research

Mat á árangri hugrænnar atferlismeðferðar í hóp við félagsfælni

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ geðsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss hefur undanfarin ár verið veitt hugræn atferlismeðferð í hóp við félagsfælni. Árangur af þessari meðferð, sem veitt var sex hópum við endurhæfingarsvið frá árinu 2002 til 2005, var borinn saman við biðlistamælingar. Alls hófu 54 manns hópmeðferðina og luku 45, eða 83,3% þátttakenda, meðferðinni. Þátttakendur lækkuðu töluvert á mælingum á einkennum félagsfælni á meðferðartímanum en einkennin stóðu í stað meðan þátttakendur voru á biðlista. Þátttakendur forðuðust félagslegar aðstæður síður undir lok hópmeðferðar, fundu minna fyrir líkamlegum kvíðaeinkennum, höfðu minni áhyggjur af kvíðaeinkennum og minna af neikvæðum hugsunum. Þeir mældust minna þunglyndir, beittu síður öryggishegðun og mátu félagslega færni sína meiri en þeir höfðu gert við upphaf hópmeðferðar. Þessar breytingar áttu sér ekki stað meðan þátttakendur voru á biðlista. Þrátt fyrir töluverða lækkun á mælingum á einkennum félagsfælni mældist hins vegar félagsfælni þátttakenda enn talsverð undir lok hópmeðferðar. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að skoða hvort breyta þurfi fyrirkomulagi meðferðar og jafnvel lengja hana til að enn frekari árangur náist.Cognitive behaviour group therapy for social phobia has been given at Landspitali University Hospital, Department of Psychiatry, since 2002. The efficacy of this group therapy was evaluated in this study using single-group design with a baseline period before treatment. Participants were 54 between 2002 and 2005. 45 completed the treatment, or 83,3%. Towards the end of the treatment, participants reported fewer symptoms of social anxiety, were less likely to misinterpret these symptoms and had fewer negative thoughts. They also scored lower on measures of depression and estimated their social competence to be better than they had while they were on a waitinglist. In spite of significant reductions in symptoms of social anxiety, participants still experienced social anxiety at the end of the group therapy. A longer duration of group therapy is indicated, in order to reach even better results

    Similar works