíðaröskun, Alzheimer-sjúkdóm og beingisnun. Ályktun: Íbúar með sykursýki á hjúkrunarheimilum eru yngri en aðrir og betur á sig komnir andlega, en hins vegar getur meðferð þeirra verið margslungin og hana þarf að sérsníða að hverjum einstaklingi. Sykursýki er vaxandi vandi inni á hjúkrunarheimilum og því þarf að tryggja að starfsfólk hafi þekkingu á hvernig best er að meðhöndla sykursýki hjá öldruðum.Introduction: Diabetes is an increasing problem among old people as well as being a contributing factor in their need for institutional care. Comorbidity and use of medication is often greater among people with than without diabetes. The aim of this study was to investigate the prevalence of diabetes in Icelandic nursing homes over the period 2003- 2012. Additionally we compared health, functioning, medication use and medical diagnoses of residents with diabetes to those without diabetes, living in nursing homes in 2012. Material: Retrospective study of 16.169 Minimum Data Set 2.0 assessments, further analysis conducted for data from the year 2012 (n=2337). Results: Mean age from 82.3 (SD 9.1) to 85.0 years (SD 8.4) and women were 65.5% to 68.0%. Number of residents with diabetes increased from 10.3% in the year 2003 to 14.2% in 2012 (p≤0,001). Mean age of residents with diabetes in the year 2012 was 82.7 compared to 85 years for others. Residents with diabetes had more skin problems, used more medication, their cognitive performance was better and their involvement in activities greater. They were more likely to have hypertension, arteriosclerotic heart disease, stroke, renal failure, manic depressive disorder, diabetic retinopathy or amputation. They were however, less likely to have an anxiety disorder, Alzheimer’s disease or osteoporosis. Conclusion: Residents with diabetes are younger than other residents and their cognitive performance is better, their care and treatment may however be complicated and needs to be adapted to each individual. Diabetes is an increasing problem in nursing homes and therefore an area where more knowledge among staff is needed

    Health Promotind Visits to 80 Years Old Individuals

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnStjórnvöld horfa í vaxandi mæli til heilsueflandi heimsókna til að ýta undir heilbrigða öldrun og viðhalda sjálfstæði aldraðra á eigin heimili. Lítið hefur þó borið á rannsóknum á þessari þjónustu. Markmið verkefnisins var að rannsaka einkenni og afdrif tveggja hópa aldraðra einstaklinga sem ýmist þáðu eða afþökkuðu heilsueflandi heimsókn. Aðferðin var megindleg samanburðarferil-rannsókn á fyrirliggjandi gögnum í Sögukerfinu. Gögnin byggðust á upplýsingum um 148 áttræða einstaklinga sem fengu boð um eina heilsueflandi heimsókn frá heilsugæslustöðinni á Selfossi á árunum 2005-2010. Alls þáðu 100 (68%) heilsueflandi heimsókn (51 karl og 49 konur) en 48 (32%) afþökkuðu (17 karlar og 31 kona). Marktæk tengsl voru á milli þess að hafa þegið heilsueflandi heimsókn og að vera á lífi einu (p = 0,014) og tveimur (p = 0,006) árum eftir heimsóknina. Marktækur munur reyndist á svefnlyfjanotkun þeirra sem þáðu eða afþökkuðu heimsókn (p = 0,011). Þeir sem þáðu heimsókn notuðu frekar svefnlyf (44%) en þeir sem afþökkuðu (21%). Meðal þeirra sem þáðu heilsueflandi heimsókn kom í ljós að rúmlega helmingur hópsins stundaði enga reglulega hreyfingu og 71% var yfir kjör- þyngd. Gagnagöt (missing data) í gagnagrunni takmörkuðu möguleika á úrvinnslu. Til að hægt sé að meta árangur heilsueflandi heimsókna er brýnt að bæta skráningu og efla notkun staðlaðra matskvarða. Æskilegt er að samræma heilsueflandi heimsóknir á landsvísu þannig að safna megi gögnum og nýta til að meta langtímaárangur fyrir stærri hópa eldra fólksHealth authorities are increasingly looking into health promoting visits as a way to foster healthy aging and enable older adults to maintain independence in their own homes. Research, however, is limited in this area. The objective of this study was to examine the characteristics and the survival rates of two groups of older individuals who either accepted or refused a health promoting visit. A quantitative, comparative cohort design was used to analyze available data in the health registry Saga. The data were based on information about 148 individuals, 80 years of age, who were invited by the primary health care center in Selfoss to receive one health promoting visit during the years 2005-2010. A total of 100 (68%) accepted the health visit (51 men and 49 women) and 48 (32%) rejected it (17 men and 31 women). There was a significant association between having received a visit and being alive one (p = 0,014) or two (p = 0,006) years after the visit. At the start of the study period there was a significant difference of sleeping pill usage between the groups (p = 0,011). Those who accepted visits were more likely to use sleeping pills (44%) than those who rejected the visits (21%). Among the factors that characterized the group that accepted the health promoting visit were that more than half of the group did not report regular physical activity and 71% were overweight or obese. Missing data in the health registry limited data analyses. Improved documentation and use of standardized assessment methods are essential to monitor the effects of health promoting visits. Coordinating health visits for the whole nation would open up possibilities to collect longitudinal data on the visits in a larger group of older adult

