16 research outputs found

    Complications of cesarean deliveries

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: The objective of the study was to determine the rate of complications which accompany cesarean sections at Landspitali University Hospital (LSH). MATERIAL AND METHODS: All deliveries by cesarean section from July 1st 2001 to December 31st 2002 were examined in a retrospective manner. Information was collected from maternity records regarding the operation and its complications if they occurred, during or following the operation. RESULTS: During this period 761 women delivered by cesarean section at LSH. The overall complication rate was 35,5%. The most common complications were; blood loss > or =1000 ml (16.5%), post operative fever (12.2%), extension from the uterine incision (7.2%) and need for blood transfusion (4.3%). Blood transfusion was most common in women undergoing cesarean section after attempted instrumental vaginal delivery (20%). Fever and extension from the uterine incision were most common in women undergoing cesarean section after full cervical dilation without attempt of instrumental delivery (19,4%). These complications were least likely to occur if the patient underwent an elective cesarean section. CONCLUSION: Complications following cesarean section are common, especially if labor is advanced. Each indication for an operative delivery should be carefully weighed and the patient informed accordingly.Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni fylgikvilla við keisaraskurði á Landspítala og bera saman við tíðni erlendis. Skoðaðir voru fylgikvillar sem upp komu í aðgerð eða á fyrstu dögum eftir fæðingu. Efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar var konur sem fæddu með keisaraskurði á Landspítala frá 1. júlí 2001 til 31. desember 2002. Upplýsingum um aðgerð og feril sjúklings í kjölfarið var safnað á afturvirkan hátt úr mæðraskrá og sjúkraskrám spítalans. Niðurstöður: Á tímabilinu var framkvæmdur 761 keisaraskurður. Heildartíðni fylgikvilla var 35,5%. Algengustu fylgikvillarnir voru blóðtap ≥1000 ml (16,5%), hiti í sængurlegu (12,2%), rifa niður frá legskurði (7,2%) og þörf fyrir blóðgjöf (4,3%). Blóðgjöf var oftast þörf eftir bráðakeisaraskurð á 2. stigi fæðingar eftir að áhaldafæðing hafði verið reynd (20%) og hiti í sængurlegu og rifa frá legskurði voru algengust eftir bráðakeisaraskurð á 2. stigi fæðingar án áhaldafæðingar (19,4%). Allir þessir fylgikvillar voru sjaldgæfastir við valkeisaraskurð. Ekki var tölfræðilega marktækur munur á öðrum fylgikvillum eftir því við hvaða aðstæður aðgerð var gerð. Ályktanir: Fylgikvillar í kjölfar fæðingar með keisaraskurði eru algengir, einkum ef fæðing er langt á veg komin. Mikilvægt er að vega og meta á einstaklingsgrunni ábendingu fyrir aðgerð og upplýsa sjúkling á viðeigandi hátt

