82 research outputs found

    Cognitive behavioural group therapy for social phobia: Effectiveness study at the Icelandic Center for Treatment of Anxiety Disorders

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textCognitive behavioural group therapy for social phobia has been practiced for some years at The Icelandic Center for Treatment of Anxiety Disorders. In this study, data from 102 participants from 2007 to 2010 were analyzed. The effectiveness of the treatment was evaluated on scales that measure social phobia (social interaction anxiety and performance anxiety), depression and quality of life at the beginning and end of treatment. Post-treatment gains were statistically significant on all scales; social interaction and performance anxiety decreased along with depressive symptoms and quality of life increased. Effect sizes were large on measurements of social phobia (d = 1.46 and d = 1.21), depression (d = 0.81) and moderate in measurements of quality of life (d = 0.52). Finally, clinically significant and reliable changes were evaluated. On scales that measure social interaction anxiety 81.2% of participants reached either a score comparable to a non-clinical sample or the change for the better was reliable. These figures were 79.0% for performance anxiety, 78.5% for depression and 40.9% for quality of life.Hugræn atferlismeðferð í hóp við félagsfælni hefur verið veitt við Kvíðameðferðarstöðina undanfarin ár. Tekin voru saman gögn frá árunum 2007-2010, alls 102 þátttakendur. Borin voru saman skor þátttakenda við upphaf og lok meðferðar á spurningalistum sem meta félagskvíða (samskipta- og frammistöðukvíða), þunglyndi og lífsgæði. Munurinn við upphaf og lok meðferðar mældist í öllum tilfellum marktækur. Það dró marktækt úr samskipta- og frammistöðukvíða og þunglyndiseinkennum og lífsgæði þátttakenda jukust. Reiknaðar voru áhrifastærðir (effect sizes) fyrir mun á meðalskorum þátttakenda við upphaf og lok meðferðar og bentu þær til að meðferðin hafi haft mikil áhrif á samskipta- og frammistöðukvíða (d = 1,46 og d = 1,21) og þunglyndiseinkenni (d = 0,81). Áhrifin voru miðlungsmikil á lífsgæði þátttakenda (d = 0,52). Að lokum var metið hvort meðferðin hefði leitt til klínískt marktækra og/eða áreiðanlegra breytinga. Á lista sem metur samskiptakvíða náðu 81,2% þátttakenda annað hvort sambærilegu skori og almenningur eða áreiðanlegum breytingum til batnaðar. Hlutfallið mældist 79,0% fyrir frammistöðukvíða, 78,5% fyrir þunglyndi og 40,9% fyrir lífsgæði

    Mat á árangri hugrænnar atferlismeðferðar í hóp við félagsfælni

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ geðsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss hefur undanfarin ár verið veitt hugræn atferlismeðferð í hóp við félagsfælni. Árangur af þessari meðferð, sem veitt var sex hópum við endurhæfingarsvið frá árinu 2002 til 2005, var borinn saman við biðlistamælingar. Alls hófu 54 manns hópmeðferðina og luku 45, eða 83,3% þátttakenda, meðferðinni. Þátttakendur lækkuðu töluvert á mælingum á einkennum félagsfælni á meðferðartímanum en einkennin stóðu í stað meðan þátttakendur voru á biðlista. Þátttakendur forðuðust félagslegar aðstæður síður undir lok hópmeðferðar, fundu minna fyrir líkamlegum kvíðaeinkennum, höfðu minni áhyggjur af kvíðaeinkennum og minna af neikvæðum hugsunum. Þeir mældust minna þunglyndir, beittu síður öryggishegðun og mátu félagslega færni sína meiri en þeir höfðu gert við upphaf hópmeðferðar. Þessar breytingar áttu sér ekki stað meðan þátttakendur voru á biðlista. Þrátt fyrir töluverða lækkun á mælingum á einkennum félagsfælni mældist hins vegar félagsfælni þátttakenda enn talsverð undir lok hópmeðferðar. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að skoða hvort breyta þurfi fyrirkomulagi meðferðar og jafnvel lengja hana til að enn frekari árangur náist.Cognitive behaviour group therapy for social phobia has been given at Landspitali University Hospital, Department of Psychiatry, since 2002. The efficacy of this group therapy was evaluated in this study using single-group design with a baseline period before treatment. Participants were 54 between 2002 and 2005. 45 completed the treatment, or 83,3%. Towards the end of the treatment, participants reported fewer symptoms of social anxiety, were less likely to misinterpret these symptoms and had fewer negative thoughts. They also scored lower on measures of depression and estimated their social competence to be better than they had while they were on a waitinglist. In spite of significant reductions in symptoms of social anxiety, participants still experienced social anxiety at the end of the group therapy. A longer duration of group therapy is indicated, in order to reach even better results