    Pediatric life support

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenDiseases which result in respiratory failure or hypotension are the most common cause of cardiac arrest in children. Whereas heart diseases are the most common cause of cardiac arrest in adults, they are uncommon cause in children. Accidents are the most common cause of out-of-hospital cardiac arrest. Prompt and skilled resuscitation efforts are important for favourable resuscitation outcome. This article provides guidelines for resuscitation in children from one month of age for health care providers. They are mainly based of recently published International Liaison Committee on Resuscitation (ILCOR) guidelines on resuscitation in children.Inngangur Sem betur fer er sjaldgæft að endurlífga þurfi börn, ef frá eru taldir nýburar sem geta þurft öndunaraðstoð í stuttan tíma fyrst eftir fæðinguna. Árangur endurlífgunartilrauna á börnum sem komin eru af nýburaskeiði er því miður ekki góður, einkum ef hjartastopp verður utan sjúkrahúsa (1-3). Hins vegar hefur sýnt sig að auknar líkur eru á að endurlífgun takist ef hún er hafin sem fyrst eftir að öndunar- eða hjartastopp verður (4). Því er mikilvægt að sem flestir kunni til verka á þessu sviði og að sérhæfð hjálp berist sem fyrst við öndunar- og hjartastopp. Gerður er greinarmunur á grunnendurlífgun (basic life support) sem framkvæmd er án sérhæfðs búnaðar og sérhæfðri endurlífgun (ad-vanced life support) þar sem notuð eru lyf og sérhæfður endurlífgunarbúnaður. Hér verður bæði fjallað um grunn- og sérhæfða endurlífgun miðað við þarfir heilbrigðisstarfsfólks, en áður hafa verið gefnar út leiðbeiningar um grunnendurlífgun fyrir almenning á vegum Skyndihjálparráðs Íslands (5). Einkum er stuðst við endurskoðaðar leiðbeiningar um endurlífgun á börnum sem gefnar voru út í lok síðasta árs á vegum European Resuscitation Council (6, 7) og American Heart Association (8-10). Í þeim er ráðlagt að nota endurlífgunarleiðbeiningar fyrir börn að kynþroskaaldri, eða ef viðkomandi lítur út fyrir að vera barn. Þetta er ólíkt eldri leiðbeiningum þar sem miðað var við ákveðið aldursmark. Hér eru gefnar leiðbeiningar um endurlífgun á börnum sem komin eru af nýburaskeiði (>1 mánaðar gömul)