    The effect of maternal weight on pregnancy outcome

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: To examine the frequency of adverse outcome during pregnancy and delivery and neonatal complications among normal weight, overweight and obese women at the beginning of pregnancy. MATERIAL AND METHODS: The study is a retrospective cohort study of 600 women, divided in 3 groups on the basis of maternal body mass index (BMI) at the beginning of pregnancy; 300 normal weight women (BMI 19.0-24.9), 150 overweight women (BMI 25.0-29.9) and 150 obese women (BMI ≥ 30). Maternal and neonatal complications were compared between groups. RESULTS: Obese women have a significantly increased risk of; essential hypertension prior to pregnancy (p<0.001), developing gestational hypertension (p=0.03), pre-eclampsia (p=0.007), gestational diabetes (p<0.001), musculoskeletal symptoms (p=0.04), requiring induction of labour (pp=0.006) and being delivered by cesarean section (p<0.001), both emergent (pp=0.012) and elective (pp=0.008) compared to mothers of normal weight and overweight. Neonates of obese mothers have significantly higher birth weight (pp=0.004), larger head circumference (p<0.001) and are more likely to require admission to neonatal ward compared with neonates of normal weight and overweight mothers (pp=0.004). CONCLUSIONS: Obesity carries a significant risk to maternal and neonatal health. During pregnancy maternal complications are increased causing adverse effects for both mother and infant. Women of reproductive age need counselling regarding the adverse effects of obesity on pregnancy outcome.Tilgangur: Að kanna tíðni fylgikvilla á meðgöngu, í fæðingu og hjá nýburum kvenna í kjörþyngd, of þungra og of feitra við upphaf meðgöngu. Þátttakendur og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og tilfellaviðmiðuð. Upplýsingum um þyngd við upphaf meðgöngu var safnað hjá 600 konum; þar af voru 300 í kjörþyngd (þyngdarstuðull (ÞS) 19,0-24,9), 150 of þungar (ÞS 25,0-29,9) og 150 of feitar (ÞS ³30). Tíðni fylgikvilla var borin saman milli hópanna. Niðurstöður: Of feitar konur eru líklegri til að hafa langvinnan háþrýsting (p<0,001) fyrir þungun, fá meðgönguháþrýsting (p=0,03), meðgöngueitrun (p=0,007), meðgöngusykursýki (p<0,001), einkenni frá stoðkerfi (p=0,04), að framkalla þurfi fæðingu (p=0,006) og að fæða með keisaraskurði (p<0,001), bæði bráða- (p=0,012) og valkeisaraskurði (p=0,008), samanborið við mæður í kjörþyngd og ofþyngd. Nýburar of feitra kvenna eru þyngri (p=0,004), með stærra höfuðummál (p<0,001) og eru oftar lagðir inn á nýburagjörgæslu (p=0,004) en börn mæðra í kjörþyngd og ofþyngd. Ályktun:Offita hefur óæskileg áhrif á heilsufar verðandi mæðra og barna þeirra. Áhrifin koma fram á meðgöngu, í fæðingu og hjá börnum þeirra. Mikilvægt er að konur á barneignaraldri fái upplýsingar um hvaða áhrif offita hefur á meðgöngu, fæðingu og nýbura

    No correlation between rates of caesarean section and perinatal mortality in Iceland

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: Caesarean section rates have increased over the past decades without a concomitant decrease in perinatal mortality. In Iceland the same trend has been seen while at the same time perinatal mortality rate has remained low. Most caesarean sections are done at term. Crude perinatal mortality rates give limited information about whether the increase in section rates leads to a lower perinatal death rate among term non-malformed singleton infants. The relation between caesarean section and perinatal mortality rates in singleton, non-malformed infants of birthweight > or =2500 g in Iceland during 1989-2003 was studied. MATERIALS AND METHODS: Information about gestational length, birthweight, parity, onset of labour and previous caesarean section was collected on all singleton births > or =2500 g from the Icelandic Birth Registration and from maternity case records. The same data were obtained for all perinatal deaths > or =2500 g excluding malformed infants irrespective of mode of delivery. The caesarean section and perinatal mortality rates were calculated and the relation between these evaluated by Pearson s correlation coefficient. RESULTS: The total number of deliveries in the study period was 64514 and the mean perinatal mortality rate 6.4/1000 (range: 3.6-9.2/1000). A significant increase was found in the overall caesarean section rate, from 11.6% to 18.2% (p or =2500 g and 8332 were born by caesarean section. There were 111 perinatal deaths among this cohort giving a mean perinatal mortality rate (PNMR) of 1.8/1000 (range 0.8-4.1/1000). While for singleton non-malformed infants the caesarean section rate increased from 10.4% to 16.7% (p or =2500 g was found in this population with a prior low perinatal mortality, neither among primi- nor multiparous women.Ágrip Inngangur: Tíðni fæðinga með keisaraskurði hefur víða margfaldast undanfarna áratugi án þess að burðarmálsdauði (BMD) hafi lækkað á sama tíma. Á Íslandi hefur keisaraskurðum fjölgað verulega og burðarmálsdauði haldist lágur. Óvíst er um tengsl þar á milli. Flestir keisaraskurðir eru gerðir hjá konum við fulla meðgöngu. Börn sem deyja á burðarmálstíma eru einkum fyrirburar og heildartölur um BMD gefa takmarkaða mynd af því hvort fjölgun keisaraskurða skili sér í færri dauðsföllum barna sem hafa náð eðlilegri fæðingarþyngd. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hugsanleg tengsl keisaraskurða við burðarmálsdauða hjá einburum sem vógu ≥2500 g við fæðingu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um meðgöngu­lengd, þyngd barns, fjölda barna, upphaf fæðingar og fyrri keisaraskurði kvenna sem fóru í keis­ara­skurð á rannsóknartímanum (1989-2003) voru fengn­ar úr Fæðingaskráningunni og sjúkraskrám. Af þeim voru allar konur með einbura ≥2500 g valdar í rannsóknarhópinn. Sömu upplýsingar voru fengnar um einbura 2≥2500 g án alvarlegra van­skapnaða sem dóu á burðarmálstíma, óháð fæð­ingarmáta. Breytingar á tíðni keisaraskurða og BMD voru metnar með Pearsons fylgnistuðli. Niðurstöður: Alls fæddu 64514 konur 65619 börn árin 1989-2003. Þar af dóu 419 börn á burð­ar­málstíma. BMD breyttist ekki marktækt á rannsóknartíma og var að meðaltali 6,4/1000 (bil: 3,6-9,2/1000). Heildartíðni keisaraskurða hækk­aði marktækt úr 11,6% í 18,2% (p2500 g. Tíðni keis­ara­skurða í rannsóknarhópnum jókst úr 10,4% í 16,7% (p<0,001). Ekki var marktæk fylgni við BMD í þessum hópi, en meðaltalstíðni BMD var 1,8/1000 (bil: 0,8-4,1/1000). Meðal frumbyrja jókst keisaratíðnin úr 12% í 18%, einnig án fylgni við BMD (meðaltal 0,6/1000). Ályktanir: Fjölgun keisaraskurða við fæðingu einbura með fæðingarþyngd ≥2500 g hefur ekki leitt til marktækrar fækkunar dauðsfalla hjá þess­um hópi barna á síðastliðnum 15 árum

