To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadVirkniskerðing, skert lífsgæði og þunglyndi hafa mikil áhrif á líf fólks og því er mikilvægt fyrir meðferðaraðila og rannsakendur á Íslandi að geta reitt sig á áreiðanleg og réttmæt mælitæki sem meta þessa þætti. Í þessari rannsókn voru próffræðilegir eiginleikar þriggja sjálfsmatskvarða í íslenskri þýðingu metnir. Þetta eru Sheehan Disability Scale (SDS), sem mælir virkniskerðingu, Quality of Life Scale (QOLS), sem mælir lífsgæði, og Patient Health Questionnaire (PHQ-9), sem mælir fjölda og alvarleika þunglyndiseinkenna. Þátttakendur rannsóknarinnar voru alls 110, þar af 56 í klínísku úrtaki einstaklinga með félagsfælni sem megingreiningu og 54 í almennu úrtaki einstaklinga án geðraskana. Tvö greiningarviðtöl voru lögð fyrir þátttakendur, The Mini International Neuropsychiatric Interview (MINI) og Body Dysmorphic Disorder Diagnostic Module (BDD-DM). Samleitniréttmæti kvarðanna SDS, QOLS og PHQ-9 var metið með tilliti til félagsfælnigreiningar á MINI en samleitniréttmæti PHQ-9 var einnig athugað miðað við þunglyndisgreiningu á MINI. Innri áreiðanleiki SDS var viðunandi (α = 0,7) fyrir klíníska úrtakið en góður (α = 0,81) fyrir almenna úrtakið, viðunandi (α = 0,76) fyrir QOLS í klíníska úrtakinu en góður (α = 0,86) í almenna úrtakinu, góður (α = 0,87) fyrir PHQ-9 í klíníska úrtakinu en sæmilegur (α = 0,66) í almenna úrtakinu. Samleitniréttmæti kvarðanna var mjög gott sem kom fram í því að félagsfælnigreining á MINI tengdist hærri stigafjölda á SDS og PHQ-9 en lægri stigafjölda á QOLS. Einnig spáði hærri stigafjöldi á PHQ-9 fyrir um hærra hlutfall einstaklinga með þunglyndisgreiningu á MINI. Helstu niðurstöður eru þær að próffræðilegir eiginleikar kvarðanna haldast að mestu leyti í íslenskri þýðingu. Félagsfælni virðist draga úr lífsgæðum, auka líkurnar á þunglyndiseinkennum og hafa mikil og neikvæð áhrif á virkni fólks sem greinist með hana.It is imperative for clinicians and researchers in Iceland
to have good measures of functioning, quality of life and
depression symptoms. In this study, the psychometric
properties of the translations of three well-known measures
of these variables were assessed. These were the
Sheehan Disability Scale (SDS), a measure of the impact
of psychiatric symptoms on functioning, the Quality of
Life Scale (QOLS), and the Patient Health Questionnaire
(PHQ-9), which is a measure of depression symptoms
and their severity. There were 110 participants, 56
participants had a primary diagnosis of social anxiety
disorder (SAD; SAD group), and 54 participants had no
clinical diagnoses (comparison group). All participants
were interviewed with two diagnostic interviews, the
Mini International Neuropsychiatric Interview (MINI)
and the Body Dysmorphic Disorder Diagnostic Module
(BDD-DM). The convergent validity of the SDS, QOLS
and PHQ-9 was assessed with reference to a diagnosis
of SAD on the MINI, and the convergent validity of
PHQ-9 was also assessed with reference to a diagnosis
of major depressive disorder on the MINI. The internal
consistency of the SDS was acceptable (α = 0,7) for
the SAD group, but good (α = 0,81) for the control
group, the internal consistency of the the QOLS was
acceptable (α = 0,76) for the SAD group but good (α =
0,86) for the control group, and the internal consistency
of the PHQ-9 was good (α = 0,87) for the SAD group
but questionable (α = 0,66) for the control group. The
convergent validity of the scales was good in that a
diagnosis of SAD was associated with higher scores on
the SDS, lower scores on the QOLS and higher scores
on the PHQ-9. In addition, higher scores on the PHQ-
9 predicted a greater likelihood of being diagnosed
with major depressive disorder on the MINI. The main
findings were that the psychometric properties of these
self-report scales mostly carried over to the Icelandic
translations. Social anxiety disorder appears to reduce
quality of life, increase the likelihood of depression
symptoms and negatively impact functioning