    Case report: A young woman with dyspnea and hypoxemia

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTuttugu og þriggja ára gömul kona leitaði til bráðamóttöku vegna mæði. Hún hafði fjögurra vikna sögu um versnandi mæði við áreynslu og mæddist mjög við að ganga hratt upp eina hæð í húsi. Þessu fylgdi hósti, glær uppgangur, þreyta, lystarleysi og megrun um 25 kg á nokkrum mánuðum. Fyrra heilsufar hennar var almennt gott utan aðgerðar á liðþófa og asma í æsku. Ofnæmi ekki þekkt og tók engin lyf. Hún var barnlaus nemi og ekki í sambúð. Við skoðun var hún föl með bláma á vörum. Blóðþrýstingur var 125/75 mmHg, púls 125/mín, hitalaus, öndunartíðni 24/mín og súrefnismettun 79% án súrefnis. Við lungnahlustun heyrðust bronchial öndunarhljóð beggja megin. Greinilegir kylfufingur. Að öðru leyti var skoðun eðlileg. Blóðgas án súrefnisgjafar sýndi pH 7,34, PCO2 40 mmHg og PO2 49 mmHg. Röntgenmynd af lungum var eðlileg. Blóðrannsóknir sýndu hækkun á hvítum blóðkornum 11,2x109 /L, sökk 24 mm/klst og D-dímer innan eðlilegra marka. Einkenni hennar og hypoxemía vöktu grun um segarek til lungna og var því fengin sneiðmynd af lungnaæðum og lungnavef sem reyndist vera eðlileg. Einnig var tekin háskerpusneiðmynd af lungnavef til þess að útiloka millivefjasjúkdóma (e. pulmonary fibrosis) og langvinna berkjubólgu með bronchiectasis. Myndin sýndi mjög vægar dreifðar örbreytingar í millivef beggja lungna en þær voru ekki taldar útskýra hypoxemíu

    Hreyfing eða hreyfingarleysi barna í nútímanum

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenVandamálið offita og hreyfingarleysi barna er orðið að faraldri, að minnsta kosti í hinum vestræna heimi. Fjöldi feitra barna eykst stöðugt og afleiðingarnar eru sykursýki, hjartasjúkdómar, slitgigt og fleira. Íslenskar rannsóknir á þessu sviði eru enn af skornum skammti. Erlendar rannsóknir sýna hinsvegar að ná megi góðum árangri með offeit börn í átaksverkefnum þar sem útkoman er minni fituprósenta, aukið þol og betri matarvenjur. Það virðast helst vera þrír þættir sem skipta sköpum í baráttunni við þann vágest sem offitan er. Skipulag skólanna, skipulag bæjar- og sveitarfélaga og foreldrar sjálfir. Aðalnámsskrá skólanna segir að það sé ekki einungis hagur hvers nemanda að fá markvissa kennslu í íþróttum heldur getur það einnig ráðið miklu um heilbrigði þjóðarinnar. Sveitarfélög og Lýðheilsustöð hafa nú tekið höndum saman til að stuðla að aukinni hreyfingu og bættu mataræði barna. Framtíðarhugmynd er að samtvinna hreyfingu og hefðbundið skólastarf, í mun meiri mæli en gert er í dag. Bæjarog sveitarfélög mega ekki loka hreyfiþörf barna okkar inni með óbarnvænu skipulagi í bæjum og borgum. Foreldrar þurfa að taka sig á og muna að þeir eru sterkustu fyrirmyndir barna sinna

    Lyf og aldraðir

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Í þessari grein er ætlunin að fara yfir nokkur atriði sem varða lyfjameðferð aldraðra og jafnframt að líta á dæmi um rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfjanotkun eldri Íslendinga. Engin leið er að gera svona viðamiklu efni tæmandi skil í stuttri grein, enda eitt af stóru málunum í allri meðferð aldraðra og haldnar um þetta efni heilu ráðstefnurnar. Hér verður því aðeins stiklað á stóru en farið yfir nokkur atriði sem máli skipta. Öldruðum hefur fjölgað í heiminum síðustu áratugi og hlutfallsleg fjölgun er mest meðal háaldraðra. Sjúkdómar sem þurfa lyfjameðferðar við verða algengari með aldrinum. Í okkar heimshluta er víða meira en helmingi lyfja ávísað til einstaklinga eldri en 65 ára (1). Ný lyf og ábendingar fyrir lyfjameðferð koma stöðugt fram og algengara er að fleiri en eitt lyf séu notuð samhliða við sömu ábendingu. Þetta hefur leitt til þess, meðal annars á Norðurlöndunum, að lyfjanotkun aldraðra hefur aukist jafnt og þétt. Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð er meira en fjórðungi lyfja ávísað til einstaklinga 75 ára og eldri sem eru 9% af heildaríbúafjölda (2). Samanburðarrannsókn í Gautaborg á hópum 70 og 80 ára einstaklinga á 30 ára tímabili sýndi að í lok tímabilsins notaði stærra hlutfall 70 og 80 ára lyf og færri voru lyfjalausir árið 2000 en við upphaf rannsóknar árið 1970 (3). Mörg lyf samtímis, margir samhliða sjúkdómar og líffræðilegar breytingar tengdar öldrun gera stjórnun lyfjameðferðar hjá öldruðum vandasama. Þessir þættir meðal annarra auka líkur á aukaverkunum og milliverkunum lyfja sem oft getur verið vandasamt að koma auga á samhliða öðrum veikindum . Aldraðir eru viðkvæmir fyrir aukaverkunum lyfja, svo sem slævandi áhrifum, truflunum á vitrænni getu, utanstrýtueinkennum (parkinsonlíkar hreyfitruflanir) og byltum. Lyfjameðferð aldraðra krefst því reglulegs eftirlits og endurskoðunar ef vel á að vera

