Acute flank pain syndrome: a common presentation of acute renal failure in young men in Iceland

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Objectives: The purpose of the study was to calculate the incidence of the acute flank pain syndrome in Iceland and to describe the case series. Material and methods: The hospital records of those who fulfilled the following criteria were studied: age 18-41 years, acute renal failure, and a visit to Landspitali University Hospital in 1998-2007. The acute flank pain syndrome was defined as severe flank pain in combination with acute renal failure, unexplained except for the possible consumption of NSAIDs, ethanol or both. Information was collected about the sales of NSAIDs. Results: One hundred and six patients had acute renal failure. Of those, 21 had the acute flank pain syndrome (20%). The annual incidence of the acute flank pain syndrome increased threefold during the study period. The average incidence was 3.2/100.000/year (relative to the population of the Reykjavik area) and 2.0/100.000/year (relative to the population of Iceland). 18 patients were male and the median age was 26 (19-35) years. The symptoms regressed spontaneously during a few days or weeks. There was history of NSAID intake in 15, ethanol consumption in 15, either in 20, and both in nine patients. The sales figures of NSAIDs were high and they increased during the study period, especially those of the over-the-counter sales of ibuprofen. Conclusions: The incidence of the acute flank pain syndrome was high. The paper describes the largest case series that has been published since the withdrawal of suprofen in 1987. Young people should be warned about consuming NSAIDs during or directly after binge drinking.Tilgangur: Brátt síðuheilkenni var algeng aukaverkun bólgueyðandi verkjalyfsins súprófens sem var afskráð 1987. Síðan hefur fáum tilfellum verið lýst hjá ungu fólki í tengslum við neyslu bólgueyðandi verkjalyfja, áfengis eða hvors tveggja. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi bráðs síðuheilkennis hér á landi og lýsa tilfellaröð. Efniviður: Sjúkraskrár þeirra sem uppfylltu eftirtalin skilyrði voru lesnar: aldur 18-41 árs, bráð nýrnabilun og koma á Landspítala 1998-2007. Brátt síðuheilkenni var skilgreint sem svæsinn verkur í síðu eða kviði ásamt bráðri nýrnabilun, án annarrar skýringar en hugsanlegrar neyslu bólgueyðandi verkjalyfja, áfengis eða hvors tveggja. Upplýsinga var leitað um sölutölur bólgueyðandi verkjalyfja. Niðurstöður: Hundrað og sex sjúklingar fengu greininguna bráð nýrnabilun, þar af 21 með brátt síðuheilkenni (20%). Árlegt nýgengi bráðs síðuheilkennis þrefaldaðist á tímabilinu. Átján sjúklingar voru karlkyns og miðgildi aldurs var 26 (19-35) ár. Einkenni gengu yfir á nokkrum dögum eða vikum. Það var saga um nýlega neyslu bólgueyðandi verkjalyfja hjá 15, áfengis hjá 15, annars hvors hjá 20 og hvors tveggja hjá níu sjúklingum. Sala á bólgueyðandi verkjalyfjum var mikil og vaxandi, einkum á íbúprófeni í lausasölu. Ályktanir: Nýgengi bráðs síðuheilkennis var hátt. Greinin lýsir stærstu tilfellaröð sem birst hefur síðan súprófen var tekið af markaði. Margföld aukning varð á nýgengi bráðs síðuheilkennis og lausasölu íbúprófens á tímabilinu. Það er ástæða til að vara ungt fólk við neyslu bólgueyðandi verkjalyfja samtímis eða í kjölfar áfengisneyslu

    Similar works