Accidents on Iceland's most dangerous roads

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textOBJECTIVE: The objective of this paper was to identify the most dangerous segments of the Icelandic road system in terms of the number of accidents pr km and the rate of accidents pr million km travelled. First to identify the segments where the number of accidents is highest and where the risk of the individual traveller is the greatest. Second to evaluate if the association between the number and the rate of accidents is positive or negative. Third to identify the road segments that are the most dangerous in the sense of many accidents and great risk to individual travellers. MATERIAL AND METHODS: Main roads outside urban centers were divided into 45 segments that were on average 78 km in length. Infrequently travelled roads and roads within urban centers were omitted. Information on the length of roads, traffic density and number of accidents was used to calculate the number of accidents per km and the rate of accidents per million km travelled. The correlation between the number and rate of accidents was calculated and the most dangerous road segments were identified by the average rank order on both dimensions. RESULTS: Most accidents pr km occurred on the main roads to and from the capital region, but also east towards Hvolsvöllur, north towards Akureyri and in the Mideast region of the country. The rate of accidents pr million km travelled was highest in the northeast region, in northern Snæfellsnes and in the Westfjords. The most dangerous roads on both dimensions were in Mideast, northern Westfjords, in the north between Blönduós and Akureyri and in northern Snæfellsnes. CONCLUSION: Most accidents pr km occurred on roads with a low accident rate pr million km travelled. It is therefore possible to reduce accidents the most by increasing road safety where it is already the greatest but that would however increase inequalities in road safety. Policy development in transportation is therefore in part a question of priorities in healthcare. Individual equality in safety and health are not always fully compatible with economic concerns and the interests of the majority.Inngangur: Markmið með rannsókninni var að finna hættulegustu þjóðvegi landsins með tilliti til fjölda slysa á hvern km vegar og tíðni umferðarslysa á milljón ekna km. Í fyrsta lagi að finna þá vegarkafla þar sem flest slys verða og þar sem áhætta vegfarenda er mest. Í öðru lagi að meta hvort fjöldi slysa og tíðni slysa fari saman. Í þriðja lagi finna vegarkafla sem eru hættulegastir í þeim skilningi að þar verði mörg slys og áhætta einstakra vegfarenda sé mikil. Efniviður og aðferðir: Helstu vegum utan þéttbýlis var skipt í 45 vegarkafla sem voru að meðaltali 78 km að lengd. Fáförnum vegum og vegum í þéttbýli var sleppt. Upplýsingar um lengd vega, umferðarþunga og fjölda slysa frá Umferðarstofu voru notaðar til að reikna fjölda slysa á hvern km og tíðni slysa á milljón ekinna km. Fylgni milli fjölda og tíðni slysa var reiknuð og hættulegustu vegarkaflarnir fundnir með því að reikna meðaltal af raðtölum fyrir hvern vegarkafla. Niðurstöður: Flest slys á hvern km urðu á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu, en einnig austur að Hvolsvelli, norður til Akureyrar og á Mið-Austurlandi. Slysatíðni á hverja milljón ekna km var hins vegar hæst á norðausturhorni landsins, norðanverðu Snæfellsnesi og á Vestfjörðum. Neikvæð fylgni fannst milli fjölda og tíðni slysa. Hættulegustu vegarkaflar landsins með tilliti til beggja þátta voru á Mið-Austurlandi, norðanverðum Vestfjörðum, frá Blönduósi til Akureyrar og á norðanverðu Snæfellsnesi. Ályktun: Flest umferðarslys á hvern km urðu á þeim vegum þar sem slysatíðni á hverja milljón ekna km er lág. Því er hægt að fækka slysum mest með því að auka umferðaröryggi þar sem það er nú þegar mest, en með því ykist misrétti í umferðaröryggi. Stefnumótun í samgöngumálum felur í sér forgangsröðun í heilbrigðismálum þar sem jafnrétti einstaklinga til öryggis og heilbrigðis fer ekki alltaf fyllilega saman við hagræðingarsjónarmið og hagsmuni meirihlutans

    Similar works