    Case report - Seventeen year old primipara with placenta increta, treated with methotrexate

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenA seventeen year old girl in her first pregnancy had a normal vaginal delivery of a healthy male infant. Afterwards, the placenta was retained and subsequent MRI and ultrasound confirmed placenta increta. There was no history of prior uterine surgery. Conservative treatment with methotrexate was chosen in order to conserve the uterus. During the following nine weeks after birth remnants of the placenta were gradually expelled from the uterus. Subsequently MRI and ultrasound confirmed an empty uterus. When the diagnosis of placenta increta is confirmed the current recommendation is hysterectomy to prevent life threatening bleeding or infection. Conservative treatments have been described to avoid hysterectomy with methotrexate as being one of the options. Key words: placenta increta, methotrexate. Correspondence: Hildur Hardardóttir, [email protected]án ára frumbyrja fæddi eðlilega hraustan dreng en eftir fæðingu kom í ljós inngróin fylgja. Stúlkan hafði ekki farið í aðgerðir á legi. Ákveðið var að meðhöndla stúlkuna með metótrexati (MTX) og reyna þannig að koma í veg fyrir legnám, sem annars er viðeigandi meðferð. Stúlkan þoldi meðferðina vel og á næstu níu vikum eftir fæðingu gengu fylgjuleifar niður í áföngum. Í kjölfarið sýndu myndgreiningarrannsóknir tómt leg. Þegar greiningin inngróin fylgja liggur fyrir er ráðlagt að gera legnám til að koma í veg fyrir lífshættulega blæðingu eða sýkingu. Lýst hefur verið sjúkratilfellum þar sem öðrum meðferðum er beitt til að forðast legnám og er MTX einn meðferðarkosturinn

    Vaginal birth after one previous cesarean section

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To evaluate the frequency of different modes of delivery after one previous cesarean section and those factors which may influence mode of delivery. Material and methods: During the study period (1.1.2001-31.12.2005) 925 women with a previous cesarean section and a following singleton pregnancy were identified and included. Information regarding mode of delivery, induction of labor, instrumental delivery, the urgency and indications for first and second cesarean section, birth weight and Apgar scores were collected retrospectively. Results: Trial of labor (TOL) was initiated for 564 women of which 61% were successful while 39% delivered by an emergent cesarean section. In total, 346 women delivered vaginally (37%), 341 women (37%) delivered with an elective cesarean section and 238 (26%) underwent an emergency cesarean section. The VBAC rate increased during the study period, from 35% to 46%. Women who underwent an elective cesarean section due to fetal malpresentation (most often breech) in their first pregnancy were significantly more likely to have a successful VBAC in their second pregnancy (53%) compared with women who had an elective cesarean section for any other indication (21%) (p4000 grams compared with 4000 grömm samanborið við fæðingarþyngd <4000 grömm (p<0,01). Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að fæðing um leggöng sé raunhæfur valkostur fyrir konur sem fætt hafa eitt barn með keisaraskurði svo fremi sem aðstaða er á fæðingarstað til að gera keisaraskurð án tafar