    General health in Icelandic farmers

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: There is a limited information on the general health of Icelandic farmers. It has been suggested that it might be worse than among other professions. This is thought to be in part because of the unique work environment of farmers.The aims of the study were to compare the general health of animal farmers with a group of non-farmers, and test the hypothesis that animal farmers overall have a better general health than non-farmers. METHODS: A cross sectional study of all animal farmers in Iceland operating running a farm of more than 100 animal (sheep) units compared with a group of non-farmers. A total of 2042 farmers were sent a detailed questionnaire concerning general health symptoms and doctor visits (response rate 54%). The comparison group consisted of 1500 randomly chosen non-farming individuals (response rate 46%). RESULTS: Farmers comprised more males, were older and smoked less than non-farmers. When general health symptoms for the last 12 months were compared between farmers and non-farmers, minor differences were noted. Farmers less commonly had restless legs, fatigue, diarrhea, allergy and hearing loss. There were no differences in doctor visits for many chronic diseases such as diabetes and hypertension despite the age difference between the groups. Repeated absence from work was less common among farmers and they had shorter sick leaves than comparison group. CONCLUSIONS: Minor differences were noted in general symptoms and doctor visits between farmers and non-farmers despite the fact that farmers were older. Absence from work for illness is less common among farmers. This study suggest that farmers general health is not worse than that of others.Inngangur: Lítið er vitað um almennt heilsufar bænda á Íslandi. Oft er því haldið fram að það sé verra en meðal annarra starfshópa. Sérstakt starfsumhverfi bænda er talið eiga þátt í því. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera almenna heilsu íslenskra bænda við samanburðarhóp og prófa þá tilgátu að almennt heilsufar bænda sé lakara en annarra. Efniviður og aðferðir: Þverskurðarrannsókn af öllum bændum á Íslandi með bú stærra en 100 ærgildi sem bornir voru saman við hóp fólks sem ekki eru bændur. Alls var 2042 bændum sendur ítarlegur spurningalisti um almenn heilsufarseinkenni og læknisheimsóknir (svarhlutfall 54%). Í samanburðarhópi voru 1500 manns sem ekki voru bændur, valdir með slembiúrtaki (svarhlutfall 46%). Niðurstöður: Bændur voru eldri og reyktu minna en samanburðarhópur. Þegar heilsufarseinkenni síðustu 12 mánaða voru borin saman kom lítill munur fram. Bændur höfðu sjaldnar fótaóeirð, þreytu, niðurgang, ofnæmi og heyrnartap. Það var enginn munur á læknisheimsóknum vegna margra langvinnra sjúkdóma eins og sykursýki og háþrýstings þrátt fyrir aldursmun hópanna. Bændur voru sjaldnar fjarverandi vegna veikinda og veikindaleyfi þeirra var styttra en samanburðarhóps. Ályktun: Lítill munur var á almennum heilsufarseinkennum og læknisheimsóknum vegna algengra sjúkdóma þegar bændur voru bornir saman við hóp af fólki sem ekki var í bústörfum þrátt fyrir að bændur væru eldri. Rannsóknin bendir til þess að heilsufar bænda sé ekki lakara en annarra

    Results of pre-hospital cardiac resuscitation in the Reykjavik area 2004-2007.