    "I have never known well-being": Women’s perceptions of the consequences of repeated violence on wellbeing, physical and mental health

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur rannsóknar: Rannsóknarniðurstöður benda til þess að meðferðaraðilar taki sjaldan eftir að um endurtekin áföll vegna ofbeldis er að ræða hjá konum með geðröskun. Þær fái því ekki viðeigandi meðferð, til dæmis tækifæri til tilfinningatjáningar og tilfinningaúrvinnslu, við áföllunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á áhrifum áfalla vegna endurtekins ofbeldis í bernsku og á fullorðinsárum á líðan, líkamsheilsu og geðheilbrigði kvenna sem greindar hafa verið með geðröskun. Aðferð: Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn voru þátttakendur átta konur á aldrinum 35-55 ára. Tekin voru tvö viðtöl við allar konurnar nema eina, samtals 15 viðtöl. Allar konurnar voru greindar með þunglyndi og kvíða og sumar þeirra voru einnig með annars konar geðröskun Niðurstöður: Konurnar urðu margsinnis fyrir ofbeldi í bernsku og á unglingsaldri sem leiddi iðulega til sálrænna áfalla. Ofbeldið, sem þær urðu fyrir, var ýmist líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, vanræksla eða kynferðislegt ofbeldi. Þær urðu einnig margoft fyrir ofbeldi á fullorðinsaldri svo að sálræn sár þeirra náðu aldrei að gróa. Það leiddi síðan til tilvistarlegrar þjáningar sem þær sögðu raunar sjaldnast frá. Tengslanet og stuðningur í uppvexti kvennanna var af skornum skammti. Þær lýstu flestar umhyggjuleysi og að þeim hefði fundist þær óvelkomnar eða þeim hafnað af fjölskyldunni í barnæsku og á fullorðinsárum. Vegna þessa umhyggju- og stuðningsleysis vantaði sálrænan höggdeyfi gegn niðurbrjótandi áhrifum ofbeldisins. Þetta leiddi til að þær brotnuðu niður og vissu ekki hvað það var að líða vel. Afleiðing þessa alls var að þær glímdu allar við geðræn vandamál, einkum þunglyndi og kvíða. Konurnar lýstu uppgjöf við að finna út úr því hvað gæti hjálpað þeim til að líða betur. Tilfinning sumra þeirra var að þær gætu varla þolað meiri tilvistarlegan sársauka. Ályktun: Rannsóknin varpar ljósi á mikilvægi þess að spyrja um áfallasögu vegna endurtekins ofbeldis hjá konum með geðröskun og veita þeim viðeigandi meðferð. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Background: Research results suggest that repeated traumas due to violence are greatly undetected in women who have been diagnosed with a mental disorder and they, therefore, do not get the appropriate treatment such as an opportunity for emotional expression and processing. The purpose of the study was to increase the knowledge and deepen the understanding of the effects of trauma because of repeated violence on the well-being, physical and mental health of women who have been diagnosed with a mental disorder. Method: In this phenomenological study, eight women in the age 35-55 participated. Two interviews were conducted with all the women, except one, at a total of 15 interviews. Results: The women experienced repeated violence in childhood – physical, psychological, sexual or neglect – which led to repeated traumas. They also experienced repeated violence in adulthood which meant that their psychological wounds never managed to heal. This led to existential suffering that was usually unexpressed. Social networks and support in their environment was scarce. Their existential pain was also connected with feeling unwanted or rejected by their family in childhood and adulthood. Since caring and support was missing from their environment they lacked the needed psychological buffer against the damaging effects of violence. This led to their breaking down and to the development of emotional problems and none of them had ever experienced well-being. The consequence of all this was that they all wrestled with mental health problems, especially depression and anxiety. The women expressed their mission to find out what might help them towards well-being. Some felt that they could not endure more existential pain. Conclusion: This study highlights the importance of asking women diagnosed with a mental disorder about trauma caused by violence and provide the appropriate treatment