    Gallstone disease during pregnancy at Landspitali University Hospital 1990-2010

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Gallblöðrutaka um kviðsjá er talin örugg aðgerð á meðgöngu, óháð meðgöngulengd. Ekki er vitað hver kjörmeðferð er við gallsteinasjúkdómum hjá þunguðum konum. Talið hefur verið að meðferð án aðgerðar skili bestum árangri á fyrsta og þriðja þriðjungi meðgöngu en skurðmeðferð sé öruggust á öðrum þriðjungi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni, orsakir, greiningu og árangur gallblöðrutöku hjá þunguðum konum á Landspítala á tímabilinu 1990-2010. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra kvenna er lögðust inn á Landspítala með gallsteinasjúkdóm meðan á þungun stóð og allt að 6 vikum eftir fæðingu. Skráðar voru meðal annars upplýsingar um aldur, einkenni, vefjagreiningu og þyngdarstuðul ásamt ASA-flokkun og fylgikvillum aðgerða hjá þeim konum sem gengust undir gallblöðrutöku á tímabili rannsóknarinnar. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru 77 konur lagðar inn með gallsteinasjúkdóma í samtals 139 innlögnum og nýgengi því 0,09%. Gallsteinagreiningar voru gallkveisa (n=59), brisbólga (n=1), gallgangasteinar (n=10) og bráð gallblöðrubólga (n=7). Algengasta ástæða innlagnar var verkur í efri hægri fjórðungi kviðar (n=63). Fylgikvillar gallsteinasjúkdóma tengdir meðgöngu voru fyrirburafæðingar (n=2). Fimmtán konur gengust undir aðgerð á meðgöngu og 17 á 6 vikna tímabili eftir fæðingu en fylgikvillar aðgerða voru helst steinar í gallgangi (n=2). Meðal þyngdarstuðull sjúklinga var 31,1 og algengasta ASA-flokkun var 1 (bil: 1-3). Flest vefjasvör sýndu langvinna bólgu (n=24) og bráða bólgu (n=5) í gallblöðru. Ályktun: Gallsteinasjúkdómar þungaðra kvenna eru fátíðir, hafa í för með sér endurteknar innlagnir en tíðni fylgikvilla er lág. Gallblöðrutaka með kviðsjá hjá þunguðum konum á Landspítala er örugg aðgerð, sem er í samræmi við erlendar niðurstöður.Introduction: Gallstone disease in pregnant patients and their management in Iceland has not been studied. Management of these patients changed after the introduction of laparoscopic cholecystectomy. The aim of this study was to investigate the incidence, symptoms, diagnostic methods and management of gallstone disease during pregnancy at the National University Hospital of Iceland during the years 1990-2010. Material and methods: This was a retrospective study and included all pregnant women admitted with gallstone diseases to the National University Hospital of Iceland which is the only tertiary hospital in Iceland. Information regarding age, symptoms and diagnostic methods for all women with gallstone disease along with BMI, ASA scores, pathology results and pregnancy related outcomes for women who underwent cholecystectomy were gathered. Results: During the twenty year time period 77 women were admitted with gallstone disease in 139 admissions which makes incidence 0,1% amongst pregnant women. Diagnoses incuded biliary colic (n=59), common bile duct stones (n=10), acute cholecystitis (n=7) and gallstone pancreatitis (n=1). The most common symptom was RUQ pain (n=63). Two preterm births were a direct consequence of gallstone disease. Fifteen women underwent cholecystectomy during pregnancy and 17 during the six week period after birth. Mean BMI was 31,1 and median ASA score was 1. Pathology reports showed chronic inflammation (n=24) and acute inflammation (n=5), one case included gallstones without inflammation Adverse outcomes of surgeries were two cases of gallstones left in the common bile duct. No stillbirths or preterm births resulted from cholecystectomies during pregnancy. Conclusion: Gallstone disease during pregnancy is rare and readmissions are frequent. Pregnancy related complications are rare. Laparoscopic cholecystectomy is safe during pregnancy