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Á Reykjavíkursvæðinu sinnti neyðarbíll með lækni hjartastoppum á árunum 1982-2007. Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur endurlífgunar utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu árin 2004-2007 og bera saman við niðurstöður fyrri rannsókna. Efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar náði til allra einstaklinga sem fóru í hjartastopp árin 2004-2007 utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu af völdum hjartasjúkdóma þar sem endurlífgun var reynd. Gögn voru skráð samkvæmt Utstein-staðli um grunnþætti endurlífgunar. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu höfðu 289 einstaklingar farið í hjartastopp. Var endurlífgun reynd hjá 279 (97%) og hjartasjúkdómur talin orsök hjartastopps í 200 tilvikum. Meðalaldur rannsóknarþýðisins var 67,7 ár og 76% voru karlar. Meðaltal útkallstíma var 6,3 mínútur. Lifandi á sjúkrahús komust 107 (54%) og 50 (25%) útskrifuðust af sjúkrahúsi miðað við 16-19% í fyrri uppgjörum (p=0,16). Hlutfall sleglatifs/sleglahraðtakts var 50%, rafleysu 30% og rafvirkni án dæluvirkni 20%. Árin 2004-2007 útskrifuðust 70% þeirra sem lögðust inn á gjörgæslu/legudeild og voru með sleglatif/sleglahraðtakt á fyrsta riti borið saman við 49% árin 1999-2002 (p=0,01). Í 120 (60%) tilvikum var vitni að hjartastoppi og í 62% af þeim tilvikum var grunnendurlífgun beitt fyrir komu neyðarbíls miðað við 54% í síðasta uppgjöri (p=0,26). Marktækur munur var á lifun ef vitni var að hjartastoppi 37 (31%) á móti 5 (8%) ef ekki var vitni (p<0,01). Ályktanir: Fjórðungur þeirra sem reynt er að endurlífga úr hjartastoppi útskrifast lifandi af sjúkrahúsi. Er árangurinn sambærilegur við síðustu uppgjör á höfuðborgarsvæðinu (16-19%) en mjög góður samanborið við erlendar niðurstöður (3-16%). Lifun sjúklinga sem lögðust inn á gjörgæslu/legudeild med sleglatif/sleglahraðtakt sem fyrsta takt var marktækt aukin miðað við fyrri uppgjör. Lifun var marktækt betri ef vitni var að hjartastoppi.Introduction In the Reykjavik area, a physician staffed ambulance -responded to cardiac arrests from 1982-2007. The aim of this study was to assess the outcome of attempted pre-hospital cardiac resuscitations in the period from 2004-2007 and compare to previous studies. Material and methods: All cases of attempted prehospital resuscitations in cardiac arrests of presumed cardiac etiology. Data was gathered according to the Utstein template. Results: Of a total of 289 cases in cardiac arrest, resuscitation was attempted in 279 and 200 of those were presumed to have a cardiac etiology. Men were 76% of the patients and the average age was 67.7 years. Average response time was 6.3 min. One hundred and seven (54%) survived to hospital admission and 50 (25%) survived to discharge compared to 16-19% in previous studies (p=0.16). The presenting rhythm was ventricular fibrillation/ventricular tachycardia (VF/VT) in 50% of the cases, 30% was in asystole and 20% in pulseless electrical activity (PEA). Of those admitted to intensive care unit/ department and had ventricular fibrillation on the first rhythm strip 70% were discharged during 2004-2007 compared to 49% during 1999-2002 (p=0.01). Bystander CPR was provided in 62% of witnessed cases compared to 54% in a previous study (p=0.26). One hundred and twenty (60%) were witnessed cases of which 37 (31%) survived to hospital discharge compared to 5 (8%)of non witnessed cases (p<0.01). Conclusion: One in every four cardiac arrest patients in the Reykjavik area survives to discharge. This is similar to previous studies in the area (16-19%) and high compared to international studies 3-16%. Survival of those admitted to intensive care unit/ department and had ventricular fibrillation on the first rhythm strip was significantly higher compared to previous studies. Survival was found to be significantly higher if the cardiac arrest was witnessed

    Heart failure among elderly Icelanders: Incidence, prevalence, underlying diseases and long-term survival