    Sudden Gains in Psychotherapy

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnMeð skyndiframförum (e. sudden gains) í sálrænni meðferð er átt við skyndilega og mikla lækkun á geðrænum einkennum skjólstæðings frá einum meðferðartíma til annars. Þessar skjótu framfarir fela oft í sér meira en helming þess heildarbata (t.d. lækkun einkenna á sjálfsmatskvarða) sem verður í meðferðinni. Einstaklingar sem sýna slíkar framfarir ná oft meiri árangri í meðferðinni en þeir sem sýna framfarir hægt og sígandi. Rannsóknir á skyndiframförum gætu því varpað ljósi á það hvernig sálræn meðferð leiðir helst til árangurs. Í þessari grein er veitt yfirlit um rannsóknir á skyndiframförum og rætt um þá aðferðafræðilegu annmarka sem hafa hrjáð þær. Gerður verður samanburður á skyndiframförum og öðrum algengum mynstrum í meðferð; snemmbúinni svörun (e. rapid early response) og þunglyndistoppum (e. depression spikes). Í lok greinar eru settar fram vangaveltur um hvaða lærdóma megi draga af þessum rannsóknum og hvernig best væri að rannsaka skyndiframfarirSudden gains in psychotherapy are characterized by large improvements between adjacent treatment sessions. Some studies have found that sudden gains account for the majority of participants´ total symptom improvements and that they predict better treatment outcomes. Research on sudden gains could provide important insights into the mechanisms of change in psychotherapy with implications for enhancing treatment effectiveness. However, research findings have been inconclusive as to why and how sudden gains occur. In this paper, we review research on sudden gains, discuss methodological shortcomings that have impeded sudden gains research and compare sudden gains to other common change patterns; rapid early response and depression spikes. In conclusion, we offer suggestions for future research on sudden gains

    Assessing severity of OCD symptoms with the Icelandic version of the DOCS

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnVandasamt getur verið að mæla einkenni áráttu- og þráhyggjuröskunar (obsessive-compulsive disorder) vegna þess hversu margbreytileg svipgerð hennar er. Í þessari grein er nýlegum sjálfsmatsspurningalista, Dimensional Obsessive Compulsive Scale (DOCS) lýst, sem mælir alvarleika áráttu- og þráhyggjueinkenna ásamt því að birtar eru niðurstöður rannsóknar á próffræðilegum eiginleikum íslenskrar þýðingar listans. Þátttakendur í rannsókninni voru nemendur við Háskóla Íslands sem mættu í greiningarviðtal. Samkvæmt formlegu geðgreiningarviðtali voru 32 nemendur með áráttu- og þráhyggjuröskun (auk annarra raskana), 28 með kvíðaröskun og 22 uppfylltu ekki greiningarviðmið fyrir neina skilgreinda röskun. Þátttakendur svöruðu meðal annars öðrum spurningalista um áráttu- og þráhyggjueinkenni ásamt spurningalistum um kvíða-, depurðar-, og streitueinkenni og einkenni félagskvíða. Niðurstöður sýndu að áreiðanleiki heildarskors DOCS var góður í öllum þremur hópunum (0,88-0,89). Heildarstigatala og stigatala á fjórum undirkvörðum listans var hæst í hópi þátttakenda með áráttu- og þráhyggjuröskun og var þessi munur marktækur. Einnig reyndist samleitni- og aðgreinandi réttmæti DOCS viðunandi þar sem DOCS hafði sterkari fylgni við niðurstöðu á öðrum spurningalista fyrir áráttu- og þráhyggjueinkenni (OCI-R) heldur en spurningalista um kvíða, depurð, streitu (DASS) og félagskvíða (SPS, SIAS). Niðurstöðurnar renna stoðum undir réttmæti íslenskrar gerðar DOCS. Listinn getur gagnast í greiningu og meðferð áráttuog þráhyggjueinkenna hér á landi.Obsessive-compulsive disorder (OCD) has a heterogeneous symptom presentation that can make assessment difficult. In this article we describe a new self-report instrument for assessing severity of OCD symptoms, the Dimensional Obsessive Compulsive Scale (DOCS), and present results on the psychometric properties of the Icelandic translation of the questionnaire. Participants were 82 university students that filled out the DOCS and other questionnaires measuring OCD symptoms and symptoms of anxiety, depression, stress and social phobia. All participants underwent a semi-structured assessment interview for psychiatric disorders, where 32 were diagnosed with OCD (OCDG), 28 with at least one anxiety disorder (ADG), and 22 did not meet diagnostic criteria for any psychiatric disorder (CG). Internal consistency of the DOCS total score was good in all three participants groups. The OCDG scored significantly higher on the DOCS and its subscales compared to ADG and CG. Convergent and divergent validity of the Icelandic version of the DOCS was supported by stronger correlation with other measures of OCD symptoms (the OCI-R, r=0.80) compared to measures of negative affectivity and symptoms of social phobia (r ranged from 0.12 to 0.38). Results indicate that the Icelandic version of the DOCS has good psychometric properties in clinical samples. The DOCS can be a useful instrument to assess severity of OCD symptoms in clinical settings in Iceland