    Hirschprung' disease in Iceland 1969-1998

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: Hirschprung s disease (HD) is a congenital disease characterized by the absence of myenteric and submucosal ganglion cells in the distal alimentary tract and results in decreased motility in the affected bowel segment. The purpose of this study was to review the incidence, presentation, treatment and operative results in children with Hirschprung's disease in Iceland. Material and methods: Thirteen infants with Hirschprung s disease (11 boys and two girls) were treated in Landspítalinn University Hospital between January 1969 and December 1998. The records of these patients were reviewed retrospectively. Results: The incidence of Hirschprung's disease in Iceland is 1/10,000 and 85% of those are boys. All the infants were born full term. No family history and no associated abnormalities were noted. The mean age at first admission was 20 (1-136) days and mean age at diagnosis was 166 (5-623) days. Swenson's pull-through (two- or three-stage procedure) was carried out in all patients at the mean age of 18.6 months. The extent of aganglionosis was rectosigmoid colon in 10 patients (77%) and one patient had total colonic aganglionosis. Postoperative complications occurred in seven patients (53%), adhesion ileus being the most common complication. Long term bowel function was satisfactory in 85% of the patients. Conclusions: The incidence of Hirschprung's disease in Iceland is low. Mean age at diagnosis is six months. Sixty percent of the children are discharged with a wrong diagnosis after first admission to hospital and this could be improved by diagnosing the disease at an earlier stage. Postoperative complications are common but no deaths occurred. Bowel function following definitive correction is good compared to other studies.Inngangur: Hirschprungs sjúkdómur er meðfæddur garnasjúkdómur þar sem taugahnoðafrumur (ganglion cells) vantar í vöðvahjúps- (Auerbach) og slímhúðarbeðs- (Meissner) taugaflækjur garnaveggsins. Sjúkdómurinn einkennist af garnastíflu og afleiðingum hennar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni sjúkdómsins á Íslandi, einkenni og aldur sjúklinga við greiningu, tegund og árangur aðgerða og fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Um afturskyggna rannsókn er að ræða. Allar sjúkraskrár barna (n=13; 11 drengir, tvær stúlkur) sem lögðust inn á Landspítalann (síðar Landspítala Hringbraut) með greininguna Hirschprungs sjúkdómur frá 1. janúar 1969 til 31. desember 1998 voru yfirfarnar. Niðurstöður: Tíðni Hirschprungs sjúkdóms á Íslandi er eitt af 10.000 fæddum börnum, af þeim eru 85% drengir. Öll börnin fæddust fullburða eftir eðlilega meðgöngu. Ekki kom fram fjölskyldusaga um Hirschprungs sjúkdóm. Meðalaldur við fyrstu innlögn á sjúkrahús var 20 (1-136) dagar og meðalaldur við greiningu 166 (5-623) dagar. Í öllum tilfellum var meðferð hafin með ristilraufun og endanleg skurðaðgerð að hætti Swensons var gerð við 18,6 mánaða meðalaldur. Útbreiðsla Hirschprungs sjúkdóms í görn var hjá 10 sjúklingum (77%) bundin við endaþarm og bugaristil og hjá einum sjúklingi náði sjúkdómurinn til alls ristilsins. Fylgikvillar eftir aðgerð urðu hjá 53% sjúklinganna og var samvaxtagarnastífla algengust. Hægðavenjur eftir aðgerð voru eðlilegar hjá 85% barnanna. Ályktanir: Tíðni Hirschprungs sjúkdóms á Íslandi er lægri en annars staðar. Meðalaldur við greiningu er sex mánuðir, en henni mætti flýta með því að fá grun um sjúkdóminn fyrr, en rúmlega 60% barna með Hirschprungs sjúkdóm útskrifast með ranga greiningu eftir fyrstu innlögn á sjúkrahús. Fylgikvillar eftir aðgerð eru algengir, en sumum þeirra gæti fækkað í framtíðinni með tilkomu kviðsjáraðgerða. Árangur aðgerðanna með tilliti til hægðavenja er góður samanborið við önnur uppgjör

    Gallsteinasjúkdómar hjá þunguðum konum á Landspítala 1990-2010

    Full text link

    Positive Coomb’s test in newborns; causes and clinical consequences Summary of cases diagnosed in the Blood Bank in the years 2005 to 2012

