Árangur kembileitar að sárasótt í þungun

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Sárasóttarsýking á meðgöngu getur valdið fósturlátum, andvana fæðingum og meðfæddri sárasótt, með alvarlegum afleiðingum fyrir barnið. Koma má í veg fyrir slíkt með greiningu og meðferð snemma á meðgöngu. Á Íslandi hefur lengi verið leitað að sárasótt við fyrstu mæðraskoðun. Ef meta á hagkvæmni þessarar kembileitar er nauðsyn að vita hversu margar þungaðar konur finnast með áður óþekkta sárasótt. Á árunum 1979-1987 reyndist VDRL jákvætt í 98 meðgöngum. Þar af greindust þrjár konur (ein aðflutt) með áður óþekkta sárasótt. Þær voru einkennalausar, fengu meðferð og fæddu heilbrigð börn. Reiknuð tíðni nýgreindrar sárasóttar á meðgöngu var 7,9/100.000 fæðingar. Í fimm meðgöngum voru blóðvatnspróf jákvæð en smit var áður þekkt. Ekki var samband milli jákvæðni VDRL prófs og fyrri meðgöngusögu eða aldurs. Samkvæmt upplýsingum frá barnadeildum landsins og Landlæknisembættinu fæddist ekkert barn með meðfædda sárasótt á þessum níu árum. Þetta bendir til þess að kembileit að sárasótt í þungun sé árangursrík

    Similar works