    Gildi hugrænnar at­ferlis­meðferðar við meðferð kvíða- og lyndisraskanna á heilsugæslustsöðvum

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Geðraskanir eru algengar á Íslandi sem og í öðrum löndum hins vestræna heims. Ætla má að allt að 20% Íslendinga eigi við einhvers konar geðraskanir að stríða á hverju ári (1; 2) Líkt og annars staðar eru algengustu geðraskanir á Íslandi vímuefnaraskanir, kvíðaraskanir og lyndisraskanir, en þunglyndi tilheyrir þeim flokki geðraskana. Mikilvægt er að veita þeim sem kljást við geðraskanir meðferð því ef ekkert er að gert geta lyndis– og kvíðaraskanir haft alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem þjáist, lífsgæði skerðast og geta til að takast á við hið daglega líf sem og sjúkdóma minkar til muna (3). E kki þarf að fjölyrða um hvað miklum sársauka geðraskanir, þá sérstaklega lyndis og kvíðaraskanir, geta valdið þeim sem eiga við þær að etja. Þessar raskanir eru einnig mikil byrði á samfélaginu. Spáð er að árið 2020 verði þunglyndi næst mesta heilsuvá í heimi (4). V eikindafrí vegna þunglyndis, kvíða og streitu kosta breskt þjóðfélag 4 miljarða punda á ári (520 miljarða íslenskra króna), en heildarkostnaður vegna geðraskana í B retlandi er 17 miljarðar punda (2210 miljarðar ísl. króna) (5). Sambærilegar tölur hafa ekki fengist uppgefnar hér á Íslandi en gera má ráð fyrir að kostnaður hérlendis vegna geðraskana sé jafn mikill. Aukning á geðlyfjakostnaði getur gefið einhverja hugmynd um stöðu mála á Íslandi, en aukning hefur verið töluverð. Sala þunglyndislyfja hefur aukist úr 8 dagskömmtum á hverja 1000 íbúa árið 1975 í 95 dagskammta á hverja 1000 íbúa árið 2005 (6). Söluverðmæti allra geðlyfja var 638 milljónir 1989 en 4245 milljónir árið 2005 (7)

    Emetophobia: morbid fear of vomiting and nausea

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnEmetophobia, sem nefna má uppkastafælni, er áköf og órökrétt hræðsla tengd uppköstum og ógleði. Emetophobia er flokkuð sem sértæk fælni í alþjóðlegum flokkunarkerfum. Þessi kvilli er dulinn í mörgum tilfellum hjá þolendum þar sem þeir skammast sín fyrir sjúkdóminn, og hefur hann því lítið verið rannsakaður samanborið við flestar kvíðaraskanir. Fátt er því vitað um algengi uppkastafælni, meðferð og afdrif. Lýst er konu á fertugsaldri sem glímt hefur við uppkastafælni frá barnæsku, þar sem hún upplifði slæma gubbupest tvö aðfangadagskvöld í röð. Æ síðan hefur ótti við uppköst litað margt í daglegu lífi hennar. -------------------------------------------------------------------------------------------Emetophobia is an intense, irrational fear or anxiety of or pertaining to vomiting. It is classified among specific phobias in ICD-10 and DSM-IV. This disorder is often hidden because of the shame associated with it among sufferers. As a result emetophobia has been studied less than most other anxiety disorders. Not much is known about the epidemiology, treatment and outcome of this disorder. We describe a woman in her thirties who has been living with emetophobia since she experienced emesis two successive Christmas Eves as a child. Subsequently her fear of vomiting has influenced many aspects of her daily life

    Is possible to help people and save money by increasing access to evidence based psychological therapies?