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Fóstur- og nýburablóðrof stafar af eyðingu fósturrauðkorna vegna rauðkornamótefna móður. Rofið getur leitt til blóðleysis og fósturbjúgs á fósturskeiði og gulu hjá nýburum. Prófið Direct Antiglobulin Test (DAT) greinir mótefni bundin við rauðkorn og er hluti af greiningarferli rofsins. Á Íslandi er DAT gert á naflastrengs-/blóðsýnum nýbura ef móðir er RhD-neikvæð eða hefur rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka orsakir og afleiðingar jákvæðs DAT hjá nýburum á Íslandi á 8 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn var nýburar með jákvætt DAT á árunum 2005-2012. Úr tölvukerfi Blóðbankans voru sóttar upplýsingar um blóðflokk móður og barns, blóðgjafir og DAT. Úr mæðraskrá fengust upplýsingar um fæðingarþyngd, meðgöngulengd og ljósameðferð. Úr rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala fengust upplýsingar um meðferð og afdrif nýbura. Niðurstöður: Á árunum 2005-2012 greindust 383 nýburar með jákvætt DAT á Landspítala. Í 73,6% tilvika var orsökin ABO-blóðflokkamisræmi á milli móður og barns, hjá 20,4% voru rauðkornamótefni móður önnur en anti A/-B, hjá 3,9% hvort tveggja, en hjá 2,1% var orsök óljós. Alls fengu 179 (47,6%) börn meðferð vegna jákvæðs DAT með nýburagulu, þar af 167 (93,3%) ljósameðferð eingöngu. Átta nýburar þurftu blóðskiptameðferð, þar af 5 vegna Rhesus-mótefna en þrjú vegna ABO-blóðflokkamisræmis. Ályktun: Jákvætt DAT hjá nýburum á Íslandi árin 2005-2012 stafaði í flestum tilvikum af ABO-blóðflokkamisræmi á milli móður og barns. Tæplega helmingur barnanna þurfti meðhöndlun en oftast nægði ljósameðferð. Í alvarlegustu tilfellum ABO-blóðflokkamisræmis eða rauðkornamótefna annarra en anti-A/-B var þörf á blóðgjöf eða blóðskiptameðferð.Introduction: Hemolytic disease of the fetus and newborn (HDFN) is caused by the destruction of fetal red blood cells due to red cell antibodies produced by the mother. HDFN can cause fetal hydrops during pregnancy or neonatal jaundice after birth. Direct Antiglobulin Test (DAT) detects antibodies bound to red cells and is a valuable test aiding in the diagnosis of HDFN. In Iceland DAT is routinely performed on cord blood or newborn blood samples if the mother is Rhesus D negative or has non-A/B red cell alloantibodies. The aim of this study was to investigate the causes and consequences of positive DAT in newborns in Iceland over a period of eight years. Material and methods: The study population was infants diagnosed with a positive DAT in the Blood Bank in Iceland in the years 2005-2012. Relevant data on the blood group and antibody status of mother and child, blood transfusion and DAT results were retrieved from the Blood Bank information system ProSang. Birth records provided information on birth weight, gestational age and phototherapy. Health records from the Children's Hospital provided information on the management and fate of the newborn. Results: Over the study period 383 newborns had a positive DAT result at the Blood Bank. In 73.6% of cases the underlying cause was ABO blood group mismatch between mother and infant, in 20.4% of cases the mother had non-A/B red cell alloantibodies, in 3.9% both of above factors were present, while in 2.1% the cause was unclear. A total of 179 (47.6%) children had neonatal jaundice that required treatment, of which 167 (93.3%) only needed phototherapy. Eight infants required exchange transfusion, five of these had Rhesus antibodies and three ABO blood group mismatch. Conclusion: ABO blood group mismatch between mother and child was the most common cause for a positive DAT in neonates in Iceland in the years 2005-2012. Almost half of the neonates required treatment but usually phototherapy was sufficient. Rarely, blood transfusion or exchange transfusion was necessary in severe cases of ABO blood group mismatch or non-A/B red cell alloantibodies

    Mýrakalda, magakveisa og taksótt : heilsugæsla á nýrri öld

    Get PDF
    corecore