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesInngangur: Hjartabilun er bæði algengur og alvarlegur sjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á eldra fólk. Skipta má hjartabilun í tvær megingerðir, hjartabilun með minnkað útstreymisbrot (HFrEF) og hjartabilun með varðveitt útstreymisbrot (HFpEF). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi, nýgengi, undirliggjandi sjúkdóma og lífshorfur beggja gerða hjartabilunar meðal eldri Íslendinga. Efniviðurog aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 5706 þátttakendum Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar. Sjúkdómsgreiningar byggðust á gögnum úr sjúkraskrám Landspítala og voru sannreyndar á grundvelli fyrirfram ákveðinna skilmerkja Öldrunarrannsóknarinnar. Upplýsingar um undirliggjandi sjúkdóma og útstreymisbrot voru einnig fengnar úr sjúkraskrám Landspítala. Nýgengi var reiknað út frá sjúkdómsgreiningum þeirra þátttakenda sem greindust með hjartabilun eftir að þátttaka þeirra í Öldrunarrannsókninni hófst og fram til 28.2.2010. Algengi hjartabilunar var hins vegar reiknað út frá þátttakendum sem greinst höfðu með hjartabilun fyrir upphaf Öldrunarrannsóknar. Langtímalifun hjartabilunarsjúklinga er lýst með aðferð Kaplan-Meier. Niðurstöður: Algengi hjartabilunar mældist 3,6% miðað við árið 2004 og var það marktækt hærra hjá körlum en konum (p<0,001). Nýgengið mældist 16,2 tilvik á 1000 mannár og var það marktækt hærra hjá körlum en konum (p<0,001). Nýgengi HFrEF mælidst 6,1 tilvik á 1000 mannár og reyndist það einnig marktækt hærra hjá körlum en konum (p<0,001). Nýgengi HFpEF mældist 6,8 tilvik á 1000 mannár, en ekki var marktækur kynjamunur (p=0,62). Fimm ára lifun hjartabilunarsjúklinga reyndist vera 32,5% en ekki var tölfræðilega marktækur munur á hlutfallslegri lifun kynjanna (p=0,46). Þá var ekki tölfræðilega marktækur munur á lifun einstaklinga með HFpEF og HFrEF (p=0,52). Umræða: Algengi og nýgengi hjartabilunar er hátt meðal aldraðra á Íslandi og eykst í takt við hækkandi aldur. Karlar fá frekar hjartabilun en konur og að auki greinast þeir frekar með HFrEF en konur greinast frekar með HFpEF. Hjartabilun er alvarlegt sjúkdómsástand sem hefur mikil áhrif á lífshorfur.Introduction: Heart failure (HF) is a common and a serious condition that predominantly affects elderly people. On the basis of the left ventricular ejection fraction (EF) it can be divided into HF with reduced or preserved ejection fraction (HFrEF and HFpEF, respectively). The goal of this study was to investigate the prevalence and incidence of HF among elderly Icelanders, explore underlying diseases and estimate the effect of HF on overall survival. Material and methods: Included were 5706 participants of the AGES study. The hospital records of those diagnosed with HF before entry into AGES were used to calculate prevalence and the records of those diagnosed from entry into AGES until 28.2.2010 were used to calculate incidence. All cases of HF were verified according to predetermined criteria for diagnosis. Information on underlying diseases and EF of HF patients were obtained from hospital records. Survival was estimated using Kaplan-Meier survival curves. Results: Lifetime prevalence of HF was 3.6% as of 2004, higher among men than women (p<0,001). The incidence was 16.2 cases per 1000 person-years, higher among men than among women (p<0,001). The incidence of HFrEF was 6.1 per 1000 person-years also higher among men than women (p<0,001). The incidence of HFpEF was 6.8 per 1000 person-years and there was no statistical difference between the sexes (p=0.62). The age adjusted 5-year survival rate of HF-patients was 32.5%, there was no statistical difference in relative survival between men and women (p=0.46). There was no statistical difference between the survival of patients with HFrEF and those with HFpEF (p=0.52). Conclusion: Both prevalence and incidence of HF are high among elderly Icelanders, increasing sharply with age and 5-year survival rate is only around 30%. While men are more likely to develop HF, especially HFrEF, women are more likely to be diagnosed with HFpEF
    corecore