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnGeðraskanir eru algengari en aðrir sjúkdómar. Allt að helmingur fólks glímir einhvern tímann á ævinni við geðraskanir, flestir við þunglyndi eða kvíða. Geðraskanir eru taldar vera meira íþyngjandi en flestir langvinnir sjúkdómar en sjúkdómsbyrði þeirra er töluverð og meiri en annarra sjúkdóma. Auk þess hafa geðraskanir nokkur áhrif á líkamlega heilsu og þróun annarra sjúkdóma. Ljóst er því að geðraskanir hafa töluverð áhrif á þá sem þjást og þær kosta samfélög mikið. Ólíklegt er að nokkur annar sjúkdómsflokkur kosti vestræn samfélög meira þegar allt er talið. Til eru gagnreyndar sálfræðimeðferðir sem reynst hafa vel en aðgengi að þeim er mjög takmarkað þó að klínískar leiðbeiningar um allan heim mæli með því að gagnreynd sálfræðimeðferð skuli vera sú meðferð sem fyrst er boðið upp á fyrir þá sem glíma við þunglyndi eða kvíða. Það er því svo að sú meðferð sem talin er gagnast hvað best við þunglyndi og kvíða er vart í boði þrátt fyrir fjölda þeirra sem þjást, mikla sjúkdómsbyrði og mikinn kostnað fyrir samfélög. Víst þykir að sá kostnaður sem fylgir þvi að auka aðgengi borgar sig fljótt upp meðal annars vegna aukinna skattgreiðslna og minni kostnaðar vegna örorkubóta. Vegna þessa sætir það furðu að aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð er ekki meira en raun ber vitni.Mental disorders are common, more common than other diseases. About half of the population will suffer from mental disorder sometime in their lifetime. Mental disorders are considered to be more onerous for individuals than most chronic physical diseases and disease burden of mental disorders are significant and greater than other diseases. Mental disorders affect the physical health and development of other diseases. Evidence shows that mental disorders have a considerable impact on those affected and are costly for the society. It is unlikely that any other disease category costs Western societies more than mental disorders. Effective and efficacious psychological treatments exist, but access to them for the general public is limited. That is despite the fact that clinical guidelines state that evidence-based psychological treatment should be the treatment of choice for those who suffer from depression and/or anxiety. The reality is that the treatment which is considered to be the most effective and efficacious for depression and anxiety is scarcely available despite high prevalence, great disease burden and high cost for society. Research has shown that the cost involved in increasing access to evidencebased psychological treatments pays off quickly, partly because of increased tax payments and lower costs in disability benefits payments. For this reason, it is surprising how little access the general public has to evidence-based psychological treatment

    The prevalence of mental disorders in the Greater-Reykjavik area

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe purpose of this study was to estimate the prevalence of mental disorders in a random sample of three age groups born in 1931, 1951 and 1971 and living in the Greater- Reykjavik Area. From the original sample of 300 in each birth cohort 805 were contacted and asked to take part in a survey of mental health. Of those 52% participated. The instrument used for diagnosing mental disorders was the CIDI-Auto. The lifetime prevalence of any ICD-10 disorder was found to be 49.8%. The most frequent diagnoses were mental and behavioral disorders due to use of tobacco (23,6%), somatoform disorders (19.0%) and mental and behavioral disorders due to use of acohol (10.8%).Any anxiety disorder was found in 14.4% and any mood disorder in 13.0%. The one-year prevalence for any disorder was 19.7%, for tobacco use disorder 6.5%, alcohol use disorder 6%, somatoform disorders 10.3%, anxiety disorders 5.5% and mood disorders 2.6%. Alcohol use disorders are more prevalent among men but somatoform disorders, anxiety disorders and mood disorders among women. The prevalence rates of mental disorders found in this study is the same or lower than rates found in other comparable studies. There is no indication of an increase in the rate of mental disorder in Iceland.Tilgangur: Að kanna algengi geðraskana hjá þremur aldurshópum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Efniviður og aðferðir: Algengi geðraskana var kannað í hópi 805 einstaklinga úr handahófsúrtaki af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Í úrtakinu voru þrír aldurshópar, fæddir árin 1931, 1951 og 1971. Fólkinu var boðið að taka þátt í könnun á geðheilbrigði. Af mögulegum þátttakendum samþykktu 420 (52%) að taka þátt í rannsókninni. Kerfisbundið greiningarviðtal (CIDI-Auto) var notað til að meta geðheilsu. Því luku 416 þátttakendur. Niðurstöður: Lífalgengi geðröskunargreiningar er 49,8%. Algengastar eru geðröskun af völdum tóbaksnotkunar (23,6%), líkömnunarröskun (19%) og geðröskun vegna áfengisnotkunar (10,8%). Sögu um kvíðaröskun höfðu 14,4% og lyndisröskun 13%. Tæp 20% þátttakenda höfðu einkenni geðröskunar síðastliðið ár fyrir skoðun. Ársalgengi geðröskunar vegna tóbaksnotkunar var 6,5% og vegna áfengisnotkunar 6%. Ársalgengi líkömnunarraskana var 10,3%, kvíðaraskana 5,5% og lyndisraskana 2,6%. Geðraskanir vegna áfengisnotkunar voru algengari hjá körlum en líkömnunarraskanir, kvíðaraskanir og lyndisraskanir hjá konum. Ályktun: Algengi geðraskana í þessari rannsókn er svipað og/eða lægra en fundist hefur í sambærilegum athugunum. Niðurstöður hennar benda ekki til þess að algengi geðraskana hafi aukist

    Að efla notendasýn á geðsviði Landspítalans

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Bergþór Grétar Böðvarsson greindist með geðhvörf árið 1989. Í dag starfar hann sem fulltrúi notenda á geðsviði Landspítalans. Starf þetta er brautryðjendastarf (Það er ekki vitað til að svona starf eigi sér neina fyrirmynd erlendis) sem hófst 2006 en tildrög þess eru að Bergþór, ásamt notendum í Hugarafli, tók þátt í gæðaeftirlitskönnuninni „Notandi spyr Notanda“ (1) sem framkvæmd var inni á þremur geðdeildum Landspítalans, sumarið 2004. Í gæðaeftirlitskönnuninni kom fram að fólki fannst að notendur þjónustunnar þyrftu að eiga sér talsmann inni á deildum geðsviðs sem þekkti til þess að vera í hlutverki sjúklings inni á deild (2). Eftir að skýrsla verkefnisins „Notandi spyr Notanda“ kom út var mikið fjallað um verkefnið í fjölmiðlum og sviðstjórar geðsviðs, á þessum tíma, töluðu um að þetta væri mikilvægt verkefni og nú ætlaði geðsvið Landspítalans að efla samvinnu við notendur þjónustunnar. Úr varð að Bergþór vann hugmynd að svona starfi með hjálp fleiri aðila og lagði hana síðan undir Eydísi Sveinbjarnardóttur sem þá var sviðstjóri hjúkrunar á geðsviði Landspítalans. Bergþór var boðaður á fund þar sem hann var beðinn um að útskýra hugmyndina betur og segja hver tilgangur og markmið með svona starfi ættu að vera, en það er eftirfarandi: Nr. 1 A ð efla notendaþekkingu inn á geðdeildum og færa sjónarhorn notenda sem og starfsmanna nær gæðaráði geðdeilda LS H. Nr. 2 A ð bæta ímynd og þjónustu á geðsviði Landspítalans. Nr. 3 A ð sýna fram á að fyrrverandi notendur eiga fullt erindi með að vinna inni á heilbrigðisstofnunum, þeirra þekking og reynsla kemur með nýja vídd og sýn á þjónustuþega, vegna eigin reynslu er hugsanlegt að þjónustuþegar eigi auðveldara með að samsama sig við starfsmann sem hefur verið í þeirra sporum. Þetta var samþykkt og var fulltrúi notenda ráðinn til starfa 10. mars 2006 (sjá vefsíðu LS H, fulltrúi notenda). Þess ber að geta að á fyrstu evrópsku ráðherraráðstefnunni um geðheilbrigðismál, sem haldin var í Helsinki í janúar 2005, var lagður vísir að því að efla notendaáhrif í geðheilbrigðiskerfinu. Eftir það talaði Jón Kristjánsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, um nánara samráð við notendur(3). Það má segja að það hafi haft áhrif á ráðningu fulltrúa notenda á geðsviði
    corecore